Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 1
ofan í kjölinn hvað við höfum fengið og hvað er í húfi fyrir lífríkið á jörðinni næstu öldina hljóta menn að gera sér grein fyrir því að sérhagsmunir einstakra ríkja eru aukaatriði í þessu sambandi,“ segir umhverfisráðherra. Ísland fékk undanþágu við gerð Kýótóbókunarinnar sem felst í því að okkur er heimilt að auka losun gróð- urhúsalofttegunda um allt að 10% á gildistímanum meðan aðrar aðildarþjóðir minnka sína losun að með- altali um 5,2%. Að axla sína ábyrgð Þórunn segir ótímabært að ræða um frekari und- anþágur til handa Íslendingum en næsta samningaferl- ið hefst senn í Balí. Stærsta verkefnið þar, að áliti um- hverfisráðherra, er að ná ríkjum heims að samn- ingaborðinu. „Það er ekkert gefið í þessum efnum en takist að ná löndum á borð við Bandaríkin, Ástralíu, Indland og Kína að borðinu er mikill sigur unninn í Balí. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims – sem betur fer – og við búum við aðstæður sem flesta dreymir um að búa við. Það blasir við að við munum þrýsta á að aðr- ir axli sína ábyrgð, ekki síst Bandaríkin, sem tilheyra ríka hópnum. Þurfum við þá ekki að gera það sjálf líka?“ Sérhagsmunir aukaatriði  Umhverfisráðherra reiknar með samstöðu innan ríkisstjórnarinnar varðandi næstu skref í loftslags- málum  Brýnt að ná þjóðum heims að samningaborðinu í Balí  Sérhver þjóð þarf að axla ábyrgð  Jörð kallar | 10 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Orra Pál Ormarsson ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra á ekki von á öðru en stjórnarflokkarnir verði samstiga þegar kemur að næstu skrefum í loftslagsmálum. Hún segir þjóðum heims bera siðferðisleg skylda til að ná saman um frekari skuldbindingar í þeim efnum eftir að gildistíma Kýótóbókunarinnar lýkur í árslok 2012. Þar sé ábyrgð okkar Íslendinga engu minni en annarra ríkja. „Í tveggja flokka samstarfi þarf stundum að finna leiðir til að ná samkomulagi. Ég hef samt ekki miklar áhyggjur af þessu vegna þess að um leið og fólk skoðar Þórunn Sveinbjarnardóttir STOFNAÐ 1913 322. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SUNNUDAGUR SKULDIN VIÐ LANDIÐ LANDGRÆÐSLUSTARF Á ÍSLANDI 100 ÁRA LANDGRÆÐSLA >> 34 KRAFTUR Í KRÓÖTUM LÖGÐU ENSKA LJÓNIÐ Á WEMBLEY KNATTSPYRNA >> 22 LYKILSPURNINGIN, sem brennur á efnahagslífi heimsins, er hvernig fer fyrir Bandaríkjadollar á næst- unni og til lengri tíma hvernig grunnur fjármálakerfis heimsins verður. Siðferðilegt jafn- vægi hagkerfisins GUÐRÚN Guðlaugsdóttir ræðir við Hildiguni Hjálmarsdóttur, tengda- dóttur Þórðar Sveinssonar, yfir- læknis á Kleppi, og Ellenar Kaaber. Bókin um dönsku frúna á Kleppi PLATAN The Joshua Tree, sem jók hróður hljómsveitarinnar U2 svo um munaði fyrir 20 árum, er komin aftur út í fjórum mismunandi út- gáfum í tilefni tímamótanna. Joshua-tréð í fjórum útgáfum Í DAG segjum við skilið við hjónin Loft og Ísafold og börn þeirra tvö sem hafa verið svo almennileg að leyfa lesendum að fylgjast með sér á leiðinni til vistvænna lífs undanfarnar vikur í greinaflokknum Út í loftið. Að skiln- aði hvetja þau þjóðina til átaks í loftslagsmálum – jörðin kallar. | 10 Aðeins ein jörð VIKUSPEGILL FRAMLEIÐSLUGETA þeirra ís- lensku fyrirtækja, sem Reynir Sýr- usson húsgagnahönnuður á viðskipti við, er slík að hann segist hæglega geta afgreitt um eitt þúsund stóla með aðeins um sex vikna fyrirvara. Hann tekur stóla sem dæmi, en svip- að er upp á teningnum um aðra hönnun hans, sem er til sýnis í Hönn- unarstofunni Syrusson; sýningarsal og vinnustofu, sem hann opnaði ný- verið í Kópavogi. Allar götur frá því Reynir kom heim frá fjögurra ára námi í hús- gagnahönnun í Árósum í Danmörku árið 2000 hefur hann unnið að því að byggja upp eigið hönnunarfyr- irtæki, sem væri í stakk búið að af- greiða húsgögn eftir pöntun á jafn- skömmum eða skemmri tíma en væru þau pöntuð erlendis frá. Sjálf- ur er hann smiður góður, og byrjaði raunar á því að smíða öll sín hús- gögn, en hefur að mestu lagt ham- arinn á hilluna þótt hann komi ein- staka sinnum að samsetningu húsgagna og slíku. Núna einbeitir hann sér að hönnuninni. Hann segir að drjúgur tími fari í pælingar með iðnaðarmönnum um útfærslu hönn- unarinnar, sem oftast sé langt í frá einföld, þótt leikmanni kunni að virðast svo vera. | 24 Mublur í massavís Morgunblaðið/RAX Hönnuðurinn Reynir Sýrusson hús- gagnahönnuður býður eingöngu upp á eigin hönnun í fyrirtæki sínu. Leikhúsin í landinu Ertu komin með miða í leikhúsið? >> 72 ÞEGAR búið var að telja 57% at- kvæða í þing- kosningunum í Ástralíu í gær var ljóst að Verka- mannaflokkur Kevins Rudds hefði sigrað og 11 ára valdaskeiði hægrimannsins Johns Howards væri lokið. Hann viðurkenndi opinberlega ósigur flokks síns í gær. Hægriflokkur Howards var kom- inn með 46,2% en Verkamannaflokk- urinn 53,8%. Líklegt var að Howard, sem er 68 ára, missti sjálfur þingsæti sem hann hefur haldið í 33 ár. Rudd er 50 ára, hann hefur heitið því að kalla ástralska hermenn heim frá Írak og undirrita Kýótósáttmál- ann, hvorttveggja mikil deilumál í kosningabaráttunni. Efnahagsupp- gangur hefur verið í stjórnartíð Howards en nýlegar breytingar á vinnulöggjöf hafa valdið reiði meðal verkamanna sem hafa gjarnan stutt hann. Einnig fannst mörgum How- ard hafa verið of lengi við völd. Rudd á sigurbraut Kevin Rudd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.