Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 34
Fín Fjólublár er fantaflottur Kjóll, 9.590 kr. Noa Noa, skór, 9.990 kr. Shoe Studio, veski, 2.750 kr. Accesso- rize, eyrnalokk- ar, 5.850 kr. og hálsmen, 7.800 kr. Meba/ Rhodium. Það er kominn tími til að endurhljóðblanda lagið „Fjólublátt ljós viðbarinn, lagið sem gerði allt vitlaust í skemmtanalífi landans árið1981, eftir engan annan en dægurlagakónginn Gunnar Þórðarson.Það myndi einfaldlega ríma svo vel við tískuna í ár. Á tískusafn- plötu ársins mætti síðan smella Bjössa á mjólkurbílnum, með Hauki Mort- hens, frá sjötta áratugnum, „All you need is love,“ með Bítlunum frá sjö- unda áratugnum og „Don’t Go Breaking My Heart,“ með Elton John á áttunda áratugnum. „I’ll be missing you,“ með Puff Daddy (P.Diddy) myndi síðan endurspegla tíunda áratuginn. Hvað væri þá dæmigert fyrir fyrsta áratug þessarar aldar? Ætli það væri ekki sambræðingur af þessu öllu! Tíska og tónlist hafa alltaf tengst órjúfanlegum böndum og nú er allt í gangi. Kokteillinn verður sterkari þegar tíðarandinn bætist við. T-in þrjú hafa ótrúleg áhrif – jafnvel þegar konur velja sér kjól til þess að klæðast í glaumi eins og á þorrablóti, góugleði eða árshátíðum. Svo er það blessað íslenska veðrið, það hefur nú alltaf verið mótandi. En ekki að það hafi stórkostleg áhrif á fatahönnuði. Þvert á móti, þeir halda sennilega að við rennum bara rauða dreglinum yfir ísinn og pollana! Hjá þeim er vorið komið, enginn þorri sem á eftir að þreyja eða góa að glíma við. Stuttir kjólar eða ökklasíðir og hálferma, kvarterma eða bara ermalausir eru á dagskránni í kampavínsboðum og þríréttuðum samkvæmum. Toppar eru alltaf sígildir sem samkvæmisklæðnaður, töff við síðbuxur og jafnvel kvartbuxur og háa, flotta hælaskó. Tvískiptur klæðnaður, eins og toppur og síðpils eða stutt, hringpils í anda sjötta áratugarins fer einnig mörgum konum vel og er mjög sparilegur. Fylgihlutir eru síðan fjársjóðir sem aldr- ei ætti að vanmeta, þeir eiga stóran þátt í að skapa heildarstílinn. Þeir geta gert einfaldan kjól að sérstökum, klassíska buxnadragt framúrstefnulegri. Í ár er silfurliturinn sjúklega svalur en gylltir og brúnir tónar end- urspegla hina þroskuðu konu. Bleikur er bara flottur á konum á öllum aldri og fjólublár er hinn heiti litur á vor- og sumarkvöldi. Ljósið er fjólublátt við barinn – aftur. uhj@mbl.is Móðins Glerperlur eru móðins ársins 2007 Perlufesti, 4.900 kr. Drangey. Margbreytilegir Klassískir en eins og kamelljón skór, 10.990 kr., Aldo Fjólublátt, bleikt og brúnt við barinn Í stíl Veski er fjársjóðskistill freyjunnar Veski, 4.500 kr. Drangey, bleikt, 4.900 kr. Coast. Tjúllað Bleikt er ekki bara fyrir ballerínur. Pils, 5.790 kr. Noa Noa. Glæsileiki Í toppi tilverunnar Brúnn,13.900 kr. Bleikur, 12.900 kr. Coast. Þokkafullur Liturinn, glanskennd áferðin og kvenlegt snið- ið gera þenn- an kjól ein- staklega þokkafullan en klassískan. Karen Millen 20.990 kr. Sixtíes Silfraður er sjúklega svalur. Kjóll, 11.990 kr. Oasis. Háls- men, 6500 kr. og eyr- analokkar, 1.900 kr. Drangey. Skór, 6600 kr. Bossanova. tíska 34 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.