Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 78
Hér er á ferðinni ein eftirminnilegasta hryllingsmynd síðustu ára …85 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is VYTAUTAS Narbutas, kallaður Vytas, er sér- stakur maður. Endurreisnarmaður. Vytas er Lithái og býr á Íslandi. Hann er þekktur hér á landi fyrir leikmyndahönnun en færri þekkja til myndlistarmannsins Vytasar. Verk hans eru stórmerkileg og minna um margt á verk Leon- ardo da Vinci. Vytas opnaði í gær myndlist- arsýningu á Næsta bar, sýnir þar áður ósýnd verk. Vytas er gríðarlega fær teiknari og efnið leikur í höndunum á honum, hvort sem hann málar á striga eða vinnur í grafíkmiðla. Vytas var kallaður „endurreisnarmaðurinn“ af gagn- rýnendum í heimalandi sínu, þar sem hann var þekktur af verkum sínum. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég sé Vytas koma gangandi niður Ingólfsstræti er seiðkarl úr ævintýri. Ég er hálfhræddur við hann. En þegar við förum að spjalla saman kemur í ljós að maðurinn er afskaplega vingjarnlegur og einlægur. Ég byrja á því að spyrja hann út í akrílmálverk á pappír af Kristi á krossinum, verk sem ber heitið „Anatomical Christ“, þar sem vöðvarnir sjást og nöfn þeirra merkt inn á latínu, ekki ósvipað og daVinci og fleiri endurreisn- arlistamenn gerðu í sínum stúdíum af manns- líkamanum. ,,Þetta er til þess gert að sýna hið mennska í Kristi. Húðflettur Kristur sýnir þjáningu og forgengileika mannskepnunnar. Hauskúpan (sem er í horni myndarinnar) táknar sigur á dauðanum,“ segir Vytas. ,,Það er ekki dæmi- gert að túlka krossfestinguna með þess um hætti, að hafa Krist án húðar,“ segir Vytas. Minningar úr þorpinu Vytas segist vera að kveðja fortíðina í verk- unum á sýningunni. Þar séu myndir úr ,,gamla þorpinu“ sem er huglægt þorp, minningar frá Litháen. Á myndum sjást þorpsbúar slátra svíni, búa sig undir brúðkaup, betlarar við kirkjudyr o.fl. Ein myndanna sýnir mann, sem hefur hengt sig í hlöðu sinni. Hann hefur klæðst sunnudagafötunum og umhverfis hann standa skynlausar skepnurnar, en þó er eins og yfir öllu helgur blær. Ég spyr hann hvort prúð- búni maðurinn sé byggður á minningu. ,,Nei, hér er engin bein tenging á ferðinni, þó vissu- lega hafi ég þekkt fólk sem hengdi sig,“ svarar Vytas. Bróðir hans hafi lokið lífi sínu með þeim hörmulega hætti aðeins fertugur að aldri. Vy- tas hlaut sígilda menntun í myndlist, hóf mynd- listarnám 11 ára og lauk námi 15 árum síðar. Hann segir listaskólann sem hann fór í sem barn ekki hafa verið neinn leikskóla heldur al- vöru myndlistarnám þar á ferð. Vytas nam svo handverk, listir og leikmynda- og bún- ingahönnun í listaakademíu. Nú kemur þjónn- inn á kaffihúsi 101 hótels og Vytas biður hann um kaffi latte, vatnsglas og „mikla ást“, og skellihlær að eigin fyndni. Ég fæ mér það sama, að ástinni undanskilinni. Málaði fyrir aðalritara litháíska kommúnistaflokksins Tveggja ára hlé varð á náminu í listaaka- demíunni. Sovétmenn réðust inn í Afganistan 1979 og herskyldu var komið á í Litháen. Vytas gegndi henni í Vilníus en var misnotaður, að eigin sögn. „Aðalritari litháíska komm- únistaflokksins átti sextugsafmæli og menn voru mikið að velta því fyrir sér hvað ætti að gefa honum; riffil með kíki, nætursjónauka… þá datt mönnum í hug að gefa honum málverk,“ segir Vytas, og hann hafi verið látinn mála það. En snúum okkur að Íslandi, af hverju end- aðirðu hér? „Það var æskudraumur að fara til Íslands, ég man eftir því í skóla þegar kennari benti á Ísland á landakorti, einn myrkan vetr- armorgun, og eitthvað gerðist innra með mér. Mig langaði upp frá því til Íslands en datt aldr- ei í hug að ég myndi enda hér,“ segir Vytas. Hann hafi verið fenginn til að hanna leikmynd og búninga í Þjóðleikhúsinu. Fleiri verkefni fylgdu í kjölfarið og svo hitti hann eiginkonu sína, Filippíu Elísdóttur búningahönnuð. Nýtt tímabil í nýrri vinnustofu Vytas er með stóra og mikla vinnustofu á Seltjarnarnesi, getur málað þar eins og hann lystir. Áður var hann ekki með neina vinnu- stofu, hafði ekki efni á að leigja hana, en nú hafa ónefndir velunnarar útvegað honum vinnustofu. Nú getur hann ekki setið lengur á rassinum og talað um hvað hann sé mikill snill- ingur, að eigin sögn, nú verður hann að sanna það. Vytas bendir á að leikhússtörf séu svo illa launuð hér á landi að hann hafi ekki efni á því að leigja vinnustofu. „Nú fæ ég ekki aftur verk- efni í leikhúsi, eftir þetta viðtal,“ segir Vytas og hlær. Aðspurður segir Vytas leikmyndahönn- unina ekki hafa bein áhrif á myndlistina en hann vilji gjarnan færa leikhúsið meira inn í myndlistarverkin. „Ég vil snerta sálir manna með verkum mínum, vekja tilfinningar, fá fólk til að hugsa. Það er mikilvægast að vera ein- lægur, þetta snýst um það hvernig þú talar til fólks með listinni,“ segir Vytas. Hann vilji sem minnst komast í snertingu við hversdagslífið, horfi ekki á sjónvarp og lesi ekki dagblöð, forð- ist pólitík og samfélagsmál. ,,Listamaður verð- ur að vera einlægur og helga sig viðfangsefn- inu. Listin er örlög ekki atvinna,“ segir Vytas. Endurreisnar- maður kveður fortíðina Morgunblaðið/Golli Endurreisnarmaðurinnn Vytautas Narbutas í rokinu á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Vytautas Narbutas Anatómíu-Kristur Anatomical Crucifix, eða Anatómísk krossfesting, eftir Vytautas. Ak- rýlmálning á pappír. Vytautas Narbutas Fortíð „Þorpsminningar. 1994-2007“ eftir Narbutas. Grafít á pappír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.