Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 24
H
estar eru í brennidepli á sýningu
Einars Hákonarsonar í Listhúsi
Ófeigs á Skólavörðustíg. List-
málarinn er ekki hestamaður
sjálfur en kveðst alla tíð hafa
dáðst að þessari fallegu skepnu úr fjarlægð.
„Ég er mikill aðdáandi lífsins í náttúrunni og
hef alltaf verið veikur fyrir hestinum, ekki síst
kraftinum í honum. Það eru falleg form í hest-
inum og hann er tákn fyrir svo margt. Ég hef
voða gaman af því að manneskjugera hann,
þ.e. stúdera hann út frá manneskjunni. Hestar
geta verið hvumpnir, fúlir og glaðir, alveg eins
og við mennirnir. Dýrkun á hestinum var áber-
andi í fyrri tíma ljóðum, nú dýrka menn bara
jeppa,“ segir Einar og hristir höfuðið.
Fígúran er sem fyrr miðlæg í verkum Ein-
ars og á sýningunni nú gætir líka sterkra
áhrifa frá New York, en Einar var þar á ferð í
kringum þakkargjörðarhátíðina á síðasta ári,
t.d. í þríleiknum „Á hátíðisdegi“. Hér er mikið
um að vera,“ segi ég. „Já,“ botnar Einar, „og
þó ekki.“ Ætli þessi orðaskipti nái ekki ágæt-
lega utan um stemmninguna í verkunum. Eða
eins og listamaðurinn segir sjálfur: „Ég hef oft
og tíðum málað sálarflækjulegar myndir.“
Gott fólk og rómað landslag
Fyrir tveimur mánuðum venti Einar kvæði
sínu í kross, sagði skilið við höfuðborgina og
settist að á Hólmavík. „Ég tengist Strönd-
unum en konan mín er fædd og uppalin á
Hólmavík. Þessi landshluti hefur alltaf heillað
mig og nú ákváðum við að láta slag standa og
flytja norður.“
Hann kveðst kunna afskaplega vel við sig á
Hólmavík. Þar búi gott fólk sem hafi tekið hon-
um opnum örmum. Þá er landslagið rómað á
Ströndum. „Umhverfið skiptir miklu máli – að
okkur líði vel í því. Þarna er mjög notalegt að
vera, ekkert sem truflar. Kannski er það bara
aldurinn sem gerir það?“ segir Einar og hlær.
Hann tekur fram að hann hafi að vísu aldrei
notað landslag nema sem áhrifavald í sínum
myndum. Á því verður engin breyting. „En
þetta er mjög gefandi umhverfi.“
Og ekki spillir veðrið fyrir. „Veðurfarið er
öðruvísi þarna en hér fyrir sunnan. Það eru
meiri stillur og betur hægt að stóla á veðrið,
eins langt og það nær á Íslandi. Auðvitað getur
komið brjálað vetrarveður, það hef ég fengið
að reyna, en vorið er fínt og menn segja að
haustið sé ennþá betra.“
Hólmavík er í þriggja og hálfs klukkutíma
akstursfjarlægð frá Reykjavík – á löglegum
hraða – og Einar segir vegalengdir afstæðar.
„Ég man þegar ég flutti í Hafnarfjörðinn á sín-
um tíma, þá fannst mörgum það langt. Mér
finnst ekki langt til Hólmavíkur og svo mun
leiðin styttast þegar nýi vegurinn yfir Arn-
kötludal verður tekinn í gagnið.“
Einar segir raunar ekki alfarið skilið við
Reykjavík en hann mun áfram vera með
vinnustofu hér syðra, þar sem hann hyggst
mála annað veifið. Hann kveðst líka vera með
prýðilega aðstöðu til þess arna á heimili sínu á
Hólmavík. „Ætli ég komi ekki til með að mála
stærri myndir í Reykjavík en smærri myndir
fyrir norðan.“
Gleymum niðurlægingunni
Hinar eiginlegu Galdra-Strandir eru aðeins
norðar en Hólmavík en Einar er eigi að síður
þegar orðinn forfallinn áhugamaður um þá
fornu iðju. „Ætli ræturnar séu ekki hjá Svani á
Svanshóli í Bjarnarfirði, sem hermt er af í
Njálu, annars er Vestfjarðakjálkinn allur mjög
dramatískt svæði. Galdrasafnið á Hólmavík
stendur svo sannarlega undir væntingum og á
eftir að laða ófáa ferðamenn norður á komandi
árum og ekki síður sautjándualdar bærinn í
Bjarnarfirði, Bær kuklarans. Það er mögnuð
upplifun að koma þar inn fyrir dyrnar.“
Einar rifjar upp að þegar hann hafði umsjón
með stórri sögusýningu á Kjarvalsstöðum í til-
efni af landafundarafmælinu 1974 þá hafi hann
lagt til að reistur yrði sautjándualdarbær af
þessu tagi á miðju Miklatúni. „Því miður fékk
sú hugmynd ekki hljómgrunn. Við Íslendingar
erum gjarnir á að hampa því sem er glæsilegt í
sögu okkar en gleymum oft niðurlægingunni.
Hvernig fólk fór að því að lifa af við þessi skil-
yrði fyrr á öldum er ofvaxið mínum skilningi.“
Einar hefur enn ekki kynnst galdramönnum
á Ströndum en er staðráðinn í að leita þá uppi.
„Vonandi geta þeir kennt mér eitthvað. Hver
veit nema ég fari að mála göldróttar myndir.
Menn skulu bara vara sig!“
Í engin hús að venda
Einar var sem fyrr segir á ferð í New York í
vetur og segir að mikil vending sé í gangi þar
um slóðir – málverkið sé í sókn. „Sú þróun
gengur hægar hér heima en við listmálararnir
höfum um árabil verið afgangsstærð í íslenskri
myndlist. Eigum í engin hús að venda. Þetta er
bjartur og ágætur salur hérna hjá honum
Ófeigi en heldur þú að ég vildi ekki frekar sýna
í stærra rými? Við höfum herjað á borgaryf-
irvöld árum saman en tölum fyrir daufum eyr-
um. Borgarstjóri vill ekkert gera og formaður
menningarmálanefndar ekki heldur. Þeir hafa
farið þá leið að velja einvald, forstöðumann
Listasafns Reykjavíkur, sem ræður hvað er
sýnt og hvað ekki. Hann er hallur undir kons-
eptlist og fyrir vikið erum við listmálararnir
úti í kuldanum. Það er sorglegt því að mínu
mati á fólkið í landinu rétt á því að fylgjast með
því sem við erum að gera.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Einar vekur
máls á þessu en hann segir að listmálarar hafi
ekki í annan tíma verið verr settir en í dag.
„Við höfum bent á lýðræðislegri aðferðir við
val á sýningum í sölum borgarinnar en ekki
haft erindi sem erfiði. Ég get nefnt gott dæmi
um þennan vanda. Sigurður Þórir, málsmet-
andi listmálari, hefur verið að mála myndir við
„Tímann og vatnið“ í tilefni af hundrað ára
fæðingarafmæli Steins Steinars á næsta ári en
fær hvergi inni með þá sýningu. Þetta er vita-
skuld til skammar og ég skil satt best að segja
ekki lengur hvernig menn hugsa lýðræðið.“
Einar segir að gera þurfi eitthvað róttækt til
að hreyfa við mönnum – jafnvel grípa til ör-
þrifaráða. „Fyrir nokkrum misserum tók hóp-
ur danskra málara Charlottenborg herfangi.
Kannski þurfum við að grípa til samskonar að-
gerða, leggja Kjarvalsstaði undir okkur,“ segir
hann hlæjandi.
Hver er munurinn á Ragnari
Axelssyni og Roni Horn?
Einar segir litla endurnýjun í faginu sem
komi svo sem ekki á óvart í ljósi þess að mál-
verkið sé hornreka í Listaháskóla Íslands. „Ég
veit um margt ungt fólk sem langar til að mála
en þorir það ekki vegna þess að málverkið er
ekki í tísku. Þarna er ábyrgð kennaranna mik-
il. Ég hef ekkert á móti konseptinu sem slíku
en það er liststefna sem gengur yfir. Það er því
furðuleg ráðstöfun að leggja áherslu á það á
kostnað málverksins. Málverkið er grunnur
sem aldrei hverfur, ekki frekar en bókin.“
Það er siður þjóða að spegla sig í menning-
ararfinum og Einar segir frumherjana í ís-
lenskri málaralist hafa haft mikil áhrif við
sköpun sjálfsmyndar þessarar þjóðar. „Ég sé
ekki betur en það sé meginmarkmið menning-
arelítunnar í dag að spegla ímynd þjóðarinnar
í fólki sem er heimsfrægt, eða við höldum að sé
heimsfrægt. Nefni ég þar þessa uppgjafar-
konseptkerlingu frá Ameríku, Roni Horn.
Hver er listræni munurinn á henni og Ragnari
Axelssyni ljósmyndara? Í mínum huga er hann
hiklaust Ragnari í vil. Ragnar hefur hins vegar
ekki sest niður og skrifað eitthvað bull um það
hvað þú átt að sjá út úr myndunum hans, eins
og Roni Horn, og þess vegna þykir hann ekki
eins merkilegur. Í þessu kristallast vandi list-
arinnar í dag. Okkur er sagt hvað við eigum að
hugsa.“
orri@mbl.is
Nú dýrka menn bara jeppa
Morgunblaðið/Kristinn
Göldróttur? Einar Hákonarson listmálari er fluttur til Hólmavíkur. Hann hefur enn ekki kynnst galdramönnum á Ströndum en er staðráðinn í
að leita þá uppi. „Vonandi geta þeir kennt mér eitthvað. Hver veit nema ég fari að mála göldróttar myndir. Menn skulu bara vara sig!“
Eldhuginn Einar Hákonarson
hefur söðlað um og er sestur að á
Ströndum, þar sem hann hyggst
mála sem aldrei fyrr undir áhrif-
um frá göldrum og ægifagurri
náttúru. Orri Páll Ormarsson
hitti Einar að máli í Listhúsi
Ófeigs en þar sýnir hann glæný
málverk þessa dagana.
»Ég hef ekkert á móti kons-
eptinu sem slíku en það er
liststefna sem gengur yfir. Það
er því furðuleg ráðstöfun að
leggja áherslu á það á kostnað
málverksins. Málverkið er
grunnur sem aldrei hverfur,
ekki frekar en bókin.
daglegtlíf
Katrín Stella Briem fæddist í
London og fór víða áður en hún
kom heim og giftist Guðmundi í
Melabúðinni. » 30
lífshlaup
Kristján Pétursson, einn far-
sælasti skipstjóri íslenska fiski-
skipaflotans, hefur ákveðnar
skoðanir á sjávarútvegi. » 36
á sjó
Leifur Eiríksson á 100 ára af-
mæli í dag og af því tilefni var
gefin út bók með ljóðum hans
um lífið á Hrafnistu. » 40
ljóðskáld
Við Efstasund er gamalt hús að
skipta um ham og færast til
fyrra horfs þegar það stóð í Að-
alstræti 6. » 42
borg í deiglu
Vegna anna hefur nýi heilbrigð-
isráðherrann ekki getað heilsað
upp á alla starfsmennina í ráðu-
neytinu. » 26
stjórnmál