Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 37 Sumaropnun: Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15. Spennandi sumarföt Hörfatnaður - Mussur - Mittislæður Kjólar - Pils - Bolir Síðumúla 3, sími 553 7355 Frábært úrval af sundfötum Bikinísett - Tankinísett - Sundbolir Verð frá 6.400-8.200. Skálastærðir 32-38 A/B, C/D, DD/E, F/FF Buxur - boxer st. 38-44 förum við í rækjuna og nú erum við komnir út í kolmunnann. Þetta álag nú er fjarri því að vera sam- bærilegt við árin áður, til dæmis áður en loðnuveiðarnar byrjuðu. Við tökum of mikið af æti frá þorskinum. Mikið hefur verið deilt á fiski- fræðinga. Þeir náttúrlega vita ekki allt. En þeirra aðalmistök hafa verið þau að vera alltof bjartsýnir. Þeir héldu að hægt væri að byggja þetta allt upp á nokkrum árum með því að losna við útlendingana úr lögsögunni. Það var feillinn. Við höfum lengi veitt of mikið. Fiskur getur hvergi dulizt á land- grunninu. Menn hafa alveg yfirsýn yfir þetta allt saman. Veiðarnar eru miklar og það er mikið álag á þorskinum. Menn hafa stundum haldið því fram, þegar þeir hafa fengið nokkra góða róðra á vertíð- inni, að nú sé svo mikið um þorsk að það hafi aldrei verið annað eins. Þarf að friða ætið og minnka álagið Til þess að ná upp þorskstofn- inum hér við land þyrfti í fyrsta lagi að friða ætið og minnka álagið enn meira en gert er. Eftir að við fórum að fiska milljón tonn af loðnu ár eftir ár er orðið anzi langt gengið. Við engar veiðar er eins auðvelt að eyða fiskistofni og við veiðar á uppsjávarfiski með nú- tímatækni. Menn stoppuðu 1981 og 1982 í loðnunni, en samt halda menn alltaf áfram núna. Einhverju öðru er alltaf kennt um ef illa gengur, hitastigi eða straumum. Þetta er alveg það sama og á síld- inni, þegar menn voru að útrýma henni. Þá var röngu hitastigi kennt um, að átan væri ekki á sínum stað og fleira. Skýringin var ein- faldlega ofveiði. Á árunum fyrir 1960 vorum við með upp í 220 báta á síldveiðum. Meirihluti þessara báta var ekki að gera neitt sérstakt, en nokkrir stóðu upp úr. Stór hluti bátanna fékk mjög lítið. Síðan stækkuðu bátarnir og voru komnir með asdik, kraftblökk og stærri nætur. Þeir voru orðnir það dýrir að það varð að nást árangur. Afköst fiskiskip- anna, hvort sem þau eru smá eða stór, aukast ár frá ári. Það er kraf- an að allir skili toppárangri. Þá kemur að hættunni á ofveiði.“ Alltaf umdeilanlegt Hvað með fiskveiðistjórnunina? Hefur hún kannski brugðizt? Er kvótakerfið vont? „Ég skal ekki dæma um það hvort framsal aflaheimilda sé gott eða vont. Það er annar meginþáttur kerfisins. Hinn er að stjórna veið- unum. Þetta verður alltaf umdeil- anlegt. Kerfið var byggt upp með hagsmuni útgerðarmannsins að leiðarljósi. Útgerðinni var færður allur fiskurinn. Síðan voru allar upphæðir í leigu og sölu aflaheim- ilda sprengdar upp úr öllu valdi. Ef við stjórnum ekki fiskveiðum við Ísland, myndum við ganga það nærri hverri nýtanlegri fisktegund við landið að veiðar yrðu ekki arð- bærar. Ég tók þátt í því að eyða síldinni við Ísland á tímabilinu frá 1959 til 1967. Eftir að nótin byrjaði í síldinni við Suðvesturlandið var henni hreinlega eytt. Það var gert skipulega. Allar torfur sem fundust, hvort sem síldin var stór eða smá, voru teknar í nót og bræddar í landi. Svo var norsk-íslenzka síldin elt norður í ballarhaf og útrýmt. Síðan gerist alveg sama með loðnuna. Veiðarnar hafa verið alltof miklar á undanförnum árum. Verður að takmarka veiðarnar Það eru margir sem halda því fram að það sé óþarfi að takmarka fiskveiðar. Það er því miður ekki svo. Tækninni fleygir stöðugt fram og fiskurinn á enga undakomuleið. Það er alveg fráleitt að halda því fram að hægt sé að stunda veiðar án takmarkana. Línuveiðarnar ganga vel í dag vegna þess að við veiðum svo mikið æti frá þorsk- inum. Hann er svangur og hefur verið rýr undanfarin ár. Nýting í þorski hefur verið 2 til 3% minni en áður síðustu misserin. Reyndar var þorskurinn að braggast í haust og vetur og orðinn feitari en und- anfarin ár. Ég tel það með ólík- indum hvað þorskstofninn er sterk- ur. Það hefur staðið glöggt. Það eru margir sem sakna hinna eiginlegu vetrarvertíða, þegar verið var að taka megnið af þorskaflanum á tveimur til þremur mánuðum. Til þess tíma megum við ekki hverfa aftur. Að taka megnið af aflanum á þeim tíma sem hann er lélegasta hráefnið til vinnslunnar og hengja það upp í skreið eða frysta í blokk fyrir Ameríku kann ekki góðri „Við vorum á síldveiðum í nót á Sveini Guðmundssyni alveg fram í miðjan janúar árið 1963. Reyndar gerði langan kafla seinni part hausts, sem var suðvestan leiðinda veður. Við lentum nokkrum sinnum í vondu veðri á landleið og þurftum að losa okkur við afla af dekkinu og fyrir jólin fóru menn ekki á sjó í fleiri, fleiri daga. Mér er það mjög minnisstætt að menn voru orðnir svo óþolinmóðir í landi 1962 að við fór- um út annan dag jóla, en það tíðk- aðist ekki á bátaflotanum í þá daga að vera á sjó yfir jól og áramót. Við fórum með fyrstu skipum frá Akranesi og þegar við vorum komn- ir úti í kantinn á Jökuldýpinu, var síldartorfan komin þar mjög grunnt. Við fengum þar strax fullfermi, ríf- lega 800 tunnur. Þarna byrjaði mjög skemmtilegt tímabil, því veiðin var alveg samfelld fram yfir áramót. Síldin gekk svo suður með landinu og síðan austur og í janúar vorum við komnir á eftir henni til Vest- mannaeyja. Þegar hún var komin austur fyrir Eyjar hættum við, en sumir héldu áfram og veiðin endaði í Meðallandsbugtinni.“ Flotinn eins og upplýst borg „Á þessum tíma, sem við vorum á nótabátunum, gengu síldveiðarnar vel fyrir austan og norðan fram til 1966. Það var síðasta góða árið. En 1967 er síldin nánast farin frá land- inu og þeir sem stunduðu einhverjar síldveiðar það sumar, sóttu hana langt norðaustur af landinu, allt til Jan Mayen og söltuðu um borð. Árið 1965 má segja hafi verið toppurinn í veiðunum fyrir Austurlandi, á Rauða torginu. Það var mjög gaman að vera þarna þegar skipafjöldinn var sem mestur. Rússnesku rekneta- skipin voru fjölmörg og eins og upp- lýst borg. Það voru algjör uppgrip þarna um haustið eftir góða veiði um sumarið. Bátarnir voru þá farnir að stækka og báru svona 250 tonn af síld. Ég man að maður kom út að kveldi og byrjaði veiðar og það var nánast undantekning ef maður var ekki búinn að fylla að morgni. Skírn- ir tók þá 120 tonn í lest. En HB var komið með stærri báta þá eins og Höfrung II og Harald, sem tóku 200 tonn í lest og Höfrung III sem tók 270 tonn. Það var gífurleg veiði og orðið erfitt að losna við síld til bræðslu því verksmiðjunar voru allar að drukkna í síld. Þegar leið á haustið fannst síld í Breiðamerkurdýpinu. Það var ekki stór síld en við fórum þá að fiska þar, og sigldum með síld- ina heim á Akranes, en þar var bæði brætt og fryst. Þessi síldveiði var hreint ævintýri, allt frá 1959 til 1967, en haustið 1965 var toppurinn. Næsta ár á eftir var veiðin þokkaleg fram eftir hausti og svo var nánast öllu lokið 1967.“ Síldin Kristján mokfiskaði síld á Rauða torginu á Sveini Guðmundssyni haustið 1965. Það voru algjör uppgrip. Mokveiði á Rauða torginu 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.