Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 45 Hjallasel 49 Reykjavík Verð: 29.900.000 Stærð: 80 Fjöldi herbergja: 2 Byggingarár: 1985 Brunabótamat: 13.800.000 Bílskúr: nei REMAX Lind kynnir vel staðsett og fallegt parhús á einni hæð á skjólsælum stað við Seljahlíð í Breiðholti. Seljahlíð er hjúkrunar og þjónustuheimili fyrir aldraða. Íbúum parhúsanna býðst aðgangur að þeirri þjónustu sem Seljahlíð veitir sínu vistfólki. Sem dæmi má nefna heimaþjónustu með mat, nálægð við sjúkraþjálfun, verslanir og banka. Einnig er hægt að fá tengingu við öryggisvakt sem er til staðar allan sólarhringinn. Hugsað er fyrir hjólastólaaðgengi í íbúðinni. Sér hellulagt bílastæði. Hilmar Jónasson Sölufulltrúi 695 9500 hj@remax.is Þórarinn Jónsson hdl. lögg. fasteignasali LIND HÚSNÆÐI FYRIR ELDRI BORGARA Sími 575 8500 - Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 Opin hús SPÓAHÓLAR 4 - LAUS ÍBÚÐ LAUGARNESVEGUR 112 NÝ ÍBÚÐ Í dag á milli kl. 14-15 verður til sýnis falleg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð. Íbúðin er tæpir 90 fm og skiptist í flísalagt hol með skápum, tölvukrók, eldhús með ágætri innréttingu og tækjum ásamt borðkrók, bjarta parket- lagða stofu með útgang á hellulagða verönd og sérgarð, baðherb. með flísum á gólfi, tengingu fyrir þvottavél og baðkari og tvö parketlögð svefnherb. Sérgeymsla er á hæðinni og sameiginlegt þvottaherb. Hús í góðu ástandi. Áhv. 7,6 m. V. 17,5 m. Már og Ástríður á bjöllu. Í dag á milli kl. 14-15.30 verður til sýnis skemmtileg, mjög óhefðbundin fullbúin 3ja-4ra herb. 88,6 fm ný íbúð við Laugarnesveg 112 í Reykjavík. Íbúðin er á tveimur hæðum og er tæplega 4 m lofthæð á efri hæðinni sem gefur ótal möguleika. Sérinngangur er í íbúðina og úr henni er fallegt útsýni út á Faxaflóann og upp að Snæfellsjökli. Íbúðin er með vönduðum gólfefnum og innréttingum. Sjón er sögun ríkari. V. 21,4 m. FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur sími 487 5028 TIL SÖLU Einbýlishús á Hellu Til sölu er nýtt, fullbúið einbýlishús við Dynskála á Hellu. Húsið er byggt úr steinsteypu og er steinað að utanverðu, stærð 177 fm, þar af er bíl- skúr 30 fm. Eignin skiptist í anddyri, eld- hús, stofu, gang, fjögur svefnherbergi, bað- herbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Auk þess er rými yfir svefnherbergisálmu. Eignin er vel staðsett og stutt er í alla þjón- ustu. Verð kr. 29.500.000. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is og á skrifstofu. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 125,2 fm mjög góð og mikið uppgerð neðri sérhæð auk 21 fm bíl- skúrs, alls 146,2 fm við Kópavogsbraut. Hæðin skiptist í forstofu, þvottahús, geymslu, hol, stofur, sjónvarpshol, glæsilegt eldhús með borðkróki, baðherbergi, hjónaherbergi og tvö barnaherbergi. Hæðin er með nýju eikarparketi á gólfi. V. 32,9 m. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00 (vinstri hurð). Kópavogsbraut 81 – Opið hús 180,5 fm mjög góð efri sérhæð við Tjarnarból á Seltjarnarnesi, þar af er sérstúdíóíbúð í kjallara, auk 51,5 fm bílskúrs, alls 232,0 fm. Hæðin skiptist í stigagang, hol, stofu, eldhús með borðkrók, þvottahús, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er stór geymsla og sér 2ja herbergja íbúð (ekki full lofthæð). Bílskúrinn er sérstæður framan við húsið. Íbúð í kjallara gefur góðar leigutekjur. V. 45,5 m. Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 14.00. Tjarnarból 15 – Opið hús 254,4 fm glæsilegt miðjuraðhús/tengihús á tveimur hæðum með bílskúr á góðum útssýnisstað í Kórahverfinu í Kópavogi. Húsið verður fullbúið að utan, steinað í ljósum lit. Lóðin verður tyrfð og bílaplan hellulagt götumegin. Að innan verður húsið afhent full- búið án gólfefna, flísar verða þó á aðalbaðherb. Húsið verður með gólfhita. Möguleiki er á breytingum í innréttingavali ef kaupendur koma með þær tímanlega. V. 55 m. Hamrakór – Eitt hús eftir Glæsilegar 139,9 fm 4ra herbergja efri sérhæðir auk 33,2 fm bíl- skúrs í fallega hönnuðum tvíbýlihúsum við Lindarvað í Reykjavík. Alls er hver hæð því 173,1 fm með bílskúr. 50 fm svalir fylgja hverri íbúð í suður. Eignunum er skilað fullbúnum án gólfefna. Hægt er að fá eignirnar 5 herbergja. V. 40,9 m. Lindarvað - Nýbygging – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Á SÍÐASTA kjör- tímabili samþykktu fulltrúar allra flokka að breyta fyrirkomulagi á ferðaþjónustu fatlaðra í þá veru að fatlaðir gætu pantað ferðir samdæg- urs en þyrftu ekki að skipuleggja allar sínar ferðir með dagsfyr- irvara. Þessar breytingar áttu að taka gildi frá og með 1. janúar sl. Í meðförum nýs meirihluta hefur andi breytinganna tekið stakkaskipt- um til hins verra og málið tafist en breyttar reglur eiga að taka gildi 1. maí nk. Samkvæmt nýjum reglum verður fötluðum gert að greiða 500 króna aukagjald fyrir hverja ferð sem pöntuð er samdægurs, til viðbótar við 140 króna grunngjald, eða 1.280 krón- ur fram og til baka. Þá má hver ein- staklingur að hámarki panta 10 ferðir samdægurs á mánuði (það er fimm ferðir fram og til baka). Að auki verð- ur að panta ferðirnar með þriggja klukkustunda fyrirvara á afgreiðslu- tíma þjónustuvers. Það er því ljóst að þrátt fyrir breytingarnar er þjónustan bæði stirð og dýr fyrir notendur. Flokkun fatlaðra Aðeins hluta þeirra sem rétt hafa til að nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra verður gefinn kostur á að panta ferðir samdægurs. Fatlaðir einstaklingar sem ekki eru í hjólastól, en hafa rétt á að nota ferða- þjónustu fatlaðra, munu ekki eiga þess kost að panta ferðir samdægurs og verða áfram að ákveða allar sínar ferðir með dagsfyrirvara. Þannig er verið að gera upp á milli fötl- unarflokka og bjóða þeim, sem til dæmis búa við andlega fötlun, verri þjónustu hjá ferðaþjónustu fatlaðra en þeim sem bundnir eru hjólastól. Flokkun ferða Í samþykkt meirihlutans er há- marksfjöldi ferða fyrir hvern ein- stakling skilgreindur sem 60 ferðir á mánuði (30 ferðir fram og til baka), þar af að hámarki 25 ferðir til einkaer- inda og af þeim að hámarki 10 sam- dægurspantaðar ferðir á mánuði. Það er því ekki nóg með að hámarksfjöldi ferða sé skilgreindur heldur er einnig sett hámark á ferðir í „einkaerindum“ sem eru þá ferðir sem ekki eru til vinnu, skóla eða lækninga. Í þessum skilgreiningum felst skerðing á ferða- frelsi, forsjárhyggja og niðurlæging fyrir þá einstaklinga sem þurfa að haga ferðum sínum út af heimilinu út frá flokkunarkerfi stjórnvalda í Reykjavík. Tilvalið að einkavæða Reyndar botna ég ekkert í því af hverju Strætó BS er falin framkvæmd á þessu, af hverju er þessi þjónusta ekki boðin út? Það eru fjölmörg fyr- irtæki betur til þess fallin að veita þessa þjónustu en Strætó, fyrirtæki sem gætu nýtt bíla í annan akstur samhliða þjón- ustu við fatlaða sem hlýtur að lækka kostn- að. Ég er sannfærð um að aðrir fram- kvæmdaaðilar geta boðið betri og skilvirk- ari þjónustu fyrir not- endurna án meiri kostnaðar fyrir borg- ina. Úr því að nýr meirihluti sá sig knúinn til að setja mark sitt á breytingarnar hefði verið meiri reisn yfir því að gera þjónustuna aðgengilegri, fremur en að leggjast í þessa fólks- og ferða- flokkun, engum til gagns. Ferðafrelsi, nauðsyn eða bruðl? Sigrún Elsa Smáradóttir fjallar um Ferðaþjónustu fatlaðra » Í meðförum nýsmeirihluta hefur andi breytinganna tekið stakkaskiptum til hins verra og málið tafist … Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.