Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Á dómsdegi er nær ómögulegt að finna stæði í miðbænum. Og í huga sumra er þetta fimmtudagskvöld dómsdegi líkast. Þetta er nefnilega hinsta kvöldið sem má reykja á öld- urhúsum. Á Ölstofunni er fullt út úr dyrum og það reykir annar hver kjaftur. Eins og það sé síðasti smókurinn og aftökusveitin bíði fyrir utan. Hinn helmingurinn er mættur til þess að fylgjast með aftökunni. – Þetta er vígið; hér eru uppreisn- arseggirnir, segir reykingamaður og mundar vindilinn. Yfir vígvöllinn lið- ast reykurinn og súr lyktin. And- rúmsloftið slíkt að pólitískt þenkj- andi blaðamaður líkir ástandinu við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. En maður sem hefur verið á ein- um af vígvöllum nútímans lætur sér fátt um finnast, glaðværðin sé slík, og segist undrast hversu fólk láti sér reykingabannið í léttu rúmi liggja. Engu að síður hrekst hann út af Öl- stofunni og kvartar undan því að ekki sé líft þar fyrir reyk. Fyrir utan stendur stúlka með sígarettu, hlær að svælunni inni og kallar til blaða- manns: – Ógeðslegt. Það eru ókeypis sígarettur og vindlar í mjólkurglösum á barnum. Loftið er mettað, raunar þannig að ekki sést yfir barinn fyrir reyk, og það er stemning í samræðunum. Þannig er það þegar breytingar eru í nánd. Á svona kvöldum verður fólk náið og klappar hvað öðru kump- ánlega á bakið. Það er eins og það vilji segja: „Við höfum átt góðar stundir saman.“ Ýmis orð falla um reykingabannið, „fasismi“ er algengast, „fantaskap- ur“ kemur fyrir, og einnig eru brúk- uð siðfágaðri orð eins og „for- sjárhyggja“ og „félagsverkfræði“. Það eru aðeins þaulvanir menn úr pólitík sem tala þannig. Og sumir verða örlátir á það sem er ókeypis. Einn bankar í öxl blaða- manns og spyr: – Vindil? Blaðamaður svarar afsakandi: – Nei, ég vil ekki byrja núna. Það væri frekar dapurt. Það heyrist kallað af næsta borði: – Svikari! Annar blaðamaður, sem er í svört- um fötum eins og hæfir tilefninu, rifjar upp stemninguna af snóker- stofunum. – Þar héngu ljós yfir grænum fleti og reykjarmökkurinn sást vel. Í því fólst sjarminn. Spítalaloftið átti ein- faldlega ekki við. Eftir að reykingar voru bannaðar spurði ég einn af fastagestunum hvort hann ætlaði að spila áfram. „Nei, hætta,“ svaraði hann. Þannig er mörgum farið á Ölstof- unni þetta kvöld. Þeir ætla að hætta að reykja. Þar á meðal er Tinna, sem reykir „long“ af því að pabbi hennar keypti ranga tegund í fríhöfninni. Þetta er síðasti reykingadagurinn hennar. Nú vantar hana karton, – af nikótíntyggjói. Glaðbeitt stúlka heldur því raunar fram að eftirspurn muni aukast eftir vændi vegna þess að mikilvægar ból- beitur hverfi úr tungumálinu. – Ég nældi í manninn minn með því að spyrja: „Áttu eld?“ Svo veltir hún vöngum og fitjar upp á nýrri bólbeitu sigri hrósandi: – Áttu nyggjó? spyr hún og bætir við: – Endilega komdu því orði á fram- færi: Nyggjó! Bardömurnar staupa sig með við- skiptavinum. Þetta er bara þannig kvöld. Heimsendastemning verður ekki háskalegri en þetta á Íslandi. Í örtröðinni við barinn reynir fólk að vekja athygli á sér. Kannski verður það svona þyrst af því að svelgja all- an þennan reyk. Bjartmar er einn þeirra sem reyna að fanga athygli bardömunnar með spennuna í hárinu; hann hallar sér yfir borðið og mælir valdsmannslega: – Heyrðu vina mín, ég er frá Heil- brigðiseftirlitinu og vil ræða við þig. Einn barþjónninn hellir bjór af krana og straujar greiðslukort með sígarettu á milli fingranna. Hann tekur undir að það verði heilnæmara loft á staðnum eftir að bannið taki gildi, en er engu að síður ósáttur. – Það þýðir ekkert að ráðskast með fullorðið fólk. Ég myndi hins vegar aldrei reykja heima hjá mér innan um börnin. Kvikmyndaleikstjóri með trefil og í rúllukragapeysu trúir því ekki að dómsdagur sé runninn upp. Hann boðar borgaralega óhlýðni. – Við eigum eftir að reykja okkur til dauða á þessum stað. Ég á eftir að standa hérna 76 ára með sígarettu í trantinum. Einn af fjölmörgum rithöfundum á staðnum er ómyrkur í máli. Þetta er hans dómsdagur. – Maður missir karakterinn. Hann fær sér smók. – Ég er búinn að byggja upp þessa týpu, einræna listamanninn sem vorkennir sjálfum sér, og kann ekk- ert annað hlutverk við að reyna við konur. Enn fær hann sér smók. – Nú er ekkert annað til ráða en að gerast skírlífur. Og ómeðvitað er hann búinn að uppgötva nýju týpuna sem á eftir að falla í kramið. Svo er Ölstofunni lokað. Bara sís- vona. Blaðamaður bjóst hálft í hvoru við að öskunni yrði safnað í ker og haldin útför reykingamannsins. En það var engin útför og engin aftaka; reykingamaðurinn gufaði bara upp, þegjandi og hljóðalaust, liðaðist út í nóttina eins og sígarettureykur. Ölstofan Myndatökur eru ekki leyfðar á Ölstofunni. En svona dró Andrés I. Andrésson upp mynd af stemmningunni á fimmtudagskvöld. » Yfir vígvöllinn liðastreykurinn og súr lyktin. Andrúmsloftið slíkt að pólitískt þenkj- andi blaðamaður líkir ástandinu við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. MANNLÍF» Þetta er vígið; hér eru uppreisnarseggirnir Frá útförinni sem aldrei fór fram Lánið Leikur við þig Ef þú tekur nýtt bílalán hjá Avant í júní færðu 10.000 kr. Innkort frá N1. Innkortið getur þú notað til að kaupa vörur eða þjónustu á öllum afgreiðslustöðum N1, til dæmis eitthvað fyrir bílinn eða grillið. TakTu Lánið hjá avanT og njóTTu sumarsins! E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 9 5 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.