Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 41
Ungar stúlkur frá ýmsum störfum
eru hérna að bæta úr þörfum.
Ötular, brosandi, yndi manns,
ósvikið verðmæti þessa lands.
„Skólavaktin“ skemmtilega
í skarðið fyllir alveg nú.
Með Ástu vinna ágætlega,
öllum skyldum reynist trú.
Æskubragur er annað ljóð sem
birtist í bókinni:
Atli er mikill afbragðs piltur,
æskuljóminn prýðir hann.
Í framkomu svo frjáls og stilltur,
fyrir mér sé ég gæfumann.
Daníel er drengur góður,
danskóngurinn, prúði og djarfi,
mannborlegur, fínn og fróður,
farsæll bæði í námi og starfi.
Hversdagslegustu atvik verða
kveikja að ljóðum hjá Leifi. Í Vísa
fyrir hafragraut á A-516 þakkar
Leifur fyrir að hafa fengið hafra-
graut í rúmið þegar að hann nennti
ómögulega fram úr einn morguninn:
Fanney núna finnst mér best,
full af björtum vonum.
Einkavininn elskar mest,
allt svo ljúft með honum.
Allt breytt
„Flestallt er meira og minna
breytt frá því að ég var ungur.Nema
mannlegt eðli,“ útskýrir Leifur. Þótt
flest sé nú auðveldara en áður hefur
hann nokkrar áhyggjur af því að
ungt fólk verði fyrir slæmum áhrif-
um af fjölmiðlum, sérstaklega sjón-
varpi og kvikmyndum. „Ég er
óskaplega hræddur um að umfjöllun
í fjölmiðlum komi mönnum yfir á
þær brautir sem þeim hefði ekki
dottið í hug áður.“ Einnig finnst
honum stundum nóg um það hve
margt snýst nú um peninga. „Það er
merkilegt hvað sumir verða ríkir og
hvað sumir heimta mikið,“ bendir
hann á.
Vissi ekki að ég væri að eldast
Í formála að ljóðabók Leifs er
hann kallaður hundrað ára ung-
skáld. Þetta má til sanns vegar færa
því hann er sannarlega ungur í anda.
„Veistu það að ég vissi ekki að ég
væri að eldast fyrr en ég las grein í
Mogganum eftir Ólaf G. Einarsson
vin minn þar sem sagði að ég dveldi
nú á Hrafnistu í hárri elli. Ég fann
ekki fyrir elli fyrr en þarna.“ Greinin
sem Leifur vitnar í var skrifuð í
fyrra. Kvæðið Núna ber vott um
sama lífsþrótt:
Ég er bara býsna hress,
um bjarta íbúð sveima.
Alveg laus við læti og stress,
og leiðist aldrei heima.
Góða heilsu þakkar Leifur heil-
næmu líferni og bindindi á áfengi og
tóbak.
Góð kona og fjölskylda
„Mikilvægast af öllu saman er þó
að eiga góða konu og fjölskyldu,“
segir Leifur. „Konan mín, Lúlla, var
fædd og uppalin á Raufarhöfn og
dáði staðinn mjög.“ Börn Leifs og
Lúllu eru fjögur, barnabörn fimm-
tán og barnabarnabörn fjörutíu og
níu, og Leifur því ríkur maður. Ljóð-
ið Óður til Raufarhafnar er tileinkað
minningu Lúllu.
Það var fyrir langa löngu
leiftri sló á unga jörð.
Heyra mátti hnegg í lofti,
hófum spyrnt í gljúpan svörð.
Inn þar flæddi saltur sjórinn,
samstundis var höfn þar gerð.
Ýmsir telja eflaust verið
Óðinn þar á norðurferð.
Raufarhöfn þar reis af grunni,
roða sló á sæ og hlíð.
Allt var breytt á ögurstundu,
upp runnin hin bjarta tíð.
Vébönd reist gegn veðra lamstri,
vígur höfðinn sá um það.
Hólminn bægði hafsins grandi,
heppnin valdi þennan stað.
Síðan hafa sjómenn djarfir
sótt á mið frá Raufarhöfn.
Einatt lýð og landi þarfir,
leikinn háð við svala dröfn.
Ötul fley af ýmsum stærðum
til Ægis sóttu fenginn sinn.
Sökkhlaðinn við síldarfarminn
sigldu skip að bryggju inn.
Þá var bjart og búsæld mikil,
brosti þjóð við Raufarhöfn.
Fólkið kom úr öllum áttum
algengt fleiri hundruð nöfn.
Þá var unnið hörðum höndum,
hratt þá tíminn löngum flaug.
Ýmsir tengdust ástar böndum
við aftanskin frá heimskautsbaug.
Þó að nú sé öldin önnur,
ærið margt er sígilt hér:
Höfnin geymir gullið sanna,
greiðir þeim sem verður er.
Íbúanna og góðra gesta
geymir sagan allra nöfn.
Heimsins bestu heilladísir
halda vörð um Raufarhöfn.
Að skilnaði segir Leifur: „Ég hef
aldrei öll þessi ár þurft að standa yf-
ir moldum afkomenda minna. Það er
mikil hamingja og gleði og ég er svo
sæll með þetta allt saman.“
oddnyh@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 41
2-3 júní 2007
Rey
kjavík
urhöfn - Miðbakki
08:00 Hátíðarfánar prýða skip í höfninni.
10:00-16:00 Furðufiskar – Hafrannskóknarstofnun hefur
safnað skrýtnum fiskum sem verða til sýnis.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
09:00-17:00 Hvalaskoðun Reykjavík
Tilboð í hvalaskoðun.
Sjá nánar á www.hatidhafsins.is
Ægisgarður-Reykjavíkurhöfn
10:00-18:00 Reykjavíkurhöfn í 90 ár. Ljósmyndasýning.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
10:00 Athöfn við Minningaröldur Sjómannadagsins.
Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fer með
ritningarorð og bæn. Starfsmenn
Landhelgisgæslunnar standa heiðursvörð við
Minningaröldurnar.
Fossvogskapella í Fossvogskirkjugarði
11:00 Sjómannaguðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson,
predikar og minnist drukknaðra sjómanna. Sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari.
Meðan á guðsþjónustu stendur verður lagður
blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins.
Dómkrikjan
11:00-17:00 Viðey og vöfflur. Fjölbreytt afþreying fyrir alla
fjölskylduna. Sjá nánar á www.hatidhafsins.is
11:00-17:00 Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík.
Aðgangur ókeypis. Kaffi og með því í boði
Europris.
Grandagarði 8
12:00-17:00 Leiktæki á Miðbakkanum.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00-16:00 Landhelgisgæslan sýnir varðskipið Tý, sem
hefur verið í þjónustu Gæslunnar í 32 ár.
Faxagarði-Reykjavíkurhöfn
13:00-16:00 Happdrætti DAS sýnir glæsilegan Lexus GS300
og Harley Davidson V-Rod mótorhjól.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00 Sýning Björgunarsveitarinnar Ársæls á
viðbrögðum við björgun á manni í sjó.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00, 14:00 Skemmtisigling fjölskyldunnar: Sæbjörg, skip
og 15:00 Slysavarnarskóla sjómanna, siglir um sundin
blá. Veitingar til sölu. Aðgangur ókeypis.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00 Björgunarsveitin Ársæll. Jeppar og annar
búnaður til sýnis. Sjúkrahópur verður með
kynningu á endurlífgun.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:00-16:00 Fjallabjörgunarhópur Björgunarsveitarinnar
Ársæls verður með sigæfingu og leyfir krökkum
að taka þátt.
Fiskverkun Jóns Ásbjörnssonar, Miðbakkanum
við Reykjavíkurhöfn
13:30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Miðbakkanum
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
13:30-16:00 Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík.
Netahnýting splæsing og harmoníkuleikur.
Strætisvagn gengur á 20. mín. fresti á milli
Fiskverkunnar Jóns Ásbjörnssonar, Miðbakka og
Sjóminjasafns Reykjavíkur.
Grandagarði 8
14:00-15:00 Hátíðarhöld Sjómannadagsins á Miðbakka
Setning hátíðarinnar:
Guðmundur Hallvarðsson, formaður
Sjómannadagsráðs.
Ávörp:
Einar K. Guðfinnsson Sjávarútvegsráðherra
Björgólfur Jóhannsson stjórnarfomaður LÍÚ
Björn Ingi Hrafnsson formaður hafnarstjórnar
Faxaflóahafna
Birgir H. Björgvinsson stjórnarmaður í
Sjómannafélagi íslands
Sönghópurinn Voces Thules flytur sjómannalög
Sjómenn heiðraðir
Sönghópurinn Voces Thules flytur sjómannalög
Kynnir: Hálfdan Henrýsson
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
15:00 Kappróður í innri höfninni.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
15:00 Listflug yfir Reykjavíkurhöfn
15:00 Skemmtidagskrá fyrir börn á Miðbakkanum
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
16:00 Björgun úr hafi – Landhelgisgæslan sýnir
björgunarstörf ásamt björgunarsveitinni
Ársæli.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
16:00 Verðlaun afhent fyrir róðrakeppni.
Miðbakkinn-Reykjavíkurhöfn
17:00 Skáldskapur um hafið
Einar Már rithöfundur flytur ljóð um hafið á
veitingahúsinu Sjávarbarnum.
Grandagarði 9
Sunnudagur 3. júní
Matur og menning á Miðbakkanum
Skólar og fyrirtæki tengd hafi og hafrannsóknum kynna
starfsemi sína í tjaldi á Miðbakkanum frá kl. 13-16. Einnig
listsmiðjur fyrir börn, harmonikkuleikur og heitar vöfflur.
Fiskiveisla Hátíðar hafsins 1.-3. júní
Upplýsingar um veitingastaði og matseðla er að finna á
www.hatidhafsins.is
Eftirtaldir a›ilar styrkja Hátí› hafsins:
Brim hf, Ögurvík, HB Grandi og Iceland Seafood International
www.hatidhafsins.is
Rey
kjavík
urhöfn - Miðbakki
A unique opportunity
On behalf of the owners I have been asked to sell a
renowned and popular classic hotel in the center of
Copenhagen. Price 275.000.000.- Danish kr.
For another client I have been asked to sell an
investment project on the island of Rhodos, 33
apartments under construction, beautifully located.
Price 31.500.000.- Danish kr.
Both are extremely attractive investment opportunities.
I will be in Reykjavík from June 4th until June 8th with
prospects and photos.
Please call Rolf Drewsen, real estate agent,
tel: 693-3543 and arrange a meeting.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið