Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 23.02.2007, Qupperneq 64
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 54. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Austan- og norðaustanátt, víða 10–15 m/s en 15–20 við suðausturströndina. Skýjað austantil. » 8 Heitast Kaldast 2°C -6°C CAROLINE Flint, heilbrigðis- ráðherra Bretlands, átti fund í vik- unni með Magnúsi Scheving þar sem hún óskaði eftir aðstoð hans í heilsuátaki barna sem er þar í und- irbúningi. Markmiðið er að Latibær verði eins konar merki átaksins eft- ir að yfirvöld þar í landi komust að því að þátturinn virkaði vel til að koma grænmeti ofan í börnin. Magnús er einnig að hjálpa BBC að setja af stað útvarpsstöð fyrir börn auk þess sem tökulið eltir hann nú út um allt til að safna efni í innslag um hann fyrir þátt á vegum Discovery-sjónvarpsstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Farsælasta fólk í heimi“. | 22 Frískur og farsæll „NÚ ER búið að samþykkja að við förum til Boston og yfir til New York á einu bretti í lok mars. Síðan byrjum við í Lund- únum í júní og væntanlega í Miami í maí,“ segir Baldvin Jóns- son, framkvæmdastjóri Áforma, um samning sem gerður var í síð- ustu viku við bandarísku versl- unarkeðjuna Whole Foods Mark- et. Samkvæmt honum verður þeim verslunum sem bjóða upp á íslenskar afurðir fjölgað veru- lega, eða úr þrjátíu í um sjötíu strax í lok mars. Í verslunum Whole Foods er boðið upp á íslenskt skyr, osta og smjör frá Mjólkursamsölunni auk súkkulaðis frá Nóa Síríusi. Að sögn Björns Gunnarssonar, hjá vöru- og þróunarsviði MS, gætir mikillar bjartsýni hjá fyrirtæk- inu. Íslensk páskaegg | 6 Íslenskar af- urðir í útrás GUÐNÝ Vala Tryggvadóttir og St. Bernharðshvolpurinn Daníel horfast í augu í leik og gleðin skín úr andliti beggja. Í blaðaukanum Hundalífi, sem fylgir Morg- unblaðinu í dag, segja viðmælendur frá því hversu fjölbreytt og skemmtilegt líf það er að halda hunda og hver hefur sína sérstöku sögu að segja. Morgunblaðið/Ingó Skemmtilegt líf KAUPÞING banki er besti fjár- festingarkosturinn á meðal banka á Norðurlöndum. Þetta er mat al- þjóðlega fjárfestingarbankans Morgan Stanley, sem hefur gefið út nýtt verðmat á bankanum. Morgan Stanley hækkar verð- mat sitt á Kaupþingi um 20%, úr 94 sænskum krónum á hlut í 113 sænskar krónur, og mælir með því að fjárfestar kaupi hlutabréf bankans. Í verðmati Morgan Stanley seg- ir að fjárfestingarbankinn hækki verðmat sitt á Kaupþingi í kjölfar nýlegs uppgjörs bankans fyrir ár- ið 2006 og einnig í kjölfar upplýs- inga frá stjórnendum bankans. Ákaflega ánægjuleg nið- urstaða fyrir Kaupþing Jónas Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings banka, segir að fulltrúi Morgan Stanley hafi nýlega verið hér á landi og rætt við stjórnend- ur bankans. „Við svöruðum eftir bestu getu öllum spurningum full- trúa Morgan Stanley,“ segir Jón- as. „Þar var alfarið um opinberar upplýsingar að ræða, sem allir hafa aðgang að, enda enginn áhugi hjá fulltrúa Morgan Stanley að leita eftir einhverju öðru.“ Jónas segir því ekki hægt að benda á eitthvað ákveðið í upplýs- ingagjöf stjórnenda Kaupþings banka sem valdi því að trú fjár- festingarbankans á bankanum aukist jafnmikið og raun ber vitni. En niðurstaðan sé ákaflega ánægjuleg fyrir Kaupþing banka. Hagnaður Kaupþings á síðasta ári nam rúmum 85 milljörðum ís- lenskra króna og hafði þá aukist um 36 milljarða, um 73%, frá árinu 2005. | 18 Besti fjárfest- ingarkosturinn Greiningardeild Morgan Stanley gefur út nýtt verðmat á Kaupþingi Morgunblaðið/Sverrir Aðalfundur Frá síðasta aðal- fundi Kaupþings banka. ♦♦♦ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „VIÐ erum mjög ánægðar með þessa niðurstöðu,“ segir Guðrún Jónsdótt- ir, talskona Stígamóta, um ákvörðun skipuleggjenda ráðstefnu netkláms- framleiðenda, Snowgathering 2007, þess efnis að hætta við að halda ráð- stefnuna á Íslandi eftir að Radisson SAS hótelið í Reykjavík tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að synja ráðstefnugestum um gistingu. Fyrir viku sendu Stígamót ríkis- stjórn, þingmönnum, borgarstjórn og lögreglustjórum bréf þar sem hvatt var til að skoða hvað hér væri á ferðinni og fyrir hvað þátttakendur í væntanlegri ráðstefnu stæðu. Guð- rún segir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri hafi strax brugðist við af mikilli röggsemi og lýst því yfir að Reykjavík vildi ekki hafa svona samkomur innan borgarmarkanna. Aðrir hafi einnig brugðist fljótt og vel við og svo virðist sem flestir, sem hafi komið að málinu, hafi verið sam- mála um að ráðstefnan hérlendis hafi verið óæskileg og hópurinn verið óvelkominn til Íslands. „Við erum mjög glaðar yfir að þetta fór svona,“ segir hún. Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, tekur í sama streng. „Okkur finnst þetta frábær sigur fyrir kynfrelsið og mjög gott að sjá þjóðina standa sam- an um það að hafna kláminu,“ segir hún. Baráttan gegn ráðstefnunni hefur verið snörp og segir Katrín Anna að samstaðan og árangurinn hafi verið framar vonum, en í raun hafi mark- aðurinn brugðist við og hafnað ráð- stefnunni. „Ég þakka góðum við- brögðum stjórnvalda, viðbrögðum Hótel Sögu og jafnréttisbaráttunni,“ segir hún. Segja þjóðina hafa staðið saman og hafnað kláminu Stígamót og Femínistafélagið fagna því að hætt var við ráðstefnu klámframleiðenda Í HNOTSKURN » Ráðstefna netkláms-framleiðenda, Snowgath- ering 2007, átti að fara fram hérlendis 7.–11. mars. » Gert var ráð fyrir 150–175 þátttakendum.  Hótel Saga strokar út | 4 VERSLANIR Krónunnar og Bónuss lækka vöru- verð í dag og miða það við virðisaukaskatt upp á 7%, þrátt fyrir að boðuð lækkun skattsins taki ekki gildi fyrr en um næstu mánaðamót. „Við ákváðum að lækka virðisaukaskattinn strax í 7% í Krónuverslununum og vildum mæta með því óskum viðskiptavina okkar sem voru orðnir spenntir að sjá hið nýja verð í fram- kvæmd,“ sagði Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Kaupáss sem m.a. rekur Krónu- búðirnar. „Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að merk aðgerð ríkisstjórnarinnar til að lækka vöruverð í landinu takist.“ Eysteinn kvaðst reikna með því að vörur tækju að berast með lækkuðum virðisaukaskatti í verslanir á næstu dögum. Margar þeirra koma verðmerktar frá framleiðendum, eins og t.d. ostar sem væntanlegir voru í Krónuverslanirnar í dag með verði sem miðaðist við nýtt virðisaukaskattstig. Að sögn Ey- steins tekur fyrirtækið á sig talsverðan kostnað vegna þessarar lækkunar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sagði að ákveðið hefði verið að koma fólki á óvart með því að lækka vöruverðið strax. „Þetta er gert fyrir viðskiptavini Bónuss,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að verið væri að gefa 6,1% af vöru sem ber 14% virðisaukaskatt og rúm 14% af þeirri vöru sem ber 24% virðisaukaskatt þar til boðuð virðisaukaskattslækkun tekur gildi. Krónan og Bónus lækka strax Morgunblaðið/Þorkell Lækka Bónus og Krónan miða nú við 7% vsk. LANGT er frá því að heilinn missi aðlögunarhæfni sína eða aðra hæfni til að styrkjast og þroskast með aldrinum. Þvert á móti bendir allt til þess að mikilvægir hlutar heilabúsins geti haldið áfram að bæta við sig, svo lengi sem þeir séu þjálfaðir reglulega. Kom þetta meðal annars fram í erindi dr. Elkhonon Goldberg, prófessors í taugafræði við New York Univers- ity School of Medicine, á ráðstefnu um öldrun og málefni aldraðra, sem nú stendur yfir í Háskólanum í Reykjavík. Goldberg segir heilann þurfa að æfa eins og aðra líkams- hluta. Einfaldir hlutir eins og að halda boltum á lofti geti haft mæl- anleg áhrif á skömmum tíma. | 32 Máttur heila ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.