Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 52
52 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
OPIÐ HÚS - KRISTNIBRAUT 8, 3.H.H.
Stórglæsileg 118 fm, 3ja herbergja íbúð á
3. hæð í fallegu lyftuhúsi með glæsilegu út-
sýni. Íbúðir í húsinu hafa verið eftirsóttar af
eldra fólki, m.a. vegna golfvallarins og út-
ivistarsvæðisins, svo og útsýnisins sem er
einstakt. Hægt er að sjá til Bláfjalla, yfir
borgina, Snæfellsjökul, til Esjunnar og Úlf-
arsfells. Mikið af gönguleiðum er skammt
frá og fékk húsið m.a. verðlaun frá Reykja-
víkurborg. V. 35,4 m. 6607
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG
Í SAMRÁÐI VIÐ Jón Guðmann í síma 864-4074.
OPIÐ HÚS - KRISTNIBRAUT 51, 205
Nýleg og falleg íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlis-
húsi. Íbúðin skiptist í forstofuhol, eldhús
með borðkrók, stofu, þvottaherbergi, bað-
herbergi og tvö svefnherbergi. Útsýni. Eigu-
leg og falleg íbúð. EIGNIN VERÐUR TIL
SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) KL. 14-15. V.
23,6 m. 6500
VIÐ ÞINGVALLAVATN - SÝNING Í DAG
Einstaklega góður og vel umgenginn heils-
ársbústaður. Húsið skiptist í forstofu, bað-
herbergi, stofu, eldhús og þrjú svefnher-
bergi. Einnig er lítið útihús, skjólverönd og
nýlegur nuddpottur. Húsið er með lituðu
gleri og kabisu. Lóðin er 5.000 fm eignarlóð
og stendur húsið á góðum stað í norður-
hluta Miðfellslands, ekki er byggð norðan
og austan megin við lóðina. Rafmagnshitun
og kalt vatn úr borholu á lóðinni. Geir sýnir í
dag, s. 824-9096. V. 14,5 m. 6775
VÆTTABORGIR - GLÆSILEGT PARHÚS
Tvílyft 165,5 fm parhús með innbyggðum
26 fm bílskúr. Húsið er glæsilega innréttað
og með óviðjafnanlegu útsýni til norðurs. Á
1. hæð er forstofa, hol, tvö svefnherbergi,
þvottahús, baðherbergi og innbyggður bíl-
skúr. Á efri hæð er stofa, borðstofa, eldhús,
snyrting og svefnherbergi. V. 49,8 m. 6540
HAMRAVÍK - BÍLSKÚR OG GLÆSILEGT ÚTSÝNI
5 herb. glæsileg 143 fm endaíbúð með frá-
bæru útsýni ásamt 19,1 fm innb. bílskúr,
samtals 162,9 fm. Íbúðin skiptist í n.k. for-
stofu, hol, 3 herb. (möguleiki á fjórum),
tvær stórar saml. stofur, sérþvh., stórt
baðh. og stórt eldhús. Svalir eru út frá eld-
húsinu en þær ná meðfram allri suðurhlið-
inni og einnig stórum hluta vesturhliðar. V.
40 m. 6772
SÓLHEIMAR - Á 1. HÆÐ MEÐ VERÖND
Einstaklega vel staðsett 101 fm, 3ja-4ra
herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi.
Íbúðin skiptist í tvö góð svefnherbergi, tvær
samliggjandi stofur, baðherbergi með
glugga, geymslur og stórt og gott eldhús
með stórum borðkróki. Íbúðin er á 1. hæð
með útgangi úr stofu út á suðurverönd í
skjólgóðum og fallegum garði. V. 24,9 m.
6774
RAUÐARÁRSTÍGUR - GÓÐ 2JA HERB. ÍBÚÐ
Tveggja herbergja 47,9 fm íbúð á 3ju hæð.
Íbúðin skiptist í herbergi, stofu, baðher-
bergi, eldhús, hol og geymslu í kjallara. V.
14,5 m. 6773
HAMRABORG - VERSLUNARHÚSNÆÐI
Glæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á
mjög eftirsóttum stað í Hamraborg í Kópa-
vogi. Húsnæðið er sérlega vel staðsett og í
dag er rekin í því snyrtivöruverslun á jarð-
hæð. Húsnæðið er á tveimur hæðum og
hægt er að samnýta hæðirnar eða nota
þær hvora í sínu lagi. Efri hæðin er tilbúin til
innréttingar. Neðri hæðin er skráð 140 fm
skv. FMR en efri hæðin er skv. seljanda um
170 fm. V. 70,0 m. 6776
SÝNING Í DAG
OPIÐ HÚS Í DAG
OPIÐ HÚS Í DAG
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Opið hús í dag kl. 15 - 16
530 1800
57,900,000
Einstaklega glæsilegt, 182,5 fm, 6 herbergja raðhús við verðlauna-
götu árið 2006. Glæsilegar innréttingar úr maghony, parket og flísar á
gólfum. Fallegur garður og ágætt útsýni.
Þórarinn, sölumaður Draumahúsa, tekur á móti gestum
Blómahæð 6 - 210 Gbæ
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali
LYFTUHÚS FYRIR 50 ÁRA OG ELDRI: Rúmgóð og huggulega inn-
réttuð 3ja til 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Stærð íbúðar 101,2 fm. Tvenn-
ar svalir. Sérinngangur. Stæði í bílgeymslu. Frábært útsýni. Laus fljót-
lega. Verð: 27,8 millj.
Ólafur tekur á móti áhugasömum í dag kl. 14-16.
jöreign ehf
OPIÐ HÚS í dag sunnudag kl. 14-16,
SÓLEYJARRIMI 7, 112 Rvík.
Í LÖGUM um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla nr. 96,
2000, 19. gr. kemur fram að í ráð-
gjöf og náms- og starfsfræðslu
skuli leitast við að kynna bæði pilt-
um og stúlkum störf sem hingað til
hefur verið litið á sem hefðbundin
karla- eða kvennastörf. Í gildi er
jafnréttisáætlun fyrir árin 2004-
2008 sem ríkisstjórnin hefur sam-
þykkt. Í tölum frá Hagstofu Ís-
lands kemur fram að árið 2005
voru konur 84% útskrifaðra nem-
enda í heilbrigðis- og uppeld-
isgreinum á háskólastigi en 28% úr
tækni- og verkfræðigreinum.
Lengi hefur verið glímt við að
eyða þeim mun sem er á launum
karla og kvenna. Á sjötta áratugn-
um voru sett lög um launajafnrétti
en fyrstu almennu jafnréttislögin
tóku gildi 1976 og hafa þau verið
endurskoðuð a.m.k. tvisvar sinnum.
Þriðja endurskoðunin fer fram um
þessar mundir. Gerðar hafa verið
reglubundnar rannsóknir á launa-
mun kynjanna en þrátt fyrir allar
þessar aðgerðir virðist viss stöðnun
ríkja um þessar mundir eins og
reyndar í nágrannalöndum okkar.
Náms- og starfsráðgjafar sinna
m.a. ráðgjöf við ungt fólk sem á líf-
ið framundan. Tilvera ungs fólks er
hneppt í sömu kynjamynstur og
samfélagið sjálft og í ráðgjöf er
ekki hægt að ganga út frá því að
einstaklingurinn sé kynlaus. Jafn-
réttis- og kynjasjónarmið ættu því
að fléttast saman við alla ráðgjöf
náms- og starfs-
ráðgjafa. Eitt meg-
inviðfangsefni náms-
og starfsráðgjafa er
ráðgjöf við fólk sem
stendur frammi fyrir
náms- og starfsvali.
Rannsóknir sýna að
náms- og starfsval
fólks er kynjað fyr-
irbæri, þ.e. hefðir,
venjur og stað-
almyndir eru ríkur
þáttur í hugmyndum
fólks um vinnumark-
aðinn.
Í mars og apríl sl. kannaði Capa-
cent Gallup fyrir Jafnréttisráð við-
horf íslenskra ungmenna (18-23
ára) til starfa og launa. Endanlegt
úrtak var 786 manns og svarhlut-
fall 53,7%. Spurt var um áhuga
ungmennanna á að gegna 10 mis-
munandi störfum, hvað þau teldu
líklegt að þau fengju í laun fyrir
hvert starfanna og hvort þau teldu
viðkomandi starf frekar hæfa kon-
um eða körlum eða kynjunum
jafnt. Meðal þess sem könnunin
leiðir í ljós er að í átta tilfellum af
10 reikna karlar með hærri launum
fyrir starf en konur. Undantekn-
ingarnar eru starf kennara og
smiðs en munur þar er ekki mark-
tækur. Ekki var mikið um að svar-
endur teldu störf hæfa öðru kyninu
hinu frekar og aðeins þegar kemur
að smiðum var yfir helmingur svar-
enda þeirrar skoðunar. Flest önnur
störf telja langflestir svarenda að
hæfi kynjunum jafn vel. Áhugi ung-
mennanna á að gegna ákveðnu
starfi er hins vegar nokkuð mis-
munandi en meðal karla hafa flestir
áhuga á að verða smiðir (33,7%)
eða lögfræðingar (31,5%) en hjá
konum er hjúkrunarfræðingur í
fyrsta sæti (37,9%) og læknir í öðru
sæti (36,4%). Fæstir karlar hafa
hins vegar áhuga á starfi launa-
gjaldkera (2,9%) og hjúkrunarfræð-
ings (5,3%). Konur hafa hins vegar
minnstan áhuga á starfi verð-
bréfamiðlara (5,2%) og kerfisstjóra
(6,4%).
Jafnréttisráð hefur ákveðið að
senda könnunina til allra grunn- og
framhaldsskóla í von um að nið-
urstöður verði nýttar í kennslu og
fræðslu um íslenskan vinnumarkað
og sem innlegg í jafnréttisumræðu
í skólunum (http://www.jafnretti.is).
Ef litið er til þeirra rannsókna
og fræða sem fyrir liggja um ein-
staklingsmun, ólíka hugsun um
nám og störf hjá stelpum og
strákum og rótgróin samfélagsleg
kynjakerfi er fagstétt náms- og
starfsráðgjafa sú stétt samfélagsins
sem ætti að hafa frumkvæði að
hagnýtingu jafnréttis- og kynja-
sjónarmiða í námi og störfum.
Náms- og starfsframboð er litríkt
og gerir þá kröfu að hverjum ein-
staklingi sé mætt á hans eigin
grundvelli ef aðstoða á hann við að
komast þangað sem hugurinn
stefnir til.
Erlendar rannsóknir benda til að
hægt sé að hafa áhrif á viðhorf
nemenda til kynbundinna starfa
þannig að þeir skoði störfin í öðru
ljósi. Ein af þeim leiðum sem við
hljótum að leggja áherslu á í þeirri
viðleitni er stóraukin náms- og
starfsráðgjöf, þar sem kynjavinkill-
inn er hafður að leiðarljósi. Við
þurfum að stefna markvisst að því
að konur sæki fram í karlaat-
vinnugreinum og karlar hasli sér
völl í hefðbundnum kvenna-
atvinnugreinum. Þetta er þýðing-
armikið skref í þá átt að eyða þeim
mun sem er á launum karla og
kvenna. Náms- og starfsráðgjöf og
öflug náms- og starfsfræðsla í skól-
um er augljós leið til að sporna við
kynjaskiptingu í námi og störfum.
Jafnréttis- og kynjasjónarmið
í náms- og starfsráðgjöf
Ágústa E. Ingþórsdóttir og
Ragnheiður Bóasdóttir skrifa
um náms- og starfsfræðslu í
skólum
»Náms- og starfs-ráðgjöf og öflug
náms- og starfsfræðsla í
skólum er augljós leið til
að sporna við kynja-
skiptingu í námi og
störfum.
Ragnheiður Bóasdóttir
Ágústa er formaður Félags náms- og
starfsráðgjafa og Ragnheiður er
náms- og starfsráðgjafi í Fjölbrauta-
skólanum Ármúla.
Ágústa E. Ingþórsdóttir