Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 27 ákvörðun, – og ég á ekki von á að verða sá aðili.“ – Hvaða verkefni sérðu fyrir þér að ráðast fyrst í? „Það er margt sem ég sé strax,“ segir Guðlaugur Þór einlægur, brosir og hristir höfuðið til merkis um að blaðamaður fær ekkert upp úr honum í þessum efnum. „Það er oft freistandi að hlaupa til þegar maður hefur fengið tækifærin upp í hendurnar, en ég held að það skipti mjög miklu máli að líta á málin heildstætt og vanda vel til verka þegar kemur að stefnumótuninni og framkvæmdinni. Ég ætla mér að taka næstu mánuði í þá vinnu. En það er ekki þannig að ég ætli ekki að taka á neinum málum, því fer víðs fjarri, en það þarf að vanda til undirbúnings þegar á heildina er lit- ið og það er næsta verkefni.“ – Hverfa biðlistarnir á kjör- tímabilinu? „Það hlýtur að vera markmið að minnka biðtíma og á þessum fyrstu dögum mínum hef ég nú þegar lagt á það áherslu að það verði gert. Hafin er vinna að því að afla upplýs- inga um slíka lista, þannig að við höfum þær fyrir framan okkur, og þar sem biðtími er langur þarf að taka á því. En auðvitað eru biðlistar margskonar og sumir voru ekki til fyrir nokkrum mánuðum þar sem þekkingin og þjónustan voru ekki fyrir hendi. Það er auðvitað jákvætt að tækninni fleygi fram og augljóst dæmi um það eru augnaðgerðir. Það er alltaf að myndast ný eft- irspurn eftir þjónustu og það á að miða að því að mæta þeirri eft- irspurn. Það þýðir að biðtími verði sem allra skemmstur, einkum fyrir þá einstaklinga sem eru í brýnni þörf.“ Guðlaugur Þór staldrar við. „Það væri óábyrgt af mér að lofa því að laga alla hluti alls staðar,“ segir hann og brosir. „En mark- miðið er að hér sé heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og ég tel að við getum náð því.“ Fjölbreytnin skiptir máli – Þú talar um val og samkeppni. Er hátæknisjúkrahús ríkisbákn sem á eftir að hamla samkeppni og ætti áherslan kannski frekar að vera á fjölbreyttari úrræði og nærþjón- ustu? „Þessir hlutir hljóta allir að vera til skoðunar. Ég held til dæmis að það sé mikilvægt að ríki og sveit- arfélög vinni saman þegar kemur að hlutum eins og heimaþjónustu. Og það er mikilvægt að eldra fólk geti verið sem lengst á sínum heimilum. Við eigum hér fleiri en eitt sjúkra- hús og góðar stofnanir sem skila góðu starfi og það segir sig sjálft að það verður að skoða málið í því sam- hengi. En ég tel að það sé líka markmið að til séu sjálfstæðar stofnanir sem hafi sveigjanleika til að stíga fram og þróa starfsemi sína. Ekki er sjálfgefið að það sé hlutverk stjórnmálamanna að ákveða nákvæmlega hversu stór eða lítil stofnun á að vera eða hvert er hennar hlutverk.“ – Hver er þá þín afstaða til bygg- ingar nýs hátæknisjúkrahúss? „Þegar heilbrigðisþjónustan er annars vegar er auðvitað allt til skoðunar. Það er mjög mikilvægt að hafa hér góða aðstöðu fyrir sjúk- linga og starfsmenn og það er liður í góðri þjónustu, en eins og ég nefndi skiptir sömuleiðis máli að það sé ákveðið val í kerfinu bæði fyrir kaupanda þjónustunnar, sem er hið opinbera, og fyrir sjúklinga. Valinu fylgir vald og það er kannski eitt af því helsta sem við getum gert fyrir fólkið í landinu að sjá til þess að slíkt vald sé til staðar. Ég er ekki tilbúinn að ræða áætlanir um há- tæknisjúkrahús í neinum smáat- riðum á þessum tímapunkti. Það er nokkuð sem farið verður yfir á næstu mánuðum ásamt ýmsu öðru.“ – Í stjórnarsáttmálanum er lagt upp með að fjölga hjúkrunarrým- um; þarf ekki líka að manna þessar stofnanir? „Það segir sig sjálft. Það er til lít- ils að vera með hús sem standa tóm af því að ekki fást starfsmenn til að vinna í þeim. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem þarf að huga að um leið og ráðist er í slíka uppbygg- ingu. Ég held að fjölbreytnin skipti máli í þessu samhengi. Það er tvennt sem ríkisstjórnin leggur áherslu á, þeir sem eldri eru og börnin, og þær áherslur eru mér að skapi. Svo við tökum eldri borgara, þá eru þeir jafn ólíkir og við sem er- um um fertugt. Við eigum ekki að láta okkur detta í hug að hægt sé að setja þá í einn kassa. Besta leiðin til að nálgast þá felst í fjölbreytni, – að leyfa sem flestum að njóta sín í því að veita þjónustu og koma upp með ný þjónustuúrræði.“ – En ef farin er sú leið að veita klæðskerasniðnar lausnir en ekki 2O2OF r a m t í ð a r s ý n R A N N S Ó K N A R Þ IN G 2 0 0 7 Hvatningarverðlaun í 20 ár – Framtíðarsýn 2020 RANNÍS boðar til Rannsóknarþings 2007 í samstarfi við ráðuneyti mennta- mála og iðnaðar miðvikudaginn 6. júní kl. 8:30-11:30 á Grand Hótel Reykjavík. Flutt verða erindi undir yfirskriftinni Hvatningarverðlaun í 20 ár – Framtíðarsýn 2020 og forsætisráðherra afhendir hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Dagskrá 8:30 Þingsetning Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra 8:40 Kynning á framsýniverkefni Vísinda- og tækniráðs Hallgrímur Jónasson, formaður tækninefndar Framtíðarsýn verðlaunahafa hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs: 8:50 Náttúruauðlindir, umhverfi og sjálfbær nýting Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, og Gunnar Stefánsson, Háskóla Íslands 9:10 Heilsa, heilbrigði og hollusta Eiríkur Steingrímsson og Ingibjörg Harðardóttir, Háskóla Íslands 9:30 Styrkur smáþjóðar - menningar-, samfélags- og efnahagslegir innviðir Svanhildur Óskarsdóttir, Orri Vésteinsson og Valur Ingimundarson, Háskóla Íslands 9:50 Kaffihlé 10:05 Viðskipti, fjármögnun og nýsköpun Hilmar Janusson, Össuri og Hörður Arnarson, Marel 10:25 Pallborðsumræður Umræðustjóri: Elín Hirst fréttastjóri Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2007 11:00 Tónlist Tatu Kantomaa, harmonikka, og Guðni Franzson, klarinett 11:15 Afhending hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Jakob K. Kristjánsson, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir niðurstöðu dómnefndar Geir H. Haarde, formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir verðlaunin 11:30 Þingslit Þingforseti er Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar. Óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt á netfangið rannis@rannis.is eða í síma 515 5800. Forsætisráðuneytið Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.