Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
Rauðhærði rokkarinn“,rauðhærði rokkhundur-inn“, „rauðhærði rokkref-urinn“. Svona hefur Eiríki
Haukssyni söngvara verið lýst.
Reyndar er varla á hann minnst né
um hann ritað án þess að rauði þráð-
urinn í umfjölluninni sé háralitur
kappans. Öðrum söngvurum er ekki
lýst á sama hátt, eða hver hefur lesið
um „ljóshærða orkubúntið“ Jónsa
eða „brúnhærða ljúflinginn“ hana
Birgittu?
Rauður háralitur er sjaldgæfur, en
sums staðar er hann þó algengari en
annars staðar. Það er engin goðsögn
að flesta rauðhærða er að finna í Ír-
landi og Skotlandi, þar sem allt að
10% þjóðanna skarta þessum háralit,
en rauða hárið er líka töluvert áber-
andi á Norðurlöndunum, a.m.k. ef
miðað er við aðra heimshluta. Næst
kemur svo vesturhluti meginlands
Evrópu, en annars staðar eru rauðir
kollar sjaldséðari.
Öldum saman hafa rauðhærðir
þurft að sitja undir alls konar stað-
hæfingum. Rauðhærðar konur eiga
að vera skapheitari og villtari en kyn-
systur þeirra sem státa öðrum hára-
lit og voru í eina tíð öðrum líklegri til
að fá á sig nornastimpil. Þær voru
allavega taldar geta verið hin mestu
vandræðakvendi og María Magda-
lena var gjarnan talin rauðhærð, þótt
engar lýsingar á háralit hennar sé að
finna í Biblíunni.
Eins og það væri nú ekki nóg að
burðast með, þá kölluðu margir
rauða litinn „Júdasarlit“ með vísan til
Júdasar Ískaríots. Nú til dags vísar
fólk fremur til gulróta en mannsins
sem sveik Jesú.
Listamenn hafa margir hverjir
heillast af rauða háralitnum. Titian
málaði gjarnan rauðhærðar konur,
sem og Modigliani, Gustav Klimt og
Sandro Botticelli, sem málaði sjálfa
Venus með rautt hár.
Undanfarið hefur rauður hárlitur
verið í tísku og hægur vandi fyrir þá
sem vilja að lita hár sitt. Rauðhærðar
fyrirmyndir skipta miklu um tískuna.
Þannig hafa margar konur ákveðið að
feta í fótspor leikkonunnar Marciu
Cross, sem leikur Bree Van De Kamp
í sjónvarpsþáttunum um Aðþrengdu
eiginkonurnar. Sala á rauðum hárlit
tók líka kipp fyrir nokkrum árum
þegar leikkonan Gillian Anderson
barðist við geimverur í X-Files þátt-
unum.
Slík eftiröpun á háralit fræga fólks-
ins er ekki ný af nálinni. Elísabet I.
Englandsdrottning var rauðhærð og
fyrst sjálf drottningin skartaði þeim
lit þótti pöpulnum ekkert fegurra.
Karlmenn virðast síður rjúka til og
lita hár sitt rautt þótt rauðhærðir
karlmenn slái í gegn. Þannig fer fáum
sögum af slíkri tilhneigingu í Bret-
landi þegar rauðhausinn Winston
Churchill var við stjórnvölinn og eng-
in dæmi var hægt að finna á Netinu
um stóraukin kaup karlmanna á rauð-
um háralit þótt David Caruso hafi
slegið í gegn í CSI-þáttunum.
Af rauðhærðum Íslendingum virð-
ast þeir Eiríkur og Eiríkur bera höfuð
og herðar yfir aðra. Eiríkur rauði var
mikill víkingakappi og stundaði land-
vinninga, en nafni hans Hauksson
berst á öðrum vígstöðvum. Báðir tölu-
vert rokkaðar og töff týpur. Vísinda-
menn halda því fram að genið, sem
ræður rauða hárlitnum, megi rekja
allt aftur til hinna villimannslegu
Neanderdalsmanna.
Rautt og sítt
Fyrir utan að vera með rautt hár,
þá er Eiríkur Hauksson líka með sítt
hár. Hann storkar því viðtekinni
ímynd 47 ára karlmanns, en um leið
er hann auðvitað rokkið holdi klætt.
Leðurklæddur, raddmikill og með
sítt, rautt hár. Eiginlega eins og
klipptur út úr þungarokksveit. Og er
það auðvitað.
Á Netinu er hægt að finna alls kon-
ar vangaveltur og greinar um hártísk-
una árið 2007. Margir spá því að karl-
menn klippi sig almennt styttra á
þessu ári en því síðasta. Lykilorðið er
„almennt“, því varla fer Eiríkur að
fórna vörumerkinu héðan af.
Sömu hárspekúlantar segja að sítt
og vel hirt hár beri vitni um sjálfs-
öryggi og munúð. Eiríkur Hauksson
kvittar vonandi upp á það.
Félagið Rúfus
Dæmi eru um að rauðhærðir hafi
stofnað sérstök hagsmunasamtök. Í
apríl 2002 var frá því skýrt í Morg-
unblaðinu að stofnað hefði verið félag
rauðhærðra nemenda í Menntaskól-
anum við Hamrahlíð, Rúfus. Stofn-
endur félagsins, Gróa Björg Gunnars-
dóttir og Davíð Örn Sveinbjörnsson,
héldu því fram að duldir fordómar
væru gagnvart rauðhærðum í ís-
lensku samfélagi. Þau sögðu fordóm-
ana byggjast á mikilli vanþekkingu,
en sjálf kærðu þau sig kollótt þótt ýj-
að væri að því að rauðhærðir væru af-
komendur írskra þræla.
Í þessu viðtali, kom fram að aðeins
sannrauðhærðir gætu skipað stjórn
félagsins. „Fordómar hafa leitt til
þess að gamalt fólk er hrætt við rauð-
hærða. Dæmi eru um að kennarar
leggi rauðhærða í einelti og atvinnu-
rekendur ráði þá ekki í vinnu. Vegna
þessa hafa rauðhærðir löngum haft
tilhneigingu til að hópa sig saman og
styðja hverjir aðra,“ sagði Gróa Björg
í viðtalinu.
Eftir því sem næst verður komist
starfar Rúfus ekki lengur. Vonandi er
það til marks um að fordómarnir séu
horfnir.
Eiríkur rauði og arftaki hans
Rauðhært fólk hefur verið kallað ýmsum ónefnum. Stundum kemst háraliturinn hins vegar í tísku og
þá sjást fleiri rauðhærðir á ferli en vant er. Fáir eru hins vegar rauðhærðir frá náttúrunnar hendi
HÖFUÐPRÝÐI»
»Hárspekúlantar
segja að sítt og vel
hirt hár beri vitni um
sjálfsöryggi og munúð.
Eiríkur Hauksson kvitt-
ar vonandi upp á það.
Sér rautt David Caruso er töffari
í CSI-þáttunum. Og rauðhærður.
Áhrif Marcia Cross hefur orðið
margri konu hvati til hárlitunar.
Gyðjan Venus á málverki Botti-
cellis skartar fögru, rauðu hári.
Rokkvíkingurinn Eiríkur Hauksson. Ekki er
til mynd af nafna hans, Eiríki rauða.
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
Ég er Rósin þín,“ skrifaðibreska leikkonan KateWinslet á miða með rós-um, sem hún sendi leik-
stjóranum James Cameron þegar
hún falaðist eftir hlutverki ungu hefð-
ardömunnar Rose deWitt Bukater í
stórmyndinni Titanic, mest sóttu
mynd allra tíma.
Ekki er vitað hvort tiltækið réð úr-
slitum, en hlutverkið fékk hún og fyr-
ir leik sinn tilnefningu til Óskarsverð-
launa sem besta leikkona ársins 1997.
Um leið var hún orðin yngsti leikari
sögunnar sem tvisvar sinnum hafði
verið tilnefndur, því 1995, aðeins tví-
tug, var hún tilnefnd sem besta leik-
kona í aukahlutverki í Sense and Sen-
sibility. Með þriðju
óskarstilnefningunni 2001 sem besta
leikkona í aukahlutverki í Iris varð
hún yngsti leikarinn með þrjár til-
nefningar, og svo koll af kolli; yngst
með fjórar tilnefningar 2004 sem
besta leikkona í aðalhlutverki í Eter-
nal Sunshine of the Spotless Mind og
2006 í Little Children, yngst með
fimm tilnefningar.
Að venju eru fimm leikkonur til-
nefndar í hverjum flokki og í ár
keppir Kate Elizabeth Winslet frá
Reading, Berkshire í Englandi við
tvo landa sína, þær Helen Mirren
(The Queen) og Judi Dench (Notes
On A Scandal), hina spænsku Pené-
lope Cruz (Volver) og bandarísku
Meryl Streep (The Devil Wears
Prada). Getspakir telja að þrátt fyrir
frábæra túlkun Winslet í Little
Children á einmana og óánægðri eig-
inkonu og móður, sem á í ástríðufullu
sambandi við kvæntan nágranna sinn
í úthverfi Boston, muni hún sjá á eftir
Óskarnum í hendur Helen Mirren.
Óttalaus og ævintýragjörn
Síðan Winslet lék forherta ungl-
ingsstúlku með glæsibrag í Heavenly
Creatures árið 1994 hefur kvik-
myndaferillinn verið nánast samfelld
sigurganga með tilheyrandi verðlaun-
um og viðurkenningum. Þrátt fyrir
rósavöndinn til Cameron forðum seg-
ist hún þó ekki vera sérstaklega
metnaðargjörn. „Ég vissi bara ekki
að þetta yrði svona dýr og merkileg
mynd,“ sagði hún afsakandi þegar
hún var minnt á framhleypnina í við-
tali í The Times fyrir nokkrum árum.
Þar lýsti hún sér sem óttalausri, æv-
intýragjarnri og fylginni sér og sagð-
ist aðallega sækjast eftir áskorun og
áhættu þegar hlutverk væru annars
vegar. Þau hafa enda verið af ýmsum
toga og mörg hver ekki þótt líkleg til
að auka henni vinsældir. Margir
undruðust t.d. þegar hún hafnaði til-
boðum um að leika í fyrirsjáanlegum
kassastykkjum eins og Shakespeare
in Love og Anna and the King.
„Kata korsilett“
Eftir Sense and Sensibility og Tit-
anic lék hún í nokkrum ódýrum, óháð-
um og listrænum kvikmyndum, svo
sem Hideous Kinky og Holy Smoke,
og ljóst var að viðurnefnið Kata korsi-
lett, sem um hríð loddi við hana vegna
tveggja fyrstnefndu myndanna meðal
annarra, átti hreint ekki við. Á þeim
tíma voru líka allir löngu hættir að
uppnefna hana Blubber, eða bollu,
eins og gert var þegar hún var barn.
Heimspressan fékk dálæti á Wins-
let og sú breska kallaði hana oft og
einatt Ensku rósina, enda þótti þessi
unga leikkona til fyrirmyndar í alla
staði. Áður en hún giftist leikstjóran-
um Jim Threapleton 1998 virtust fáir
aðrir kærastar en leikarinn Stephen
Tredre hafa verið í spilinu. Þau voru
saman frá 1991 til 1995, en Tredre
lést úr beinkrabba 1997. Winslet
mætti við jarðarför síns gamla kær-
asta og var því ekki viðstödd frum-
sýningu Titanic, sem bar uppá sama
dag. Svo er hún sögð hafa átt í
þriggja mánaða sambandi við leik-
arann Rufus Sewall áður en hún festi
ráð sitt.
Enginn skandall, ekkert vesen.
Eða þar til 2001 að hún skildi við eig-
inmann sinn og barnsföður, eftir
þriggja ára hjónaband, og fór
skömmu síðar að sjást með Sam
Mendes upp á arminn. Hann hafði
getið sér afar gott orð sem leikstjóri,
t.d. fengið Óskarinn 1999 fyrir Am-
erican Beauty, naut mikillar kven-
hylli og var yfirlýstur óforbetranleg-
ur piparsveinn. „Fram að skilnaðin-
um var mér hampað sem Ensku
rósinni, sem væri með báða fætur á
jörðinni og gæti ekki gert neitt
rangt,“ sagði Winslet síðar.
Þótt umfjöllunin væri svolítið á
neikvæðum nótum á þessum um-
brotatíma í lífi hennar féll allt í ljúfa
löð eftir að hún giftist Mendes við lát-
lausa athöfn á Indlandi í maí 2003.
Allar götur síðan hefur hún verið
rómuð fyrir að vera einkar natin og
góð móðir. Þau hjónin eignuðust í
desember sama ár soninn Joe, en fyr-
ir átti Winslet dótturina Miu, sem var
tæplega þriggja ára þegar Joe fædd-
ist. Starfans vegna býr fjölskyldan til
skiptis í New York og London, en að-
alheimili þeirra er á herragarði í
Cotswolds á Englandi.
Holdafarið
Hún er „eins og stúlkan í næsta
húsi“, segja Kanarnir um Winslet og
eiga við að hún sé bæði alþýðleg í fasi
og í útliti eins og „venjuleg“ mann-
eskja. Slíkt þykir æ fágætara meðal
kvikmyndaleikkvenna, sem virðast
sífellt vera að skreppa saman að
brjóstum og vörum undanskildum.
Einmitt þess vegna hefur holdafar
hennar verið mikið til umræðu og í og
með er dáðst að henni fyrir að fylgja
ekki tískustraumum að þessu leyt-
inu.
Að vísu er Winslet grönn á normal
mælikvarða, en með ávalar línur, eða
þrýstin eins og það er kallað. Sjálf
brást hún ókvæða við 2003 þegar
tímaritið GQ birti myndir af henni
eftir að hafa beitt stafrænum brellum
til að mjókka hana og lengja. Og ný-
lega hótaði hún kvennatímaritinu
Grazia lögsókn fyrir dylgjur um að
hún ætti í vandræðum með þyngdina.
Með Hunangsskrímslinu
Aðeins 11 ára fékk Winslet sam-
þykki foreldra sinna til að taka hæfn-
ispróf í Redroofs-leiklistarskólann í
Maidenhead. Hún flaug inn og fékk
næstu árin góða reynslu í að leika á
sviði. Samt fannst henni hún aldrei
falla inn í hóp nemenda, sem flestir
áttu ríka foreldra – og voru yfirleitt
grennri en hún! Uppnefnið Blubber
varð til í Redroofs.
Fyrsta leiksigur sinn vann Winslet
þegar hún var tólf ára og dansaði við
Hunangsskrímslið í sjónvarpsauglýs-
ingum um Sugar Puffs-morgunkorn.
Á þessum tíma kom hún líka fram í
nokkrum þáttum í sjónvarps-
seríunum Shrinks og Casualty, en
1991 ákvað hún að hætta í skóla og
freista gæfunnar í leiklistinni. Stóra
tækifærið kom sama ár þegar henni
bauðst að leika hina eldrauðhærðu
Reet í sápuóperunni Dark Season,
þar sem hún kynntist Stephen
Tredre. Frægðin var handan við
hornið.
Leikarafjölskylda
Winslet á ekki langt að sækja leik-
listaráhugann. Roger, faðir hennar,
var menntaður leikari, sem vann
raunar ýmis verkamannastörf þegar
illa áraði – sem var býsna oft – og
móðir hennar, Sally, fóstra, var dóttir
Lindu og Olivers Bridges, sem stofn-
uðu og ráku Reading-leikhúsið í
heimabæ fjölskyldunnar. Og eilítið
fjær í frændgarðinum er Robert
Bridges sem lék í upprunalegu upp-
færslunni á Oliver á West End. Báð-
ar systur Kate Winslet, sú eldri og
yngri, eru sviðsleikkonur, en litli
bróðir þeirra virðist ekki ætla að feta
í fótspor systranna.
Andrúmsloftinu heima fyrir á ár-
unum áður hefur Winslet lýst sem:
„… ef ekki hippalegu, þá sannarlega
bóhemísku með viðvarandi tilfinn-
ingu um frí og frelsi.“ Lengi býr að
fyrstu gerð.
Enska rósin
Reuters
Ævintýragjörn Kate Winslet kýs
oft óhefðbundin hlutverk.
SVIPMYND»
»Hún er „eins og
stúlkan í næsta húsi“,
segja Kanarnir um
Winslet og eiga við að
hún sé bæði alþýðleg í
fasi og í útliti eins og
„venjuleg“ manneskja.