Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Laufey Valgeirs-dóttir, húsfreyja í Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi, fæddist í Norðurfirði í Árnes- hreppi á Ströndum 19. ágúst 1917. Hún lést á St. Franciskus- spítalanum í Stykk- ishólmi 6. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sesselja Gísladóttir hús- freyja, f. 24. sept- ember 1875, d. 30. október 1941 og Valgeir Jónsson, bóndi í Norðurfirði, f. 18 apríl 1868, d. 6. janúar 1949. Laufey var yngst 18 systkina sem öll eru látin. Þau voru: Jón, f. 1896, lést sama ár; Jón, f. 1897, d. 1984; Gíslína Vilborg, f. 1898, d. 1961; Valgerður Guðrún, f. 1899, d. 1971; Sigurlína Guðbjörg, f. 1900, d. 1992; Ólafur Andrés, f. 1901, d. 1926; Albert, f. 1902, d. 1983; Guðjón, f. 1903, d. 1981; Guð- mundur Pétur, f. 1905, d. 2001; Sveinbjörn, f. 1906, d. 1995; Soffía Jakobína, f. 1907, d. 1999; svein- barn, f. 1908, dó í fæðingu; Bene- dikt, f. 1910, d. 2000; meybarn, f. 1911, andvana; meybarn, f. 1912, andvana; Eyjólfur, f. 1914, d. 2006 og Valgeir, f. 1916, d. 1952 . Laufey giftist 29. ágúst 1936 Bjarna Jónssyni, útvegsbónda í Asparvík á Ströndum, f. 2. sept. 1908, d. 10 jan. 1990. Foreldrar Bjarna voru þau Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 18. apríl 1883, d. 23. nóv. 1956 og Jón Kjartansson, f. 18. júlí 1873, d. 28. nóv. 1957. Laufey og Bjarni eignuðust 10 börn, sem eru: 1) Aðalheiður, f. 26. sept 1932. Maki Jónas Þorsteinsson, f. 18. nóv. 1920. Börn, Þorsteinn, Bjarni, Agn- ar og Guðbjörg Guðbjartsdóttir hreppi á Ströndum. Ung giftist hún Bjarna Jónssyni og fluttist til Asparvíkur í Kaldrananeshreppi þar sem hún gerðist húsfreyja á stóru heimili, en þar bjuggu einnig foreldrar Bjarna og systkini. Í Asparvík sannaðist vel mál- tækið „föðurland vort hálft er haf- ið“ því Bjarni sótti sjóinn af kappi á bátnum sínum, Síldinni. Það kom hinsvegar í hlut Laufeyjar að stýra og halda heimili sem stækkaði með vaxandi barnafjölda. Árið 1951 flutti fjölskyldan til Bjarnarhafnar í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Þar bjuggu þau uns Bjarni lést, en Laufey fluttist 1991 í þjónustuíbúð við Dvalarheimili aldraðra í Stykk- ishólmi. Síðustu árin dvaldi hún á St. Franciskusspítalanum í Stykk- ishólmi. Laufey var móðir og húsfreyja á fjölmennu heimili. Sú stjórn fórst henni afar vel úr hendi og öll verk sín vann hún af röskleika, útsjón- arsemi og hlýju. Gestkvæmt var bæði í Asparvík og í Bjarnarhöfn og á báðum stöðum var haldinn farskóli. Þau hjónin Laufey og Bjarni voru afar samhent og nutu þess að taka á móti gestum. Heim- ili þeirra stóð öllum opið. Til við- bótar eigin barnahópi dvöldu mörg börn hjá þeim hjónum um lengri eða skemmri tíma. Laufey var minnug og fjölfróð. Hún fylgdist vel með atburðum líð- andi stundar og hafði mikinn áhuga á stjórnmálum. Hún tók virkan þátt í marg- víslegu félagslífi og skemmtunum og var m.a. í Kvenfélaginu Björk í Helgafellssveit og var heið- ursfélagi þess. Laufey á 77 afkomendur og fagnaði hverjum með mikilli gleði, hvatti og fylgdist með vexti þeirra og þroska allt til síns hinsta dags. Útför Laufeyjar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Bjarnarhöfn. (fósturdóttir). Barna- börnin eru ellefu og barnabarnabörnin eru sex. 2) Hildi- brandur, f. 18. nóv. 1936. Maki Hrefna Garðarsdóttir, f. 25. nóv. 1951. Börn, Brynjar (móðir: Jón- ína Sigurjónsdóttir), Guðjón, Hulda og Kristján. Hildibrand- ur á eitt barnabarn. 3) Reynir, f. 11. sept 1938, d. 18. maí 1978. Maki Sibilla Bjarna- son, f. 27. jan. 1938. Dóttir Signý og barnabörnin eru tvö. 4) Ásta, f. 30. nóv. 1939. Maki Bjarni Alex- andersson, f. 20. nóv. 1932. Dætur, Erna, Kristjana, Laufey og Sigrún. Barnabörnin eru fjögur. 5) Sess- elja, f. 29. ágúst 1941. Maki Rík- harð Brynjólfsson, f. 2. jan. 1946. Synir Ragnar og Steinar. Barna- börnin eru þrjú. 6) Jón, f. 26. des. 1943. Maki Ingibjörg Sólveig Kolka Bergsteinsdóttir, f. 15. okt 1947. Börn, Bjarni, Ásgeir, Ingi- björg Kolka, Laufey Erla, Katrín Kolka og Páll Valdimar Kolka. Barnabörnin eru fimm. 7) Sig- urður Karl, f. 28. júlí 1945. Maki Jóhanna Karlsdóttir, f. 10. apríl 1943. Börn Grétar og Reynhildur. 8) Guðrún, f. 4. sept. 1946. Dóttir Hrefna (faðir Frímann Gústafsson) og barnabörnin eru tvö. 9) Signý, f. 9. júlí 1949. Maki Hjálmar Jónsson, f. 17. apríl 1950. Börn, Kristinn, Sigríður, Reynir og Ásta Sólveig. Barnabörnin eru fimm. 10) Val- geir, f. 16. júní 1954. Maki Ingi- björg Elsa Björnsdóttir, f. 22. maí 1966. Sonur Björn, andvana fædd- ur. Laufey ólst upp í stórum systk- inahópi í Norðurfirði í Árnes- Sautján ára kom ég fyrst í Bjarnarhöfn á heimili tengdafor- eldra minna, Laufeyjar, Bjarna og þeirra stóru fjölskyldu. Ég var strax boðin velkomin og varð fljótt svo samgróin þessari samheldnu fjölskyldu að mér fannst ég strax vera hluti af henni. Heimilislífið einkenndist af hlýju og festu og átti húsmóðirin þar stærstan hlut, hún vann verkin án þess að hafa um það mörg orð. Hún Laufey var óhemju dugleg og vann bæði úti og inni eftir þörfum. Ég dáðist oft að þessu óbilandi þreki og vinnugleði sem einkenndi Laufeyju. Skemmti- legast fannst henni þegar nóg var að gera úti, hún tók gjarnan næt- urvaktir í fjárhúsunum um sauð- burð og henni fannst sérstaklega gaman að raka og rifja hey í góðu veðri – að ég tala nú ekki um að tína ber á haustin. Ég held að henni hafi fundist skemmtilegra að vinna úti en inni, en mikill tími fór í inniverkin þar sem hún eignaðist 10 börn og heimilið ávallt fjöl- mennt. En Laufey innti þau einnig vel af hendi. Þegar við Jón byrjuðum að búa kenndi hún mér að búa til slátur, saft og það helsta sem sveitakona þarf að kunna. Meðan við bjuggum í Bjarnarhöfn hlupu börnin okkar gjarnan til ömmu sinnar til að spila, spjalla eða bara gá hvað amma var að gera. Það var mjög gott að hafa afa og ömmu í næsta húsi og þegar við fluttum í burtu söknuðu börnin þeirra mikið. Alltaf var hægt að treysta á þau, t.d. komu þau norður þegar ég eign- aðist tvö yngstu börnin og hjálp- uðu Jóni að hugsa um heimilið og eldri krakkana. Ógleymanlegar voru ferðirnar með Laufeyju á æskustöðvar henn- ar í Norðurfirði sem voru ætíð sveipaðar töfraljóma. Gaman var að heyra hana rifja upp minningar um bernsku sína og fólkið og mannlífið á þeim tíma. Hvergi var fjaran fallegri, sandurinn mýkri og norðurljósin bjartari. Sérstaklega var gaman að sjá þær systur koma saman, Sigurlínu, Soffíu og Lauf- eyju, þá var nú heldur betur glatt á hjalla, hlegið og gantast. Við kveðjum nú tengdamóður mína með þakklæti fyrir trausta og góða samfylgd. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg S.B. Kolka. Við systkinin í Bjarnarhöfn eig- um mjög góðar minningar um ömmu, minningar sem eru nú ómetanlegar. Húsið okkar var sambyggt við hús ömmu og afa þannig að það var auðvelt að skreppa yfir í heimsókn. Sterkur er í minningunni prjónaskapurinn hjá henni fyrir framan sjónvarpið og það var ákaflega gaman að fylgjast með henni því framvindan var hröð og það var alltaf jafn for- vitnilegt að sjá hvað hún tæki næst upp á að prjóna. Amma hugsaði líka alveg sér- staklega vel um síða hárið sitt, hún byrjaði á því að greiða það á morgnana og svo um eftirmiðdag- inn fléttaði hún það. Oft stálumst við líka yfir til ömmu til að sníkja eftirrétt því að eins og góðri hús- móður sæmdi bauð hún alltaf upp á eftirrétti með matnum sem okk- ur þóttu afskaplega girnilegir. Þegar amma flutti í Stykkishólm varð mjög tómlegt hér í Bjarn- arhöfn hjá okkur en hún kom oft í heimsókn og var hjá okkur oftast um jólin, páskana og aðra hátíð- ardaga. Við reyndum líka að heim- sækja hana eins oft og við gátum og oft var líka farið til hennar eftir skóla meðan beðið var eftir skóla- bílnum. Laufey amma hafði alveg ákaflega góðan húmor og átti alltaf góð tilsvör og kom oft með góð skot á mann og það er alveg óhætt að segja að hún varð bara fyndnari með aldrinum. Gestrisni ömmu var mjög mikil og hún átti alltaf eitthvað til þegar við fórum í heimsókn til hennar eftir að hún flutti í Stykkishólm hvort sem það voru kökur, ís eða konfekt. Þegar hún flutti á spít- alann fannst henni alltaf jafn leið- inlegt að geta ekki tekið eitthvað til fyrir okkur þegar við fórum í heimsókn til hennar en það var samt alltaf til brjóstsykur eða kon- fekt og það var nú ekki hægt að komast hjá því að fá sér einn mola. Amma lést umlukin ást og um- hyggju og fékk að eyða síðustu dögunum með börnunum sínum. Nú fer hún heim í Bjarnarhöfn þar sem hún mun hvíla við hlið Bjarna afa og sonar síns Reynis. Minning- arnar sem við eigum um ömmu munu lifa í hjarta okkar og við gætum ekki hugsað betri stað fyrir hana til að hvíla á heldur en hérna heima í Bjarnarhöfn. Guðjón, Hulda og Kristján. Amma bjó yfir þeim hæfileika að geta hlustað á útvarpið, horft á sjónvarpið, fylgst með samræðum og prjónað lopapeysur í einu og þegar rás 2 hóf útsendingar var amma fljót að aðlagast og bæta henni við, án þess að fatast í öðru. Ég sé hana fyrir mér í græna kjólnum með svuntuna framan á sér og flétturnar tvær sem hún setti upp þegar hún fór í Hólminn. Ég var mjög heilluð af hárgreiðslu ömmu. Á hverjum morgni stóð hún við eldhúsvaskinn, horfði út um gluggann og fylgdist með öllu, leysti flétturnar, bleytti greiðuna, renndi henni í gegnum hárið og fléttaði það aftur. Hún notaði ekki hárteygjur heldur vafði hún hárinu úr greiðunni utan um flétturnar og festi þær saman fyrir aftan bak. Amma var oft með stórt heimili þegar hún bjó í Bjarnarhöfn, sér- staklega á sumrin, en ef ég fór til hennar um miðjan daginn hafði hún alltaf tíma til að spjalla og bardúsa eitthvað með mér. Það voru góðar stundir. Þegar amma varð ekkja flutti hún í þjónustuíbúð á elliheimilinu í Hólminum, klippti hárið stutt og hóf nýtt líf. Hún var hrókur alls fagnaðar og skemmti sér konung- lega enda hafði hún sérstakan húmor og gat verið kaldhæðin og fyndin í tilsvörum og lýsingum á öðru fólki. Mér fannst hún yngjast upp og kvennagengið á ganginum hennar var eins og fjörmikil heimavistarklíka í framhaldsskóla. Hún missti því mikið þegar hún þurfti að flytja upp á sjúkrahús og bíða þess sem verða vildi. Hvar sem amma er nú er ég viss um að í kringum hana er engin lognmolla. Ingibjörg Jónsdóttir Kolka. Amma hefur kvatt þennan heim og horfið á vit nýrra ævintýra. Við dáumst að lífshlaupi hennar og berum mikla virðingu fyrir ævi- starfi hennar og afa. Saman sýndu þau baráttuandann sem Íslending- ar hafa löngum verið stoltir af og eru enn. Það er göfugt ævistarf og til eft- irbreytni að gera mikið úr litlu, byggja upp gjöfult bú á nýjum stað. Það er samhljómur á milli ömmu og afa og þeirra Íslendinga sem eru mest áberandi í dag fyrir sambærilegan kjark. Það má segja að amma hafi lengst af ævinni rekið stóra deild í stóru fjölskyldufyrirtæki. Hún skil- aði starfi sínu á framúrskarandi hátt, með stöðugri viðveru og ávallt með velferð og hag heildar- innar, sem og hvers einstaklings, að leiðarljósi. Í dag njótum við minninganna um heimsóknirnar til ömmu og afa í ævintýralandið, Bjarnarhöfn, þar sem hver árstíð hefur sín sérkenni og viðfangsefni. Það var og er menningarleg upplifun að heim- sækja Bjarnarhöfn. Þegar við vorum börn virtist al- veg sama hversu snemma maður vaknaði á morgnana, amma var komin á fætur og búin að elda hafragrautinn, sem við snæddum í þægilegu andrúmslofti við eldhús- borðið. Síðan fengum við að taka þátt í verkefnum dagsins. Á kvöld- in liðum við svo inn í draumalandið við eldhúshljóðin þar sem amma undirbjó næsta dag. Það voru kaflaskipti í lífi ömmu að flytja til Stykkishólms en það var greinilega nýr og skemmtileg- ur kafli, þar sem sagan var gerð upp og leidd til lykta. Amma fylgdist alltaf vel með og spurði frétta af fólkinu sínu og gladdist yfir hverjum nýjum af- komanda og þeim áföngum sem hver þeirra náði. Hún hafði gaman af börnunum og vildi alltaf fá litlu krílin í fangið og spjalla svolítið þegar þau heimsóttu hana á spít- alann undir það síðasta. Henni þótti fátt skemmtilegra en að vera í hópi fólks og það var ekki hægt annað en að líða vel í kring- um hana. Nærvera hennar var sterk og létti húmorinn og brosið voru ávallt til staðar rétt eins og góðlátlegt grín hennar. Okkur er þakklæti efst í huga þegar við kveðjum ömmu Lauf- eyju, fyrir samverustundir síðustu áratuga. Við tökum hana okkur til fyrirmyndar í lífinu og biðjum Guð að geyma hana. Kristinn, Sigríður, Reynir og Ásta Sólveig. Mig langar að minnast ömmu minnar með nokkrum línum. Ég var ekki gömul þegar ég fór fyrst til ömmu. Ég hef verið um það bil 3 mánaða þegar amma tók að sér að sjá um mig á meðan mamma var á námskeiði erlendis. Þar hafa tengslin myndast og orðið sterk. Eftir það var ég óstöðvandi í vesturferðum og vildi hvergi ann- ars staðar vera í fríum. Eftir að ég byrjaði í skóla var ég hjá ömmu og afa í sveitinni í öllum fríum, frá sauðburði fram yfir réttir og svo aftur í tilhleypingum í kringum jól- in. Þetta voru mikil forréttindi fyr- ir mig, borgarbarnið, að geta kom- ið í sveitina til ömmu og afa. Alltaf voru þau tilbúin til að taka á móti mér. Ég man ekki eftir því að amma hafi skammað mig fyrir nokkurn hlut og dekraði hún mig á þann hátt að ég þurfti lítið að gera innan dyra. Amma hafði gott innsæi og var mikill mannþekkjari og gaf mér gott færi á því að gegna störfum utandyra og tengt dýrunum á bænum. Ég þurfti samt stundum að vaska upp og ryksuga en það tók oftast fljótt af og ég komin út eins fljótt og ég gat. Mér fannst ég reyndar aldrei vera kom- in alla leið í sveitina fyrr en ég var búin að heilsa upp á kindurnar í fjárhúsunum og gaf amma mér alltaf leyfi til að kíkja þangað strax og ég kom. Amma var svo með mér á fyrstu næturvaktinni um sauðburð og kenndi mér ljósmóðurstörfin sem þar þurfti að hafa við og einnig kenndi hún mér að mjólka kýrnar. Ég náði líklega aldrei að þurr- mjólka kýrnar almennilega, en amma hafði alltaf þolinmæði fyrir svona byrjendur og var alltaf ánægð ef hún sá að maður lagði sig fram. Þegar ég flutti í Hólminn fyrir u.þ.b. 6 árum bjó amma í íbúðinni sinni við Skólastíg. Þangað komum við, litla fjölskyldan, oft. Þar horfð- um við oft á mikilvæga leiki í hand- bolta með ömmu en hún hafði mik- inn áhuga á ýmsum íþróttum og þekkti leikmennina í íslenska handboltalandsliðinu um langt skeið. Hún fylgdist vel með á þeim vettvangi sem öðrum. Viktor lék sér með bílana sína á teppinu við stofuborðið tímunum saman á með- an við spjölluðum. Það var alltaf gott að koma til ömmu og ekkert dró úr gestrisninni, hún átti alltaf eitthvað með kaffinu. Eftir að amma fór á spítalann var áfram gott að koma til hennar. Hún átti svo gott með samskiptin við krakkana og vildi alltaf hafa þau nálægt sér. Henni líkaði best þegar Tinna Guðrún vildi sitja á koddanum hjá henni og kannski syngja með henni. Hún dró að sér börn með sinni einstæðu einlægni. Við áttum nokkur jól með ömmu eftir að við fluttum og átti þá allt að vera tilbúið á réttum tíma til að hlusta á messuna og fleira eins og ég hafði vanist í sveitinni. Tíma- setningarnar brugðust þó alltaf og ég alltof sein með steikina, en amma kippti sér ekkert upp við það. Þá, sem oftar dáðist ég að Laufey Valgeirsdóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALGARÐUR ÓLAFSSON BREIÐFJÖRÐ, andaðist miðvikudaginn 7. febrúar. Hann var kvaddur í kyrrþey frá litlu Kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 15. febrúar. Þökkum félögum hans í föstudagsdeild AA-sam- takanna í Neskirkju vináttu í gegnum árin. Jóna María Gestsdóttir, Gestur Valgarðsson, Rannveig María Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Valgarðsson, Kristín Þóra Garðarsdóttir, Valgarður Daði Gestsson, Garðar Eyjólfsson, Hildigunnur Jóna, Brynhildur María Gestsdætur, Aníta Líf Valgarðsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.