Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 69

Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 69 MINNINGAR Sendum okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og einlæga vináttu við andlát og útför okkar ástkæru dóttur, systur, mágkonu, frænku og vinkonu, INGIBJARGAR L.S. JÓNSDÓTTUR, Grundarlandi 17. Stuðningur ykkar og hlýhugur hefur verið okkur ómetanlegur. Margrét Sigurpálsdóttir, Jón Veigar, Ragnhildur Erna, Jóhanna María, Sigursteinn Smári, Linda Líf, Guðmundur Þorleifur, íbúar og starfsmenn Grundarlandi 17. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför, HARÐAR SÆVALDSSONAR tannlæknis, Sefgörðum 10, Seltjarnarnesi. Ragnheiður Marteinsdóttir, Helga Harðardóttir, Sturla Jónsson, Hildur Harðardóttir, Óskar Einarsson, Friðrika Þóra Harðardóttir, Friðbjörn Sigurðsson, Hjördís Edda Harðardóttir, Arnór Halldórsson, Ragnheiður Harðar Harðardóttir, Lýður Þorgeirsson, Sævaldur Hörður Harðarson, Dagný Lind Jakobsdóttir, Hörður Harðarson, Sigríður Marta Harðardóttir og barnabörn. ✝ Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, Kaplaskjólsvegi 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunar- og starfsfólks á deild V4 á Grund fyrir elskulega umönnun. Sigríður Hjördís Indriðadóttir, Bogi Indriðason, Ólafur Indriðason, Magnús Indriðason. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bollagörðum 67, áður Ytri-Grund, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem komu að umönnun hennar síðustu mánuðina. Steinunn Felixdóttir, Benedikt Sigurðsson, Jóhanna Felixdóttir, Anna Felixdóttir, Jón Geir Guðnason, Sigmundur Felixson, Sigrún Steinbergsdóttir, Einar Felixson, Guðbjörg Helgadóttir, Felix Felixson, Rebekka Hannibalsdóttir, Örn Felixson, Helga Pálmadóttir, Kjartan Felixson, Þóra Björg Álfþórsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, VALDIMARS LÁRUSSONAR fv. aðstoðarvarðstjóra, Kópavogsbraut 1b. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heil- brigðisstofnunarinnar á Hvammstanga fyrir frábæra umönnun og hlýlegt viðmót í hans garð meðan hann dvaldi hjá þeim. Kristrún Jónsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Víglundur Gunnþórsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, Haraldur B. Þorkelsson, Vilmar Þór Víglundsson, Anna Nordberg, Kristinn Rúnar Víglundsson. ✝ Ásgeir Magn-ússon fæddist í Reykjavík 22. sept- ember 1933. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 11. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Magnús Janus Guð- mundsson frá Pat- reksfirði, f. 26.12. 1901, d. 30.5. 1976, og Herborg Hjálm- arsdóttir frá Eyja- firði, f. 16.9. 1914, d. 20.2. 1994. Systkini Ásgeirs eru Guðrún Sveinfríður Magnúsdóttir, f. 12.1. 1936, Sigrún Helga Magnúsdóttir, f. 25.10. 1937, og Hjördís Erna Hinriksdóttir, sem er dóttir Her- borgar, f. 5.11. 1944. Ásgeir kvæntist 24. september 1955 Rakel Ólafsdóttur, f. 29. maí 1936. Foreldrar hennar voru Ólaf- ur Jónsson fyrrv. bóndi í Álfsnesi, f. 3.7. 1908, d. 7.7. 2001, og Bertha Björnsdóttir frá Svarf- aðardal, f. 23.4. 1911, d. 1.3. 1996. Börn Ás- geirs og Rakelar eru Bertha A. Palm, gift Hakon Palm, Magnús Ásgeirsson, kvæntur Ann Ásgeirsson, Ólaf- ur H. Ásgeirsson, sam- býliskona Ásta Rós Magnúsdóttir, og Ás- geir Ásgeirsson, kvæntur Lindu Ás- geirsson. Barnabörn þeirra eru orð- in þrettán og barnabarnabörn eru þrjú. Ásgeir starfaði til fjölda ára sem vörubílstjóri hjá Shell, BM Vallá og Þrótti. Hann flutti með fjölskyldu sína til Svíþjóðar 1970 og starfaði þar hjá Skipasmíðastöð Kockums. Ásgeir flutti til Íslands árið 2004. Út- för Ásgeirs var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 25. maí, í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi. Sorgin er mikil við fráfall þitt, og Guð einn veit hve mikið hefur verið á þig lagt. Við getum umborið kveðjustund eftir erfiða sjúkralegu. Þegar við sátum hjá þér dagana áð- ur en þú fórst, augun svo blá og tær, þá hvíslaðir þú – passið mömmu ykk- ar, og við lofuðum þér því. Á einhvern undraverðan hátt tókst þér að þola þjáningar síðustu vikurn- ar með reisn. Kraftur þinn sem orð geta ekki lýst var alltaf til staðar, fjársjóður okkar allra, besti pabbi í heimi. Dauðinn tekur líkamann frá okkur, minningarnar geymum við þar sem dauðinn fær aldrei aðgang. Þar sjáum við þig ekki bara eins og þú varst heldur eins og þú ert, enn meira lifandi en nokkru sinni fyrr, eins og þú munt alltaf verða í hjarta okkar á hverjum degi. Bertha, Magnús, Ólafur og Ásgeir. Alltaf var hann kallaður Geiri mág- ur, það var sama hvernig fólk tengdist honum, hann er svili minn þótt hann hafi verið Geiri mágur. Við kynntumst fyrir u.þ.b. 40 árum, en þá fluttist hann með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar. Við höfðum sam- band meira og minna á meðan dvöl þeirra úti stóð. Hann veiktist stuttu síðar og varð að hætta að vinna þar sem vinnan krafðist svo mikillar ná- kvæmni við tölvurafsuðu í skipa- smíðastöðinni í Kokkum í Malmö. En hann kom þó oft heim til Íslands yfir sumartímann og við fórum að selja túnþökur, sem Geiri sá um að skera, og höfðum við syni okkar með til að hlaða á brettin og setja á flutningabíl- ana. Þetta varði í nokkur sumur, og svo gerðum við eitt og annað sem verður ekki upptalið hér. Ekki get ég látið ósagt frá því þegar hann tók að sér að leggja túnþökur á veitustokka fyrir hitaveitu Suðurlands, allt frá Hellu að Hvolsvelli. Þetta gerði hann einn þótt hann hafi verið kominn með alvarlegan hrörnunarsjúkdóm sem háði honum mikið alla tíð. Geiri var mjög fróður maður, hann las bæði fræðibækur og skáldsögur. Í landafræði var hann eins og prófessor án þess að hafa þurft að verja ritgerð til að sanna sig á því sviði. Ég kynntist manni sem hefur alla tíð verið einn af mínum bestu vinum, hann hjálpaði mér á ómetanlegan hátt þegar ég stofnaði fyrirtækið okkar Ólu og Önnu Báru dóttur okkar. Til að lýsa Geira best var alltaf öruggt að þegar eitthvað átti að gera eða fara eitthvað var hann alltaf á réttum stað og tíma. Við vorum samtíðarmenn og höfð- um báðir kynnst sveitalífinu eins og það var sem nú eru horfnir tímar. En við höfðum endalaust gaman af að rifja upp og tala um gamla tímann án þess að fá nokkurn tíma leið á því. Allir sem kynntust Geira elskuðu hann og dáðu. Þegar hann var heima hjá okkur Ólu tók hann stundum á móti Katrínu dótturdóttur okkar þeg- ar hún kom heim úr skólanum, var hún alsæl að vita af honum heima. Hún fann svo mikið öryggi að vita af honum í nálægð sinni. Kæri vinur, ég vil þakka þér fyrir sambúðina í þessu lífi og allt sem kom okkur við. Tveimur sólarhringum eftir að þú kvaddir þennan heim var Katrín hjá okkur Ólu og spurði: „Afi, er Geiri mágur dáinn?“ „Já, elskan,“ þetta var rétt fyrir 10-fréttir að kvöldi. „Og sjáum við hann þá aldrei aftur?“ Ég svaraði um hæl, „jú“. „Er hann þá kominn til Guðs?“ „Já, nú líður hon- um vel með hinum englunum. Við hittum hann örugglega aftur,“ sagði ég. „Nú skulum við hlusta á kvöld- bænina í útvarpinu,“ eftir skamma stund var hún sofnuð. Óla gleymir ekki hvað Geiri var henni góður frá barnæsku til enda- loka og þakkar fyrir það. Ég lýk þessum fátæklegu orðum um minn dáða vin. Ég og fjölskylda mín vottum Rak- el og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Ólafur Benediktsson. Mér fannst hann merkilegur mað- ur, mágur hennar mömmu sem stóð á heimili okkar og kynnti son sinn, Ólaf Hrafn, fyrir mér. Rakel móður- systir mín og maður hennar, Ásgeir Magnússon, höfðu flutt til Svíþjóðar tveimur árum áður en ég fæddist og í minningunni er þetta í fyrsta sinn sem ég sá þá. Óli frændi minn var klæddur í hvít jakkaföt, og mér, átta ára guttanum, fannst þetta framandi og hugsaði með mér að fólk í útlönd- um hlyti að vera gáfaðra en á Íslandi. Fjórum árum síðar kom Ásgeir heim til Íslands og bjó þá á heimili okkar um nokkurt skeið. Þá urðum við herbergisfélagar í Dynskógunum og engu skipti þótt á okkur væri fjörutíu ára aldursmunur. Hann vakti mig í skólann á hverjum morgni á sinn nærgætna hátt og sagði mér sögur frá útlöndum á kvöldin. Við urðum miklir vinir frá fyrstu stundu en kynntumst mjög náið þegar Geiri vann á Farfugla- heimilinu í Laugardal. Þangað var stutt að fara frá heimili mínu og ég því tíður gestur. Þar var Geiri í ess- inu sínu að bjóða útlendinga vel- komna til Íslands, fræða þá um land- ið og aðstoða eftir þörfum. Í því starfi naut Geiri sín vel, enda lífs- reyndur og veraldarvanur maður. Síðar átti ég eftir að heimsækja Rakel og Geira til Svíþjóðar nokkr- um sinnum; síðast þegar Ásgeir son- ur þeirra gifti sig, en auk Ásgeirs eiga Rakel og Geiri börnin Berthu, Ólaf Hrafn og Magnús. Geiri var reffilegur og hugsandi mað- ur og hláturinn sem sífellt lifði í augum hans sýndi hversu húmorískur hann var. Ég held að Geiri hafi ekki verið allra. En hann var sannur vinur vina sinna og stóð með þeim í blíðu og stríðu. Ég kveð traustan vin með miklum söknuði og bið guð að styrkja Rakel frænku, börn þeirra Ásgeirs og barnabörn. Geir Ólafsson. Kæri vinur minn. Þegar kallið kemur trúi ég því að það sé eitthvað sem bíður manns hin- um megin, eitthvað mjög gott og fal- legt. Ég hef þekkt Ásgeir (Geira mág) alla mína ævi og sl. 3 ár hef ég um- gengist hann mikið. Þegar Geiri kom á morgnana var Nala, hundurinn minn, farin að dilla rófunni, æst í að fá að heilsa honum. Hún er nú ekki mikið fyrir karlmenn en það sýnir það bara hvað Geiri var yndislegur maður og góðhjartaður, því allir elskuðu hann og dáðu. Takk fyrir góðar samverustundir. Minningin um þig lifir. Nafnið fagra frelsarans fylgi þér og hlífi, ætíð vaki augu hans yfir þínu lífi. (Höf.ók.) Þínar vinkonur Birna, Katrín Vera og Júlía Mist. Þegar við förum að vitkast og horf- um fram á veginn vitum við lítið um hvað framtíðin ber í skauti sér. En eitt vitum við öll, að „eitt sinn skal hver deyja“. Alltaf er sárt að missa vin sinn. Hugurinn reikar til baka og mér er það ákaflega minnisstætt, þegar ég hitti Geira í fyrsta sinn, árið 1953. Hann leigði þá herbergi á horni Hverfisgötu og Vitastígs. Árinu áður hafði ég kynnst Rakel, 17 ára gamalli unnustu hans. Sumir segja að endingarbesta vin- áttan sé sú sem byrjar á barnsaldri, en Geiri var tvítugur og ég 23 ára þeg- ar við kynntumst og hélst sú vinátta til dauðadags. Strax við fyrstu kynni fannst mér hann traustvekjandi. Hann var myndarlegur maður, heiðarlegur, ekki margorður, en hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Oft var hann gamansamur og glettinn. Árið 1955 kvæntist hann unnustu sinni, Rakel, og á næstu árum eign- uðust þau 3 börn. Fjölskyldur okkar höfðu mikinn samgang. Þau unnu mik- ið til að eignast þak yfir höfuðið eins og ungt fólk gerir enn þann dag í dag. Árið 1968 var mikið atvinnuleysi hér á landi og litla vinnu að fá og því fylgdu ýmsir erfiðleikar. Geira datt þá í hug að sækja hraunhellur og selja og var ég töluvert með honum í þess- ari erfiðisvinnu. Og þótt vinnan væri erfið áttum við margar skemmtilegar stundir saman. Nokkru síðar ákváðu þau að flytja til Malmö í Svíþjóð, eins og margir Ís- lendingar gerðu á þeim tíma. Þótti mér og fjölskyldu minni afar leitt að sjá á bak þessum vinum okkar. Þá voru samgöngur milli landa ekki eins miklar og þær eru í dag. Ekki mörg- um árum seinna fór að bera á þeim al- varlega sjúkdómi, sem hann átti við að stríða til æviloka. Hann tók á sín- um veikindum eins og hetja. Alltaf fannst mér að hann, og reyndar þau bæði, hefðu aldrei sætt sig fyllilega við að hafa ílengst í öðru landi. Hann var mikill Íslendingur, en það var annað en auðvelt fyrir hjónin að flytja aftur heim með börnin, sem nú voru orðin fjögur og öll á skóla- aldri. Mörg síðustu árin hefur Geiri oft dvalið hér á landi í lengri eða skemmri tíma, en fluttist hingað al- kominn árið 2004 og þá orðinn mjög veikur. Ég er þakklátur fyrir allar þær stundir, sem við áttum saman. Blessuð sé minning hans. Ég og fjöl- skylda mín sendum Rakel, börnum og barnabörnum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðju. Sé ég fjöld af förnum dögum, finn mér skylt að þakka að nýju góðhug þinn og alúð alla, endalausa tryggð og hlýju. (Guðmundur Böðvarsson.) Theódór Ingólfsson. Ásgeir Magnússon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.