Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Opið hús – Eikjuvogi 22 Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Einstakt tækifæri – 2ja herbergja 73,2 fermetra íbúð í tvíbýli á þessum skemmtilega stað í hverfi 104. Gott svefnherbergi og rúmgóð stofa. Verð 17,9 millj. Laus til afhendingar strax. tákn um traust Ítarlegri upplýsingar liggja fyrir á skrifstofu Hóls, Þverholti 14. Upplýsingar gefur Stefán Bjarni Bjarnason í s. 694 4388. Í dag sunnudag frá kl. 15-16 sýnum við laglega íbúð við Eikjuvog í Reykjavík. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli KAMBASEL 30 - FALLEG EIGN Falleg 3ja - 4ra herb. 102 fm íbúð á 2. hæð (efstu) í fallegu fjölbýli. Tvö rúm- góð herb., sjónvarpsherb. og stór og björt stofa með útg. á stórar suðursvalir. Þvottahús innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Eldh. ný- lega endurnýjað og uppgert. Stór sérgeymsla. Sameign mikið tekin í gegn og hefur fengið gott viðhald. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Verð 22,9 millj. Kristjana og Jóhann sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14-16. Traust þjónusta í 30 ár OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM KRISTNIBRAUT 79 - GLÆSILEG EIGN Vorum að fá í sölu glæsilega 105 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í fallegu lyftuhúsi í Grafarholtinu. Tvö stór herbergi, stór og björt stofa og borðstofa með útg. á suðvestursvalir. Fallegar innréttingar. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús innan íbúðar. Stutt í alla þjónustu. Verð 23,3 millj. Ruth og Bjarni sýna eignina í dag sunnudag frá kl. 14-16. VÍKURÁS 2 - MEÐ BÍLAGEYMSLU Vorum að fá í sölu mjög góða 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi með stæði í bílageymslu. 3 góð svefnherbergi með skápum. Eldhús með nýlegri innréttingu. Baðherbergi allt nýlega standsett. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu. Laus strax. Verð 23,9 millj. Ingunn sýnir eignina í dag sunnudag frá kl. 14-16. Fellahvarf 24 Eign sem sker sig úr! Sérlega vandað endaraðhús á einni hæð við Fellahvarf í Kópavogi með stórkostlegu útsýni. Vel skipulagt og þægilegt hús að búa í, með vönduðu gólfefni og innréttingum, hús sem býður uppá allt það besta í umhverfi þar sem þú gleymir algjörlega stað og stund. Svona hús koma ekki oft í sölu, ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til að hafa samband hið fyrsta. Verð 62 millj. Pantaðu skoðun hjá sölufulltrúa Fasteignakaupa Guðmundi Valtýssyni 865 3022 Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. ÞORLÁKSGEISLI - EINBÝLI Erum með í sölu glæsilegt og vandað 230 fm einbýlishús á 2 hæðum með bílskúr. Vandað hefur verið til verks við allan frágang á húsi. Húsið stendur ofan götu í lokuðum botnlanga með glæsilegu útsýni til suðurs og austurs, stutt í alla þjónustu, skóla, gönguleiðir í nágrenni og stutt í náttúruna. Á neðri hæð er anddyri, hol, gestasnyrting, stofa, borðstofa, sólstofa, stórt eldhús, geymsla og þvottaherbergi inn af eldhúsi og 30 fm bílskúr. Efri hæð: Steyptur stigi upp í gang, þrjú rúmgóð barnaherbergi, stórt hjóna- herbergi og rúmgott baðherbergi. Suðaustursvalir, um 22 fm. Stór og mikil lóð sem býður upp á mikla möguleika. Verð: 67.300.000.- Upplýsingar um eignina veitir Sveinn Eyland í síma 6-900-820. Maddaman er feit og full, fjarri vos og seyra. Hefur öðlast glópagull. Gerir út á meira. (IA) Jón Kristjánsson leitast við að verja fá- eina þætti í syndareg- istri Framsóknar í Morgunblaðinu 18. apríl. Þessum tals- manni flokksins liggur greinilega ekki mikið á hjarta því hann not- færir sér hvergi nærri það rými sem Mbl. þó veitir. En hitt er þó verra að rangfærslurnar og ósannindin eru honum enn töm eins og ég mun nú leitast við að sýna. Orkuverðshækkanir Ég sagði í grein minni 15. mars um maddömuna níræða að Val- gerður iðnaðarráðherra hefði hækk- að rafmagnsreikninga okkar lands- byggðarfólks um 20 til 40 prósent með vanhugsuðum og alls óþörfum orkulagabreytingum. Á mínu heimili nemur þessi Valgerð- arskattur röskum 100 þúsund krónum. JK segir 18. apríl: „Orku- reikningar sumra hafa lækkað en dæmi eru um hækkanir“. Í símtali við Harald Benediktsson, formann Bændasamtaka Ís- lands, greindi hann mér frá og sagði að ég mætti hafa eftir sér að starfsmaður Bænda- samtakanna, sem hefði fylgst með rafmagns- verði hjá bændum og ferðaþjón- ustuaðilum til sveita allt frá því fyrir orkulagabreytinguna og til þessa dags, hefði hvergi fundið dæmi um lækkun en meðaltalshækkun næmi 20–30 prósentum. Fjölda kvart- anaerinda frá búnaðarsamböndum vítt um land vegna orkuhækkana lá enda fyrir síðasta búnaðarþingi. Og nú verða lesendur, sem ekki eru undirorpnir Valgerðarskattinum, að velja um hvort skuli frekar trúa tals- manni Framsóknar eða mér og bændasamtökunum. Umhverfisslys á Vestfjörðum Ríkisvaldið friðaði Hornstrand- arefinn 1994. Síðan hafa núverandi stjórnarflokkar haldið verndarhendi yfir uppeldisstöðvunum og lofað refnum að flæða yfir okkur Vestfirð- inga, austur um Húnavatnssýslur og Skagafjörð, suður í Dali og á Snæ- fellsnes. Afleiðingar þessarar jafnvæg- isröskunar í lífríkinu eru hroðalegar. Fugl í friðlandinu sést varla lengur nema í yfirflugi eða snarbröttum björgum þar sem tófan kemst ekki að honum. Raddir vorsins eru að þagna austur eftir öllum Ströndum og í Jökulfjörðum, rjúpa gersamlega að hverfa hér við Djúp og sömuleiðis kría þar sem tófan kemst að varpi hennar. Æðurin á því aðeins mögu- leika á að verpa úti í eyjum eða vera varin af skyttum allan sólarhringinn. Dýrbítur færist í aukana. Í Reykj- arfirði nyrðri þurfti Ragnar bóndi Jakobsson í fyrravor að skjóta 26 tófur áður en krían hans fengi varp- frið. Umhverfisráðuneytið kallar þetta náttúruvernd og vill ólmt færa ríki refsins út, allt austur í Árneshrepp, svo og leggja sunnanverða Jök- ulfirði, Snæfjallaströnd og Kaldalón undir ófögnuðinn. Bændasamtökin, Æðarræktarsambandið, Skotvís, Strandabyggð og Héraðsnefnd Strandasýslu hafa krafist þess að aftur verði heimilað að hefja grenja- vinnslu í friðlandinu. Þingmenn okk- ar hafa þagað þunnu hljóði, þar til nú að Jón Bjarnason, alþingismaður Vinstri grænna, segir mér að hann sé tilbúinn að beita sér gegn refap- lágunni enda hafi jafnvægi lífríkisins verið ógnað svo gróflega að ekki verði lengur við unað. Vona ég að Hafa skal það sem sannara reynist Indriði Aðalsteinsson segir Jón Kristjánsson fara með rangt mál »Raddir vorsins eruað þagna austur eft- ir öllum Ströndum og í Jökulfjörðum, rjúpa gersamlega að hverfa hér við Djúp Indriði Aðalsteinsson Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.