Morgunblaðið - 03.06.2007, Side 40
ljóð
40 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
arna er skáldið okkar“
heyrist hvíslað þegar
Leifur Eiríksson tekur á
móti blaðamanni í and-
dyri Hrafnistu í Hafn-
arfirði. Í tilefni hundrað ára afmælis
hans gaf Hrafnista út safn ljóða sem
hann hefur ort um íbúa og starfsfólk
á dvalarheimilinu undir heitinu
Söngljóð og stökur. Það er fátítt að
gefnar séu út bækur eftir ald-
argamla menn, en Leifur er hraust-
ur, ern og frásagnaglaður og af hon-
um stafar hlýja.
„Ég ásetti mér ekki að verða
skáld enda hafði ég allt of mikið að
gera til þess fram yfir fimmtugt,“
segir Leifur en viðurkennir þó að
ljóðlistin standi sér nærri. „Ég kann
svo mikið af ljóðum að þau koma
alltaf fyrir þegar ég tala við ein-
hvern. Þau tengjast öllu sem um er
rætt.“ Þetta sýnir sig í samræðum
við Leif sem fer fumlaust með
fjöldann allan af kvæðum.
Párað í hrím
„Rímur lærði ég spjaldanna á milli
þegar ég var ungur. Það var mín
skólaganga“ segir hann.
Foreldrar Leifs voru Ingibjörg
Vigfríður Jóhannsdóttir (f. 1889, d.
1983) og Eiríkur Stefánsson (f. 1883,
d. 1956). Þegar Leifur var tveggja
ára flutti fjölskyldan að nyrsta bæ
landsins, Rifi á Rifstanga. Bærinn
var mjög einangraður og búskap-
urinn krafðist þrotlausrar vinnu.
,„Ég var nú aldrei nema einn vetur í
hverjum skóla því ég hafði svo lítinn
pening og mikið að gera. Ég las þó
mikið heima, en þá voru allar
kennslubækur á dönsku. Svo ætlaði
ég bara að koma í stúdentspróf á
sauðskinnsskónum, eins og einstaka
menn gerðu þá,“ segir Leifur og
hlær.
„Ég man vel eftir fyrsta prófinu
mínu, það var í munnlegri stærð-
fræði. Ég hafði enga kennslu fengið
og aldrei séð krítartöflu, heldur æft
mig að pára í hrímið sem myndaðist
innan á rúðunum heima. Áður en ég
lagði af stað sagði ég við félaga minn
heima á Sléttu að næði ég ekki prófi
kæmi ég aldrei aftur heim, heldur
myndi ég ráða mig á millilandaskip
og aldrei stíga á land á Raufarhöfn.
Ég lagði allt undir.“ Þegar upp var
staðið fékk Leifur hæstu einkunn í
prófunum. „Þeim fannst það skrítið
hinum að strákurinn norðan af Slétt-
unni fengi ágætiseinkunn.“
Heimagerð sundlaug
Leifur var alla tíð virkur í fé-
lagsstörfum ýmiss konar, og hlaut
fyrir rúmum tíu árum fálkaorðu fyr-
ir framlag sitt á því sviði. „Ég var
óskaplega hrifinn af ungmenna-
félagshreyfingunni sem barst frá
Noregi. Ég hafði þörf til þess að
vinna að félagsstörfum og helgaði
mig þessum félagsskap. Ég var for-
maður í ungmenna- og íþróttafélag-
inu Austra og var með skátaflokka.
Sjálfur var ég aldrei skáti en las mér
til og stofnaði svo félag,“ útskýrir
hann brosandi.
Leifi þótti mikið áhyggjuefni að
sjómenn kynnu ekki að synda og
einsetti sér að ráða bót á því.
„Íþróttir voru ekki kenndar, nema
glíma, og mér fannst svo vont að
enginn lærði að synda.“ Hann fór því
fram að Laugum og æfði sund með
það að markmiði að geta kennt ung-
um sjómönnum. Á Raufarhöfn var
engin sundlaug en Leifur fékk skát-
ana sína til þess að aðstoða sig við að
smíða laug. Hún var gerð með því að
steypa veggi í gamalli þró og vatnið
hitað með gufu frá síldarverksmiðj-
unni. Sementið í laugina keypti Leif-
ur sjálfur og leitaði ekki til sveitarfé-
lagsins með neitt. Spurður hvað hafi
rekið hann áfram svarar Leifur í
anda ungmennafélagshreyfing-
arinnar: „Ég gerði það bara af því að
það var ógert“.
Kennari af köllun
Eiginkona Leifs var Sveinbjörg
Lúðvíka Lund (f. 1910, d. 1977).
Hjónin byggðu sér hús á Rauf-
arhöfn. Það var á tveimur hæðum og
þótti stórt og mikið. Leifur setti á fót
einkaskóla fyrir unglinga og kenndi
á efri hæð hússins. Skólann rak hann
frá 1934 til 1943, þar til barna- og
unglingaskólinn á Raufarhöfn var
stofnsettur, en Leifur hafði umsjón
með byggingu hans. Þar kenndi
hann í mörg ár en aflaði sér þó áður
kennsluréttinda. „Ég var bara einn
vetur, og varla það, en þetta var
þriggja vetra skóli. Ég hafði varla
nokkurn tíma til að lesa undir prófin,
en lét slag standa, lauk þeim öllum
og fékk réttindi.“ Síðar fluttu hjónin
búferlum í Garðahrepp, nú Garða-
bæ, og Leifur var kennari og yf-
irkennari í Flataskóla til ársins 1982.
Engar áhyggjur - hann nær inn
Leifur var sýslunefndarmaður
Raufarhafnar á árunum 1945 til
1958, og hafnarstjóri og oddviti
hreppsnefndar frá 1950 til 1958.
Forysta hans var óskoruð. Til marks
um það er að í kosningum 1954 var
Leifur í fyrsta sæti á lista hrepps-
nefndarinnar og í öðru sæti á lista
mótframboðsins. Leitað var álits fé-
lagsmálaráðuneytis á því hvort þessi
sætaskipan bryti gegn reglum, en
svo var ekki þar sem báðir listar
voru ópólitískir. Í svari ráðuneyt-
isins sagði „Þið skuluð ekki hafa
áhyggjur af honum; hann kemst inn.
Æskan „ósvikin verðmæti“
Ævistarf Leifs hefur verið í þágu
barna og unglinga og hann lætur sér
bersýnilega enn mjög annt um ungt
fólk sem á vegi hans verður. „Það er
svo gaman að tala við unga fólkið.
Hér á Hrafnistu vinnur margt æsku-
fólk, flest í námi, og það eru líka
störf. Ég er oft að tala við þetta unga
fólk og öðrum íbúum þykir stundum
meira en nóg um hvað það kemur oft
að borðinu mínu að spjalla“ segir
Leifur og hlær dátt. Þessir vinir
hans verða honum yrkisefni í ljóða-
bók hans. Í ljóðinu Í borðsalnum eru
þessi erindi:
Þarna er skáldið okkar
Morgunblaðið/ÞÖK
Hundrað ára Ungskáld sem smíðaði sundlaug, stofnaði skóla og átti sæti á tveimur listum samtímis
Leifur Eiríksson á
hundrað ára afmæli á sjó-
mannadaginn. Af því til-
efni var gefin út bók með
ljóðum hans um lífið og
tilveruna á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Hann sagði
Oddnýju Helgadóttur
hversu þakklátur hann er
fyrir gott heilsufar og
stóra fjölskyldu. Látinni
eiginkonu sinni tileinkar
hann ljóðið Óður til Rauf-
arhafnar.
Það er dyggð að spara. Þettavita menn. Sparnaður gerirmenn ríka því græddur ergeymdur eyrir. En það er
ekki nóg að spara því það þarf líka
að eyða peningum. Peningar renna
eins og blóð um æðar hagkerfisins
og ef rennslið stöðvast lamast kerfið.
Það er ekki venja að prútta á Ís-
landi heldur borga það sem upp er
sett en í mörgum samfélögum er
prútt listgrein, venja eða aðferð til
að jafna kjör ríkra og fátækra.
Í leiðsögubókum stendur að út-
lendingar á ferð í Indlandi verði að
vera viðbúnir því að allir reyni að
hafa fé af þeim. Þetta er alveg rétt.
Allir sem ekki eru að selja eitt-
hvað sem er vandlega verðmerkt á
matseðli eða verðmiða, reyna eftir
megni að féfletta útlendingana. Þeg-
ar maður spyr um verð byrjar selj-
andi oftast á því að nefna fjórfalt til
sexfalt hærra verð en venjulegir við-
skiptavinir greiða.
Hin hefðbundnu samskipti gera
ráð fyrir því að það taki nokkra
stund að ná samkomulagi og vanur
kúnni á að bregðast ókvæða við og
bjóða á móti upphæð sem er óheyri-
lega lág, t.d. 10 rúpíur hafi 100 verið
nefndar sem fyrsta verð. Kaupmað-
urinn tekur þá bakföll af undrun og
hneykslun yfir ósvífni hins aðkomna
en þegar hann jafnar sig lætur hann
þess getið að auðvitað komi til
greina að lækka verðið í 90 rúpíur.
Bara af því að það ert þú.
Næsta skref kúnnans er að draga
örlítið úr hneykslun sinni og reiði og
leggja til að sæst verði á 20 rúpíur.
Þannig heldur leikurinn áfram þar
til menn lenda líklega í 50 rúpíum og
allir hafa af nokkra skemmtun.
Þennan leik stunda leigubílstjórar
löglegir og ólöglegir af mikilli
ástríðu og eru mjög harðir í horn að
taka svo og flestir kaupmenn sem á
vegi manns verða. Örþrifaráð kúnn-
ans er að þykjast ætla að ganga í
burtu og hætta við öll viðskipti. Hafi
hann verið kominn nálægt réttu
verði er líklegt að kaupmaðurinn
komi hlaupandi á eftir honum með
útrétta sáttahönd.
Lengi vel hélt ég að prúttið væri
einskorðað við grasrót viðskiptalífs-
ins hér á Indlandi en eftir samtal við
fimm stjörnu hótel þar sem þurfti að
beita hótunum í bland við skens til
að lækka verðið um helming sann-
færðist ég um hið gagnstæða.
En bíðum aðeins við.
Viðskiptavinurinn kemur frá einu
af ríkustu löndum í heimi þar sem
peningar flæða um æðar hagkerf-
isins á ógnarhraða og allur heim-
urinn stendur á öndinni yfir til-
þrifum okkar fremstu manna sem
kaupa og selja fyrirtæki fyrir millj-
arða á degi hverjum. Viðskiptavin-
urinn íslenski heldur á myndavél
sem kostar sennilega árslaun verka-
manns í Delí, hann er verndaður af
heilbrigðiskerfi, ferðatryggingum,
ríflegum yfirdrætti hjá Glitni og fær
þúsundir rúpía fyrir að skrifa þenn-
an pistil.
Kaupmaðurinn indverski hefur
reist bás sinn í óleyfi í vegkantinum
við eina af umferðargötum Delí þar
sem útblásturinn frá bílunum liggur
eins og ský allan daginn. Búðin hans
er fáeinir rekkar af minjagripum og
glingri sem mynda framhliðina á
skýli sem er tildrað upp úr pappa,
nokkrum ósamstæðum spýtum og
tveimur járnplötum. Þar inni býr
fjölskylda hans, kona og tvö ung-
börn og virðast sofa öll í einu fleti á
moldargólfinu við dyn umferð-
arinnar.
100 rúpíurnar sem við deilum um
fyrir glingrið sem mig langar að hafa
með heim og sýna vinum mínum eru
ígildi 150 króna. Fyrir 150 krónur
heima á Íslandi fær maður að leggja
bílnum sínum í eina klukkustund við
Laugaveginn á annatíma. Maður fær
1,5 lítra af mjólk eða 10 karamellur.
Hversu mikla orku á ég að leggja í
það að prútta við þennan mann til
þess að lækka verð hans um 70 krón-
ur íslenskar svo ég geti státað mig af
því við aðra ferðalanga hvað ég sé
harður prúttari og láti ekki Indverj-
ana taka mig ósmurt?
Kannski getur hann keypt mat í
heila viku fyrir þessi tvö litlu börn
sem leika sér í moldinni í vegkant-
inum fyrir þennan 70 kall sem ég er í
þann veginn að hafa af honum af því
að ég er svo flinkur að prútta. Hvort
er mikilvægara – að hann fái óvænt-
ar vikutekjur eða að ég gangi burt
með ósært stolt.
Er það alveg virðingu minni sam-
boðið að prútta við þetta fólk. Á ég
ekki bara að vera eins manns þróun-
arhjálp og borga það sem sett er
upp.
Eins manns þróunarhjálp
HUGSAÐ UPPHÁTT
Páll Ásgeir Ásgeirsson