Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 27
Þjóðlífsþankar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 27 Ívikunni fór ég í ferðalag semég hélt um tíma að ég kæmiekki lifandi úr. Svoleiðis var að ég átti erindi upp í Borgarfjörð, fór á bensínstöð og lét athuga olíuna og bæta á rúðupissi – og auðvitað fylla tank- inn af bensíni. Fjarskalega ánægð með mig ók ég af stað til að sækja vinkonu mína sem hafði boðist til að fara með mér í þetta ferðalag, svo ég væri ekki ein á ferð að vetr- arlagi. Við ókum svo af stað og í upphafi gekk allt vel. En brátt tók að syrta í álinn í eiginlegri merkingu. Bílar sem komu á móti sendu mér sumir ljósaskilaboð. Eitthvað var að. Ég stoppaði bílinn og athugaði hvað að væri. Jú, það voru engin ljós á nema háu ljósin. Hinar perurnar höfðu af miklum samtakamætti hætt störfum og horfið yfir á hinar eilífu veiðilendur. Nú fór í verra. „Ég verð bara að keyra alltaf á háu ljósunum,“ sagði ég. „Já, ég sé ekki að um neitt ann- að sé að gera. Svo getur þú bara keypt nýjar perur á næstu bensín- stöð, þá verður allt í lukkunnar vel- standi,“ sagði vinkona mín. Jæja, segir svo ekki af ferðum okkar nema hvað það fór að snjóa og við það virtust bílar sem komu á móti ekki eins æstir þótt ég hefði háu ljósin á, enda vel bjart af degi. Þegar ég komst loks á bensínstöð vildi ég kaupa perur og láta setja þær í ljóskerin. En nú fór enn í verra. Perurnar fékk ég að vísu en enginn vildi setja þær í fyrir mig, það kom nefnilega í ljós að mikið verk var að koma perunum í, þurfti að taka upp rafgeymi og eitthvað var líka perunni til fyrirstöðu hin- um megin. Við söltuðum vandamálið yfir kaffibolla og kökum þangað til líða tók á kvöld. Þá var kominn heim- ferðartími og við ókum af stað áleiðis til höfuðborgarinnar. Í stuttu máli sagt varð þetta mesta píslarferð. Á móti okkur kom hver flutningabíllinn af öðrum, auk allra smábílanna. Ekki vantaði sam- viskusemina hjá bílstjórunum. Nú sendu þeir mér allir sem einn ljósa- skilaboð – glenntu upp háu ljósin til að segja mér skilmerkilega að minn bíll hefði uppi háu ljósin og ég ætti að lækka niður í þeim og setja hin ljósin á. En það gat ég bara ekki af því að perurnar voru sprungnar. Í refsingarskyni af því að ég gat ekki lækkað í ljósunum kveiktu flutningabílarnir sumir líka á flóð- ljósum sem voru efst á bílnum. Þessu til viðbótar var mikið vatn á veginum sem spýttist á framrúðuna hjá mér svo ég sá alls ekki neitt. „Þetta er hræðilegt,“ sagði vin- kona mín og þótt ég ætli henni aldrei neitt illt grunar mig að hún hafi á þessum tímapunkti verið far- in að sjá eftir að hafa boðist til að fara með mér í þessa ferð. „Já, ég verð bara að láta krók koma á móti bragði og gefa þeim ljósmerki líka, ég bara slekk svona tvisvar á háu ljósunum, þá hljóta bílstjórarnir að sjá að ég hef alls ekki lág ljós,“ sagði ég. Og að svo mæltu hóf ég að gefa hinum aðvíf- andi bílstjórum umrædd blikk- merki. Flestir þeirra létu sig þetta engu skipta, skildu ekki boðskipti mín og glenntu sem áður upp háu ljósin sín. Ég sagði við vinkonu mína að mig undraði hversu margir fávitar hefðu fengið bílpróf á Ís- landi. „Ef þetta væri sami bílstjórinn sem kæmi aftur og aftur þá myndi hann kannski skilja hvað þú værir að fara, en greinilega fatta þeir ekki að þú ert að gefa þeim merki,“ svaraði vinkona mín spekingslega. Ég gerðist æ ákafari í merkja- sendingunum þar til vinkona mín bað orðið Guð fyrir sér löngu áður en bílar nálguðust og taldi fullvíst að þetta yrði okkar síðasta ferð. Loks sneri hún sér einbeitt að mér og sagði: „Þú verður bara að taka því þótt allir bílstjórar sem við mætum setji á þig háu ljósin – þú verður bara að hafa axlir til að bera það. Hættu að slökkva ljósin á þessum bíl, annars er úti um okk- ur.“ Ég lét mér þetta að kenningu verða og skeytti eftir þetta hvorki um skömm né heiður. Í bæinn kom- umst við en ekki vildi ég endurtaka þessa ökuferð. Eftir situr spurn- ingin hvað fólk eigi að gera þegar perur fara svona allt í einu út á miðjum þjóðvegi í bílum sem svona erfitt er að skipta um perur í. Og ekki síður önnur spurning: „Hvern- ig á að láta bíla sem koma á móti manni við slíkar aðstæður vita að það er ekki ætlunin að vera ófor- skammaður, – ljósin eru bara bil- uð?“ Hvað á maður að gera? Þegar ljósin fara! Guðrún Guðlaugsdóttir * Flugvallarskattar eru ekki innifaldir: Baltimore, 13.470 kr., Glasgow, 8.860 kr., Amsterdam, 8.080 kr. og Osló, 7.180 kr. Útreikningur á skatti er háður gengi. Með því að bóka á www.vildarklubbur.is sparast 2.000 kr. þjónustugjald. Einnig er hægt að bóka í síma 50 50 100 gegn 2.000 kr. þjónustugjaldi. Sölutímabil: Mánudagur 26. febrúar og þriðjudagur 27. febrúar. Ferðatímabil: Apríl og maí 2007. Barnaafsláttur Vildarklúbbsins gildir í þessu tilboði. + Nánari upplýsingar á www.vildarklubbur.is Vildarklúbbur S IA .I S I C E 3 64 02 0 2 /0 7 BALTIMORE aðeins 25.000 Vildarpunktar* HELMINGSAFSLÁTTUR AF VILDARFERÐUM TIL VALINNA ÁFANGASTAÐA ICELANDAIR Í APRÍL OG MAÍ AMSTERDAM aðeins 19.000 Vildarpunktar* GLASGOW aðeins 19.000 Vildarpunktar* OSLÓ aðeins 19.000 Vildarpunktar* ‘07 70ÁR Á FLUGI MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON HALIFAX GLASGOW LONDON STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLÍN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓ AMSTERDAM BARCELONA MADRÍD MANCHESTER PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON BERGEN GAUTABORG REYKJAVÍK ÍSLAND JÓGA GEGN KVÍÐA - fyrirlestur og námskeið í Gerðubergi - með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Námskeiðið hefst með fyrirlestri fimmt. 8. mars kl. 20 en verður svo kennt á mán. og mið. eftir það. Á fyrirlestrinum mun Ásmundur fjalla um streitu, kvíða og fælni frá ýmsum sjónarhornum og reynslu sína af þessum kvillum. Í næstum 13 ár hefur hann leiðbeint fólki á námskeiðinu Jóga gegn kvíða. Í lok erindis gefst tækifæri til spurninga. Hægt er að koma á fyrirlesturinn eingöngu (verð kr. 1500.-). Kennslustaður: Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Allar nánari upplýsingar og skráning á www.jogaskolinn.is og í síma 862 5563

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.