Morgunblaðið - 25.02.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.02.2007, Qupperneq 44
44 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sérlega glæsileg 173 fm íbúð á einni hæð í nýlegu húsi í Þingholtun- um. Íbúðin er mjög opin og björt. Útsýni er gott og það sér í Snæfells- jökul úr stofu og af svölum. Aðeins eru 2 íbúðir í húsinu sem er fyrir ofan bílastæðahús í eigu Reykjavíkurborgar. V. 57,0 m. 6416 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-14. Gengið inn frá efra bílastæði. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS Bergstaðastræti 6 - 2. hæð Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í sölu glæsilegt einbýlishús, um 250 fm, vel staðsett á frábærum útsýnisstað í Hvammahverfi í Hafnarfirði. Falleg lóð með u.þ.b. 80 fm sólpalli, frábæru útsýni og möguleiki á aukaíbúð á neðri hæð. Húsið er skráð 234 fm en að sögn eiganda er 15 fm ósamþykkt rými á neðri hæð. Eignin skiptist í for- stofu, hol, eldhús með þvottahúsi inn af, stofu með arni, borðstofu, sjónvarpshol, gang, 3 barnaherbergi, baðherbergi, hjónaherbergi með fataherbergi og baðherbergi inn af. Á neðri hæð er sérinngangur, þrjú herbergi, baðherbergi og geymsla. Verð 63,7 millj. Upplýsingar Þorbjörn Helgi, s. 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Háihvammur - Hf. Glæsilegt Karl Gunnarsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Falleg og rúmgóð nýlega standsett 91 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Sérinngangur af svölum. Nýleg tæki í eldhúsi, nýlega standsett flísalagt bað- herbergi, nýleg innrétting. Ný- legt parket. LAUS STRAX. Verð 18,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 AUSTURBERG 30 – 3. HÆÐ ÞAÐ hefur varla farið framhjá neinum sú umræða sem átt hefur sér stað um tengibrautina við Helgafellshverfið og hugsanleg áhrif lagningar hennar á Álafoss- kvosina og umhverfi Varmárinnar. Var- mársamtökin hafa gengið fram fyrir skjöldu til að freista þess að hafa áhrif á bæjaryfirvöld og leiða þeim fyrir sjónir að nauðsyn beri til vand- aðri vinnubragða og stefnumörkunar af hálfu bæjarstjórnar þegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við svo viðkvæm svæði. Hafa samtökin ásakað meirihluta sjálfstæð- ismanna og VG í bæj- arstjórn Mosfells- bæjar fyrir óbilgirni í samskiptum. Þegar ferill málsins er skoð- aður allt frá vorinu 2006 má sjá að meiri- hluti sjálfstæðismanna þá og síðar með full- tingi VG hafa engan vilja haft til að skoða þær athugasemdir og varnaðarorð sem fram hafa komið vegna þessarar fram- kvæmdar. Afstaða Samfylkingar Við vinnslu deiliskipulagsins af tengibrautinni á sl. vori komu fram mjög alvarlegar athugasemdir og varnaðarorð m.a. frá Varmárs- amtökunum og Umhverfisstofnun um möguleg skaðleg áhrif tengi- brautarinnar á Varmána og um- hverfi hennar sem og á Álafoss- kvosina. Þá strax í maí á sl. ári lagði Samfylkingin til að þessi varn- aðarorð yrðu tekin alvarlega og all- ar fyrirætlanir um legu braut- arinnar yrðu endurskoðaðar í heild sinni og hefur síðan á öllum stigum málsins lagt slík hið sama til. End- urskoðun sú sem Samfylkingin lagði til fólst í því að allir hugs- anlegir kostir á legu tengingar að Helgafellshverfi yrðu skoðaðir m.a. með tilliti til umhverfisáhrifa, tæknilegra lausna og kostnaðar. Hinir mismunandi kostir yrðu síðan bornir saman á grundvelli rann- sókna og athugana sérfræðinga á hverju sviði fyrir sig. Á grundvelli slíkra rannsókna væri því hægt að beita markvissari mótvæg- isaðgerðum en ella hvað varðar þann kost sem fyrir valinu yrði. Hvað slíka athugun varðar dugar ekki eig- in rannsókn forseta bæjarstjórnar, sem hann nefnir í grein sinni í Morgunblaðinu 14. febr. sl., né það huglæga mat sem meirihluti sjálfstæð- ismanna og VG hafa beitt í málinu. Rök meirihlutans Meirihluti sjálfstæð- ismanna og VG telur sig hafa lagt fram haldbær rök fyrir ákvörðun sinni sem að mestu leyti eru fullyrð- ingar sem ekki stand- ast nánari skoðun og pólitísk fúkyrði í anda þeirra sem eiga vond- an málstað að verja. Lykilorðið í rök- semdafærslu þeirra er að tengibrautin hafi verið á aðalskipulagi Mosfellsbæjar frá því á árinu 1983. Þar með eru allir þeir sem komið hafa að staðfestingu aðalskipulags frá þeim tíma ábyrgir. Slík röksemdafærsla er í anda óþroskaðra barna sem segja „Hann byrjaði“ „Hann líka“. Með slíkri röksemdafærslu er verið að halda því fram að ekkert hafi breyst frá þessum tíma í umhverfi okkar, í viðhorfum eða lagaum- hverfi. Að umfang íbúahverfisins og þar með brautarinnar sem því á að þjóna hafi ekkert breyst á þessum árum. Í aðalskipulagi frá árinu 1983 var gert ráð fyrir 200 manna íbúða- byggð í Helgafellslandi, í að- alskipulagi sem tók gildi á árinu 1994 var gert ráð fyrir 200 íbúðum og í gildandi aðalskipulagi sem tók gildi á árinu 2003 er gert ráð fyrir um 800 íbúðum. Í þeim deiliskipu- lagsáætlunum sem liggja fyrir nú um íbúðabyggð í Helgafellshverfi er gert ráð fyrir ríflega 1.000 íbúðum. Deiliskipulagið er nánari útfærsla aðalskipulags og þegar svo alvar- legar athugasemdir og viðvaranir koma upp við vinnslu þess eins og í tilfelli tengibrautarinnar eiga kjörn- ir fulltrúar ekki að slá hausnum við steininn heldur að vera menn til að endurskoða fyrri ákvarðanir á grundvelli nýrra athugasemda og viðhorfa. Ábendingar Vegna greinar forseta bæj- arstjórnar, sem jafnframt er oddviti VG í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, í Morgunblaðinu er rétt að benda á eftirfarandi: Fyrir tíu árum, eða 1997, í tíð fyrrum meirihluta vinstri manna, tók gildi umhverfisskipulag Varmársvæðis með Álafosskvos sem hjarta þess. Með þeirri vinnu sem hafði þá staðið í nokkurn tíma var lagður grunnur að stefnumörk- un um verndun Varmársvæðisins til útivistar í hjarta bæjarins og upp- reisnar kvosarinnar í menningar- og sögulegu tilliti. Til þessa virðist núverandi meirihluti vera að vitna þegar þeir nefna til sögunnar ná- kvæmar athuganir á umhverfi Varmár og umfangsmikla kynningu og umræðu meðal bæjarbúa. A.m.k. hafa þeir ekki getað lagt fram nýrri gögn þó eftir þeim væri kallað. Einnig er rétt að benda á að tengi- brautin yfir Varmá var felld út af aðalskipulagi í framhaldi af vinnu við umhverfisskipulag Varmárinnar en ekki í tíð núverandi meirihluta. Jafnframt er rétt að fram komi að á núverandi aðalskipulagi sem og á deiliskipulagstillögum Helgafells- svæðis er einnig gert ráð fyrir tengibraut úr hverfinu yfir á Þing- vallaveg sem oddviti VG virðist ekki gera sér grein fyrir. Að lokum Þess verður að krefjast að kjörn- ir fulltrúar hafi vilja og getu til að efla upplýsta umræðu um málefni bæjarins og hlusta á raddir bæj- arbúa við undirbúning mála. Sinnu- leysi, offors, blíðmælgi eða rang- færslur allt eftir því hvernig vindar blása hverju sinni er ekki kjörnum fulltrúum sæmandi. Enn af tengibraut í Mosfellsbæ Jónas Sigurðsson fjallar um tengibraut í Mosfellsbæ » Þegar ferillmálsins er skoðaður má sjá að meirihlutinn hefur engan vilja haft til að skoða þær at- hugasemdir og varnaðarorð sem fram hafa komið. Jónas Sigurðsson Höfundur er oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Mosfellbæjar. ENN á ný bendir allt til kjara- deilu milli grunnskóla landsins og menntamálayfirvalda. Nýverið mátti sjá Geir Haarde og Guðlaug Þórðarson kokhrausta í þinginu, benda á sveitarfélögin og skilja ekki hvernig nokkrum manni dett- ur í hug að fara fram á að rík- isstjórnin blandi sér í málið. Nýlega horfði ég einnig á flokks- systur þeirra, Þorgerði Katrínu, hæla sér af góðri stöðu mennta- mála í landinu í sjónvarpinu. Hún sagðist aldeilis stolt og glöð axla ábyrgð á þeim, þetta er víst í svo myljandi góðu lagi allt saman. Menntastefna ríkisstjórnar sjálf- stæðismanna síðasta rúman áratug er heldur betur að virka. Ég veit ekki um aðra en ég hef fengið nóg af því áróðursbragði sjálfstæðismanna að segja í sífellu í fjölmiðlum að svart sé hvítt í krafti þeirrar staðreyndar að þeir sem ekki þekki málin nægilega vel muni trúa. Sú aðferð hefur dugað þeim vel en er hún nógu „málefnaleg“? Hvar eru skólamálin stödd eftir gæfuríka og styrka stjórn sjálf- stæðismanna allan þennan tíma? Ef litið er á alþjóðlegar kann- anir koma staðreyndir málsins fljótt og örugglega í ljós. Í PISA-könnun á stöðu 15 ára nemenda OECD og fleiri landa í þremur greinum árið 2003 mælist marktæk afturför á árangri Ís- lendinga í lestri og stærðfræði, frá því í PISA-könnun árið 2000. Hérlendir ung- lingar eru rétt í með- allagi í lestri, í með- allagi í stærðfræði og undir meðallagi í nátt- úrufræði (sem end- urspeglar kannski áherslur ríkisstjórn- arinnar í hérlendum náttúrufræðum, hver þarf svosem nátt- úrufræðisafn? Enda er þetta víst mikið til hundljót nátt- úra, a.m.k. ef marka má nokkra af helstu ráðamönnum þjóðarinnar). Í PIRLS, alþjóðlegri lestr- arkönnun 9 ára barna, 2001, eru ís- lensk skólabörn í 20. sæti, standa sig síður en t.d. börn í Grikklandi, Rússlandi, Tékklandi og Ungverja- landi. Hins vegar eru þau með svipað mörg stig og nemendur í Rúmeníu, Slóvakíu og Ísrael. Ís- lendingar eru 12 stigum yfir með- altalinu 500. Enn stöndum við okk- ur þó betur í lestrarkunnáttu en Belize, Tyrkland og Kólumbía. At- hygli vekur að ef kunnáttu barna í lestri er skipt í upp- lýsinga- og bók- menntalestur eru ís- lensk börn enn lægri í að lesa til að afla sér upplýsinga, með 504 stig. Alþjóðleg könnun um upplýsingamennt í skólum, SITES, tek- ur til 4. og 8. bekkjar grunnskóla og 2. bekkjar í mennta- skóla. Önnur lönd í könnuninni eru t.d. Danmörk, Finnland, Noregur, Rússland og Frakkland. Íslensk fjórðu bekkjar börn eru langlægst í tölvu- kunnáttu, hvort sem um er að ræða að skrifa skjöl, nota töflureikni eða al- menna notkun. Í öðr- um bekk í mennta- skóla er ástandið ennþá þannig að Íslendingar eru á botninum þegar kemur að því að leita upplýsinga (30% móti 60– 70%) og í sjálfsnámi (5% móti 20%). Það er sjálfsagt hægt að vera stoltur af þessum árangri ef metn- aður er ekki mikill. Ég finn ekki fyrir stolti. Í mínum huga er 17.– 20. sæti í þrautalausnum, 13.–16. í stærðfræði, 19.–23. í náttúrufræði og 17.–24. í lestri (PISA) ekki góð- ur árangur og alveg á skjön við há- fleygan talsmáta fyrirmenna í menntamálum fyrir kosningar. Veruleikanum verður ekki lýst með ódýrum kosningaloforðum. Ástandið í grunnskólum landsins er nefnilega ekki gott. Og fer versnandi. Ég veit að flestir vilja í lengstu lög halda í þá trú að allt sé í lagi í skólum barna sinna. Það er bara ekki þannig. Kennsla verður sífellt erfiðara starf. Sveitarfélög hafa velflest ekki bolmagn til að mæta þeirri staðreynd, eða aukn- um kröfum samfélagsins, með hærri launum handa þeim sem við hana starfa. Lítil sveitarfélög eru þvert á móti að kikna undan rekstri skóla. En menntun í land- inu er víst ekki vandamál rík- isstjórnarinnar lengur. Kannski er Þorgerður svona stolt af því meist- araverki kollega síns að þvo hend- ur sínar af grunnskólum landsins og velta þeim yfir á sveitarfélögin – án fjármagns sem til þurfti svo reka megi þá með sóma. Þegar ég skrifaði grein í Morg- unblaðið sl. sumar um illa samin samræmd próf fékk ég persónulegt bréf frá menntamálaráðherra þar sem hún taldi mig slá niður jafn- réttisbaráttu kvenna með því að finna að störfum sínum. Ég vona að slíkur misskilningur stingi ekki upp kollinum nú. Ég er sumsé að gagnrýna ríkisstjórnina af því að ég hef hálfgerða skömm á því sem hún stendur fyrir og setur á oddinn í nánast öllum málaflokkum. Hverjir eru í alvöru að hugsa um að kjósa þetta lið í vor? Léttum nú af okkur farginu og kjósum bjart- ari framtíð handa börnunum okkar. Í góðu lagi? Ingunn Snædal fjallar um menntamál » Það er sjálf-sagt hægt að vera stoltur af þessum árangri ef metnaður er ekki mikill. Ég finn ekki fyrir stolti. Ingunn Snædal Höfundur er kennari og andstæð- ingur sitjandi ríkisstjórnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.