Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 33
að vera alltaf með vindinn á móti sér.
Það sem mér finnst skipta mestu
máli er að vera sjálfum sér trúr. Mað-
ur má aldrei falla í þá gryfju að fara
að gera hluti einungis vegna þess
bara að maður heldur að markaður-
inn vilji það. Þá er maður búinn að
svíkja sjálfan sig.
Aðalatriðið er að ég trúi á það sem
ég er að gera. Ég er að búa til tónlist
á þeim forsendum að sinna þörf minni
og reyna að gleðja aðra.“
Ertu hræddur við ofurveldi fárra í
tónlistinni?
„Nei, ég er bara raunsær, ég veit
hvað klukkan slær. Ástandið í útgáfu-
málum á Íslandi er þannig, að það er
einn stór útgefandi sem ber höfuð og
herðar yfir aðra. Það er staðreyndin.
Og svo á þessi stóri líka fjölmiðlana.
Það sem hefur kannski bjargað mér í
gegnum tíðina er að ég hef kynnzt
svo mörgu góðu fólki inni á fjölmiðl-
unum, sem ég get leitað beint til. Það
er aðalatriði að hafa sambönd, ef plöt-
ur og tónlistarmenn eiga hreinlega
ekki að týnast. Mér finnst Rás 2
standa sig langbezt í þessum efnum.
Rás 2 er bjargvættur íslenskra tón-
listarmanna!
Tók níu ár að
komast í sjónvarpið
Ég hef svo sem ekki hangið á hurð-
arhúninum hjá útgefendum og ekki
sótzt eftir því sérstaklega að fá útgef-
anda. En ég hef fengið alveg sæmi-
lega spilun í útvarpi og salan verið
ágæt líka. En það hefur verið erfiðara
að fá kynningu í blöðum að ekki sé
talað um sjónvarp. Ég kom að vísu
fram í Kastljósi í vor og ég held að
það sé í fyrsta skipti í níu ár sem ég
kemst inn í Ríkissjónvarpið.
Fjölmiðlar hafa sinnt trúbadorum
eins og mér mjög misjafnt. Rás 2 hef-
ur á síðustu árum sinnt þeim, sem eru
alveg nýir á markaðnum. Það er nátt-
úrlega nauðsynlegt. En mér finnst
hins vegar að það verði að gera þá
lágmarkskröfu að þetta nýja fólk sé
að gera eitthvað merkilegt, en komist
ekki í fjölmiðlana bara vegna þess að
það er að gera eitthvað nýtt.
En taktu nú eftir,“ segir Halli:
„Það hvarflar ósjálfrátt að manni, að
ég ætti ekki að vera að nefna þetta.
Það gæti verið mistúlkað og ég af-
greiddur sem einhver reiður og
spældur náungi. Og kannski kunna
menn ekki að taka svona gagnrýni.
Eða eins og ég sagði áðan: Ég hef
mínar skoðanir og stend við þær.“
Er ekki þreytandi að spila fyrir
ölvað fólk, sem hlustar misvel á tón-
listarmanninn?
„Jú, enda hefur þróunin hjá mér
orðið sú, að ég hef verið að halda tón-
leika, sem byrja snemma og eru bún-
ir klukkan 12 á kvöldin. Fólk kemur
inn og er með mér og hlustar eina
kvöldstund, þar sem ég næ að full-
nægja þeirri þörf minni að tjá mig og
segja sögur af alls kyns tagi. Ég er
stoltur af því að hafa náð þessu tak-
marki, því þetta er það erfiðasta við
að lifa af tónlist, að geta spilað, sungið
og sagt sögur áður en allt fyllist af há-
vaða í ölvuðum gestum. Þess vegna
vil ég einmitt ekki spila langt fram á
nætur.
Mér hefur að mörgu leyti gengið
betur í spileríinu úti á landi en í
Reykjavík. Ég er búinn að þræða
nánast hvert einasta byggða ból á Ís-
landi og það oft. Ætli það séu ekki
Vestmannaeyjar, sem mér finnst
skemmtilegast að koma til að spila.
Það er eitthvað sérstakt og svo má
ekki gleyma Vestfjörðum. Ég segi oft
að Vestfirðingar og Eyjamenn séu
sami kynstofn. Það er eitthvað svo
opið og frjálst við þetta fólk.
Annars er sérstök stemning í því
að fara út á land, sérstaklega á sumr-
in, þegar nóttin er björt, keyra inn í
þorpið, hitta fólk og setja upp tólin og
tækin. Og svo þegar maður er búinn
að spila setzt maður upp í bílinn og
ekur út í bjarta nóttina. Það er hvergi
betra að hugsa en úti í náttúrunni og
næturkyrrðinni. Toppurinn í mínu lífi
í dag er að fara einn lengst upp á
heiði til að veiða silung, vera einn á
nóttunni og heyra ekkert hljóð nema í
fuglunum og vera einn með hugsanir
mínar. Og það er oft, sem ég fyllist
þessari þörf.“
Halli er ekki búinn að gera upp við
sig hvernig hann hagar framhaldinu,
en ætlar að stofna nýja hljómsveit
ásamt Erik Qvick trommuleikara.
Hann segist geta lifað á þessu með
plötum og tónleikaferðum, „en þetta
er ekki fjölskylduvænasta starfið,
sem maður getur valið sér. Ég er
mjög mikill fjölskyldumaður og lifi
fyrir að vera það. Og það er kannski
það helzt sem stoppar mann af í því
að vera á fullu í þessu“.
Tvo síðastliðna vetur hefur Halli
kennt á gítar í Tónsölum í Kópavogi
og kann því vel að hafa músíktengda
vinnu með listamannsferlinum. En
draumurinn er að verða ferðabóndi.
„Sá sem lifir ekki í deginum í dag,
hann lifir aldrei. Ef maður er alltaf
fastur í framtíðinni eða fortíðinni þá
nýtur maður ekki dagsins í dag. Og
það að taka spontant og óvæntar
ákvarðanir er frábær valkostur. Það
eru margir, sem segja í ellinni: Ég
vildi að ég hefði gert þetta eða gert
hitt. Tónlistin er það sem heillar mig
og það að vera fjölskyldumaður. Ég
er mikið með strákunum mínum í
íþróttum og er fararstjóri í öllum fót-
boltaferðum út á land. Þá er gítarinn
tekinn með og þannig er ég virkur í
félagsstarfi með þeim í leiðinni.“
Svarið við spurningunni hvort þú
viljir vera trúbador eða ekki er því
bæði já og nei?
„Það er já. Fyrir mér er það að
semja músík og texta nokkuð, sem ég
valdi mér aldrei. Þetta var bara eitt-
hvað sem gerðist. Allt í einu á ein-
hverjum tímapunkti á kvöldin, þegar
ég var unglingur, var ég hættur að
geta sofið vegna þess að ég var svo
uppfullur af einhverju sem ég þurfti
að skrifa niður á blað. Og ég gerði
þetta af mikilli ákefð, eins og þetta
væri bezt launaða starf í heimi. Að
vera skapandi tónlistarmaður er
ákveðinn lífsstíll.
Núna er heimasíðan mín,
hallireynis.com, tekin við af stílabók-
inni.
Það er gott fyrir hvern einasta
listamann að fá vindinn á móti sér, þá
fyrst kemur í ljós hvað er í hann
spunnið og það er margt, sem maður
getur lært af sögu manna eins Harð-
ar Torfa. Sjáðu bara hvað hann er í
dag, sextugur maðurinn, frjór og
aldrei betri.
Það væri gaman að taka við keflinu
af honum!“
m sér trúr
Allir eins Halla Reynis finnst vera
einhver einhver mórall í þjóðfélag-
inu sem gengur út á að dingla bara
með; að vera á sömu skoðun og allir
hinir.
Morgunblaðið/RAX
»En það er spurning
hvað maður „má“
ganga langt í því að vera
pólitískur í þessu landi.
Efnishyggjan er orðin
svo geigvænleg og það
eru takmörk fyrir því
hvað er óhætt að segja.
halldorjr@centrum.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 33
GÓÐ
HEILSA
GULLI
BETRI
Lið-a-mót
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
H
á
g
æ
ð
a
fr
a
m
le
ið
sl
a
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
NNFA QUALITY
ALLTAF FÁANLEGT
Á vegum ríkisskattstjóra eru haldin námskeið sem eru sérstaklega ætluð fyrir
einstaklinga sem eru að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur.
Á námskeiðunum er farið yfir hagnýt atriði sem varða skattskil einstaklinga með
at vinnu rekstur, svo sem skráningarskyldu, launagreiðanda í staðgreiðslu,
reiknað end ur gjald, rekstr ar kostnað, skatt fram talið, reglur um tekjuskráningu
og reikn inga út gáfu. Einn ig er fjallað um virðisaukaskatt, út skatt og innskatt,
skattskyldu, und an þágur, skatt verð o.þ.h.
Næsta námskeið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík,
Sigtúni 38, þann 24. mars nk.
og stendur yfir frá kl. 12:45 til kl. 17:30.
Skráning og nánari
upplýsingar á
www.rsk.is
Ertu að hefja
atvinnurekstur?
- námskeiðin byrja aftur í mars
Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, sími 551 0424
Seyma
Seyma
Útsala
Allt á að seljast