Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 85

Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 85
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 85 WWW.SAMBIO.IS PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 5 - 8 - 11:15 Powersýning B.i. 10 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 4 ZODIAC kl. 6 - 9 B.i. 16 ára ROBINSONS FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 / AKUREYRI / KEFLAVÍK PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 8 B.i. 10 ára BLADES OF GLORY kl. 2 LEYFÐ IT´S A BOY GIRL THING kl. 6 - 8 LEYFÐ THE REAPING kl. 10 B.i. 16 ára SPIDER-MAN 3 kl. 2 B.i. 10 ára HILARY SWANK SUMT ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA MEÐ VÍSINDUMHÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM FRÁ D.FINCHER LEIKSTJÓRA SE7EN & FIGHT CLUB. eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is eee S.V. - MBL A.F.B - Blaðið eee V.J.V. TOPP5.IS SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK HRYLLINGSMYNDAHEFÐIN hefur verið að taka nokkrum breyt- ingum á undanförnum árum. Kannski mætti orða það sem svo að ákveðnir þættir í hefðinni hafi orðið ríkjandi sem geta orðið einstaklega hvimleiðir þegar ekki er rétt með þá farið. Þessa þætti má rekja til áhrifa tveggja þekktra leikstjóra í geir- anum, þeirra Sam Raimi og Wes Craven, en sá fyrrnefndi kynnti til sögunnar kaldhæðni, leikgleði og groddahúmor í kvikmyndinni Evil Dead 2 en það hefur skilað sér inn í myndir á borð við Scream og aðrar póstmódernískar grínhrollvekjur. Wes Craven hratt hins vegar af stað sadísku hrollvekjunni með sinni fyrstu mynd, The Last House on the Left, en sá þráður liggur til kvik- mynda á borð við Hostel, Saw og endurgerða á klassískum hroll- vekjum á borð við Keðjusag- armorðin í Texas. Hins vegar er orð- ið sjaldgæfara að sjá átök við formið sem reiða sig hvorki á kvenfyrirlitn- ingu og kvalalosta né sjálfsmeðvit- aðan leik með klisjukennd mótíf hefðarinnar. Breska hrollvekjan 28 vikum síðar (28 Weeks Later) er áhugavert inn- slag í hefðina ekki síst vegna þess að hún forðast ofangreindar gryfjur. Um er að ræða framhaldsmynd 28 Days Later eftir leikstjórann Danny Boyle og handritshöfundinn Alex Garland þar sem gerð var athygl- isverð tilraun til að endurvekja og endurskapa hefð uppvakningamynd- arinnar á forsendum harð- neskjulegrar hrollvekju. Myndin lýsti á áhugaverðan hátt hruni sið- menningar á Bretlandseyjum, en galt fyrir stirðbusalegt handrit og fór út um þúfur í síðari hlutanum. Gott fólk kom hins vegar auga á möguleika upprunalegrar hug- myndar þeirra félaga og ákvað að þróa hana áfram. Svo einkennilega vill nefnilega til að framhalds- myndin, 28 vikum síðar er mun betri en forverinn, svo mjög að það er allt að því sláandi. Myndin nýtir sér snjallar hugmyndir forverans og vinnur úr þeim án þess að taka feil- spor. Handritið er þétt og vel skrif- að, leikur góður, kvikmyndataka snjöll og tónlistin er áhrifamikil, en fyrst og fremst tekst myndinni að framkalla þrúgandi heimsendasýn og kalla fram djúpstæðan hrylling sem snýst um eitthvað annað en að velta sér upp úr kvalafullum dauð- dögum. Þá er rammpólitískur und- irtexti ofinn inn í myndmál og frá- sögn (og að því leyti má greina áhugaverð tengsl milli 28 vikum síð- ar og annarrar breskrar heimsend- amyndar, Children of Men). Hér er á ferðinni ein eftirminnilegasta hryllingsmynd síðustu ára og tíma- bært fráhvarf frá ríkjandi klisjum greinarinnar. Frábær „Hér er á ferðinni ein eft- irminnilegasta hryllingsmynd síð- ustu ára og tímabært fráhvarf frá ríkjandi klisjum greinarinnar,“ segir meðal annars í dómi. Borgin sem eyðiland KVIKMYNDIR Regnboginn, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri Leikstjórn: Juan Carlos Fresnadillo. Aða- hlutverk: Robert Carlyle, Rose Byrne, Je- remy Renner og Amanda Walker. Bret- land, 99 mín. 28 vikum síðar (28 Weeks Later)  Heiða Jóhannsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.