Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kvisthagi - glæsileg Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Glæsileg efri hæð sem skiptist í tvær samliggjandi stofur, sjónvarpsherbergi, eldhús, baðherbergi og fjögur svefn- herbergi, þar af eitt forstofuherbergi og eitt herbergi í kjallara. Íbúðinni fylgir 50% hlutdeild í góðu rislofti. Hæðin hefur mjög mikið verið standsett. 6777 Iðnaðarhús Hveragerði Fasteignasalan BAKKIehf Sími 482-4000 Heimasíða www.bakki.com Netfang bakki@bakki.com Sigtún 2 SelfossiÞröstur Árnason lögg.fasteignasali sími 899-5466 Fyrir fjárfesta: Eldra iðnaðarhúsnæði við Dynskóga í Hveragerði sem býður upp á ýmsa möguleika. Burðarvirki hússins er steypt og steypubitar í þaki einnig. Hlaðið er á milli bita með holsteini. Húsið er byggt 1964 og var vel til þess vandað á sínum tíma. Lóðin er 6.634fm afar vel staðsett. Húsnæðið gæti hentað undir ýmiskonar framleiðslu eða jafnvel geymslu en geymsluhótel hefur verið rekið með góðum leigutekjum í eigninni undanfarið. Mikill kostur er líka að fast hitaveitugjald er til staðar um 6.000.kr.pr.mán og ótakmarkað vatn. Hugmyndir hafa verið uppi um að byggja ný hús á lóðinni. Húsnæðið er skráð 1.830fm en að auki er stórt milliloft. Íbúð/skrifstofa er einnig í norðurenda hússins. Verð 125.000.000 kr. VENJUR mínar á morgnana eru senni- lega ekkert ólíkar ykkar. Við nælum okkur í morgunblað eða kveikjum á sjón- varpinu hvort sem við erum í New York eða Reykjavík, Lagos eða Djakarta og kynn- umst mannlegum þjáningum í Líbanon, Darfur eða Sómalíu. Auðvitað er ég í að- stöðu til þess, sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að gera eitthvað í málunum. Og það geri ég, á hverjum degi. Þegar ég tók við þessu starfi gerði ég mér engar grillur. Þau orð mikilsmetins forvera míns að þetta væri „ómögulegasta starf í heimi“ urðu fleyg. Þátttöku Sam- einuðu þjóðanna er óskað á fleiri sviðum en nokkru sinni fyrr, allt frá friðargæslu til mannúðaraðstoðar og heilsugæslu. Á sama tíma og kröf- urnar aukast á öllum sviðum minnka fjárframlög hlutfallslega. Á hinn bóginn má benda á að heim- urinn hefur breyst að ýmsu leyti á undanförnum árum, Sameinuðu þjóðunum í hag. Mjúkar lausnir Fjölþjóðlegar lausnir og dipló- matískar aðferðir við að leysa deil- ur eiga nú meira upp á pallborðið en á undanförnum árum af mörg- um öðrum ástæðum en Írak. „Mjúkar lausnir“ eru nú efst á baugi hjá ráðamönnum í heiminum, en það er einmitt sterkasta hlið Sameinuðu þjóðanna. Svo aðeins eitt dæmi sé nefnt hefur á síðast- liðnu ári náðst samstaða um lofts- lagsbreytingar og hlýnun jarðar. Leiðtogar á borð við Bill Gates, Tony Blair og Bono ætla að leggj- ast á sveif með Sameinuðu þjóð- unum til að uppfylla Þúsaldarmark- mið þeirra (MDGs) sem ná allt frá því að uppræta fátækt til að stöðva útbreiðslu HIV/alnæmis og mal- aríu. Stuðningur við SÞ – líka í Bandaríkjunum Það sem er ef til vill mest hvetj- andi er áframhaldandi mikill stuðn- ingur almennings við Sameinuðu þjóðirnar. Samkvæmt nýrri al- þjóðlegri skoðanakönnun telur mik- ill meirihluti (74%) að Sameinuðu þjóðirnar eigi að leika stærra hlut- verk í heiminum, hvort heldur sem er við að hindra þjóðarmorð og verja þjóðir sem ráðist er á eða að rannsaka mannréttindabrot af harðfylgi. Jafnvel í Bandaríkjunum, þar sem óánægja með Sameinuðu þjóðirnar hefur verið landlæg, eru þrír fjórðu hlutar landsmanna hlynntir öflugri Sameinuðum þjóð- um og nærri jafnmargir telja að ut- anríkisstefna þjóðarinnar skuli framkvæmd í félagi við samtökin. Þetta skiptir sköpum fyrir Samein- uðu þjóðirnar. Ég myndi ekki kalla þetta nýja byrjun en er samt ekki langt frá því, ef við berum gæfu til að grípa tækifærið. Við Kóreubúar erum kröftugt fólk. Við erum í eðli okkar þol- inmóð en þrautseig og ákveðin í að ná settu marki. Eins og margir landar mínir hef ég mikla trú á mætti tengsla. Ég hef í mörg ár gengið með slitinn pappírsmiða í veskinu mínu þar sem skráðir eru með kínversku letri kostir sérhvers aldurs- skeiðs. Maður er á besta aldri þrítugur. Fimmtugur þekkir maður örlög sín. Sex- tugur hefur maður uppgötvað visku „hins mjúka eyra.“ Fremur viðræður en átök Ég er á þessu ævi- skeiði núna. Þetta fel- ur meira í sér en að einfaldlega hlusta, eins mikilvægt og það er. Kannski verður þessu best lýst með orðinu glöggskyggni – að geta séð kost og löst og að geta myndað tengsl og eiga gott samstarf þrátt fyrir mikinn ágreining. Ég vona að þetta verði talið mitt aðalsmerki sem fram- kvæmdastjóra. Ég kýs fremur viðræður en átök. Stundum á við að diplómatískt starf fari fram fyrir opnum tjöldum en stundum er vænlegra til árangurs að það fari fram bakvið tjöldin. Ég legg áherslu á vænlegast til árangurs því sjaldan er hægt að ganga út frá því að árangur náist. Mikilvægast er að leggja sig allan fram eins og ég hef verið að gera í Darfur – sem er eitt af forgangs- málum mínum. Ég hef í sama anda heimsótt Mið-Austurlönd fjórum sinnum á jafn mörgum mánuðum og meðal annars hitt Bashar al- Assad, forseta Sýrlands, á nokkr- um fundum. Málaleitanir diplómata í kyrrþey duga ekki alltaf. En stundum duga þær eins og sást á því á dögunum hvernig gísladeila Breta og Írana var leyst á bakvið tjöldin. Mannlegi þátturinn Iðnríkin átta hittast á fundi í Þýskalandi í næstu viku til að ræða meðal annars loftslagsbreytingar – málefni sem er mér kært. Auðug ríki búa yfir auðæfum og kunnáttu til að bregðast við. Hægt er að bregðast við snjóleysi í svissneskri skíðaparadís í Ölpunum með því að breyta áður snjóþungum dal í Ölp- unum í sólríkt vínræktarhérað eins og í Toscana. Afleiðingarnar eru hins vegar háskalegri fyrir Afr- íkubúa sem nú þegar glíma við út- breiðslu eyðimarka eða eyj- arskeggja Indónesíu sem óttast að sökkva á kaf í hafið. Ef það er einhver rauður þráður í mínu starfi eða hugsjónum mínum myndi það vera mannlegi þátt- urinn. Ég hef mikla trú á gildi við- ræðna og diplómatískra tengsla sem byggja í senn á raunsæi og trausti. Auk þess er mikilvægt að hafa í huga hvaða áhrif alþjóðleg stefnumörkun – okkar stefnumörk- un – hefur á líf einstaklinga. Við lesum á hverjum morgni í blöðunum um mannlega harmleiki. En hve oft hlustum við raunveru- lega á raddir fórnarlambanna eða reynum að hjálpa eftir fremsta megni? Ég lofa að leggja mig allan fram við slíkt. Hvers vegna heimurinn hefur breyst Sameinuðu þjóðunum í hag Ban Ki-moon skrifar um hlut- verk sitt og áherslur sem fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna Ban Ki-moon » Samkvæmtnýrri al- þjóðlegri skoð- anakönnun telur mikill meirihluti (74%) að Sam- einuðu þjóð- irnar eigi að leika stærra hlutverk í heim- inum. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.