Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 74
74 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Kalvin & Hobbes
HRÆKTIRÐU Á
BOLTANN?
Kalvin & Hobbes
FLJÓTUR HOBBES,
HVERNIG STOPPA
ÉG MIG!
STÝRÐU ÞÉR INN Á
MÖLINA OG LÁTTU
ÞIG DETTA
ÞETTA VAR
BARA HUGMYND
Kalvin & Hobbes
ER ÞETTA STEIN-
GERVINGUR SEM STENDUR
UPP ÚR MOLDINNI?
NEI, ÞETTA ER EKKI DÝR.
ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA
EINHVERS KONAR VOPN EÐA
FORNT ELDHÚSÁHALD
ÆTLI
ÞETTA HAFI
ÞJÓNAÐ
TRÚAR-
LEGUM
TILGANGI
NÚ SKIL ÉG
AF HVERJU
FÖTIN ÞÍN ERU
ALLTAF ÚT
UM ALLT
HVAÐA DÝR ÆTLI
ÞETTA HAFI VERIÐ?
Litli Svalur
© DUPUIS
SVALUR ER FARINN Í SKÓLANN.
ÉG HEF ALDREI SÉÐ HANN DRÍFA SIG
SVONA MIKIÐ
KLUKKAN
SJÖ?
SVALUR!
ÞAÐ ER
SUNNUDAGUR!
dagbók|velvakandi
Perlurnar í Hveragerði
VÍÐA leynast perlur í hinum ýmsu
bæjarfélögum sem hinn almenni
ferðamaður áttar sig ekki á og veit
ekki að eru við götu hans. Ein þess-
ara perla er Minjasafn Kristjáns
Runólfssonar í Austurmörk 2 í
Hveragerði. Þar er margt forvitni-
legt og fornlegt að sjá og upplagt að
koma þar við með börnin og/eða
barnabörnin og fræða þau um gamla
tímann, um leið og við sjálf rifjum
upp liðinn tíma. Á eftir er hægt að
setjast inn í gróðurvinina Eden og
spölkorn þaðan er Bókasafn Hvera-
gerðis í Sunnumörk 2, en þar má líta
gjá eina mikla í gólfi hússins með
gleri yfir. Hún er sannarlega nátt-
úruundur og vekur manni ugg er
stíga á yfir hana og verður flestum
minnisstæð. Auk þess eru margir
fleiri áhugaverðir staðir sem allir
eru í göngufæri hver við annan og
merktir eru inn á mjög greinargott
kort af Hveragerði sem víða liggur
frammi fyrir ferðafólk. Þú lesandi
góður, góða skemmtun á göngu
þinni um hinn fallega bæ Hvera-
gerði.
Guðlaug Erla Jónsdóttir.
Aflífun mávanna
HRÆÐILEGT var að sjá í fréttum
sjónvarpsins meindýraeyði á vegum
Reykjavíkurborgar með byssu,
skjótandi máva niður fyrir framan
fólkið þar. Ég spurðist fyrir hjá
borginni um hver stæði fyrir þessu
og var mér sagt að það væri Gísli
Marteinn Baldursson borgarfulltrúi.
Ég vil benda honum vinsamlegast á
að það er hægt að finna mannúðlegri
leiðir til þess að bægja mávinum frá.
Hvernig væri til dæmis að gefa hon-
um að éta niður við sjó? Því eins og
við vitum þá er mávurinn sjófugl en
þegar ætið bregst er skiljanlegt að
hann leiti annað. Umræðan um máv-
ana undanfarið ár hefur verið mjög
neikvæð hér í samfélaginu og þar af
leiðandi eru fordómar orðnir miklir.
Ég kom um daginn að strákum sem
voru að kasta grjóti í máva. Ég tal-
aði við þá og leiddi þeim fyrir sjónir
að svona gerði maður ekki við dýrin.
Þeir tóku því mjög vel og slæmt er
þegar svona umræða hefur svona
áhrif á börnin. Svo er spurning
hvernig áhrif þetta hefur á þau börn
sem eru niðri við Tjörn að gefa fugl-
unum og verða vitni að þessu drápi.
Ég varð fyrir áreitni í fyrra þegar
ég var að gefa fuglunum vegna þess
að ég gaf mávunum líka. Ég er mikill
dýravinur og finnst dapurt að um-
ræðan skuli vera komin í þennan far-
veg. Ég vil að lokum skora á borgar-
yfirvöld og lögreglustjórann að
stoppa þessar skotveiðar við Tjörn-
ina. Ég fer oft niður að Tjörn sem í
mínum huga er með yndislegustu
perlum borgarinnar. Ég nýt þess að
dvelja þar og vil ekki sjá meindýra-
eyði skjótandi máva þar. Ég hef
áhuga á að stofna félag dýravina og
hef áhuga á að komast í samband við
fólk sem myndi vilja veita mér lið í
þeim málum. Þeir sem vilja hafa
samband geta náð í mig í síma
822 2124.
Sigrún Reynisdóttir.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
REYKJAVÍKURTJÖRN fékk andlitslyftingu á dögunum þegar gosbrunni
var komið fyrir í henni. Gosbrunnurinn kemur til með að verða yndisauki
fyrir vegfarendur miðborgarinnar í sumar.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Andlitslyfting
Á vaktinni
Fundur um vaktavinnu hjá ríki
og sveitarfélögum.
5. júní kl. 9.00 - 11.00.
Fundurinn er haldinn í BSRB-húsinu,
Grettisgötu 89, 1. hæð.
Kynnt verður skýrsla um aðbúnað og viðhorf
vaktavinnufólks, sem unnin var af
Rannsóknarstofu í vinnuvernd.
Dagskrá:
Setning.
Kynning á niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar.
Á vaktinni, viðhorf fólks og væntingar.
Umræður og fyrirspurnir.
Störf vinnuhóps samningsaðila.
Vandamál við vaktavinnu – leiðir til úrbóta.
Allir er hjartanlega velkomnir.
Starfshópur fulltrúa BHM, BSRB, ríkisins,
Reykjavíkurborgar og
Launanefndar sveitarfélaga.