Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 36

Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 36
hjálparstarf 36 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Börnin í leikskólanum fengufregnir af komu gestanna.Þau höfðu raðað sér uppundir stóru tré í óskipu- lagða röð þegar okkur bar að garði. Á að giska tuttugu börn á aldrinum tveggja til fjögurra ára, berfætt og klæðlítil í heitum rauðleitum sand- inum. Um hálsinn áberandi skart- gripir og það glampaði á gráan málm- inn og perlurnar í sólinni. Stelpurnar með tvær fléttur í hárinu, strákarnir eina. Fullorðinn karlmaður í fylgd með börnunum var eins og vera frá öðrum heimi, klæddur litríkum skær- rauðum bandarískum háskólabol og kóngabláum íþróttabuxum. Með der- húfu og eini maðurinn í skóm. Undrunarsvipur á mörgum andlit- um barnanna. Þau píra augun í sól- inni og horfa hissa á þessa hvítu gesti með brúnum stórum augum. Gretta sig – með sandinn í andlitinu – og brosa kurteislega. Við vorum fulltrúar Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands komnir í heimsókn til Himbanna í norðvest- anverðri Namibíu skammt frá landa- mærunum við Angóla, utan hins byggilega heims að halda mætti mið- að við auðnina sem blasti við hvert sem litið varð. Við ókum óvegi um hrjóstrug svæði upp á hálendið í Ku- nene-héraði sem áður var kallað Kao- koland. Heimkynni Himbanna hafa verið á þessu harðbýla svæði um aldir alda. Í heitri eyðimörkinni hefur þessi sérstaki og heillandi þjóð- flokkur búið með búsmala sínum, nautgripum og geitum, án þess að gefa nútímanum mikinn gaum, vilj- andi eða óviljandi. Fastheldni á gamla siði er dyggð í augum þeirra enda um forna menningararfleifð að tefla. Nægjusemi er þeim sjálfsagt í blóð borin, fátækt á vestrænan mæli- kvarða, en það er áberandi mikil reisn yfir Himbunum. Þeir eru stoltir af uppruna sínum. Saga mörkuð hörmungum Himbar eru nú sagðir vera um tólf þúsund talsins, langt innan við eitt prósent namibísku þjóðarinnar sem telur 1,8 milljónir íbúa. Saga Himba er mörkuð hörmungum af manna- völdum og náttúrunnar, af stríði og þurrkum, flótta og hungri. Á áttunda áratug síðustu aldar töldu ýmsir að Himbar væru að deyja út, þá drápust níu af hverjum tíu nautgripum þeirra í óskaplegum þurrkum. Fólkið tvístr- aðist og fór margt á vergang, sumir sneru til Angóla og aðrir flúðu niður í namibíska þorpið Opuwo þar sem þeir löptu dauðann úr skel í báru- járnskofum og þáðu stöku mat- argjafir. En það él birti upp um síðir og Himbar sneru aftur til heimkynna sinna, óbugaðir og stoltir en fámenn- ari en áður. Um aldir og fram yfir nýlendutím- ann voru Himbar býsna einangraðir og fáir lögðu leið sína upp á öræfin til þeirra en frá því Namibía hlaut sjálf- stæði fyrir sautján árum hefur ferða- mönnum fjölgað og augu heimsins sjá sífellt meira af menningu og lífs- háttum Himbanna. Á sama hátt sjá þeir meira af nútímanum, kostum hans og göllum, þægindum og hætt- um. Þróunarsamvinnustofnun færði þeim í nafni íslenskrar þjóðar í fyrra fjögur færanleg tjöld fyrir leikskóla ásamt ýmsum búnaði. Fram kom ein- dregin beiðni heimamanna um stuðn- ing við menntun yngstu barnanna á leikskólastigi. Þetta eru vönduð stór tjöld með litríkum stólum, töflu og öðrum nauðsynlegum skólabúnaði. Í öðru tjaldi eru eldri börnin, fjögurra til sex ára, sitja hljóð og stillt á stól- um sínum meðan einn kennaranna sýnir þeim myndir og skrifar orð á töflu á máli þeirra og ensku. Það er ætlunin að gera börnin tvítyngd. Í sandinum mörg spor eftir litlar tásur. Tveir höfðingjar boða til fundar með gestunum úti undir beru lofti. Karlmennirnir sitja á kollum eða garðstólum og hafa orð fyrir hópnum, konurnar sitja flötum beinum á sand- inum og hvísla sín á milli. Karlarnir klæddir á vestræna vísu ofan mittis, í skyrtu eða bol, en sveipaðir klæðis- plöggum neðanvert bundnum í mitt- ið. Konurnar naktar að ofan, klæddar skinnum um lendar með íburðar- mikið skart úr ýmsum efnum um höf- uð, háls og ökkla – hárið fléttað og fit- ugt. Húðliturinn er rauðleitur. Konurnar bera á sig heimagert krem, bæði í fegurðarskyni og til varnar sólinni, en kremið er búið til úr smjörfeiti, okkurgulum lit og krydd- jurtum. Skartgripirnir hafa allir ein- hverja merkingu, segja meðal annars til um hjúskaparstöðu og kynþroska. Velvilji og óskir um framhald Á fundinum kemur fram mikill vel- vilji í garð Íslendinga og óskir um framhald á stuðningi við Himba- Ljósmynd/Gunnar Salvarsson Píreyg í sólinni Börnin horfa hissa á þessa hvítu gesti með brúnum stórum augum. Beðið eftir hádegisverði Átján börn og hundur standa í þyrpingu og bíða næsta málsverðar. Yngsta kynslóð Himbra kann að verða síðasta kynslóðin, sem lifir að hætti forfeðra sinna. Gjafir til skólastarfs Þróunarsamvinnustofnun færði Himbum í nafni íslenskrar þjóðar í fyrra fjögur færanleg tjöld fyrir leikskóla ásamt ýmsum öðrum búnaði. Þróunarsamvinnu- stofnun hefur verið í samstarfi við ættflokk Himba í norðurhluta Namibíu. Gunnar Salvarsson segir frá heimsókn til heim- kynna Himbanna. xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Meira vatn og betri menntun fyrir börnin Húsverkin Ein af konum höfðingjans malar korn. » Í heitri eyðimörkinni hefur þessi sérstaki og heillandi þjóðflokkur búið með búsmala sín- um, nautgripum og geit- um, án þess að gefa nú- tímanum mikinn gaum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.