Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 49

Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 49
armið. Markmið hennar er að koma í veg fyrir að umhverfi verði fyrir var- anlegri skerðingu sem ómögulegt eða óraunhæft er að bæta. Að óafturkræf umhverfisspjöll séu ekki framin. Auk þessa kemur hér við sögu svokölluð mengunarbótaregla. Sá sem mengar ber að jafnaði þann kostnað sem hlýst af því að draga úr áhrifum þeirrar mengunar sem hann hefur valdið. Þessar reglur eiga að vera í fullu gildi þegar umhverfisáhrif framkvæmda eru metin. Okkur ber að skila landinu af okkur í besta, mögulega ástandi. Þessar virkjanir og fyrirhuguð stækkun álbræðslunnar í Straumsvík uppfylla ekki þessar grundvall- arreglur. Samkvæmt 72. grein stjórn- arskrárinnar er eignarrétturinn frið- helgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Til þess þarf lagafyrirmæli og ber að greiða fullt verð fyrir. Einnig þarf að meta nokkur grundvall- aratriði eins og kröfur um meðalhóf, jafnræði og andmælareglu. Telja stjórnvöld í alvöru að það sé almenn- ingsþörf fyrir virkjunum í Þjórsá? Í hverju felst þessi almannaheill? Það á að sökkva landi, skemma land bænda og spilla náttúruperlum fyrir mengandi stóriðju. Á árum áður var eytt stórfé í að græða bakka Þjórsár. Nú á að eyðileggja þetta land. Sökkva því, skemma það og reisa varnargarða á því. Er það al- mannaheill? Það þykir of dýrt að leggja jarð- strengi í stað háspennulína í jörð. Verði virkjað við Þjórsá verður suð- vesturhluti landsins undirlagður há- spennulínum. Það er hægt að leysa þetta með því að láta þann sem meng- ar borga, það felur í sér að virða al- menningsþörf. Þrátt fyrir allar þess- ar raflínur yfir jarðir bænda eru þeir sömu í mörgum tilvikum ekki komnir með þriggja fasa rafmagn en horfa á háspennulínurnar út um stofuglugg- ann. Horfir það til almannaheilla? Er það jafnrétti til búsetu? Til stendur að fullvinna álið í út- löndum. Ekki stendur til að nýta orkuna í héraðinu. Þegar Búrfells- virkjun var byggð var sagt að þegar hún hefði borið sig myndi orkuverð lækka. Nú er staðan sú að einungis erlendir orkurisar fá orkuna á lágu verði á meðan bændur, almenningur og annar atvinnurekstur þarf að greiða fullt verð fyrir orkuna og nið- urgreiðir þannig raforkuverð, út- söluverð, til stóriðju með margfalt hærri gjaldskrá. Er jafnræði í því? Nei, bændum, almenningi og atvinnu- rekstri er mismunað. Það brýtur gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar. Eitt ársverk hjá bónda skilar tveim ársverkum annars staðar. Stór- iðjan er ekki jafn atvinnuskapandi og verðmætasköpun bænda og innlends iðnaðar, bæði hátækni- og þekking- ariðnaðar. Frumvarp Framsóknarmanna tek- ur ekki á neinum ágreiningsmálum í umhverfismálum. Stóriðjustefnan er við lýði. Iðnaðarráðherra ætlar að halda sömu stefnu þrátt fyrir yfirlýs- ingar um annað með bjargföstum stuðningi Sjálfstæðisflokksins. Ganga á náttúru Íslands. Nú þarf að taka vinstri beygju og stöðva frekari stór- iðjuáform. Það þarf að stöðva þessa stefnu og vinna að því að klára rammaáætlun þannig að hægt sé að taka ákvarðanir sem eru byggðar á viðurkenndum forsendum og mati á þörf fyrir frekari stóriðju. Að skoða til hvers á að nýta auðlindir okkar, um leið og hugað er að sjálfbærri nýt- ingu. Þjóðarsátt iðnaðarráðherra breytir engu í nútímanum og er því engin sátt. Hún brýtur grundvall- arreglur umhverfisréttar og fær því náttúran ekki að njóta vafans – í þjóð- arsátt iðnaðarráðherra nýtur stóriðja vafans. Það er ekki almannaheill! » Það þarf að stöðvaþessa stefnu og vinna að því að klára rammaáætlun þannig að hægt sé að taka ákvarð- anir sem eru byggðar á viðurkenndum for- sendum og mati á þörf fyrir frekari stóriðju. Höfundur skipar 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 49 Karl Gunnarsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 Gullfallegt, gott einbýlishús með innbyggðum bílskúr, á góðum stað innarlega í botn- langa. Húsið skiptist í stofu/borðstofu, 3 herbergi, hol, góða stofu, nýstandsett eldhús, gott baðherbergi, gest- asnyrtingu og gott þvottahús. Góðir sólpallar og falleg lóð, hellulagt bílaplan með hitalögnum. Verð 48,9 millj. SÖLUMENN LUNDAR VERÐA Á STAÐNUM 691-8616 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15 GRASARIMI 30 – GRAFARVOGI Netfang: kjoreign@kjoreign.is • S. 533 4040Ármúla 21 • Reykjavík Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 Fr um — T R A U S T O G Ö R U G G Þ J Ó N U S T A — — SÖLUSÝNING – SUNNUDAG KL. 14-16 GLÆSILEGAR SÉRHÆÐIR MEÐ ÚTSÝNI YFIR ELLIÐAVATN KLAPPAKÓR 1 - 203 KÓPAVOGI  VANDAÐAR INNRÉTTINGAR OG INNI- HURÐIR MEÐ SÉRVÖLDUM EIKAR- SPÓN  STAÐSETNING HÚSANNA ER FRÁ- BÆR OG ÚTSÝNI STÓRBROTIÐ  FULLBÚNAR SÝNINGARÍBÚÐIR  GÓÐ LÁNAKJÖR Í BOÐI  SÖLUMENN KJÖREIGNAR VERÐA Á STAÐNUM UM HELGINA UM ER AÐ RÆÐA SÉRLEGA VÖNDUÐ OG VEL STAÐSETT HÚS Á FRÁBÆRUM ÚTSÝNISSTAÐ Húsin eru alls fimm og eru tvær til fjórar íbúðir í húsi. Tíu íbúðanna eru 3ja herbergja 84,5 fm og sjö íbúðir eru fimm herbergja 149,0 fm. Að auki fylgir íbúðunum sérmerkt stæði og sérgeymsla í lokuðu bílastæðahúsi. Íbúðirnar eru til afhendingar fljótlega tilbúnar án gólfefna. Þó eru baðherbergi flísalögð á vandaðan hátt í hólf og gólf. Lofthæð íbúðanna er meiri en venja er og hurðirnar eru í yfirstærð. Fasteignasala • Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali – SÖLUSÝNING SUNNUDAG – KLAPPAKÓR 1 - 203 KÓPAVOGII Í DAG KL. 14- 6 GL I I EÐ IÐAVATN I Opið hús í dag milli kl. 15.00-16.00. Glæsilegt parhús m/innbyggðum bílskúr í Setbergslandinu í Hafn- arfirði, samtals stærð 220 fm. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Útsýni. Fullbúin eign í sérflokki. Verð 45,8 millj. Myndir á mbl.is. Ethel Brynja býður ykkur velkomin. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Klettaberg 48 - Hf. Parhús SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. HÁALEITISBRAUT 38 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-16 Töluvert endurnýjuð 4-5 herb. íbúð á 2. hæð til vinstri á þessum vin- sæla stað. Íbúð 112,3 fm og 20,7 fm bílskúr alls 132,8 fm. Eignin skiptist í: Hol/gang, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú herbergi, baðher- bergi og geymslu í kjallara. Þvottahús og hjóla/vagnageymsla í kjall- ara. VERÐ: 25.900.000.- Sveinn Eyland gsm: 6 900 820 frá Fasteign.is verður á staðnum. 21.200.000 LAUS STRAX Glæsileg 3ja herbergja 104 fm. íbúð með sérinngang í hjarta Kópavogs. Íbúðin afhendist fullfrágenginn með nýjum innréttingum og gólfefnum. Þvottahús innan íbúðar. Sölumaður Draumahúsa tekur á móti gestum Fr u m Fannborg 3, 1 hæð - 200 Kóp Opið hús í dag kl. 14:00 - 15:00 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.