Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 48
48 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Gott 100 fm húsnæði á tveimur hæðum í miðbæ Kaupmannahafnar, rétt við Nyhavn.
Gæti vel nýst sem verslun eða t.d. skrifstofur með íverustað.
Yderst charmerende forretning i det aktraktive Nyhavn/Kgs.Nytorv og Amalienborg område.
Forretningen er beliggende i en af Københavns måske hyggeligste og mest exclusive gader der foruden tøj
byder på lækre restauranter, cafeer, antik og livsstils forretninger.
Forretningen er på ca.100 kvm fordelt på 2 plan med stue og høj kælder.
Pt. fungere den som forretning/showroom.
Nánari upplýsingar gefur Viggó Sigursteinsson sölufulltrúi í s. 594-5006 / 824-5066.
GOTT HÚSNÆÐI TIL LEIGU Í MIÐBÆ KAUPMANNAHAFNAR
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Rúmgóð og björt ca 110 fm 4ra
herb. íbúð á 1. hæð með sérinn-
gangi. Eignin skiptist í stóra stofu, 3
rúmgóð herbergi (þar af 1 í kjall-
ara), nýlega flísalagt baðherb. m/
nuddbaðkeri, bjart eldhús með ný-
legri innréttingu og tækjum. Nýl.
flísar á gangi, bað- og eldhúsgólfi. Í
kjallara er gott sam. þvottahús og
góð geymsla. Gönguhurð út í garð
úr kjallara. Mögul. að leigja út kjall-
araherb. Sólpallur við inngang. Lóð í
rækt fyrir framan og aftan hús. Frá-
bær staðsetning í botngötu rétt við
Landsspítalann. Verð 27,9 millj.
Elínborg og Hörður taka vel á móti gestum milli kl. 15 og 17 í dag, sunnu-
dag. Gengið inn að framan. Teikningar á staðnum.
Áttu hund og vantar fallega
íbúð? Þá gæti þetta verið eignin.
Glæsileg ca 80 fm 3ja herb.
íbúð með sérinngangi og sólpalli
á neðri hæð. Falleg flísalögð for-
stofa, bjart þvottahús, 2 her-
bergi, glæsilegt flísalagt baðher-
bergi, opið eldhús með fallegri
innréttingu og björt stofa með
gönguhurð út á suðursólpall.
Verð 20,6 millj.
Heiða og Bjarni taka vel á móti gestum milli kl. 14 og 15 í dag. Gengið inn
að austan. Teikningar á staðnum.
Þorfinnsgata 6 - 101 reykjavík
Opið hús í dag milli kl. 15-17
Vesturholt 17, Hf. - Glæsileg sérhæð
Opið hús í dag milli kl. 14-15
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Sumarbústaður á einum fegursta stað við Þingvallavatn. Bústað-
urinn er 48 fm auk 12 fm baðstofulofts. Arinn í stofu. Stór verönd
til suðurs og norðurs er við bústaðinn. Einstakt útsýni. Leigu-
land, afgirt og skógi vaxið.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
SUMARBÚSTAÐUR
VIÐ ÞINGVALLAVATN
UMHVERFI er einn marga
áhrifaþátta í búsetuvali fólks og vægi
hans fer vaxandi. Leikreglur lýðræð-
isins; frelsi, réttlæti og jafnrétti allra
til atvinnu, búsetu, menntunar og vel-
sældar eru hornsteinar íslensks sam-
félags. Lífsgæði okkar eru háð þess-
um grundvallarforsendum.
Undanfarin misseri hafa farið fram
heitar umræður um umhverfismál og
stefnu stjórnvalda í þeim efnum. Í
vikunni boðaði iðnaðarráðherra þjóð-
arsátt í kynningu á frumvarpi um
rannsóknir og nýtingu á auðlindum í
jörðu. Þessi framvirka þjóðarsátt
Framsóknarmanna boðar á engan
hátt meiri sátt en hefur ríkt um þessi
mál til þessa. Enga stefnubreytingu í
stóriðjumálum er að
finna í frumvarpinu.
Á Suðurlandi mót-
mæla íbúar fyrirhug-
uðum virkjunum í
Þjórsá á sama tíma og
verið er að undirbúa
íbúakosningu um
stækkun álbræðslunnar
í Straumsvík. Lands-
virkjun hefur hafið út-
boðsferli fyrir virkj-
anirnar í Þjórsá.
Markmið þeirra sem
vilja virkja er að nýta
orku úr Þjórsá til
stækkunar á álbræðslunni í Straums-
vík. Framkvæmdunum fylgja auðvit-
að umhverfisspjöll tengd háspennu-
línum á milli þessara staða. Einnig
hefur komið fram í umræðunni að ef
Hafnfirðingar hafna
stækkun álbræðsl-
unnar í Straumsvík
verði lítið mál að ráð-
stafa orkunni í fyr-
irhugað álver í Helgu-
vík. Framkoma
Landsvirkjunar gagn-
vart bændum við
Þjórsá kristallar botn-
laust virðingarleysi
þeirra gagnvart al-
menningi í landinu.
Virkjanafram-
kvæmdirnar standast
engan veginn meg-
inreglur umhverfisréttar. Hér má
nefna kjarna sjálfbærrar þróunar,
samþættingu umhverfisverndarsjón-
armiða við önnur sjónarmið, sem og
regluna um fyrirbyggjandi sjón-
Þjóðarsátt um almannaheill?
Alma L. Jóhannsdóttir
skrifar um umhverfismál
Alma Lísa
Jóhannsdóttir
NÝJASTA tromp heilbrigðisráðu-
neytisins er þessi gamla og úrelta
hugmynd að það sé mögulegt að með-
höndla nánast alla afeitrun, grein-
ingu og meðferð vímuefnasjúklinga á
göngudeildum.
Nú er rétt að spyrja
Davíð Á. Gunnarsson
ráðuneytisstjóra og Siv
Friðleifsdóttur ráð-
herra hvort þau geri sér
ekki grein fyrir þeim
fjölda einstaklinga sem
koma á göngudeildir
vegna áfengis- og vímu-
efnafíknar og afleiðinga
hennar á ári hverju.
Gera þau sér ekki grein
fyrir því að það voru t.d.
yfir 33.000 viðkomur á
göngudeildum SÁÁ árið
2006? Vita þau ekki af þeim fjölda
sem fær þjónustu á göngudeild LSH
fyrir áfengis- og vímuefnafíkla. Og
hvernig þau sjá það fyrir sér að til
dæmis lyfjafíknar eldri konur komi
daglega á göngudeild í 20–30 daga í
röð til afeitrunar, að áfengissjúkir
karlmenn sem standa ekki undir
sjálfum sér fyrstu dagana eftir að
drykkju er hætt, komist daglega í 10–
12 daga í göngudeildarafeitrun og
hvernig unga fólkið okkar á að stand-
ast nokkurra daga afeitrun á göngu-
deild í samfélagi þar sem áfengi og
vímuefnum er veifað að þeim nánast
á hverju horni? Það er líka rétt að
nota tækifærið og fá svör við því
hvernig þetta ágæta fólk telur að
starfsfólk afeitrunargöngudeildar
eigi að bregðast við hinum ýmsu
fylgikvillum fíknar og neyslu, sem
ekki er hægt að meðhöndla nema
liggjandi inni á sjúkrahúsi? Finnst
þeim betra að það fólk sé meðhöndlað
að hluta á dýru há-
tækniháskólasjúkra-
húsi, en á sérhæfðu
sjúkrahúsi til afeitr-
unar? Þá er best að
spyrja að því hér hvaða
greiningarvinnu á að
stunda á göngudeild
afeitrunar – hvað á að
greina, hvernig á að
greina og hvaða úrræði
verður hægt að bjóða
upp á? En stóru spurn-
ingarnar sem alltaf
koma upp í þessari um-
ræðu og þau verða að
svara fyrr en síðar eru „hver á að
borga?“ „hvað má þjónustan kosta?“
og „er ríkið einfaldlega að velta lög-
bundinni þjónustu yfir á einstaklinga
og félagasamtök með því að færa
þessa heilbrigðisþjónustu af sjúkra-
húsi yfir á göngudeild vegna nísku
stjórnmálamanna og embættis-
manna?“ Svör óskast hið fyrsta.
Það er saga til næsta bæjar ef
stjórnandi fagráðuneytis heilbrigð-
ismála tímir ekki að kosta heilbrigð-
isstarfssemi. Það er líka eftirtekt-
arvert ef ráðherra úr þeim flokki sem
hvað harðast gekk fram í að lofa
milljarði eða meiru í lausn á vímu-
efnavandanum, er ekki tilbúinn að
standa við stóru orðin. Það sem er þó
undarlegast er að þau virðast fyr-
irverða sig fyrir að þurfa að sinna
veiku fólki.
Ætla heilbrigðisráðherra og emb-
ættismenn hennar að brjóta lög
landsins og þar með gegn réttindum
sjúklinga og neita fólki um eðlilega
heilbrigðisþjónustu með óljósum til-
vitnunum um að það sé ódýrara að
framkvæma hið óframkvæmanlega á
göngudeild. Ætla þau að nýta aðferð
formanns fjárlaganefndar, sem lýsir
því í tölvupóstum að lögbrot sé val-
kvæð aðgerð svo framalega að lög-
brotið spari ríkinu fé?
Ekki veit ég hvaða sérfræðinga
Davíð Á. Gunnarsson ráðuneyt-
isstjóri hefur fengið erlendis frá til að
uppfræða sig um meðhöndlun áfeng-
is- og vímuefnasjúka, en hitt veit ég
frá fyrstu hendi að áfengis- og vímu-
efnaráðgjafar í Bandaríkjunum og
aðrir sem starfa við afeitrun og með-
ferð þar í landi gráta glataða þekk-
ingu, horfin tækifæri og afturhvarf til
fortíðar. Þau gráta allt það fólk sem
hefur látist löngu fyrir tímann vegna
þeirrar stefnu sem tekin var upp þar.
Í Bandaríkjunum var inniliggjandi
afeitrun og meðferð nánast aflögð
nema fyrir þá sem höfðu handbært fé
til að greiða fyrir þjónustuna. Hug-
myndafræðin var að framkvæma
afeitrun á göngudeild og stytta tím-
ann sem fór í meðhöndlun á veiku
fólki. Um leið var gert ráð fyrir að
verulegir fjármunir spöruðust hinu
opinbera og tryggingafélögunum.
Niðurstaðan í Bandaríkjunum varð
sú að meðferð áfengis- og vímuefna-
sjúkra dróst verulega saman og
þekkingin hvarf, vegna þess að sjúk-
lingarnir leituðu ekki til göngudeild-
anna. Þeir leituðu ekki til göngu-
deilda vegna þess að þjónustan hæfði
ekki fíknisjúkdómnum. Sjúklingarnir
fundu fyrir því að árangurinn snarm-
innkaði og þeir héldu úrræðið ekki út.
Þeir sem hafa lágmarksþekkingu á
fíknisjúkdómum skilja þetta. Þeir
skilja vonleysið og getuleysið til að
leysa úr einföldustu verkefnum dag-
legs lífs á tímabili afeitrunar og fyrst
eftir afeitrun. Þeir hafa það fram yfir
ýmsa æðstu starfsmenn heilbrigð-
isráðuneytisins að sjá og kunna að
meta árangur af því starfi sem unnið
er og þeir geta lagt fram tölfræðilega
úttekt á árangri þegar þess er óskað.
Þeir geta metið þörf og lagt fram
raunhæfar kostnaðaráætlanir. Það er
að minnsta kosti meira en ráðherra
heilbrigðismála og ráðuneytisstjóri
hennar virðast geta. Þau hafa í
marga mánuði reynt að töfra fram
með ýmsum brellukúnstum sparnað
fyrir ráðuneytið og segja jafnframt
að minna fé sé hærri framlög. Það sér
allt heilbrigt fólk hversu óheilbrigð
stefna ráðuneytisstjórans og ráð-
herrans er.
Brellur og töfrabrögð
Hörður J. Oddfríðarson fjallar
um forvarnir og meðferðarmál
» Það sér allt heilbrigtfólk hversu óheil-
brigð stefna ráðuneyt-
isstjórans og ráð-
herrans er.
Hörður J. Oddfríðarson
Höfundur er deildarstjóri
forvarnardeildar SÁÁ.