Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 31
koma betra skikki á. Hún stendur upp og Beretta verður vongóð á svip, en leggst þó aftur niður róleg þegar Katrín kem- ur strax aftur með úrklippur til að sýna mér. Greinilega hefur þótt í meira lagi fréttnæmt að hinn 31 árs Breti gengi að eiga hina 29 ára íslensku konu – af þeim eru fjöldi mynda og þar sést að ekki er ofsögum sagt af glæsileika Stellu. Í blaðagreinunum kom fram að Stella var frá Viðey. Hún fæddist þar, dóttir óðalsbóndans Eggerts Briem og konu hans Katrínar Thor- steinsson frá Bíldudal. Stella var elst sjö systkina. Ævintýralegt ferðalag Cottonhjónin nýbökuðu settust að í London, þar sem afi brúðgumans hafði verið borgarstjóri á sínum tíma. Ég hvái við þessar upplýsingar. „Já, Charles Dickens skrifaði meira að segja árið 1870 lofsamlega grein um langafa sem hét raunar William J.R. Cotton,“ segir Katrín. Hægt er að rekja Cottonsættina allt til miðrar 16. aldar og jafnan taldist ættin til æðri stéttar og gjarnan voru karlmennirnir í þjónustu krún- unnar. Langafinn var t.d. þingmað- ur í lávarðadeildinni. Ég fæ að sjá mynd af langafanum og verð ekki fyrir vonbrigðum, hann er mjög virðulegur á myndunum sem Katrín sýnir mér. En aftur að Katrínu sjálfri og for- eldrum hennar. „Ég fæddist í heimahúsi í London og það voru send út allskonar kort eins og tíðkaðist þá til að tilkynna komu mína í þennan heim, svo fæð- ing mín varð ýmsum Bretum snemma kunn,“ segir Katrín og brosir. Á myndum af henni sem smá- barni sést að hún hefur þrifist vel og átt skemmtileg ungbarnsár á örm- um foreldra sinna og ættingja. En þegar hún var tveggja og hálfs árs slitu foreldrar hennar sam- vistum og móðir hennar hvarf með hana frá Bretlandi. „Við mamma fórum til Kaup- mannahafnar og nokkru síðar til Spánar. Það var eftir að hún kynnt- ist og fór að búa með Þórði Alberts- syni stjúpa mínum. Hann gekk mér í föðurstað. Við bjuggum á mörgum stöðum, við vorum fyrst á Spáni en þar ríkti óöld vegna borgarastyrjaldar og við komumst með síðustu lest fyrir til- verknað Péturs Benediktssonar til Ítalíu. Þetta var víst ævintýralegt ferðalag, mamma og ég höfðum sama breska vegabréfið og hún ótt- aðist að ég yrði tekin frá sér af því að ég var breskur þegn. En með að- stoð Péturs gekk þetta allt saman og við komumst klakklaust í gegn- um landamærin. Við landamærin sagði Thor Thors við mömmu: „Nú þegir þú, Stella!“ Það er í eina skiptið sem hún lauk ekki upp sínum munni.“ Í skipalest til New York „Á Ítalíu áttum við yndislega daga, við bjuggum í Genúa í villu sem Hálfdán Bjarnason hafði til um- ráða. Hann var konsúll og gaf mér minn fyrsta hund, þá var ég á fjórða ári. Á verönd villunnar stóð ég og horfði á Mussolini aka framhjá í opnum bíl í fólksmergðinni. Ég varð upprifin af stemmningunni og hróp- aði með: „Viva il Duce.“ Á Ítalíu vorum til stríðsbyrjunar 1939, þá flúðum við til Íslands og vorum hér stuttan tíma. Við bjugg- um á Hótel Borg en fórum svo með Goðafossi árið 1941 í skipalest áleið- is til New York. Skip var skotið nið- ur og annað laskað í skipalestinni en við sluppum óhult á áfangastað. Þórður starfaði við fisksölu fyrir SÍF í New York. Með okkur í för var Gunnar, sonur Þórðar og fyrri konu hans, Yvonne Broberg, en hún giftist síðar Baldvini Dungal. Við bjuggum í Bandaríkjunum öll síðari stríðsárin en Gunnar fór þó heim á undan okkur. Ég fór í skóla þar vestra og lærði ensku, ég talaði mest ítölsku fram að því. Nokkru áður en við ætluðum heim Íslands var búslóðin okkar send með skipi. En er brottför okk- ar nálgaðist þá þverneitaði mamma að fara með Goðafossi, þótt ákveðið hefði verið að við færum heim með því skipi. Þórður samþykkti að fresta för okkar til Íslands fyrir þrá- beiðni mömmu og það varð okkur líklega til lífs, Goðafoss fórst í þess- ari ferð. Úr því að svona fór fluttum við til Washington DC og þar starfaði Þórður fyrir hönd Íslands hjá UNRRA, samtökum sem tengdust Marshall-hjálparstarfinu. Á vegum þessara samtaka fluttum við nú til Grikklands. Þar var allt í rúst, hót- elið þar sem við vorum höfðu Þjóð- verjar hersetið og skemmt sér við að skjóta í loftin þegar þeir höfðu ekki annað að gera. Ég man eftir skotgötunum. Við máttum ekki fara út af vegunum vegna jarðsprengna. Ég sá allt þetta en áttaði mig þó varla á hinni bláköldu alvöru ástandsins. Frá Grikklandi fórum við aftur til Ítalíu og þangað fannst mér gott að koma aftur. Við bjuggum í Róm og ég kynntist borginni nokkuð. Ég var fyrst sett í skóla þar sem nunnur kenndu bandarískum börnum. Það var strangur skóli en góður. Þarna var ég á tólfta ári. Banda- ríkjamenn tóku yfir íþróttavanginn Forum Mussolini, sem svo hét. Þar var settur á stofn skóli fyrir börn hermanna og þangað fór ég litlu síð- ar. Við bjuggum á Ítalíu til 1948, þá skildu mamma og Þórður.“ Kynnist föðurfólki „Við mamma sigldum á norskum togara frá Genúa til eyju sem hét Trapani, þar sem skipið lestaði salt til að fara með til Íslands. Ég man vel eftir öllum húsarústunum á eyj- unni. Togarinn strandaði og var dreginn til Gíbraltar. Þar veiktist móðir mín og var sett á spítala. Ég var skilin ein eftir með 32 karl- mönnum, brytinn átti að gæta mín en hann hafði öðrum hnöppum að hneppa, var vínhneigður mjög og ég varð að passa mig sjálf. Ég slapp vel og mamma náði sér að fullu. Tog- arinn sigldi svo eftir að viðeigandi varahlutir fengust til Bretlands þar sem ég komst loks í kynni við föð- urfólk mitt sem ég hafði fram að því haft mjög litlar spurnir af. Þá var faðir minn því miður í Bandaríkj- unum. Hann var kvæntur aftur, Lo- uise, sem ég átti eftir að kynnast seinna. Mamma hafði samband við Veru föðursystur mína, sem var orð- Móðirin Ingibjörg (Stella) Briem, rösklega tvítug MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 31 Safna›u 5 toppum af Merrild kaffipokum og flú gætir unni› gjafabréf í Marimekko, Laugavegi 56, a› ver›mæti 50.000 kr. fiví fyrr sem flú sendir inn, flví meiri vinningsmöguleikar! 1. útdráttur: 20. febrúar - 6 gjafabréf 2. útdráttur: 20. mars - 6 gjafabréf 3. útdráttur: 20. apríl - 6 gjafabréf 4. útdráttur: 20. maí - 6 gjafabréf 5. útdráttur: 20. júní - 6 gjafabréf Samtals 30 gjafabréf a› ver›mæti 1,5 milljónir. Sendu inn flátttökuse›il ásamt 5 toppum af Merrild: Merrild & Marimekko Pósthólf 4322 124 Reykjavík fiú fær› flátttökuse›il í næstu matvöruverslun. KL IPP TU TOPPINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.