Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 47

Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 47
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn heimilið hafi stundum verið eins og virki. Jónas var alltaf vakinn og sofinn í baráttunni fyrir áhugamálum sínum, þótt baráttuaðferðirnar væru stund- um nokkuð hatrammar. Ég man þegar hann var í síðasta sinn í fram- boði fyrir norðan árið 1946 og allt var að springa í Þingeyjarsýslu í kringum hann. Þetta tók á hann náttúrlega, hann vissi ekki lengur hverjir voru með honum og hverjir á móti af hans gömlu vinum. Í þessari hinstu herför hans sváfum við eitt sinn saman í herbergi í Fremstafelli hjá foreldrum mínum, og þá fór hann að tala upp úr svefninum og sagði: „Þetta gæti tekist ansi vel ef lukkan væri með.“ Mér þótti þetta lýsa honum vel. Í miðri orrahríðinni var hann allur með hugann við eitthvert hugsjóna- mál sem hann vildi hrinda í fram- kvæmd.“ ishátíðinni 1930, merktu hverja fjöl og fluttu húsið síðan austur að Laugarvatni. Þar vantaði nefnilega íþróttahús. Þetta hús stendur enn við gufuböðin.“ En þegar þú kemur í Héraðs- skólann þá eru komin ný fræðslu- lög í landinu frá 1946? „Já, það er einmitt stóra málið. Fram að þeim tíma er Héraðsskól- inn tveggja ára skóli og hann hef- ur reyndar verið að æxla út frá sér íþróttakennaraskóla og hús- stjórnarskóla og m.a.s. iðnnám í stuttan tíma og það eru ekki mjög ungir nemendur, þeir eru flestir komnir hátt á tvítugsaldur. En með fræðslulögunum þá taka hér- aðsskólarnir við því hlutverki sem gagnfræðaskólarnir í bæjunum ræktu, að bæta 1-2 árum við ungl- ingaskólastigið með sérstaka áherslu á landspróf með fram- haldseinkunn og réttindi til að setjast í menntaskóla. Það verður aðalviðfangsefnið og metnaður skólanna fer að snúast meira um það.“ Þetta er gjörbreyting á hugs- uninni að baki skólunum? „Já. Þetta sér maður vel ef mað- ur les sögu Bjarna Bjarnasonar, Laugarvatnsskóli þrítugur. Hann gerir skýra grein fyrir því hvernig þessi breyting kom við hann sjálf- an. Hann segir að nemendur hafi orðið miklu yngri en áður „og olli það langmestu til hins verra“, seg- ir hann.“ Er þá eftirsjá í hinu fyrra fyr- irkomulagi? „Að hans mati er það.“ En að þínu mati? „Nei, það held ég raunar ekki. Því þetta var náttúrlega framtíðin, að menntun og skólaganga yrði samfelld og æskuárin væru notuð til þess en horfið frá vinnuþræl- dómi. Breyttir tímar En þegar Menntaskólinn á Laugarvatni er stofnaður árið 1953 þá finnst mér greinilegt að einhver ekki ósvipuð hugsun hafi verið á bak við hann. Þar var lögð áhersla á að þetta væri mennta- skóli í sveit. Jónas kemur sjálfur á stofnsamkomuna og afhenti skól- anum bláhvíta fánann sem notaður hafði verið við útför Einars Bene- diktssonar en Jónas dáði Einar mjög sem kunnugt er. Þá eru valin kjörorð fyrir skólann, Manngildi, þekking, atorka, og ákveðinn skólasöngur, Til fánans eftir Ein- ar. Þetta minnir náttúrlega allt á héraðsskólana.“ Svo honum hefur fundist sem sín hugsjón væri þá enn lifandi að einhverju leyti? „Já, já. Og til dæmis fyrst eftir stofnun Menntaskólans tókum við þátt í skógrækt og hjálpuðum til í mötuneytinu sem sparaði fé en var líka talið hafa uppeldisgildi. Auk þess var íþróttaiðkun meiri en annars staðar. Svo má nefna að haldið var sérstaklega upp á af- mælisdag Einars Ben. ár hvert. Þá er sérstök kynning á ljóðum Ein- ars sem tengdist því að hvítbláinn var afhentur skólanum. Nú, kjör- orð skólans eru í heiðri höfð. En tímarnir bara breytast svo ört. Framsýni Jónasar og nánast valdbeiting við að leggja svo mikið fé sem raun var í byggingu skól- ans á Laugarvatni varð til þess að skólinn varð nógu öflugur og réð nægilega sterkt kennaralið til að geta síðan farið út í mennta- skólakennslu. Síðan hafa stofnun Menntaskólans og síðan Íþrótta- kennaraskólans út frá Héraðsskól- anum orðið til þess að þarna er ennþá skólasetur. Eins þótt hér- aðsskólarnir hafi misst hlutverk sitt. Svo ég tel einsýnt að þessi djarfa ákvörðun Jónasar hafi orðið mjög til góðs þegar á allt er litið.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 47 BEINN SÍMI Í HTH: 530-2906 / 530-2907 BAÐINNRÉTTINGR KAUPHLAUPSVERÐ 10% AFSLÁTTUR LISTAVERÐ: 159.900 kr. KAUPHLAUPSVERÐ 129.900 kr. Sharp 32" LCD LC-32GA8E OPIÐ Í DAG FRÁ KL. 13-19 Nýjung! 1 -Umsækjandi sækir um skattkort á skattur.is 2 - Skattstjóri fer yfir umsóknina 3 - Skattkortið berst í pósti Núgeturþú sótt um Þarftu að fánýtt skattkort eða fágamla kortinu skipt? 01018 5-393 9 3. ma í 2007 100% Páll J ónsso n Efsta hóli 5 102 R eykja vík skattkort á skattur.is ogfengiðþaðsent Sótt er um skattkort á: www.skattur.is Til sölu Iðnaðarhúsnæði og/eða heildsala Heildverslun með gjafa- og rekstrarvörur, velta um 45 miljónir á ári, selst með eða án húsnæðis. Góð framlegð. Möguleiki á að yfirtaka langtímalán. Upplýsingar veitir Jón í síma 892 1316 334 m² að Réttarhálsi 2, vesturenda, með um 140 m² millilofti, mögulegur byggingaréttur. Lofthæð 4,1 metrar, malbikuð lóð, gott útisvæði, góð staðsetning þekkt hús, vel byggt og vel viðhaldið. Verð kr. 56.900.000,-. Gott erlent langtímalán. Næstu helgi verður haldin sérstök menningarvaka að Laugarvatni um Jón- as frá Hriflu og tengsl hans við staðinn. Að ráðstefnunni stendur hópur hollvina Héraðsskólans að Laugarvatni. Þar verða haldin erindi og sitthvað gert til skemmtunar. Meðal annars talar Guðjón Friðriksson um tengsl stjórnmálaafskipta Jónasar við Laugarvatn, Helgi Skúli Kjartansson um skólastefnu Jónasar, Kristinn Kristmundsson, fyrrverandi skólameistari ML, heldur erindi sem nefnist Skólasetrið að Laugarvatni í anda Jónasar? og Gerður Steinþórs- dóttir cand mag og barnabarn Jónasar heldur erindi sem hún nefnir Jónas – fjölskyldan – Laugarvatn. Skólastefna Jónasar frá Hriflu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.