Morgunblaðið - 25.02.2007, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 25.02.2007, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Þ að er lán í óláni aðdáenda Lucindu Williams að hún hafði litla trú á sönghæfi- leikum sínum þegar hún var að byrja sinn feril. Lánið er að hún lagði nótt við dag til að ná sem mestri færni í lagasmíðum til að bæta það upp sem henni þótti á vanta í söngnum. Ólánið er svo að fyr- ir vikið vinnur hún mjög hægt, gerir gríðarlegar kröfur til sjálfrar sín og samstarfsmanna. Segir sitt að hún hefur aðeins sent frá sér níu breið- skífur á þrjátíu og sjö ára ferli, þar af eina með gömlum blúslummum, fyrstu plötuna, og eina tónleikaskífu. Það sem liggur eftir af lögum hennar er því ekki mikið, en allt í efsta gæða- flokki. Fyrir stuttu kom út breið- skífan West sem er með því besta sem hún hefur gert hingað til. Orð og tónar beint í æð Lucinda Williams fékk orð og tóna beint í æð, faðir hennar þekkt ljóð- skáld, Miller Williams, og móðirin var konsertpíanisti. Hún lést fyrir stuttu og upphafslag West er einmitt samið til hennar, „Are You Allright?“, þar sem hún spyr meðal annars móður sína; Do you have someone to hold you tight / Do you have someone to hang out with / Do you have someone to hug and kiss you. Ekki var bara að faðir Williams kenndi henni að fara með orð, heldur smitaði hann hana af blús- og kántríá- huga sem varð síðan til þess að hún fór að spila á gítar aðeins tólf ára gömul, en hún hafði lært á píanó fram að því. Vendipunkturinn var þegar einn nemandi föður hennar spilaði fyrir hana Highway 61 Revisited eftir Bob Dylan, sem þá var nýkomin út, en Williams segir að á þeirri plötu hafi hún heyrt í fyrsta sinn að hægt væri að flétta saman bandarískri sveita- tónlist og bókmenntalegum texta, ljóðum. Þar sá hún sæng sína upp reidda. Á næstu árum var fjölskyldan meira og minna á ferðinni, enda var faðir Williams nánast farandkennari, fór milli háskóla og kenndi ár og ár í senn. Um tvítugt hóf Lucinda Willi- ams síðan sinn tónlistarferil, framan af með tónlist eftir aðra á dagskránni, aðallega gamla húsganga og blúsa, en smám saman bættust við lög eftir hana sjálfa. Fyrstu plötuna tók hún síðan upp 1978, er hún var tuttugu og fimm ára, fyrir Smithson-safnið. Plat- an hét Ramblin’ og lögin þjóðlög eða gamlir slagarar eftir Robert Johnson, Memphis Minnie, Hank Williams og fleiri. Platan sú var þokkaleg og vísbend- ing um hvert Williams leitaði að inn- blæstri, en þeir Hank Williams og Ro- bert Johnson hafa verið henni kærir alla tíð, heyr til að mynda „Too Cool to be Forgotten“ af Car Wheels on a Gravel Road. Ramblin’ vakti ekki ýkja mikla at- hygli, en Williams var búin að kvitta fyrir innblásturinn og gat nú snúið sér að eigin lagasmíðum og á næstu skífu, Happy Woman Blues, sem kom út 1980, átti hún öll lög. Happy Woman Blues var vel heppnuð plata og gaf fína mynd af listamanni sem var búinn að finna fjölina sína. Henni var þó dauflega tekið, seldist lítið og lítill áhugi fyrir frekari útgáfu – það leið langur tími þar til útgefandi var til í að gefa Luc- indu Williams annað tækifæri. Eins og getið er í upphafi lagði Lucinda Williams hart að sér til að ná tökum á lagasmíðum og skilaði þeim árangri að aðrir listamenn tóku að sperra eyrun. Það tók hana átta ár að koma frá sér næstu skífu, sem hét einfaldlega Lucinda Williams, en að sögn var ein helsta skýring á því hvers vegna verkið tók svo langan tíma að hún stóð í stappi við útgáfur og upptökustjóra sem ekki vildu leyfa henni að ráða ferðinni. Tvö lög af henni urðu þekkt í flutn- ingi annarra; Tom Petty tók ástfóstri við lagið „Changed the Locks“ og Mary Chapin Carpenter tók upp á sína arma annað lag af plötunni, „Pas- sionate Kisses“, með þeim árangri að Williams fékk Grammy-verðlaun fyrir besta kántrílag ársins. Grammy-verðlaunin og Lucinda Williams eru reyndar sérkapítuli út af fyrir sig, sýna einna best hvað menn eiga erfitt með að skipa Lucindu Williams á bás – hún hefur fengið þrenn slík verðlaun, fyrir besta kántrílag, fyrir bestu plötu með nú- tíma þjóðlagamúsík og sem besti kvenkyns rokkflytjandi ársins. Sungið um sjálfsvíg 1992 kom út platan Sweet Old World, afbragðs plata með tveimur átakanlegum lögum sem segja frá sjálfsvígum, titillagið og „Pineola“, gríðarlega áhrifamikið lag. Þriðja lag- ið sem tengja má sjálfsvígsstefinu er svo „Which Will“ eftir Nick Drake af síðustu plötu hans áður en hann svipti sig lífi 1974. Enn leið langur tími í næstu plötu Williams, að þessu sinni sex ár, og eins og oft áður var töfin vegna þess að hún lenti upp á kant við útgáfuna sína. Upptökur tóku drjúgan tíma, platan var víst tekin upp þrisvar að miklu leyti, og þegar hún skilaði henni inn heimtuðu útgáfustjórar að hún bætti meira kántríi á skífuna. Lucinda þráaðist við sem betur fer því platan, Car Wheels on a Gravel Road, skilaði henni Grammy-verðlaunum og mjög auknum vinsældum. Prufusöngurinn notaður Næstu skífur voru lítt síðri. Ess- ence, sem kom út 2001, er mjög vel heppnuð og enn betri er World Without Tears sem kom út 2003, til- raunakennd plata, meira að segja með einskonar rappi og hér og þar heyrðist í elektróník. Tónleikaskífan Live @ the Fillmore kom svo út 2005 og West nú um daginn. Ekki vantaði lögin þegar kom að því að taka upp West og að sögn var Wiliams búin að semja 27 lög, sem hún valdi síðan úr 13 lög. Hún fékk upptökustjórann magnaða Hal Will- ner til að vinna skífuna með sér og hans fyrsta ákvörðun var að nota söng Williams frá prufuupptökunum, þ.e. að láta hana ekki syngja lögin aft- ur í hjóðverinu. Það var heillaráð því fyrir vikið er platan hlýlegri og per- sónulegri en ella. Frábær plata sem kemur fast á hæla Car Wheels on a Gravel Road að gæðum. Þótt hún sé hægvirk eru fáir eins naskir við lagasmíðar og Lucinda Williams. Þess sér ríkulega stað á nýrri breiðskífu hennar. Vandvirk Lucinda Williams fer jafnan eigin leiðir. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Orð og tónar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.