Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 38
á sjó 38 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ „Árið 1966 fórum við á Skírni á net í marz. Við vorum inni á Breiðafirði og fiskuðum þokkalega þar í þrjár vikur. Þá var að byrja fiskirí suður á Selvogsbanka og menn farnir að sækja þangað og hafði Sólfari AK verið að gera það gott þar. Við ætluðum flytja okkur suðureftir um páskana í byrjun apríl. Þá voru tveir bátar frá Akranesi sem voru með net inni í bugt og voru að fá lítinn afla, fjögur til sex tonn í róðri, en mikil ótíð var á þessum tíma. Þegar við ætluðum að færa okkur af Breiðafirðinum vorum við að draga þar og gekk illa í leiðinda veðri. Við vorum komnir með sex trossur í bátinn og ákváðum þegar komið var fram í myrkur að fara með þær suður á Banka til að koma einhverjum net- um þangað og sækja svo hin seinna. Þegar ég kom suður undir Garðskaga var suðaustan rok og spáin mjög slæm og páskar að nálgast. Ég fór að reikna þetta upp á nýtt og hætti við að fara með trossurnar suður á Selvogs- banka. Ég ákvað að fara bara með þær inn í Bugt og sjá bara til. Þar var einn blettur, þar sem ég hafði fengið þokkalegan afla vertíðina á undan, þrjá sæmilega róðra. Ég keyrði beint á þennan blett, alveg blindandi og skellti þessum tross- um þar niður og fór svo inn að landa og hugsaði mér að ég gæti þá náð að hreinsa upp trossurnar fyrir skírdag.“ 2.000 fiskar í fyrstu trossunni „Ég var með 15 tonn af fiski og landaði þeim inni á Akranesi. Fór svo út og dró trossurnar í Breiða- firðinum, en það var lítið í þeim. Aðfaranótt skírdags var ég svo kominn á blettinn minn í Bugtinni og byrjaði að draga þar. Þegar við drógum fyrstu trossuna voru 2.000 fiskar í henni, en enginn hafði ver- ið að fiska á þessum slóðum. Við drógum trossurnar sex upp, en þegar ég var búinn að draga tvær þær fyrstu lagði ég hinar tross- urnar í myrkrinu. Við drógum svo allar trossurnar, en við áttum að vera komnir inn fyrir klukkan fimm á skírdag. Það hafði farið sjór í talstöðina hjá mér svo ég var sambandslaus, bæði við land og aðra báta. Við drógum alla nóttina og vorum búnir snemma, en við vissum ekkert hvernig gekk hjá bátunum, sem voru fyrir utan okkur. Þegar við komum svo á Akranes á skírdag vorum við með 60 tonn í bátnum. Það varð svolít- ið fjaðrafok út af þessu því rétt hjá voru bátar sem voru að fá lít- ið.“ 880 tonn af þorski á vertíðinni „Við veiddum svo þarna á næstu tíu dögum 400 tonn og náðum 600 tonnum á þessum bletti á þremur vikum. Fiskurinn þétti sig svona mikið á þessum bletti, en svo kom fiskur víðar á svæðið síðar. Það var eiginlega bara tilviljun að ég sneri frá Selvogsbankanum á þennan blett, en það borgaði sig svo sannarlega. Þetta var slembi- lukka. Ég hafði ekkert fyrir mér annað en að hafa fengið þarna fisk árið áður. Við vorum fyrst á síld, síðan á loðnu og tókum svo 880 tonn af þorski á vertíðinni.“ Kominn á blettinn minn í Bugtinni Netin Á vertíðinni 1966 veidu Kristján og áhöfn hans á Skírni AK 600 tonn í netin á þremur vikum, allt á sama blettinum. lukku að stýra,“ segir Kristján. Það gengur semsagt vel að eyða fiskistofnum með nótaveiðum. Hvað með trollið? „Það er mikið rætt um að friða eigi úthöfin fyrir botntrollsveiðum. Troll kemur alltaf við botninn en þegar menn eru með botntroll niðri á 400 föðmum og dýpra, eru hler- arnir hættir að vera í botni. Þá eru notaðir mjög langir grandararnir og niðri á 400 til 500 föðmun eru hlerarnir 15 til 20 faðma frá botni. Trollið sjálft verður alltaf í botni. Rokkhoppararnir, sem eru úr gúmmíi, halda trollinu við botninn. En þegar hlerarnir eru ekki í botni verða skemmdir á botninum ekki svo miklar. Hlerarnir eru hins veg- ar í botni þegar komið er á grunnt vatn. Það er alveg sama hvað mað- urinn gerir. Hann skilur alltaf eitt- hvað eftir sig, einhver ummerki. Staðreyndin er hins vegar sú að botntroll er ekki notað nema í sára- litlum mæli við veiðar á úthöfunum á norðurhveli jarðar. Megnið af út- hafsveiðum er tekið í flottroll. Það er hins vegar svo að sumar mikilvægar fisktegundir er mjög erfitt að veiða nema í botntroll. Þar má nefna karfa, grálúðu, ufsa og gulllax. Að banna botntroll er því nánast hið sama og banna veiðar á þessum tegundum. Þessi umræða um að friða úthafið fyrir botn- trollsveiðum er því út í hött. Það eru greinilega hagsmunir sumra að draga úr fiskveiðum í samkeppn- inni við önnur matvæli í heim- inum.“ Frystitogarar hafa verið um- deildir. Sagt að þeir taki vinnu frá fólki í landi og stundi brottkast. Er eitthvað til í því? „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig þurfa að koma óorði á frystitogarana. Þeir voru svar við erfiðleikum í útgerð togara á sínum tíma. Þeir skapa mikil verðmæti og það er ekki að sjá að þeir taki vinnu frá fólki í landi. Það fæst ekki til að vinna í fiskinum. Engar veiðar skila ferskara hráefni og betra en frystitogararnir. Það var margt sem breyttist við kvótann. Sumir halda að menn geti leyft sér að vinna bara úr bezta fiskinn og henda hinum. Það er hægt telja mönnum sem ekkert vita um gang mála trú um þetta en staðreyndin er allt önnur. Við á frystitogurunum nýtum vel þann nýtanlega fisk sem kemur um borð. Við vinnum allt sem kemur um borð. Við vinnum fiskinn ferskari en vinnslan í landi. Það er þess vegna sem Japanar og Taívanar vilja bara sjófrystan fisk. Þeir borga vel fyrir gott hráefni. Þeir vilja fiskinn heilan. Við skerum hausinn og sporðinn af grálúðunni og fáum þannig hæsta verð fyrir fisk upp úr sjó. Svo seljum við líka hausinn og sporðinn. Karfann fá þeir hausaðan og síðan sjá þeir sjálfir um að verka fiskinn og selja. Þeir þíða fiskinn upp og selja þann- ig hæfilegan skammt í verzlanirnar fyrir hvern dag. Nú er hins vegar svo komið að grálúðan er í algerri lægð enda of- veidd í kappi við Grænlendinga. Karfinn stendur líka illa, hvort sem talað er um úthafskarfa, djúpkarfa eða gullkarfa. Þegar þorskstofninn stóð sem verst var skipunum beint í karfann og það leiddi til allt of mikillar veiði. Karfinn er viðkvæmur og hæg- vaxta fiskur, sem verður að nýta af mikilli varkárni Kvótakerfið kennir mönnum að fara vel með fiskinn Auðvitað eru alltaf menn sem ganga ekki nógu vel um auð- lindina, en það er ekkert tengt kvótakerfinu. Áður fyrr hentu menn fiski í stórum stíl og leyfðu sér líka að koma með handónýtan fisk í land til dæmis úr netunum. Ég tel að umgengni um fisk og verðmætasköpunin sé orðin gjör- ólík frá því sem var. Þetta er miklu betra núna. Umgengnin var einna verst á árunum 1960 til 1975. Menn geta engan veginn verið stoltir af því tímabili. Nú passa menn sig á því að vera ekki að eltast við stærstu hölin. Við skömmtun okkur fisk í vinnsluna til þess að fara betur með hráefn- ið. Kvótakerfið hefur kennt mönn- um að fara betur með fiskinn, fá sem mest út úr sínum hlut. Ef við værum með sóknarkerfi væri kom- inn hvati til að henda, því á vinnsluskipunum ná menn mestu afköstunum með því að taka bara stærsta fiskinn. Hann er fljótleg- astur í vinnslu,“ segir Kristján Pétursson. Skipin Haraldur Böðvarsson á fyrsta árinu. Kristján var afar fengsæll á þetta skip. hjgi@mbl.is www.101skuggi.is H im in n og ha f/ SÍ A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.