Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN , Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 180 fm mjög gott einbýli á einni hæð, þar af 42,3 fm bílskúr. Húsið sem er mjög vel staðsett í botnlangagötu skiptist í forstofu, eldhús með borðkrók, stofu, borðstofu, hol, sjónvarpshol, þvottahús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Stór verönd með skjól- vegg í suður. Gróinn og skjólgóður garður. Krosshamrar 166,4 fm mjög gott parhús á einni hæð þar af 28 fm bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, salerni, gang, baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús, stofu og eldhús. Sérsmíð- aðar innréttingar. Halogen ljós eru í lofti og undir skápum. Hiti er í gólfum. Laus fljót- lega. Skipti möguleg á eign á höfuðborgarsvæðinu. V. 28,9 m. Lækjamót – Sandgerði 114,6 fm 3ja herbergja íbúð á 5. hæð auk 23,1 fm stæðis í bílageymslu, alls 137,7. Íbúðin er fyrir 60 ára og eldri. Íbúðin skiptist í hol/gang, stóra stofu með svalir í suður, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og eldhús með borðkrók. Geymsla í kjallara. Úr íbúðinni er glæsilegt útsýni yfir borgina og til suðvesturs til sjávar. V. 41 m. Grandavegur - Fyrir 60 ára og eldri 114,6 fm 4 herbergja íbúð á 1. hæð í fallegu fjölbýli ásamt 21,6 fm bílskúr, alls 136,2 fm. Eignin skiptist í forstofu, stóra stofu með svölum sem snúa að garðinum, skrif- stofa/bókaherbergi, 2 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og bílskúr ásamt sameigin- legu þvottahúsi í sameign. V. 29,5 m Safamýri - Með bílskúr 70,1 fm rúmgóð 2ja herbergja íbúð á 1. hæð við Grensásveg í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, stofu, baðher- bergi, svefnherbergi og geymslu. Sameig- inlegt þvottahús í kjallara. V. 16,9 m. Grensásvegur Til sölu 5.139 fm eignarlóð í landi Dagverðarness í Skorradal. Lóðin er kjarrivaxin með stórkostlegu útsýni yfir vatnið í þessari einstöku náttúruperlu. Um er að ræða eina af örfáum lóðum sem eru óbyggðar á þessu svæði. V. 6,5 m. Dagverðarnes – Lóð – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Opið hús í dag kl. 15 - 16 530 1800 32,900,000 Falleg, 5-6 herbergja, 149 fm íbúð á fjórðu hæð, þar af 13,6 fm íbúðarherbergi í kjallara, auk 20,7 fm bílskúrs. Samtals 169,7 fm á góðum stað við Hvassaleiti, þar sem stutt er í alla þjónustu. Berglind og Jón Arnar taka á móti gestum, s. 821 0882. Hvassaleiti 30, 4. hæð - 103 Rvk Vantar fyrir einn af viðskiptavinum okkar, einbýli/sérbýli til leigu í skemmri eða lengri tíma, frá og með 01.07.2007. Traustar greiðslur. Óskað er eftir einbýli/sérbýli, helst í Hafnarfirði. Upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri, í síma 893-2233. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Einbýli/sérbýli óskast til leigu. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. ÞORLÁKSGEISLI - ENDARAÐHÚS Kynnum vel skipulagt endaraðhús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr, skráð alls 176,5 fm. Stór og góð endalóð, fallegt útsýni af suðursvölum. Á efri hæð er flísalögð forstofa, gestasnyrting, stofa og borðstofa, rúmgott eldhús og bílskúr. Neðri hæð: herbergjagangur, glæsilegt baðherb., 10 fm þvottaherb. sem er ekki inni í fermetratölu, og 4 svefnherb., eitt m. fataher- bergi. Útgangur í garð úr svefnherbergi. Vel staðsett eign þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla og útivistarsvæði. Verð: 48.900.000.- Upplýsingar um eignina vetir Sveinn Eyland í síma 6-900-820. SAMKVÆMT nýlegri könnun sem LSH framkvæmdi brennast fjórtánfalt fleiri hér á landi af völd- um heits neysluvatns heldur en í Bretlandi. Bretar hafa miklar áhyggjur af fjölda brunaslysa þar, segja þau fleiri en annars staðar og vinna að úrbótum, átaksverkefnum og auknum kröfum til lagnakerfa. Þeir telja að hægt sé að ná veru- legum árangri. Getur verið að Ís- lendingar eigi enn eitt heimsmetið? Enginn munur er á bruna af völdum heits vatns og elds, flest- allir gæta þess að hafa öryggistæki eins og reykskynjara og slökkvi- tæki í sínum húsum, en gleyma heita vatninu. Á árunum 2002-2006 komu 132 einstaklingar á Landspít- ala – háskólasjúkrahús vegna áverka af völdum heits vatns. Af þeim þurfti að leggja 25 inn vegna mikilla áverka. Slík slys er hægt að koma í veg fyrir með viðeigandi ör- yggisbúnaði. Afleiðingar 2. og 3. stigs bruna eru skelfilegar og ekki síst þegar börn eiga í hlut. Gervihúð, sem oft er notuð, vex ekki með börnum og því þarf aðgerðir á meðan á vexti stendur. Óþarft er að lýsa því sem börnin og aðstandendur ganga í gegnum, flestir geta gert sér grein fyrir því. Hitt er á færra vitorði að sjúkrahúskostnaður vegna þriggja ára gamals barns sem brennir sig á 30% líkamans er um 100 milljónir samtals. Þá er ekki talinn með ýmis óbeinn kostn- aður. Staðreyndin er sú að flest brunaslys af völdum heita vatnsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Átaki sem Orku- veita Reykjavíkur ásamt Sjóvá- Forvarnarhúsi og LSH standa fyrir er ætlað að skila árangri og fækka brunaslysum. Aðrir sem standa að átakinu eru meðal annars bygg- ingafulltrúar, Lagnafélag Íslands og fleiri fagaðilar í lagnageiranum. Hvað er til ráða? Átakinu er ætlað að stuðla að hugarfarsbreytingu allra viðkom- andi aðila, íbúa, iðnaðarmanna og hönnuða. Jarðvarmi er einhver dýrmætasta auðlind okkar Íslend- inga og við verðum að sýna þessari orku meiri virðingu. Þegar heita vatnið kemur inn í húsin okkar er hitastigið á því allt að 80°, það er nauðsynlegt að við húseigendur gerum viðeigandi ráðstafanir til að gæta fyllsta öryggis og lækkum hitastigið við inntak húsa og í krana. Nauðsynlegt er að:  Lækka hitastig við inntak í 55° til 60° C, t.d. með varma- skipti.  Hafa hitastillt blöndunartæki eða hitastýrða blöndunarloka við alla vaska, sturtur og böð. Vatnið of heitt? Nú gætu einhverjir spurt af hverju hitaveiturnar kæli ekki vatnið í dreifikerfum sínum. Heita vatnið er notað að stærstum hluta til upphitunar húsnæðis. Kæling á vatninu í dreifikerfum myndi þýða sverari rör í dreifikerfum hita- veitna auk þess sem húseigendur þyrftu að stækka ofnana til að nýta orkuna skynsamlega. Erlendis virðist vitund almennings vera meiri um brunahættur heita vatns- ins, þar sem hitaveitur þar eru reknar með hærra hitastigi í dreifi- kerfi en hérlendis, allt að 150° C, en brunaslys eru samt færri en hérlendis. Varmaskiptar í allar nýbyggingar Misjafnt er hvaða lausnir henta húsum og fer það eftir lagnaefni og því er fólki ráðlagt að hafa sam- band við fagmann áður en ráðstaf- anir eru gerðar í eldri húsum. Í gildi eru byggingareglugerðir (nr. 441 frá 1998) og staðlar (ÍST67:2003) sem gera þær kröfur að heitt neysluvatn sé ekki heitara en 65°C frá inntaki. Slíkur hiti næst með varmaskiptum, síðan er nauðsynlegt að lækka hitann við notkunarstaðinn sjálfan, þ.e. bað, sturtu eða vask með hitastilltum blöndunartækjum eða hitastilltum blöndunarlokum. Mikilvægt er að við hönnun húsa sé gert ráð fyrir þessu. Kostnaður við þetta örygg- istæki er óverulegur í heildarkostn- aði nýbygginga og örsmár sam- anborið við afleiðingar þess ef illa fer. Húseigendur verða að hafa í huga að varmaskiptar og hitastillt blöndunartæki geta bilað eins og önnur tæki og því afar mikilvægt að eftirlit sé reglulegt. Á vefsíðunni www.stillumhit- ann.is má finna ýmsan fróðleik um heita vatnið og leiðbeiningar um útfærslur á neysluvatnskerfum fyr- ir hönnuði, til að verjast slysum af völdum heita vatnsins. Njótum heita vatnsins áhyggju- laus og stillum hitann hóflega! Stillum hitann hóflega Ásdís Gíslason og Jakob Sig- urður Friðriksson skrifa um hættu sem getur skapast af of heitu kranavatni »Nauðsynlegt er aðhugarfarsbreyting verði hjá almenningi í umgengni við heita vatnið til að fækka brunaslysum af völdum þess. Ásdís Gíslason Ásdís er verkefnisstjóri í Markaðs- deild Orkuveitu Reykjavíkur og Jak- ob Sigurður er sviðsstjóri hjá Orku- veitu Reykjavíkur Jakob Sigurður Friðriksson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.