Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn GRETTIR, HEFUR ÞÚ EINHVERN TÍMANN VERIÐ MEÐ LAG Á HEILANUM? OG ÞÚ BARA GETUR EKKI HÆTT AÐ RAULA ÞAÐ? EF AÐ LÖG ÚR AULÝSINGUM FYRIR KATTAMAT TELJAST MEÐ, ÞÁ JÁ ÞÚ ERT YNDISLEGUR, SNOOPY... ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI KYSST ÞIG... SVONA ER AÐ VERA LOÐINN Í FRAMAN HÉRNA ER HOBBES, EN HVAR ER KALVIN? ÉG VEIT ÞAÐ EKKI HVERT GETUR HANN HAFA FARIÐ? VIÐ SNÉRUM OKKUR VIÐ Í SMÁ STUND OG AF HVERJU TÓK HANN EKKI HOBBES? BÍDDU HÉR, EF HANN SKYLDI KOMA AFTUR. ÉG SKAL LEITA AÐ HONUM ALLT Í LAGI ÞEGAR MAÐUR ER FORELDRI, ÞÁ LANGAR MANN TIL ÞESS AÐ FAÐMA OG KYRKJA KRAKKANN SINN Á SAMA TÍMA ÞAÐ ER EITT GOTT VIÐ ÞAÐ AÐ VERA FASTUR Á EYÐIEYJU HVAÐ ER ÞAÐ? ÉG SLEPP VIÐ GRÁA FIÐRINGINN HEIMA HJÁ MÉR HEYRÐU! KOMDU AFTUR HINGAÐ! NÁÐU MÉR EF ÞÚ GETUR! ÞEGAR PÉTUR PAN VARÐ ELDRI ÞÁ ÁTTI HANN Í ERFIÐLEIKUM MEÐ FLEIRA EN BARA SKUGGANN SINN LALLI ER LEIÐUR ÚT AF EINHVERJU, EN HANN VILL EKKI SEGJA MÉR HVAÐ ER AÐ HANN SEGIR AÐ ÞETTA SÉ EKKERT SEM TENGIST MÉR EN ÞVÍ MEIRA SEM ÉG HUGSA UM ÞAÐ, ÞVÍ VERRA HELD ÉG AÐ ÞETTA SÉ MUNDIR ÞÚ SEGJA MÉR EF ÞETTA VÆRI BANVÆNT HVAÐ?!? PETER FÆR SÍMTAL FRÁ LÆKNI TRYGGINGAFÉLAGSINS UM MIÐJA NÓTT... ÞAÐ VAR EITTHVAÐ SKRÍTIÐ Í BLÓÐPRUFUNNI SEM ÉG TÓK ÚR ÞÉR JÁ, ÉG FÉKK MÉR PÍNU NAMMI FYRR UM DAGINN ÞETTA ER TÖLUVERT MEIRA EN ÞAÐ ÞÚ ÞARFT AÐ KOMA AFTUR TIL MÍN STRAX Í FYRRAMÁLIÐ Hópur áhugamanna hefurskipulagt ferðalag tilPóllands dagana 9. til 14.mars. Ferðin er haldin í tengslum við námskeiðið Austur- Evrópa: menning og saga sem End- urmenntunarstofnun HÍ stendur fyr- ir. Leiðsögumaður í ferðinni og um- sjónarmaður námskeiðsins er dr. Þorleifur Friðriksson sagnfræð- ingur: „Austur-Evrópa er samheiti margra litríkra og fjölbreyttra sam- félaga með langa og áhugaverða sögu,“ segir Þorleifur. „Í ferðinni ætlum við að skoða Pólland og kynn- ast pólsku samfélagi, sem fáir Íslend- ingar þekkja vel. Leiðin liggur með ferju til Pommern, en þaðan var Ei- ríkur af Pommern, fyrsti sameig- inlegi konungur Norðurlandanna. Við ökum því næst til hinnar ynd- islegu Hansaborgar Gdansk. Þá skoðum við fangabúðir nasista í Stutthof og heimsækjum Maríuborg, stærsta miðaldakastala Evrópu.“ Í ferðalaginu mun leiðin einnig liggja um slóðir Kasjúba: „Kasjúbar eru ein af mörgum örþjóðum Evr- ópu, en flestar þessara örþjóða kann- ast Íslendingar ekki við og hafa jafn- vel aldrei heyrt um,“ segir Þorleifur. „Partur af Póllandi er kenndur við Kasjúba og eru þeir einkum búsettir í þorpum í nágrenni Gdansk, þar sem þeir hafa varðveitt menningu sína og sérstaka tungu.“ Þorleifur segir fyrstu rituðu heim- ildir um Kasjúba frá 13. öld: „Allt til ársins 1720 kallaði Svíakonungur sig meðal annars hertogann af Kasjúbíu en saga Íslands og Kasjúba tengist gegnum fyrrnefndan Eirík af Pom- mern,“ segir Þorleifur. „Þetta er merkileg þjóð fyrir margar sakir, en hefur átt undir högg að sækja í gegn- um söguna. Í dag er áætlað að um fimmtíu þúsund manns tali kasjúb- ísku, en það gildir um Kasjúba, eins og flestar evrópskar örþjóðir sem ekki eiga sér ríki, að vafi leikur á hversu margir þeir eru í raun og veru, en flestar áætlanir gera ráð fyrir að þeir séu um þrjú hundruð þúsund.“ Í aldanna rás hafa Kasjúbar skap- að sér orðstír sem afbragðs veiði- menn og sjómenn og frjálsir smá- bændur, ekki ósvipað Íslendingum. „Kasjúbar hafa allajafnan verið frið- samir, en þó lá við uppreisn þegar Evrópusambandið vildi banna þeim notkun neftóbaks. Á endanum fékkst þó sérstök undanþága fyrir Kasjúba, sem eru ákaflega stoltir af þessum sið sínum og halda upp á skemmtileg tóbakshornin.“ Ferðin kostar tæplega 60.000 kr, og er innifalið flug, gisting og leið- sögn. Flogið er til Kaupmannahafnar þar sem hitað verður upp með göngu um Íslendingaslóðir. Skráning- arfrestur fer senn að renna út, en áhugasamir geta haft samband við Þorleif með tölvupósti: thleif@hi- ve.is, og í síma 564 3646. Menntun | Fræðsluferð dagana 9. til 14. mars í tengslum við námskeið Endurmenntunar Á vit Pólverja og Kasjúba  Þorleifur Frið- riksson fæddist í Reykjavík 1952. Hann lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1973 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Hann stundaði nám í sagnfræði við HÍ og lauk fil.cand. prófi frá Háskólanum í Lundi 1978. Þorleifur stundaði rannsóknir í Danmörku og Þýska- landi og lauk doktorsprófi í sagn- fræði frá Háskólanum í Lundi 1990. Þorleifur hefur starfað við kennslu, fræðastörf, leiðsögn um söguslóðir og útvarpsþáttagerð. Þorleifur er höfundur nokkurra bóka og fjölda greina. Á næstu vikum kemur út fyrsta bindi verks hans „Við brún nýs dags – saga verkamannafélags- ins Dagsbrúnar“. Eiginkona Þor- leifs er Þóra Birna Björnsdóttir innanharkitekt og eiga þau tvo syni. FYRIRSÆTA sýnir föt úr haustlínu Carlos Diez á tískuvikunni í Madríd á Spáni í gær. Þar eru sýndir helstu straumar og stefnur í fatnaði fyrir haustið og veturinn 2007 til 2008. Reuters Sérstök tíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.