Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 32
lífshlaup 32 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ in ekkja þá og átti tvö börn, Michael og Belindu, sem voru aðeins eldri en ég. Við hittum þessa ættingja mína í mýflugumynd og mér var vel tekið. Til Íslands fórum við svo siglandi á íslenskum togara og í fylgd með okkur var Michael frændi minn, þá 17 ára. Ég talað mjög bjagaða íslensku en mamma hafði of gaman af hrognamáli mínu til að hún fengi af sér að leiðrétta mig alveg strax. Ég man að ég benti á lögregluþjón og sagði: „Þarna er óregla“. Það var von að fólk skemmti sér svolítið á minn kostnað hvað íslenskuna snerti. Michael hafði gaman af Íslands- dvölinni en fór fljótlega heim. Mamma fór til Ítalíu en ég varð eftir hjá vinafólki hennar í ár. Þá lærði ég að tala sæmilega íslensku en læs á málið varð ég ekki fyrr en síðar. Ég fór eftir ársdvölina hér til Englands, til Veru föðursystur og hitti mömmu þar. Hjá Veru dvöldum við um tíma en fórum svo til London, þar sem við fengum inni hjá Erlu Benediktsson, dóttur Einars skáld og Valgerðar, sem ég hafði áður verið hjá tíma og tíma því hún bjó í Genúa. Hún var einmitt með okkur í hinni fyrr- nefndu lestarferð frá Spáni. Meðan við dvöldum í London hitti ég oft guðföður minn sem ég hafði kynnst í Bandaríkjunum á stríðs- árunum. Hann hét Francis Hop- wood og var lávarður og forstjóri Shell. Hann bauð mér oft heim á sveitasetur sitt, í íbúð þeirra hjóna í London, hans og Audrey, og á alls- konar athyglisverða staði. Hann stóð sig sannarlega í stykkinu sem guðfaðir, reyndist mér hinn besti vinur, skrifaði mér oft og gerði margt fyrir mig, bæði þá og síðar.“ Úr sveit í heimsborg „Heim til Ísland fórum við mæðg- ur þegar ég var 14 ára. Þá langaði mig til að komast í íslenska sveit. Ég hef alltaf verið náttúruunnandi. Ég fór með mömmu í Stardal í Mosfellssveit og þar var ég svo í vinnu í þrjú sumur, bæði innan- og utanhúss. Mér líkaði mjög vel í Stardal, þar var mér tekið sem einni úr fjölskyldunni og þar kynntist ég íslenska hestinum, sem er mjög frá- brugðinn útlendum hestum sem ég hafði þekkt bæði á Ítalíu og á Eng- landi. Þegar ég var 17 ára kynntist ég Rut, systur Ragnars Þórðarsonar verslunarmanns sem rak m.a. Gull- foss og síðar Markaðinn. Rut hafði séð eftir mig teikningar hjá kunn- ingjakonu sinni og hún kom að máli við mig og hvatti mig til að fara til náms. Þá fór ég til Englands í hönn- unarskóla í London. Þar lærði ég undirstöðuatriði fatahönnunar. Við systkinadæturnar, ég og Belinda, leigðum saman íbúð og það var mik- ið ævintýri. Hún var 18 ára, en þá var siður í Bretlandi að kynna ungar stúlkur af hærri stigum fyrir drottn- ingunni. Elísabet drottning lagði nokkrum árum síðar niður þennan sið en mér skilst að aðrir aðilar hafi nú tekið hann upp. Þessum sið fylgdu margvísleg boð svo ungu stúlkurnar fengju tækifæri til að kynnast ungum mönnum af sínu tagi. Frænka mín og frændi drógu mig með í mörg svona boð og þar sá ég hve yfirborðslegt og innantómt þetta enska selskapslíf er í raun, þótt vissulega ætti ég margar skemmtilegar stundir þarna og góð- ar minningar. Í þessari Lund- únadvöl kynntist ég fyrir alvöru föð- urömmu minni, hún hét Violet og reyndist mér vel. Hún reyndi að koma á fundi okkar pabba en við fórumst allaf á mis, þegar ég var í Englandi var hann í Bandaríkjunum og öfugt. Afi var löngu dáinn þegar þetta var. Ég fann til skyldleikans við föðurfólk mitt og langaði mikið til að kynnast föður mínum sem ég hafði þá ekki hitt frá því ég var á þriðja ári.“ Fatahönnun og sjómennska „Að loknu námi fór ég til Íslands og fékk vinnu í Gullfossi og síðar í Markaðinum hjá Ragnari við fata- hönnun og gluggaútstillingar. Um tíma vann ég einnig hjá Báru Sig- urjónsdóttur. En örlögin láta ekki að sér hæða. Ég hafði kynnst ungum manni, Guð- mundi Júlíussyni, sem þá var að hverfa til náms í Noregi á sjó- mannaskóla. Við gleymdum ekki hvort öðru. Hann kom heim að stýrimannaprófi loknu og mitt í önn- um mínum við útstillingarnar kom hann og stakk upp á að ég færi með honum til sjós. Hann hafði útvegað mér starf á norsku kolaflutn- ingaskipi, hann sá að þetta yrði að vera svona ef við ættum að geta ver- ið saman, þar sem hann var sjómað- ur. Í stuttu máli: Ég gerðist messast- úlka á kolaskipinu og sigldi með honum um heimsins höf. Af kola- skipinu fórum við svo á norskt ávaxtaflutningaskip sem sigldi á milli Bandaríkjanna og Suður- Ameríku. Þetta var athyglisverð reynsla. Ekki gat þetta þó gengið svona fyrir sig endalaust. Við fórum heim árið 1959 til að gifta okkur. Guðmundur vildi setjast að í útlönd- um en það vildi ég ekki. Ég skrifaði pabba og sagði honum að ég væri að fara að gifta mig en hann hafði þá dreymt nóttina áður en hann fékk bréfið að ég væri að fara að gifta mig. Við vorum komin í bréfasamband þá. Það gerðist þann- ig að þegar ég var tvítug hafði Thor Thors, hann var náfrændi stjúpa míns, komið til mín með bréf frá föð- ur mínum sem hann hafði hitt af til- viljun í Washington. Faðir minn vildi að ég flyttist til Bandaríkjanna en ég vildi alls ekki yfirgefa Ísland sem mér þótti þá orðið mjög vænt um. Eftir þetta skrifuðumst við á. Faðir minn kom ekki í giftinguna mína. Hann ætlaði að gera það og var kominn áleiðis til Glasgow en flugvélinni hingað seinkaði svo mjög að hann hætti við, vildi ekki eyði- leggja brúðkaupsferðina sem hann hélt að við værum að fara í. Hann stóð í þeirri meiningu að þetta væri stórt brúðkaup og mikil brúðkaups- ferð á eftir. Við Guðmundur frest- uðum því að fara heim til séra Ás- mundar Guðmundssonar biskups, sem var, og fórum þess í stað út á flugvöll til að sækja föður minn. En þegar ljóst var að hann var ekki með vélinni snerum við til baka og giftum okkur svo daginn eftir. Hittir föður sinn Ég fór í framhaldi af þessu að vinna aftur hjá Báru Sigurjóns- dóttur en Guðmundur fór að starfa á trésmíðaverkstæði. Það kom sér vel því höfðum keypt okkur fok- helda íbúð í Ljósheimunum og nú fékk hann aðgang að vélum til að smíða. Við innréttuðum íbúðina að miklu leyti sjálf, þá var ég ófrísk af elsta syninum, Friðriki Ármanni. Með drenginn fór ég til Englands 1962 og hitti þá loks föður minn. Það var stórkostlegt að hitta hann þótt það skyggði aðeins á að hann var þá veikur. Við vorum bæði mjög hrærð en heimsóknin var ekki löng.“ Hittir þú hann einhvern tíma aft- ur? „Já, þá atvikaðist það þannig að föðursystir mín og stjúpmóðir mín tilkynntu mér að hann væri með krabbamein og ég yrði að koma til Englands. Sjálfur vildi hann ekki að ég kæmi fyrr en hann væri orðinn frískur. Hann var með svo mörg plön fyrir okkar framtíð. Til þess að hann samþykkti að ég kæmi varð ég að segja honum að nú væri eina tækifæri mitt á næstunni til að fá gæslu fyrir synina, sem voru orðnir tveir. Ég fór svo til London og hitti föð- ur minn. Þá var mjög af honum dregið svo hann komst varla fram úr rúminu. En við áttum samt sam- an stundir sem ég aldrei gleymi. Þetta seinna skipti var síðasta skiptið sem ég hitti hann og ég komst ekki til að vera við minning- arathöfnina þegar hann lést 1964. Það er raunar sérkennilegt að for- eldrar mínir létust bæði 65 ára göm- ul og mamma hafði sagt fyrir að hún myndi ekki verða eldri en þetta. Hún dó á 65 ára afmælisdaginn sinn.“ Við hvað starfaði pabbi þinn? „Hann var fyrst hjá breska sjó- hernum og síðar lengi í þjónustu bandaríska ríkisins og varð banda- Foreldrar Katrín Stella ársgömul með foreldrum sínum. Skírn Katrínar F.h. Þorsteinn Egilson, Stella Briem (móðir), Snæfríð Egilson, Vera Cotton Young, Francis Hopwo- od lávarður (guðfaðir), Athur Cotton (faðir), Laura L. Key og Aylmer Drummund (guðmæður) Eiginmaður Guðmundur Júlíusson. Ung Katrín Stella Briem um tvítugt Ættarsetur Madingley Hall, þar sem ein grein Cottonfjölskyldunnar bjóSkjaldarmerki Griffon er í skjaldarmerki Cottonættarinnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.