Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kláraðu málið hjá ráðgjöfum í næsta útibúi, í Þjó NÚNA GETUR ÞÚ GEFIÐ AFGANGINN TIL GÓÐGERÐAMÁLA H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 8 4 0 0 mála upplýsingar um hann sem taka til þeirra skilyrða sem sett eru og er stundum krafist eftirlits, þ.e. mats á árangri. Sigurður segir nánast aldrei koma fyrir að læknar sæki um og fái höfnun. „Stundum þarf að spyrja frekari spurninga og skýra ákveðin atriði og þá er stöku sinnum hætt við meðferðina, en við höfum ekki skrifað höfnunarbréf. Málin eru rædd og stundum komist að þeirri niðurstöðu að meðferð sé ekki heppileg og þá er hætt við. En læknar vita hverjar kröfurnar eru og sækja ekki um nema sjúklingur uppfylli skilyrði sem sett eru. Fyrirkomulagið helgast af eft- irlitsákvæði í samningnum við Tryggingastofnun; deild lyfjamála þarf að geta sýnt fram á að þetta eftirlit fari raunverulega fram.“ Öll lönd styðjast við einhverjar aðferðir til þess að stýra aðgengi að þessari meðferð, að sögn Sig- urðar, þó að hvergi sé notað sama fyrirkomulag og hér á landi. „Þetta er einstakt að því leyti að mörg þessara lyfja eru notuð utan spítalans, en við erum lítil þjóð og mér finnst þetta ekki óskyn- samlegt fyrirkomulag. En það eru svo sem ekki allir þeirrar skoð- unar.“ – Nú? „Það eru til sérfræðingar sem finnst að verið sé að draga í efa hæfni þeirra til að ávísa lyfjunum en það er vitanlega fjarri öllu lagi. Það efast enginn um að þessir sér- fræðingar séu fullkomlega færir um að meta hvenær eigi að beita þessari meðferð. En það þarf að fylgja samningnum og tryggja að allir sitji við sama borð.“ Mjög flókin hagfræðiúttekt Ekki er tekinn inn í „gagnsemi/ arðsemismatið“, sem Sigurður ræðir um, kostnaður við sjúkdóm- inn ef hann nær sér á strik hjá sjúklingum, en ljóst er að því fylgir töluverður kostnaður fyrir samfélagið ef sjúklingur verður óvinnufær og er jafnvel lagður inn á spítala. „Nei, það er ekki tekið inn í matið hverju þetta skilar í lífs- gæðum fyrir sjúklinga. Nú er það svo að mörg þessara lyfja hafa vægari aukaverkanir en eldri lyf, þannig að líftími þeirra er betri og lengri. En ekkert af þessum lyfj- um er læknandi meðferð. Þau vernda liði, koma í veg fyrir bein- skemmdir og minnka bólguferlið, þannig að fólki, sem er illa haldið af liðverkjum, líður betur. Það skilar sér í að það getur stundað vinnu og innlögnum fækkar, sem vegur á móti kostnaði við þessa dýru lyfjagjöf. En þetta væri mjög flókin hagfræðiúttekt.“ Sigurður segir stofnanir erlend- is hafa gert slíka hagfræðiúttekt og það hafi stundum skilað öðrum niðurstöðum en hér á landi. „Ég nefni sem dæmi tvö krabbameins- lyf sem við höfum heimilað hér, en þeim var hafnað á Englandi og í Skotlandi vegna þess að þau þóttu ekki skila nógu miklu til að rétt- læta kostnaðinn. Það var gífurleg óánægja með þá ákvörðun.“ Í raun hafa öll líftæknilyf verið leyfð hér á landi, að sögn Sig- urðar, en þessi nýjustu eru í um- sögn. „Það tekur tíma,“ segir hann. „En ég get fullyrt að við er- um ekki seinni hér en erlendis, og ef eitthvað er þá erum við fyrri til. Að vísu er það svo að stærri lönd hafa oft aðgang fyrr í gegnum klínískar rannsóknir, þ.e. áður en lyfin eru skráð. En það er stefna Landspítala – háskólasjúkrahúss að við verðum einnig gjaldgeng í slíkum rannsóknum. Til þess þarf að bæta úr aðstöðu á spítalanum og vonumst við til að það verði á komandi misserum.“ VANDRATAÐ EINSTIGI »Kostnaðurinn af þessum lyfjum, sem ekki voru til fyrir áratug, var tæpir tveir milljarðar árið 2006 en til samanburðar má nefna að kostnaður við öll önnur lyf á Landspítalanum í fyrra var rúmur milljarður. U m 3 þúsund manns á Íslandi eru með iktsýki, sem er alvar- legur gigtarsjúkdómur, og um 3 þúsund til viðbótar eru með aðra alvarlega gigtarsjúkdóma, sem einn- ig fylgja bólgur og liðskemmdir. Um 300 af þeim allra veikustu hafa próf- að ný lyftæknilyf, sem kosta um 1 til 2 milljónir á ári á sjúkling. Þar af hafa sumir þurft að hætta vegna aukaverkana eða þess að meðferðin bar ekki árangur. Batahorfur voru vondar „Ég byrjaði í gigtarlækningum árið 1980 og þá voru allar gigtar- deildir fullar af mjög bækluðu fólki,“ segir Helgi Jónsson, sérfræðingur á gigtardeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. „Það var með miklar lið- skemmdir og gigtin hafði mikil áhrif á daglegt líf þess og athafnir. Starfið á deildinni fólst þá að miklu leyti í því að láta sjúklingana bjarga sér að einhverju leyti sjálfir heima með hjálpartækjum, þjálfun, aðgerðum og fleira. En það gekk misvel og batahorfur hjá þeim sem greindust með iktsýki voru oft vondar.“ Um svipað leyti komu lyf á mark- aðinn, einkum Methotrexat sem breyttu horfunum mjög mikið. „Ég er svo lánsamur, þó að mér finnist ég ekki gamall, að hafa upplifað tímana tvenna. Þegar þetta gerðist var hægt að ná stjórn á sjúkdómnum og um leið urðu gífurlegar breytingar varðandi horfur. Þó var enn til stað- ar ákveðinn hópur sjúklinga sem annaðhvort þoldi ekki lyfin eða svar- aði þeim ekki nógu vel. Og sá hópur var áfram með vondan sjúkdóm sem leiddi til liðskemmda og bæklunar.“ Öflugustu lyf sem við eigum Síðan gerist það að líftæknilyf koma á markaðinn á síðari hluta tí- unda áratugarins. „Þessi lyf hemja bólguefni í líkamanum og kallast TNF-alpha blokkerandi lyf og hafa gjörbreytt lífi veikasta fólksins. Það er engin spurning að þetta eru öfl- ugustu lyf sem við eigum,“ segir Helgi. Þrjú gigtarlyf eru notuð hér á landi úr þessum flokki, Remicade, Enbrel og Humira. Og lyfin eru óhemju dýr, kosta eina til tvær millj- ónir á ári fyrir hvern sjúkling. „Um allan heim standa menn frammi fyr- ir þessum sömu spurningum um kostnað,“ segir Helgi. „Þetta er náttúrlega óhemju kostnaður. Við höfum leyst þetta á sama hátt og hinar Norðurlanda- þjóðirnar. Við höfum ströng skil- merki um að mjög veikt fólk, sem ekki svarar öðrum lyfjum, fái þessi nýju lyf. Og sérfræðingar sækja um leyfi til deildar lyfjamála á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi, þar sem notaðar eru svipaðar viðmið- unarreglur og annars staðar á Norð- urlöndum.“ Mikil ásókn í lyfin Það þarf nákvæmt eftirlit og tals- vert umstang í kringum þessa með- ferð, en reynslan hefur verið afar góð,“ segir Helgi. „Við upplifum mikla ásókn í þessa meðferð, enda erum við með fræðslufundi og sam- tök á borð við Gigtarfélag Íslands. Og margir spyrja: „Af hverju fæ ég ekki þessi lyf eins og næsti maður.“ En við höfum reynt að hafa ákveðna stjórn á þessu með því að styðja okk- ur við þær viðmiðunarreglur að ein- ungis veikasta fólkið fái lyfin. En þetta er dæmi um hluti í heilbrigð- iskerfinu þar sem maður verður að finna einhvers konar málamiðlun milli kostnaðar og bestu mögulegu meðferðar. Það er ekki flóknara en það.“ Forsendur fyrir umsókn til deild- ar lyfjamála er að sjúklingurinn svari öðrum lyfjum ekki nógu vel. „Sem betur fer eru horfur flestra sjúklinga góðar með venjulegu lyfj- unum,“ segir Helgi. „Til þess að við setjum sjúkling á þessi nýju lyf þarf hann að vera í verulegri hættu á að lenda í frekari bæklun og horfurnar að vera vondar. Síðan hefur það sýnt sig að lyfin verka vel á ýmsa aðra gigtar- og ónæmissjúkdóma, meðal annars hryggikt og þarmabólgu- sjúkdóm, og þar er notkunin líka að aukast. Þar er fylgt svipuðum við- miðunarreglum, að þeir sem fái lyfin séu veikasta fólkið þar sem horfur eru ekki góðar án öflugri lyfja.“ Hættara við sýkingum Helgi segir að eins og öll lyf hafi nýju lyfin aukaverkanir, en með góðu eftirliti hafi þau reynst býsna örugg. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að enn vanti upp á langtíma- reynslu, þar sem lyfin hafi komið á markað upp úr 1995, og enn gætu aukaverkanir átt eftir að koma fram. „En alvarlegasta aukaverkunin sem við höfum fengið staðfesta er að sjúklingum er hættara við sýkingum vegna þessarar ónæmisbælandi meðferðar. En fyrir veikasta fólkið með gigtarsjúkdóma er þetta bylt- ing. Það er ekki hægt að segja annað GJÖRBYLTING FYRIR VEIKASTA FÓLKIÐ VIÐKVÆMT JAFNVÆGI ÖRT VAXANDI LYFJAKOSTNAÐAR OG LÍFSGÆÐA SJÚKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.