Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 13

Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 13 ónustuveri í síma 440 4000 eða á www.glitnir.is. E I G ? U A F G A N G I N N 2.250 KR. 2.500 KR. 250 KR. EÐA GEFÐU HANN TIL GÓÐGERÐAMÁLA – ótrúleg bylting. Þannig að við er- um að leita að þessu jafnvægi, þar sem við leggjum á vogarskálina kostnað og hættu á aukaverkunum annars vegar og hins vegar þörf sjúklingsins fyrir öfluga meðferð. Og út úr því kemur ákveðin mála- miðlun.“ – Á ekki verðið eftir að lækka þeg- ar einkaleyfið rennur út? „Það held ég hljóti að vera,“ segir Helgi. „Það eru mjög mörg lyf í þessum flokki í þróun, og um leið og einkaleyfið fellur niður má búast við að aðrir fari að framleiða það. En það hefur sýnt sig að ferillinn við að framleiða lyfin er gífurlega flókinn og ekki er víst að það verði drama- tísk verðlækkun. Fólk aftur vinnufært Og það er mikið til vinnandi að hindra framgang iktsýki eða liða- gigtar, því ekki er nóg með að það geti orðið til þess að innlögnum fækki og fólk verði aftur vinnufært, heldur er fólk, sem er langt leitt af iktsýki, með skertar ævilíkur og get- ur jafnvel ekki séð um sig sjálft. „Mjög stór hópur gigtarsjúklinga var hjálparþurfi í heimahúsum og á stofnunum hér áður og gat ekki sinnt einföldustu daglegu þörfum. Þannig að maður verður að leggja þetta lóð á vogarskálarnar; þetta er í raun gjörbylting fyrir veikasta fólk- ið,“ segir Helgi. „Bólgugigtarsjúkdómar eru alvar- legustu gigtarsjúkdómarnir, þar sem horfur margra eru ekki góðar. En þegar aðrir gigtarsjúkdómar eins og slitgigt eru meðtaldir sýna breskar kannanir að um 15% þjóð- arinnar er með einkenni á hverjum tíma. En þá eru horfur almennt góð- ar, ekki alvarlegur bólguferill sem eyðileggur liðina, heldur hægfara breytileg einkenni, oft tengd öldr- un.“ – Geta nýju líftæknilyfin snúið við þróuninni? „Það kemur fyrir að maður sjái liðskemmdir ganga til baka,“ svarar Helgi. „Það hefur aldrei sést með neinum öðrum lyfjum. Þannig að þetta eru yfirburðalyf gagnvart þessum sjúkdómi, þó að hugsan- legar langtímaaukaverkanir séu enn áhyggjuefni.“ Morgunblaðið/Sverrir Framþróun Helgi Jónsson sérfræðingur á gigtardeild man tímana tvenna. Þ egar Kristján Þór Hlöðversson svarar símanum heyrist hann segja: „Er þetta einhver mögu- leiki á morgun?“ Því er svarað ját- andi. Þá fyrst kemur hann í símann og segir hressilega til skýringar: „Jakkafötin!“ Kristján Þór vinnur í Iðusölum í Lækjargötu, en hefur störf sem rekstrarstjóri fyrir heitan mat hjá Reykjagarði um mánaðamótin. Hann greindist með hryggikt árið 1989, en þá var hann 19 ára. „Sjúkdómurinn var mjög framsækinn, fór að taka á bakið og olli stífleika. Lyfin sem ég tók dugðu ekki til að hemja hann og smám saman olli þetta skerðingu á hreyfigetu. Það gekk á brjóskið í hryggnum og bólgurnar héldu áfram að ráðast á liðina og brjóskið, þrátt fyrir að ég tæki um 28 töflur á dag af lyfjum.“ Kristján var orðinn mjög slappur 2003. Þá vann hann sem kokkur og fór inn á Reykjalund í sex vikna end- urhæfingu og tveggja vikna eftir- meðferð. „Þegar ég kom þaðan út var ég sterkari og betri, en ég var alveg jafnstífur og það olli mikilli nið- ursveiflu hjá mér. Ég hafði búist við meiri lækningu, en sjúkdómurinn hélt áfram að ágerast. Hálsliðirnir fóru að læsast þannig að hreyfigetan skertist enn meira.“ Í ársbyrjun 2003 byrjaði Kristján á líftæknilyfinu Remicade. „Þá voru hreyfingarnar eins og gömul kerling eða ólétt kona að stíga upp á stól, ég var að missa kraft í fótunum, stigar voru erfiðir og allar hreyfingar sárs- aukafullar. Ég var með þeim fyrri sem fengu Remicade og þá breyttist allt.“ Sólarhring síðar sat fjölskyldan saman í Gullsmáranum hjá tengda- móður Kristjáns og þegar hann stóð upp tóku eiginkona hans og börnin eftir því að hann var breyttur maður – nánar tiltekið eins og venjulegur maður. Og þótt gigtsjúkdómurinn sé enn til staðar eru verkirnir brot af því sem áður var og morgunstirðleikinn farinn. „Það sem einkennir lífið núna er hamingja og það er bjart fram- undan,“ segir Kristján. „Ég er búinn að fara í 38 innlagnir á Remicade og svo fæ ég líka lyf sem styrkja beinin. En ég veit að þetta heldur ekki út endalaust. Skammtarnir fara stækk- andi og ég leggst örar inn. En samt bjargar þetta öllu. Eini gallinn er sá að lyfið ræðst á ónæmiskerfið, þannig að ég er alltaf með kvef og fæ allar flensur, en það er bara fylgifiskur betra lífs.“ Kristján segist aldrei hafa hætt að vinna. „Það var fyrst og fremst þrjóska og verkjatöflur sem keyrðu mig áfram. En ég hef mun meiri starfsorku núna, er í fullri vinnu og miklu meira en það. Ef ég hefði ekki fengið lyfin væri ég áreiðanlega ekki starfandi sem matreiðslumaður eða við það sem ég geri í dag.“ – Kostnaðurinn er hár af þessum lyfjum. „Já, en á móti kemur að ég er starfshæfur og miðað við launin, sem ég hef, tel ég mig borga vel til baka. Ég væri ekki að borga neitt til sam- félagsins ef ekki væri fyrir þessi lyf. Og mér skilst að það næsta í þessari þróun verði að lyfin komi í sprautu- formi, þannig að maður geti sjálfur gefið sér, sem þýðir að minni kostn- aður verður við innlagnir. Sumum líð- ur reyndar mjög illa eftir lyfjagjöf- ina, fara heim og sofa, en þetta virkar öfugt á mig, – eins og vítamín. Ég bíð spenntur eftir næsta skammti. Ég kalla þetta að skipta út blóðinu. Þetta er algjör endurnýjun á líkamanum. Og ég er afar þakklátur Árna Geirs- syni lækni fyrir að hafa komið mér á þessi lyf og dagdeildinni á B7, þar sem starfsfólkið er frábært.“ ÞETTA ER ALGJÖR ENDURNÝJUN Á LÍKAMANUM Morgunblaðið/Kristinn Hamingja Kristján Þór Hlöðversson segir bjart framundan. » Og það er mikið til vinnandi að hindra framgang iktsýki eða liðagigtar, því ekki er nóg með að það geti orðið til þess að inn- lögnum fækki og fólk verði aftur vinnufært, heldur er fólk, sem er langt leitt af iktsýki, með skertar ævilíkur og getur jafnvel ekki séð um sig sjálft ... Þannig að við erum að leita að þessu jafnvægi, þar sem við leggjum á vogarskálina kostnað og hættu á aukaverk- unum annars vegar og hins vegar þörf sjúklingsins fyrir öfluga meðferð. Og út úr því kemur ákveðin málamiðlun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.