Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 26
stjórnmál 26 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ etta eru annasamir dag- ar í lífi heilbrigðis- ráðherra og hann kvart- ar undan því að hafa enn ekki getað heilsað upp á alla starfsmennina í ráðuneyt- inu. Sumarþingið stendur yfir, hald- inn er ríkisstjórnarfundur um morguninn og stjórnarfundur hjá Orkuveitu Reykjavíkur upp úr há- degi, en þar hættir hann sem stjórnarformaður á aðalfundi um miðjan mánuðinn. Hvað vill svo þessi blaðamaður upp á dekk? Guðlaugur Þór Þórðarson sest í bláan sófann á skrifstofu sinni og horfir rannsakandi á farsímann áð- ur en hann leggur hann frá sér. Getur verið að hann sé ekki að hringja? Eins og búast má við ber hann nýmyndaðri ríkisstjórn vel söguna. „Þetta er góður hópur fólks með reynslu víðsvegar að. Auðvitað þekki ég best til sjálfstæðismann- anna, þó að ég hafi starfað með öll- um ráðherrum Samfylkingarinnar á einhverjum tímapunkti. Það er mik- ill vilji til að gera vel og eindrægni í hópnum.“ – Þó var hörð barátta á milli þín og Björns Bjarnasonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á síðastliðnu hausti. Eru engin eftirmál af því? „Nei, Björn hefur sjálfur lýst því yfir í viðtölum. Hann hefur fengið þessar spurningar en ekki ég. Við höfum alltaf átt ágætis samstarf og það verður engin breyting þar á.“ Stórt og viðamikið verkefni – Það hefur hingað til ekki verið beinlínis til vinsælda fallið að taka við heilbrigðisráðuneytinu. Er þetta ekki hálfgerður bjarnargreiði? „Það er svolítið sérstakt ef það er orðinn bjarnargreiði að gefa fólki tækifæri á að spreyta sig í embætti ráðherra. Auðvitað eru mörg verk- efni erfið og krefjandi í stjórn- málum. Og ég er mér meðvitandi um að heilbrigðisráðuneytið er eitt þeirra. Að sama skapi býður það upp á mörg skemmtileg tækifæri. Ef maður hefur áhuga á því að taka þátt í stjórnmálum þá vill maður axla ábyrgð og láta að sér kveða. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið slíkt tækifæri, þó að ég viti vel að verkefnið er stórt og viðamikið og það mun áreiðanlega næða um mann á einhverjum tímapunkti. Ef stjórnmálamaður er ekki búinn und- ir það á hann að finna sér annað starf.“ – Langt er síðan Sjálfstæðisflokk- urinn fór með þennan málaflokk. Hvaða verkefni er brýnast að þínum dómi? „Þessi málaflokkur er þess eðlis að það verða alltaf brýn úrlausn- arefni og í því felst að ekki á neinum tímapunkti geta menn sagt að verk- inu sé lokið. Ég tel brýnt að halda utan um það sem vel er gert, sem er fjölmargt. Íslensk þjóð er svo lán- söm að eiga heilbrigðiskerfi sem er traust. Það vita allir sem lent hafa í skakkaföllum eða eiga aðstand- endur sem hafa lent í slíku. Það er lífsreynsla að fylgjast með þessu hæfa starfsfólki leggja sig fram um að láta fólki líða vel og fá bót meina sinna. Ekki er þar með sagt að við eigum ekki að reyna að sækja enn frekar fram og stjórnarsáttmálinn er mjög metnaðarfullur hvað þetta varðar. Þar er skýrt tekið fram að við viljum reka heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða.“ – Er það ekki bara innantómt tal? „Alls ekki,“ segir Guðlaugur Þór með áherslu. „Það skiptir máli að við setjum okkur tölusett markmið og séum með allar staðreyndir á hreinu hvað þennan málaflokk varð- ar. Ef til vill hefði umræðan þróast öðruvísi ef upplýsingar hefðu verið aðgengilegri. Ég tel mikilvægt að svo verði.“ Þunglyndi vaxandi vandamál – Þú varðir drjúgum tíma í að ræða forvarnir í fyrstu þingræðu þinni sem heilbrigðisráðherra. Það virðist vera þitt hjartans mál? „Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann þegar hugsað er um heilbrigð- isþjónustuna er að það er hlutverk okkar allra að takast á við verkefnin þegar eitthvað bjátar á. Markmið okkar hlýtur að vera sem mest hreysti og heilbrigði þjóðarinnar og jafnframt að búa þannig um hnút- ana að við þurfum sem minnst á heilbrigðiskerfinu að halda. Þjóð- félagsgerðin hefur breyst gríðar- lega á undanförnum áratugum; verkefnin eru allt önnur en þau voru í mínu ungdæmi, að ég tali nú ekki um foreldra minna. Þegar talað er um líkamlega og andlega sjúk- dóma, þá er hreyfingarleysi og of- fita ungmenna mikið áhyggjuefni og einnig streita og kvíði sem fylgir þessum mikla hraða sem er í sam- félaginu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur upplýst að annar mesti valdur að fjarvistum úr vinnu meðal 15 til 44 ára einstaklinga er þunglyndi og útlit er fyrir að þær eigi eftir að aukast enn frekar á næstu árum. Þetta kemur inn á þann þátt sem í daglegu tali er nefndur forvarnir, – að undirbúa fólk þannig að það lendi ekki í ógöngum. Það er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til í for- vörnum á sviði fíkniefna, drykkju ungmenna og reykingum. Sú vinna hefur skilað mælanlegum árangri, m.a. vegna þess að allir hafa lagst á eitt, heilbrigðiskerfið, rannsóknar- aðilar, skólar og fjölskyldur. Þetta þarf ekki að vera flókið. Foreldrar þurfa að verja tíma með börnum sínum og við þurfum að skapa þeim aðstöðu til að iðka heilbrigðar tómstundir, þá sér- staklega íþróttir, og að skóla- og jafningjaumhverfið sé gott. Þessar aðferðir er hægt að yfirfæra á fleiri svið og það eigum við að gera. Það kallar á samstarf aðila, ekki aðeins ríkis og sveitarfélaga heldur einnig fyrirtækja og þriðja geirans, þ.e. frjálsra félagasamtaka, sem stendur framarlega á Íslandi, og auðvitað fjölskyldunnar og einstaklinganna. En umfram allt berum við ábyrgð á okkar eigin börnum; það er mesta ábyrgð sem einstaklingur axlar.“ – Heildarútgjöld Landspítala – háskólasjúkrahúss voru 4,5% um- fram tekjur fyrstu þrjá mánuði árs- ins, m.a. vegna meiri lyfjakostnaðar og aukinnar yfirvinnu út af mann- eklu. Heilbrigðiskerfið virðist ekki standa undir útgjöldum. Hvernig ætlarðu að bregðast við því? „Það liggur fyrir að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu mun aukast. Þeir sem eru 65 ára og eldri eru fjórum sinnum dýrari hvað varðar heilbrigðisþjónustu en yngri einstaklingar á vinnualdri. Þjóðin er að eldast og það liggur fyrir í mín- um huga, eins og fram kemur í stjórnarsáttmálanum, að það þarf að huga að fleiri leiðum í rekstri heilbrigðisþjónustu, svo sem fjöl- breyttari rekstrarformum og að fjármunir fylgi sjúklingum, en fyrir því mun ég beita mér. Ég held að það skipti máli að hugsað sé til langs tíma, ekki aðeins ára eða kjör- tímabils heldur áratuga. Menn eiga ekki að rjúka upp til handa og fóta þegar eitthvað kemur upp. Það hefur gefist vel að fela þriðja geiranum og einstaklingum ýmis verk. Ég held að enginn hafi áhuga á því að hið opinbera taki þau verk- efni yfir, svo sem rekstur sjúkra- stofnana SÁÁ eða rekstur Rauða krossins á sjúkrabílum. Og menn vilja áreiðanlega ekki stíga skref aftur á við hvað varðar fjölbreytta þjónustu einstaklinga, sem hefur virkað hvetjandi fyrir þá sem þjón- ustuna veita og sömuleiðis þá sem njóta hennar. Það sama á við þegar kemur að málaflokki eins og heilbrigðis- málum, þó að það hafi augljósa sér- stöðu. Hér er ekki um það að ræða að hlaupa til og umbylta öllu, heldur þarf að taka þann tíma sem þarf í stefnumótun og vinna að því hægt en örugglega. Og vonandi næst um það sem mest sátt.“ Fyrirhöfn að hlusta – Hvað hefur einkaframtakið fram að færa umfram ríkisrekst- urinn á sviði heilbrigðisþjónustu? „Menn eru sammála um hver á að bera lungann úr kostnaðinum, þ.e. ríkið og opinberir aðilar. En það skiptir máli að skilja á milli kaup- enda og seljenda þjónustunnar. Að mínum dómi er ekkert að því að skapa samkeppni á milli aðila og auðvelt er að taka dæmi um það úr menntakerfinu. Háskólaumhverfið hefur breyst mikið og það er gott fyrir nemendur að geta valið úr fleiri háskólum en áður og einnig fyrir kennara, – það virkar hvetjandi fyrir þá og veitir þeim fleiri tækifæri. Menn eru sam- mála um að markmið heilbrigðis- þjónustu sé að nýtast þeim sem hef- ur þörf fyrir hana, einnig um að verja miklum fjármunum til hennar og að við þurfum að fá sem mest fyrir þá fjármuni. Það er bara skyn- semi að nýta þær leiðir sem hafa reynst vel á öðrum sviðum.“ – Vinstri grænir eru þegar farnir að gagnrýna áform ríkisstjórnar- innar í þessum efnum. Verður þetta helsta átakamálið á yfirstandandi kjörtímabili? „Ég hef reynt að haga mínum störfum þannig að sem mest sátt náist um þau mál sem ég vinn að. En ég veit að það verða ekki alltaf allir sammála. Ég tel það skipta máli að hlusta á sjónarmið og við- horf annarra þegar ákvarðanir eru teknar, enda er því ekki þannig far- ið að það sé allt slæmt sem frá stjórnarandstöðunni kemur. Ég átta mig á því að það kostar aukinn tíma og fyrirhöfn að hlusta. En ég get ekki gert meira en það. Það liggur fyrir ákveðið upplegg hjá þessari ríkisstjórn. Ég mun sem ráðherra reyna að beita mér fyrir sátt, en ef það tækist í öllum málum væri ég fyrsti ráðherrann í Íslandssögunni sem ekki hefði tekið umdeilda Vali fylgir vald Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heilbrigðisráðherrann Guðlaugur Þór segir þjóðina að eldast og að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu muni aukast. Það er í mörg horn að líta hjá Guðlaugi Þór Þórð- arsyni, sem er fyrsti heil- brigðisráðherra Sjálf- stæðisflokksins í tvo áratugi. Pétur Blöndal talaði við hann um bið- lista, fjölbreyttari rekstr- arform, hátæknisjúkra- hús og önnur brýn úrlausnarefni. » „Það skiptir máli að við setjum okkur tölusett markmið og séum með allar stað- reyndir á hreinu hvað þennan málaflokk varðar. Ef til vill hefði umræðan þróast öðruvísi ef upplýsingar hefðu verið aðgengi- legri. Ég tel mikilvægt að svo verði.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.