Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 59

Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 59 upp á hann með fallegu húsgögnun- um sínum og útsaumnum, hófst handa í útrás við að flytja út íslenska hesta, íslenska ull og fleira. Hún lét ekki þar við sitja og byggði nýtt, stór- glæsilegt bæjarhús á jörðinni sem innan skamms var orðið fullt af fal- legu húsgögnunum hennar og fá- gætu, dönsku postulíni sem hún hef- ur eflaust þurft að geyma meðan hún bjó í gamla bænum á jörðinni. Á Kambi hitti hún þann mann sem átti eftir að verða tryggur lífsförunautur hennar til dauðadags en það var bóndinn á næsta bæ, Jón Vídalín Jónsson frá Herríðarhóli. Heimsborgarinn og fagurkerinn, Vilborg frænka mín, undi sér vel í sveitinni enda ekki fátítt nú til dags að athafnamenn og konur sem stund- að hafa viðskipti og dvalið erlendis sækist eftir búsetu í friðsælli sveit á Íslandi eins og hún gerði. Síðustu æviár sín bjó hún ásamt Jóni í Vogum á Vatnsleysuströnd og átti þar frið- sælt ævikvöld. Ég votta Jóni, Sól- veigu dóttur hennar, barnabörnum og barnabarnabörnum samúð mína vegna fráfalls þessarar mikilhæfu frænku minnar. Sólveig Guðmundsdóttir. Hún Lilla er dáin. Hún var amma okkar. Hún var víðförul. Hún var heimsborgari. Hún var sveitavargur. Hún var verslunareigandi. Hún var hótelstjóri. Hún var jarðareigandi. Hún var hrossakaupmaður. Hún var „elegant“. Af þessari upptalningu má sjá að lífshlaup ömmu okkar var óvenju margbreytilegt og laust við alla logn- mollu. Eftir áratuga dvöl í útlöndum kom Lilla heim með stæl. Hún keypti jörð- ina Kamb austur í Holtum og byggði þar upp mikinn húsakost. Lilla nældi sér í bóndason af næsta bæ, Jón Ví- dalín Jónsson, sem reyndist henni hinn besti eiginmaður og félagi. Þar var oft margt um manninn og yfir sumarið var nánast ættarmót um hverja helgi. Svo fór líka að margir fengu skika þar og reistu sér bústað. Eftir nokkur góð ár í Kambi ákváðu Jón og Lilla að selja jörðina og leggja land undir fót. Í rúman áratug bjuggu þau vítt og breitt um landið, þar má nefna Mundakot á Eyrar- bakka, Bakkagerði í Jökuldal, Strönd á Völlum og Hellisholt við Flúðir. Þegar gæta tók heilsubrests hjá Lillu keyptu þau hjónin íbúð í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar leið þeim mjög vel, til að byrja með vann Jón á Vellinum og Lilla sá um heimilið. Þegar veikindi Lillu ágerðust sagði hann starfi sínu lausu og einbeitti sér að umönnun eiginkonu sinnar, það gerði hann af mikilli ást, alúð og elju- semi fram á hennar síðasta dag. Kæri Jón, þinn missir er mikill og vottum við þér okkar dýpstu samúð. Gunnhildur og Gunnar. ✝ SigurbjörnGústavsson fæddist í Kópavogi 20. október 1965 en ólst upp við Klepps- veg í Reykjavík. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 8. febrúar síðastliðins. Foreldrar hans eru Gústav Kristján Gústavsson blikk- smiður, f. 1928 og Bára Gerður Vil- hjálmsdóttir hús- móðir, f. 1935. Systkini Sigurbjörns eru Inga, maki Guðlaugur Gunnar Ein- arsson, Gústav Kristján, maki Margrét Sólveig Ólafsdóttir og Ás- dís Heiðdal, maki Henri Harmon. Sigurbjörn kvæntist Hildi Emblu Ragnheið- ardóttur 1997, dótt- ir þeirra er Sigríð- ur Vigdís Sigurbjarnardóttir, f. 3. ágúst 1998. Þau skildu. Sambýliskona Sigurbjörns er Erna Lárusdóttir. Sigurbjörn var jarðsunginn frá Fossvogskapellu í kyrrþey 14. febrúar. Mér þótti mjög vænt um pabba minn. Við gerðum margt saman þeg- ar við vorum saman. Við fórum að kaupa nammi og líka í bíltúr. Stund- um fórum við í IKEA og keyptum pylsur. Við fórum oftast niður að tjörn að gefa öndunum brauð. Ég talaði stundum við hann í símann og ég talaði við hann kvöldið áður en hann dó og ég sakna hans mikið. Sigga Vigga hans pabba, Sigríður Vigdís. Sigurbjörn Gústavsson                                   !" # $ %  & '  $   #( '  )$    * ' '  )$ +' &#  '  )$ , # - #  '  )$ .  /  '  )$ / 0  '  )$ ✝ Hjartans þakkir fyrir innilegan hlýhug og auðsýnda samúð við andlát ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR BJARKAR STEINSDÓTTUR, Fjarðarási 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heima- hlynningar LSH og líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar og Lions- klúbbunum Eir og Víðarri fyrir glæsilegt framlag þeirra við útför hennar. Guð blessi ykkur öll. Haukur Harðarson, Vignir Bragi Hauksson, Þóra Valgerður Jónsdóttir, Andri Már Bergþórsson, Lilja Vignisdóttir, Anna Kolbrún Jensen, Mikael Freyr Friðriksson. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORMÓÐS INGA PÉTURSSONAR, Lautasmára 3, Kópavogi. Jóninna Guðný Steingrímsdóttir, Steingrímur Þormóðsson, Guðbjörg Egilsdóttir, Helga Ingileif Þormóðsdóttir, Ingibergur Sigurðsson, Pétur Þormóðsson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, tengda- sonar, bróður, mágs og svila, SÆMUNDAR K.B. GÍSLASONAR, Sæbólsbraut 51, Kópavogi. Erla Sigvaldadóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Jóhannes Lúther Gíslason, Erla Hafdís Steingrímsdóttir, Elísabet Sigvaldadóttir, Guðlaugur Karlsson, Sigrún Sigvaldadóttir, Kristján G. Jóakimsson, Þorsteinn Sigvaldason, Kristín Þórmundsdóttir, Bogi Sigvaldason, Ingunn Pálsdóttir, Dagbjört Sigvaldadóttir. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför elsku ömmu okkar, tengdamóður, langömmu og langalangömmu, GUÐLAUGAR MARKÚSDÓTTUR, Klapparstíg 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Vífilsstaða fyrir einstaka umönnun og kærleik við hina látnu. Birna Sigþórsdóttir, Bylgja B. Sigþórsdóttir, Sigurður M. Sigþórsson, Sigþór B. Sigurðsson, Kolbrún Ágústsdóttir, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR R. DANELÍUSDÓTTUR, Gullsmára 11, Kópavogi. Danelíus Sigurðsson, Margrét Ellertsdóttir, Alfreð Almarsson, Helga Haraldsdóttir, Halldór Almarsson, Helena Jónasdóttir, Sigfús Almarsson, Sigrún Sigurðardóttir, Pálmi Almarsson, Vilborg Sverrisdóttir, Sveindís Almarsdóttir, Kjartan Snorrason, Vignir Almarsson, Inga Yngvadóttir, Dagbjört Almarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ALFONS GUÐMUNDSSONAR vélstjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3. hæðar á Sólvangi í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun, hlýhug og kærleik við hinn látna. Anna Þorleifsdóttir, Gunnar Jón Alfonsson, Guðmundur Rúnar Alfonsson, Hildur Kristín Hilmarsdóttir, Þorleifur Kristinn Alfonsson, Lovísa Agnes Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og kveðjur í veikindum og við andlát og útför BJÖRGVINS HANNESSONAR, Suðurhlíð 38b, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11 G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir kærleiksríka umönnun og veittan styrk. Guð blessi störf ykkar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Margrét Hallgrímsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.