Morgunblaðið - 03.06.2007, Side 35

Morgunblaðið - 03.06.2007, Side 35
– Ég sé að þú ert oft þrjá, fjóra daga í einu hér. „Já. Sjáðu, hér hef ég náð 17 frekar smáum á Jónsmessunni, þar af þrjár sílableikjur,“ segir hann og bendir á eina færsluna. „Hérna eru átta bleikjur 19. júlí, þá voru þær samtals 263, og bíddu við, hvað er hér? Algjört aflaleysi var / hjá okk- ur þessa viku, / nú eru líka negl- urnar / nagaðar upp í kviku.“ Hann hlær að minningunni. „Þetta er svo í ágústbyrjun og þá bóka ég að bleikjurnar hafi orðið 347 samtals. Og hérna, 2004-bókin: 6. ágúst. Game Over! 328 stykki. Þetta er grimmt stundað! Ég er hér oft, mjög oft.“ Og hann stingur minn- isbókunum inn í skáp. Hugsaði bara um fisk Sigurður fékk ungur veiðidellu. „Ég hef haft þessa dellu síðan ég man eftir mér. Og hef hana enn!“ segir hann ákveðinn. „Á togurunum mátti maður bara aldrei vera að því að fara í stangveiði. Ég reyndi samt að stunda þetta eins og ég gat. En það þýddi aldrei að panta neina veiðidaga, maður vissi aldrei hvort maður yrði í landi eða á sjó. En það var sama veiðidellan að verki þegar maður vildi veiða sem mest á togaranum. Ég hugsaði aldrei um peninga, ég hugsaði bara um fisk. Að vera nógu snjall að koma þarna megin að, eða hinum megin að, að vera nógu klókur. Þetta er sama veiðidellan. Ég þekki menn sem eru miklir aflamenn á skipum en fyrirlíta stöng,“ segir hann og hlær. „Finnst þetta vera helvítis vitleysa.“ Sig- urður opnar nestisbauk, tekur upp hangiketsbita og sker sér væna sneið. „Því lengur sem maður er við þetta, því sárar finnur maður fyrir því hvað maður veit lítið. Það er mín reynsla,“ bætir hann við. Sigurður hnýtir allar sínar flugur sjálfur og er með mikinn lager. Segir ekki veita af. Verst finnst honum þegar tiltekin fluga virkar vel eitt sumarið, hann hnýtir marga tugi af henni um veturinn og síðan vill enginn fiskur sjá hana sumarið eftir. Hann hefur lent í því. „Síðasta sumar fékk ég 80 -90 prósent á sömu tegund; það kæmi mér ekki á óvart að hún fúlsaði við henni núna. Ég hnýtti einar 200 flugur í vetur. Ég geri svipað og margir aðrir ellismellir, staulast ásamt konunni til Kanaríeyja á vet- urna og þar erum við í átta vikur. Það er lúxus að geta gripið í að hnýta flugur þar.“ Hann tekur fram flugubox og lyftir upp afbrigði af Watson’s Fancy. „Það var þetta skrímsli sem ég fékk bróðurpartinn á í fyrra. Ég nota í þetta svartar glerperlur sem ég fæ úr hálsfestum sem seldar eru krökkum niðri á Kanarí á eina evru stykkið.“ Nú kemur ungur veiðimaður gangandi frá vatninu og gerir sér ferð til Sigurðar að gefa skýrslu. „Mokveiði?“ spyr Sigurður. „Ég varð ekki var. Labbaði alla leið út á Nautatanga. En þú?“ „Ég varð ekki var heldur. Ég er búinn að berja hérna við Snáðann meira og minna síðan um hádegi – hlustaði bara á fréttirnar. Það fékk einhver snemma í morgun, aðrir hafa ekki orðið varir.“ „Ég ætti kannski að labba út á Lambhaga,“ segir ungi maðurinn. „Ég hef aldrei komið þangað, ég er svo latur að labba,“ svarar Sig- urður og hlær. „Það er dautt hér í dag,“ segir strákurinn þá hálfvonleysislega. „Steindautt,“ svarar Sigurður og sá ungi kveður. Sigurður hellir upp á nýtt kaffi og fer að segja mér frá góðri veiði sem hann fékk á stað við Vatnsvik sem hann kallar „stæðið hans Björns Grétars“. Er það kennt við Björn Grétar Sveinsson sem veiðir mikið í vatninu og oft með Sigurði. „Hann var ekki þar þá en ég veiddi um morguninn, á þremur, fjórum klukkutímum, eins mikið og ég gat borið í bílinn með góðu. Netpokinn minn var alveg fullur. Það hefur aldrei komið fyrir fyrr.“ – Er það ekki oft þannig að nokkrar bleikjur taka í beit, svo hættir takan skyndilega? „Jú. Ég get sagt þér dæmi um það. Í fyrasumar hitti ég einu sinni sem oftar tvo félaga sem eru hér oft. Þeir voru hér austanvið, rétt við stæðið hans Björns Grétars. Ég lötraði til þeirra og fékk eina bleikju, fannst það ekki mikið og kom mér burtu. Fór að Vellankötlu og tók níu í einni lotu. Síðan ekki söguna meir. Þegar ég var að staulast upp frá vatninu aftur komu félagarnir og sáu aflann. Þeir sögðu að þeir hefðu aldrei farið fisklausir af þessu svæði fyrr á þessum tíma. Svona getur þetta verið. Þetta eru ellismellir eins og ég, indælis kallar og oft spjallað mikið.“ Síðasta vonin gaf 42 Sigurður veiðir ekki einungis í Þingvallavatni. „Hér hætti ég yfirleitt um fimmta ágúst. Bleikjan er komin upp í fjöru á þeim tíma og maður getur potað í þær með stang- arendanum. Þá er ekki lengur gaman að þessu. Þá fer ég austur á land. Ég hef tekið nokkra daga á efra silungasvæðinu í Hofsá og reynt á ýmsum öðrum stöðum. Það er dýrlegt að veiða í Vopnafirðinum í góðu veðri. Í fyrra þegar ég mætti var sagt við mig að það væri engin bleikja í ánni. Það reyndist ekki alveg rétt. Þá fékk ég líka lax á bleikjuflugu númer 10 og var al- veg gáttaður. Það eru fallegir hyljir þarna. Fyrst þegar ég fór í Hofsá var ég með einum veiðivitlausum frænda mínum og nafna sem sýndi mér svæðið. Við urðum ekki varir. Það átti að hætta að veiða klukkan níu um kvöldið. Um hálfáttaleytið um kvöldið komum við að síðasta hylnum, frændi minn sagði að hann væri síðasta vonin. Síðasta vonin gaf okkur 42 bleikjur! Við vorum með einn plastpoka, það slitnaði strax út úr honum en fylgdarmað- urinn er heljarmenni, hann tók all- an fiskinn í fangið og bar í bílinn. Ég hefði ekki viljað standa í því. Í lokin gargaði hann á mig „hættu, hættu!“ Þetta var stórkost- legt.“ – Hér veiða menn helst kuð- ungableikjur en eru þær ólíkar á stönginni, kuðungableikjan og síla- bleikjan? „Mér finnst sílableikjan sprett- harðari. Mér finnst ekki mikil mun- ur á því að fá þriggja, fjögurra punda sílableikju og lax af sömu stærð. En stór kuðungableikja er líka ótrúlega sterk. Sílableikjan er sjaldgæfari.“ Við klárum úr kaffibollunum, Sigurður læsir veiðibílnum og við göngum út á Öfugsnáðann. Vöðum út í vatnið og erum þar einir að kasta, ásamt kappsamri veiðikonu sem stendur austan við okkur. „Er þetta betri staður þar sem þið eruð,“ kallar hún til okkar. „Ef þú færð fisk þá ertu á rétt- um stað,“ svarar Sigurður. En við verðum ekki vör og eftir nokkra stund gefst ég upp. Hann heldur áfram að kasta í áttina að Arn- arfellinu sem dimmir smám saman yfir. „Ég ætla að prófa hérna í nótt. Sjá hvort ég rek í urriða,“ segir hann að lokum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 35 Dagskrá um áhrif skóla- og stjórnmálamannsins á uppbyggingu staðarins DAGSETNING: 9. JÚNÍ 2007 Kl. 11:00 SETNING VIÐ MENNTASKÓLANN: Halldór Páll Halldórsson skólameistari ML. Hvítbláinn dreginn að húni Kl. 11:10 SÖGUGANGA MEÐ LEIÐSÖGN: Hreinn Ragnarsson kennari ML. Kl. 12:00 – 13:00 HÁDEGISVERÐUR Í LINDINNI Kl. 13:00 MÁLÞING Í HÉRAÐSSKÓLANUM SETNING, KYNNING DAGSKRÁR: Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, fundarstjóri SAMTÍMINN Í JÓNASI OG JÓNAS Í SAMTÍMANUM: Ívar Jónsson prófessor Bifröst FÓSTRI HÉRAÐSSKÓLANNA, SKÓLAFRÖMUÐURINN JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU Helgi Skúli Kjartansson prófessor KHÍ LAUGARVATN, BORGARVIRKI STJÓRNMÁLSTARFS JÓNASAR: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur HÉRAÐSSKÓLINN LAUGARVATNI Á TEIKNIBORÐI GUÐJÓNS SAMÚELSSONAR: Pétur Ármannsson arkitekt Kl. 14:50 – 15:15 KAFFIHLÉ Kl. 15:15 JÓNAS, FJÖLSKYLDAN OG LAUGARVATN: Gerður Steinþórsdóttir cand. mag. LAUGARVATN, SKÓLASETUR Í ANDA JÓNASAR: Kristinn Kristmundsson fv. skólameistari ML Kl. 16:15 – 16:45 FYRIRSPURNIR OG UMRÆÐUR Kl. 16:45 SAMANTEKT: Guðmundur Sæmundsson aðjunkt KHÍ Kl. 17:30 GAMLA GUFAN Kl. 19:30 – 23:00 KVÖLDVAKA MEÐ BORÐHALDI Í LINDINNI: MATSEÐILL: Þriggja rétta máltíð og kaffi Verð kr.3.500.- (Aðgangseyrir innifalinn) STJÓRNANDI KVÖLDVÖKU : Bjarni Harðarson blaðamaður KVÖLDVAKAN hefst með fordrykknum „Laugarvatn“ ÁVARP: Drífa Kristjánsdóttir sveitarstjórnarmaður GLÍMUSÝNING: Kjartan Lárusson fjárbóndi GAMANMÁL OG KVEÐSKAPUR: Bjarni Þorkelsson hrossabóndi LEYNIGESTUR: Landskunnur maður KÓRSÖNGUR OG FJÖLDASÖNGUR DANS: Hjördís Geirsdóttir og félagar leika Kl. 23:00 VÖKULOK: Guðmundur Guðmundsson, fr.kv.stj. Jónasarvöku Aðgangseyrir að kvöldvöku er kr. 1.000.- SÖNGFÉLAGAR ÚR KIRKJUKÓR LAUGDÆLA syngja við ýmsa dagskrárliði ÞJÓÐBÚNINGAR: Gestir eru hvattir til að koma í þjóðbún- ingum sínum Dagskrá Jónasarvöku er öllum opin, meðan húsrúm leyfir Að henni stendur hópur hollvina Héraðsskólans að Laugarvatni SÝNING Á MERKUM MUNUM í eigu Héraðsskólans meðan á málþingi stendur UPPLÝSINGAR: Guðmundur Guðmundsson, sími 899-3267 gudgu@simnet.is http://jonasfrahrifluoglaugarvatn.blog.is JÓNASARVAKA að Laugarvatni 9. júní Jónas frá Hriflu og Laugarvatn Bókanir og forsala: Sunnlenska fréttablaðið, sími 482 3074 sunnlenska@sunnlenska.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.