Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 43

Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 43 FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Kaplahraun 2-4 2.362 fm límtrésskemma á mjög stórri lóð, alls 7494 fm, sem býður upp á mikla möguleika fyrir t.d. iðnað eða heildverslun. Húsið stendur gegnt íþróttamannvirkjunum við Kapla- krika. V. 350 millj. ATVINNUHÚSNÆÐI - AKKURAT Kaplahraun 9 Vandað 500 fm hús á tveimur hæð- um. Á efri hæð eru skrifstofur eða vinnustofur. Möguleiki á tveimur innkeyrsluhurðum á jarðhæð. Tilvalið fyrir t.d. heildverslun og/eða léttan iðnað. Drangahraun 3 Byggingarréttur fyrir ca 2400 fm. Samt. 4000 fm stór, malbikuð lóð. Miklir möguleik- ar. Núverandi hús er um 700 fm. Verð ca 150 millj. Melabraut 19 360 fm iðnaðar- eða lagerhúsnæði með mikilli lofthæð. Stórar innkeyrsludyr. Steinhella 1 Glæsilegt 540 fm iðnaðarhús úr stein- steypueiningum. Lóð fullfrágengin. Malbikað plan. Auðbrekka 4 Rúmlega 1400 fm þjónustu- og iðn- aðarhús sem stendur til að breyta að hluta í íbúðir og byggja annað hús undir íbúðir á lóðinni. Þetta er frábært tækifæri fyrir byggingarmenn til að komast yfir lóð í hjarta Kópavogs. Melabraut 17 1463 fm húseign með fjölmarga notkunarmöguleika. Verið er að breyta eigninni í fjóra misstóra eignarhluta sem hægt er að selja sér. Hvaleyrarbraut 4-6 1100 fm vandað verslun- ar-, þjónustu- og lagerhúsnæði í útleigu til 3 ára, byggingarréttur. Verð ca 150 millj. Óseyrarbraut 1 Frábær staðsetning fyrir þá sem huga að framtíð, miklir byggingarmögu- leikar (í hönnun). Óseyrarbraut 3 Rúmlega 2000 fm verksmiðju-, skrifstofu- og þjónustuhús sem tengist eignum að Óseyrarbraut 1 og Hvaleyrarbraut 4-6. Möguleikar að selja allar eignirnar saman og auka byggingamagn með sameiningu lóða. Ath. Eignaskipti. w w w .a kk ur at .is Opið hús sunnudaginn 25. febrúar milli kl. 13 og 16 að Strandvegi 12, Garðabæ Stórglæsileg 3ja herbergja, 100 fm íbúð á efstu hæð í góðu lyftuhúsi með bílastæðakjallara við Strandveg 12 í Garðabæ. Aukin lofthæð er í íbúðinni, glæsileg gluggasetning með gólfsíðum glugg- um og samstæðum eikarinnréttingum og gólfefnum. Fallegt útsýni og sjarmerandi hverfi. Komið er inn í sameigninlegt rými stofu, borðstofu og eldhúss, útgengt er á góðar svalir. Á herbergjagangi eru tvö góð svefnherbergi, bæði rúmgóð. Baðherbergið er fallegt og þá er þvottahús í íbúð. Góð sér- geymsla fylgir eigninni í kjallara ásamt stæði í bílastæðakjallara. Sameign er öll hin snyrtilegasta og að sjálfsögðu er lyfta úr bílastæðakjallara upp á efstu hæð. Halldór I. Andrésson, löggiltur fasteignasali MIKIL umræða hefur verið um alltof mörg dauðaslys og mikinn fjölda slasaðra í umferðarslysum. Dauðaslysin hafa verið um langan tíma milli 20 og 30 á ári. Við stöndum þó vel að vígi miðað við Evrópu í heild en síð- ur samanborið við einstök lönd eins og Bretland, Holland, Noreg og Svíþjóð. Á síðustu sjö árum hefur átt sér stað já- kvæð breyting. Slös- uðum ökumönnum höfuðborgarsvæðisins á hverja 1.000 íbúa hefur fækkað. Alvar- legum áverkum öku- manna, ef miðað er við innlagnir á Landspítala – háskólasjúkrahús, hefur einnig fækkað á sama tíma. Konur eru orðnar í meirihluta slasaðra ökumanna en karlar þurfa oftar á innlögn að halda. Ef litið er til síðustu 30 ára hef- ur átt sér stað enn jákvæðari þró- un. Alvarlega slösuðum úr umferð- arslysum hefur fækkað um helming (sjá súlurit). Orsakir dauðaslysanna eru margar eins og hraðakstur, þreyta og tillitsleysi í umferðinni en flest- ir eru sammála um að með því að bæta vegi og skilja að akreinar úr sitt hvorri áttinni megi fækka dauðaslysum um allt að helming. Margir vilja að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður sem allra fyrst en aðrir telja að það væri skynsamlegra að leggja áherslu á svokallaðan 2+1 veg sem er sennilega helmingi ódýrari en skilar svipuðum ár- angri og tvöföldun vega. Ef það á að fækka mikið al- varlegum áverkum og dauða- slysum í umferð- arslysum á skömmum tíma, er farsælast að leggja áherslu á 2+1 vegi um 150 km út frá höfuðborgarsvæðinu þar sem langflest um- ferðarslysanna eiga sér stað og stefna síðan að því að tvöfalda vegina. 2+1 vegurinn í Svínahrauni hef- ur legið undir nokkru ámæli og finnst mörgum sem einbreiði hlut- inn sé of þröngur og „axlirnar“ of mjóar. Nánasta umhverfi vega hvort sem um er að ræða 2+1 veg eða tvöfalda vegi er nánast óvin- veitt ef svo illa fer að bifreið fer út af vegi. Oft er bratt niður, stór- grýti, skurðir eða aðrar fyr- irstöður sem geta orsakað lífs- hættulega áverka. Það verður að leggja á það áherslu að malbiks- merkingin við „axlirnar“ sé þannig gerð að ökumaður verði var við þegar hann fer út af malbikinu því þreyta og svefnleysi er orsök margra alvarlegra slysa. Auðvelt er að lagfæra þessi atriði. Góðir vegir draga mikið úr hættunni á alvarlegum umferð- arslysum. Ég styð eindregið 2+1 vegagerð með tvöföldun vega í huga síðar meir. Þannig fækkum við mest alvarlegum áverkum og dauðaslysum í umferðinni á skömmum tíma. Betri vegir fækka dauðaslys- um og alvarlegum áverkum Brynjólfur Mogensen fjallar um umferðarslys og vegamál » Góðir vegir dragamikið úr hættunni á alvarlegum umferð- arslysum. Ég styð ein- dregið 2+1 vegagerð með tvöföldun vega í huga síðar meir. Brynjólfur Mogensen Höfundur er formaður slysavarn- aráðs og vinnur við og kennir slysa- og bráðalækningar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.