Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 88
Heitast 20 °C | Kaldast 10 °C  S-átt, strekkings- vindur, einkum SV- og A-lands. Rigning eða skúrir S- og V-lands, annars úrkomulaust. » 8 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 154. DAGUR ÁRSINS 2007 ÞETTA HELST» Verulegur niðurskurður  Hafrannsóknastofnunin leggur nú til verulegan niðurskurð á heildar- afla á þremur helztu nytjategundum okkar, þorski, ýsu og ufsa. Samtals er lagt til að afli þessara tegunda verði skorinn niður um 93.000 tonn og munar þar mest um þorskinn. Þar er lagt til að afli fari úr 193.000 tonnum í 130.000 tonn. »Forsíða Gegn gangainnlögnum  Læknaráð ályktaði nýverið að framkvæmdastjórn Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) þyrfti að sjá til þess að gangainnlagnir kæmu framvegis ekki til álita í starfsemi spítalans. Formaður læknaráðs seg- ir málið snúast um einkalíf sjúklinga og öryggismál spítalans sjálfs. »4 Einhverfa vegna erfða  Umhverfisþættir hafa lítil áhrif á það hvort börn greinast með ein- hverfu, orsök hennar er aðallega erfðafræðileg og ekkert bendir til þess að bólusetningar séu á nokkurn hátt orsakavaldur heilkennisins. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu um einhverfu sem haldin var í Reykjavík. »4 Forvarnir mikilvægar  Nýr heilbrigðismálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, segir mikilvægt að efla forvarnir, mark- miðið hljóti að vera að fólk þurfi sem minnst á heilbrigðiskerfinu að halda. Í viðtali við Morgunblaðið segir hann að eining sé um að ríkið og op- inberir aðilar beri lungann af kostn- aðinum við þjónustuna en ekkert sé að því að skapa samkeppni milli þeirra aðila sem veiti hana. »26 SKOÐANIR» Staksteinar: Réttur hluthafa Forystugreinar: Reykjavíkurbréf | Hátíð íslenskra sjómanna UMRÆÐAN» Gerð ferilskrár er mikilvæg Ólöglegar eftirlíkingar vandamál Yfirlýsing vegna Kárahnjúka Stillum hitann hóflega Réttið hlut Flateyrar Hagfræði heljar Styður ríkisstjórnin Íraksstríð? ATVINNA» FÓLK» Eli Roth gerir grín að Kate Hudson. »80 Vytas Narbutas er myndlistarmaður frá Litháen sem býr á Íslandi og hefur opnað sýningu á Næsta bar. »78 MYNDLIST» Fortíðin kvödd TÓNLIST» Bubbi Morthens spilar í Hafnarfirði í kvöld. »80 FÓLK» Moby er reiður við ofsa- trúarmenn. »80 Heiða Jóhannsdóttir er mjög hrifin af 28 Weeks Later og gef- ur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. »85 Frábær hrollvekja KVIKMYNDIR» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Þetta er bara græðgi“ 2. „Raunveruleikaþáttur“ gabb 3. Lík þriggja nýbura fundust 4. Til meðvitundar eftir nítján ár BRYNJA, hússjóður Öryrkjabanda- lags Íslands, hefur ákveðið að selja Fannborg 1 í heilu lagi en um er að ræða níu hæða blokk með alls 43 íbúðum. Í staðinn verða keyptar stakar íbúðir hér og þar á höfuð- borgarsvæðinu fyrir íbúa í blokk- inni. „Þetta er annars vegar tilkomið af hagkvæmnisástæðum en ekki síð- ur breyttra sjónarmiða um búsetu fatlaðra,“ sagði Helgi Hjörvar, stjórnarformaður Brynju. Mjög sjaldgæft er að blokkir séu boðnar til sölu í einu lagi en Sverrir Kristinsson hjá Fasteignamiðlun segir að blokkin geti m.a. hentað sem íbúðahótel. Níu hæða blokk til sölu í einu lagi Til sölu Íbúðir í blokkinni eru litl- ar, 37,5-64 fermetrar að stærð. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is NOTKUN löggæslumyndavéla í miðborg Reykjavíkur er háð skýrum reglum um rök- stuðning, meðalhóf og gagnsæi. Stefán Eiríks- son, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir lögreglu leggja sig í líma við að framfylgja þessum reglum. „Við tökum þetta verkefni mjög alvarlega enda myndi það skaða okkar hagsmuni verulega ef við færum ekki eftir sett- um reglum. Það er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir hann. Stefán segir löggæslumyndavélarnar hafa margsannað gildi sitt á síðastliðnum tíu árum. „Myndavélarnar gera það að verkum að lög- reglan getur verið með augu á fleiri stöðum en ella. Auðvitað leysa þær einar og sér ekki þann vanda sem við er að etja í miðbænum og koma aldrei í staðinn fyrir sýnilega löggæslu en þær auðvelda lögreglu klárlega starf sitt og auka viðbragðsflýti.“ Hafa bjargað mannslífum Vélarnar hafa verið í notkun í áratug og segir Stefán þær í nokkur skipti hafa leitt til þess að lögreglan hafi bjargað mannslífum. „Það gerist nánast um hverja einustu helgi að lögreglu- menn sem vakta vélarnar sjá hluti sem eru í uppsiglingu, árásir sem eru í gangi og annað, og láta félaga sína sem staddir eru í miðborg- inni vita. Ég fullyrði að þetta hefur bjargað mannslífum.“ Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Per- sónuvernd, segir Persónuvernd hafa borist fyr- irspurnir varðandi löggæslumyndavélarnar en aldrei hafi komið upp mál þar sem stofnunin hafi þurft að taka afstöðu eða senda frá sér álit. „Við höfum ekki fengið neinar vísbend- ingar um það að lögreglan sé að nota mynda- vélarnar í einhverjum öðrum tilgangi en kveðið er á um í reglum og reglugerðum,“ segir Þórð- ur. Löggæslumyndavélarnar eru nú átta en fyr- irhugað er að fjölga þeim um allt að helming í haust. | 10 Notkun löggæslumynda- véla háð skýrum reglum Löggæslumyndavélarnar hafa margsannað gildi sitt á síðastliðnum tíu árum Morgunblaðið/Júlíus Gagnlegar Stefán Eiríksson segir myndavél- arnar hafa reynst vel við rannsókn mála. MARGIR lögðu leið sína á Esjuna í gær en hópurinn 5 tindar hvatti til að slegið yrði Íslandsmet í fjölda göngumanna á Esjuna. Þegar haft var samband við meðlimi hópsins rétt fyrir hádegi í gær höfðu rúmlega 200 manns hafið göngu og voru skipuleggjendur bjart- sýnir á að 1.000 manna markinu yrði náð fyrir klukkan átta á laugardagskvöld. Ekkert formlegt Íslandsmet er til skráð um fjölda göngufólks á Esjuna en markmið hópsins var að setja markið það hátt að erfitt yrði fyrir göngufólk framtíðarinnar að slá metið. Hópurinn 5 tindar samanstendur af níu vinum og kunningjum sem hafa ákveðið að ganga á fimm hæstu fjalltinda utan jökla á fimm landshlutum. Verður förin farin um næstu helgi og er til styrktar Sjónarhóli. Reynt að slá Íslandsmet í Esjugöngu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margir reyndu við Íslandsmet með því að ganga á Esjuna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.