Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í ÞESSUM efnishyggjuheimi sem við búum í með kosningar í nánd og tilheyrandi loforð og tilboð um alla mögulega hluti, þá er mik- ilvægt að vera minnt á stóru mynd- ina og gefa okkur tíma til að kafa dýpra inn í tilveruna. Við eigum það flest til að gleyma okkur í amstri dags- ins, í kapphlaupi við klukkuna og lífsgæðin og vera þannig hálf- sofandi í eigin lífi. Þannig verður sá hluti af okkur sem á að næra okkur og vísa veginn gjarnan að óvirkum farþega í lífi okkar. Stundum verð- ur stórt áfall eða mikl- ar breytingar á að- stæðum okkar til þess að vekja okkur upp af þessum draumi. Og stundum nær eitthvað eða einhver að ýta við okkur. Sumir kenn- arar hafa sérstaka hæfileika til að ná til okkar á þennan hátt. Kennari af Guðs náð Í byrjun mars eig- um við von á einum slíkum kennara til landsins. Shiv Charan Singh er mjög eftirsóttur kennari um allan heim. Hann rekur Karam Kriya skólann í London, þar sem hann býður m.a. upp á kennaranám í kundalini-jóga, en hann hefur kennt kundalini-jóga og hugleiðslu í 24 ár. Shiv Charan hefur óvenjulega hæfileika til að veita innblástur og bjóða okkur að skoða hlutina frá nýju sjónarhorni. Hann er að koma hingað í annað sinn og ein þeirra sem fengu að kynnast honum síð- asta haust orðaði það þannig: „Shiv Charan er kennari af Guðs náð. Hann setur það sem hann kennir aftur og aftur í svo óvænt samhengi að ósjálfrátt hlýtur maður að færa sig til á sjóndeildarhringnum.“ Shiv Charan kennir bæði heim- speki og ástundun kundalini-jóga og hugleiðslu svo og karam kriya talnaspeki. Karam kriya þýðir „and- leg vakning í verki“ og býður upp á mjög gagnlegar aðferðir til and- legrar ræktar og dýpri skilnings á lífinu. Kundalini-jóga er nýkynnt hér á landi og hefur notið vaxandi vinsælda. Það byggist á æfingum og hugleiðslum sem næra taugakerfið, örva innkirtlastarfsemina og styrkja okkur svo að við stöndumst betur streitu og álag og getum verið í virku sambandi við okkar innri mann. Kundalini-hugleiðsla er mjög aðgengileg fyrir þá sem ekki hafa reynslu af hugleiðslu og einnig mjög djúp upplifun fyrir þá sem eru vanir að hugleiða. Svörin búa í kyrrðinni Shiv Charan segir sjálfur: „Ég er ekki fyrst og fremst að kenna tækni, hana er hægt að læra úr bók- um. Ég vil mæta fólki á miðri leið í sameiginlegu rými, þar sem báðir aðilar finna tilvist óendanleikans, þar sem hann nær að landamærum meðvitundar okkar … Ég hef áhuga á töluðu orði og samskiptum af því ég hef sterka tilfinningu fyrir bein- um tengslum tungumálsins við Guð … Samskipti búa til sam- félag … Heimurinn gefur okkur falskt loforð. Heimurinn segir; „Ég lofa þér öllu en ég get ekki fullnægt meira en 20% af þörfum þínum.“ Þetta svar heyrum við ekki nema við tökum okkur stund kyrrðar og meðvitundar. Við finnum öll fyrir þessari þrá eftir því sem á vantar en leitum oft að því á röngum stöðum. Okkur finnst við eiga rétt á hinu og þessu sem tilheyrir forminu en um leið bælum við niður þarfir sálar- innar.“ Dæmisaga hans um ferðalag sálarinnar er ágætis áminning hvað þetta varðar: „Maður nokkur (sem í sögunni táknar sálina) stendur á götuhorni og kallar á leigubíl. Leigubíllinn er með gler fyrir aftan bíl- stjórasætið þannig að bílstjórinn heyrir ekki vel það sem farþeginn í aftursætinu segir. Maðurinn eða sálin í aftursætinu biður bíl- stjórann að fara með sig til Guðs. Bílstjór- inn, (þ.e. við) ekur af stað og nemur staðar við stóran úti- kvikmyndaskjá. Mað- urinn í aftursætinu kallar og veifar á bíl- stjórann til að láta hann vita að hann hafi misskilið sig. Bílstjór- inn sér manninn aftur í baða út höndunum en tekur það sem skilaboð um að hann skemmti sér konunglega. Og hann snýr sér við til að horfa á bíómyndina.“ Andleg rækt er fyrir alla Shiv Charan heldur áfram; „Ég hef áhuga á ætlun sálarinnar og sömuleiðis þeirri ætlun sem við nálgumst þekkingu með. Það getur verið freistandi að nálgast þekkingu sem eins konar stjórntæki til að stjórna lífi okkar. En einn daginn förum við burt úr þeim heimi sem við höfum byggt í kringum okkur og verðum alveg óundirbúin fyrir það að mæta óbreytilegum kjarna heimsins; undirstöðunni sem ímynd- un okkar var byggð á. Ég hef í gegnum árin unnið með miklum fjölda fólks bæði hvað varð- ar mannleg samskipti og andlega meðvitund. Ég hef lært af öllum og held áfram að fyllast aðdáun yfir því hvað mannsandinn er breytilegur. Um leið finn ég alltaf sterkar og sterkar fyrir því hvernig við erum öll tengd í anda“, segir Shiv Charan að lokum. Af þessu má sjá að Shiv Charan Singh hefur af miklu að miðla og er hann mjög örlátur á þekkingu sína og visku. Andleg rækt er fyrir alla, hvort sem hún er þeim framandi hugtak eða ekki. Ef andinn er van- nærður fyllumst við tómleikatilfinn- ingu, verðum vansæl, jafnvel þung- lynd. Á sama hátt uppgötvum við heilt konungdæmi innra með okkur ef við tökum okkur stund reglulega og ræktum okkar innri mann. Hvort sem við erum vön að leita þannig inn á við eða ekki er mikilvægt fyrir okkur öll að fá hvatningu og inn- blástur svo að við gleymum ekki hver við erum. Andleg vakn- ing í verki Guðrún Arnalds fjallar um jóga, Shiv Charan Singh og Kundalini-hugleiðslu Guðrún Arnalds » Shiv Charaner kennari af Guðs náð. Hann setur hlutina í svo óvænt samhengi að ósjálfrátt hlýtur maður að færa sig til á sjóndeild- arhringnum. Höfundur er kennari í kundalini-jóga. TENGLAR .............................................. www.andartak.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn STEFNA eða stefnuleysi Sjálf- stæðisflokksins í umhverfismálum sést best á því að Pétur Blöndal þingmaður hefur verið einn helsti talsmaður flokksins í umhverf- ismálum. Nú hefur Pétur þó áttað sig á því að vísindamenn telja ótvírætt að loftslag jarðar breytist ört vegna gróðurhúsaáhrifa af manna völdum. Í ljósi þess, segir hann í Morgunblaðinu 15. febrúar, verðum við Íslendingar að „…búa okkur undir að þurfa að verjast öflugum, erlendum umhverf- isverndarsamtökum sem í nafni hnatt- rænnar umhverf- isverndar munu krefj- ast þess að við virkjum hvern einasta foss. Jafnvel Gull- foss.“ Niðurstaða Péturs er sérlega undarleg í ljósi þess að mestu púðri eyðir hann í að réttlæta stóraukna álframleiðslu Íslandi og landrask vegna virkjana. Telur Pétur að sá sparnaður sem hlýst af álframleiðslu á Íslandi bæti upp fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá öllum samgöngum innan lands, til og frá landinu og atvinnu- starfsemi. Virðist jafnvel halda að ekkert þurfi að gera vegna út- streymis gróðurhúsalofttegunda frá þessum uppsprettum. Samkvæmt röksemdafærslu Péturs munu virkjanir hér á landi best duga til að framleiða ál á Ís- landi og að mengun frá slíkum iðjuverum sé fastur stuðull sem ekki verði komist hjá, eða 1,5 tonn af koltvísýringi fyrir hvert fram- leitt tonn af áli. Hér yfirsést Pétri að álbræðsla veldur einnig meng- un perflúorkolefna (PFC) en hvert tonn af PFC jafngildir um 6500 tonnum af koltvísýringi. Því er nær að ætla að fyrir hvert tonn af áli myndist 1,8 – 2.0 tonn af koltvísýringsígildum. Þar af leið- andi reyna álfyrirtæki nú að þróa tækni til að framleiða ál án þess að nota kolarafskaut. Erindi Péturs er að sannfæra Íslendinga um að erlend umhverf- isverndarsamtök muni berjast fyr- ir því að þessar verksmiðjur verði undanþegnar skuld- bindingum Íslands samkvæmt Kyoto- bókuninni og Lofts- lagssamningi Samein- uðu þjóðanna. Enn- fremur, að sömu samtök vilji nánast rústa náttúru landsins og að varnarlínan gangi við Gullfoss. Það fer alveg fram hjá Pétri að end- urnýting áls er besta nýtingin og fyrir því hafa erlend umhverf- isverndarsamtök barist. Gríðarlegt magn af áli fer forgörðum þó svo að endurnýting þarfnist einungis 5% af þeirri orku sem fer í að bræða álið. Fylgist Pétur ekki með? Veit hann ekki að Ísland hefur þegar fengið umtalsverðar undanþágur frá Kyoto-bókuninni? Áttar Pétur sig ekki á að út- streymi gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa hér á landi er 12 sinn- um meiri en á Indlandi og nærri fimm sinnum meiri en í Kína? Þetta hlutfall mun aukast veru- lega á þessu ári og næsta þegar álver Alcoa Fjarðaráls tekur til starfa. Ég eftirlæt Pétri að sann- færa þessar þjóðir um hvers vegna þeir hafi minni rétt til að menga andrúmsloftið en Íslend- ingar eða þá að ekki sé hægt að framleiða hreina orku þar eins og á Íslandi. Indverjar hafa t.d. uppi áform um að virkja sem nemur 40 þúsund MW í vatnsafli. Heimsbyggðin mun gera kröfur um að við Íslendingar drögum úr almennri losun gróðurhúsaloftteg- unda, t.d. vegna samgangna í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbind- ingar, rétt eins og aðrir. Pétur Blöndal ætlast til að fátækar þjóð- ir leggi sitt af mörkum en gerir ráð fyrir að Íslendingar verði á ei- lífri undanþágu sem byggist á því að búa í landi sem er ríkt af „hreinum“ orkuauðlindum. Hvers eiga Danir að gjalda? Og má ekki búast við að „öflug erlend um- hverfisverndarsamtök“ á borð við Greenpeace og WWF haldi áfram að beita sér fyrir verulegum sam- drætti í almennri losun gróð- urhúsalofttegunda og að Ísland taki þátt í þeirri viðleitni. Hæpið er að viðkomandi umhverfisvernd- arsamtök geri kröfur um meiri eyðileggingu á náttúrugæðum til að fá nokkra dropa til viðbótar í orkuhít heimsins? Að snúa faðirvorinu upp á ... Árni Finnsson fjallar um umhverfismál og svarar grein Péturs Blöndal »Erindi Péturs er aðerlend umhverf- isverndarsamtök muni berjast fyrir því að þess- ar verksmiðjur verði undanþegnar skuld- bindingum Íslands Árni Finnsson Formaður Náttúruverndar- samtaka Íslands. SAMFYLKINGIN mun setja velferð aldraðra í öndvegi í rík- isstjórn eftir næstu kosningar. Það er tími til kominn eftir tólf ára valdatímabil stjórnmálaflokka sem hafa látið málefni aldraðra reka á reiðanum. Staða mála er talandi dæmi um lítilsvirðandi framkomu við þennan ört vaxandi þjóðfélagshóp, sem á skilið að njóta alls hins besta á ævikvöldinu – fólk sem hefur skilað ævi- starfi sínu til sam- félagsins. Afleitur viðskiln- aður stjórnarflokk- anna Nú bíða 400 aldr- aðir í brýnni þörf eft- ir dvöl á hjúkr- unarheimili og enn fleiri í þörf og hátt í 1.000 manns búa þar enn í þvingaðri sam- vist við ókunnuga, í fjölbýli, oft tveir, þrír og jafnvel fleiri saman í herbergi. Sjötíu aldraðir búa á Landspítalanum, bíða þar hjúkrunarvistar eftir að læknismeðferð er lokið. Ekki má gleyma þeim hjónum og pörum sem hafa verið aðskilin síðustu æviárin, annað á hjúkrunarheimili en hitt á biðlista – heima eða á spítala eða þau eru vistuð hvort á sínu hjúkrunarheimilinu. Við þekkjum öll dæmin og fréttirnar af slíkri meðferð. Aðskilnaður aldraðra á þennan hátt fer mjög illa með heilsu þeirra og eykur vanlíðan. Í þessu lenda á annað hundrað ein- staklingar samkvæmt svari frá ráðherra til mín á Alþingi. Þeir eru mun fleiri en þar kemur fram því ekki eru þeir taldir með sem eiga maka á hjúkrunarheimili en komast ekki á biðlista eftir hjúkr- unarheimilisdvöl, eru ekki „nógu“ veikir þótt heilsan sé farin að gefa sig og ekki sé auðvelt að dvelja einn eftir heima. Þetta ástand er lítilsvirðing við þá kynslóð sem hefur skilað sam- félaginu ævistarfi sínu. Þessi vandi væri ekki til staðar ef Framkvæmdasjóður aldraðra hefði staðið undir nafni og skilað sér í uppbyggingu en aðeins rúmur helm- ingur fjárins úr sjóðn- um hefur skilað sér í nýbyggingar og end- urbætur á und- anförnum einum og hálfum áratug. Margnota loforð stjórnarliða Í vikunni var tekin skóflustunga að 110 rúma hjúkrunarheim- ili í Reykjavík, heimili sem búið var að lofa nokkrum sinnum – fyrir Alþingiskosningarnar 2003, síðan á miðju kjörtímabili, með undirritunum og blaðamanna- fundum. Hjúkrunarheimilið átti að vera komið í gagnið í byrjun þessa árs, en nú, þremur mánuðum fyrir kosningar er fyrst tekin upp skófla og henni stungið í freðna jörð. Ekki bættist við eitt einasta hjúkrunarrými allt árið 2006 á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörf- in er langmest og ástandið verst, þrátt fyrir allan fagurgalann. Þetta er talandi dæmi um loforð og efndir ríkisstjórnarinnar. Bætum kjörin og biðlistana burt Við í Samfylkingunni munum gera stórátak í byggingu hjúkr- unarheimila undir kjörorðinu „Biðlistana burt“. Ingibjörg Sól- rún hefur lýst yfir því opinberlega að hún muni beita sér fyrir að leysa hjúkrunarvandann á sama hátt og hún beitti sér fyrir því hjá Reykjavíkurborg að leysa dagvist- arvanda barna, komist Samfylk- ingin í ríkisstjórn. Við munum leggja áherslu á að lífeyrir dugi fyrir framfærslu, en kjör aldraðra hafa dregist aftur úr í góðærinu, frítekjumark lífeyrisþega verði hækkað verulega og það taki jafnt til atvinnu- og lífeyristekna, skatt- ar á lífeyristekjur lækki í 10% og að skattleysismörk verði hækkuð í samræmi við launabreytingar. Þessi baráttumál okkar eru í sömu veru og tillögur okkar á Alþingi, sem hafa ekki náð fram að ganga þar. Samfylkingin og samtökin 60+ efna til baráttufunda um málefni eldri borgara um allt land þessa dagana. Það er brýnt að úrbætur í málefnum eldri borgara verði sett- ar í forgang á næsta kjörtímabili. Ég hvet fólk til að mæta á fundina og kynna sér nánar áherslur okk- ar í málaflokknum. Velferð aldraðra í öndvegi Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um málefni aldraðra » Samfylkingin ogsamtökin 60+ efna nú til baráttufunda um málefni eldri borgara, en brýnt er að úrbætur í málefnum þeirra verði settar í forgang. Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.