Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 65
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
50ára afmæli. Fimmtugurer í dag, 25. nóvember,
Páll Jóhann Pálsson, útvegs-
bóndi í Stafholti, Grindavík.
Páll verður að heiman á afmæl-
isdaginn en mun bjóða vinum
og vandamönnum upp á jóla-
glögg í hesthúsinu (hátíðarsal)
15. desember næstkomandi.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara. Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja.
Hægt er að hringja í síma
569 1100, senda tilk. og mynd á
netfangið ritstjorn@mbl.is, eða
senda tilkynningu og mynd í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is. Einnig er hægt að
senda vélritaða tilkynningu og
mynd í pósti. Bréfið skal stíla á:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er sunnudagur 25. nóvember, 329. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn. Ég mun bænheyra himininn, og hann mun bænheyra jörðina. (Hs.
2, 21.)
Netsvar er nýtt samstarfs-verkfeni SAFT: Heimilis ogskóla, Barnaheillar og Póst-og fjarskiptastofnunar.
Hlíf Böðvarsdóttir er verkefnisstjóri
hjá SAFT: „Netsvar er vefsíða þar sem
við söfnum á einn stað upplýsingum
handa börnum, foreldrum, kennurum,
ömmum og öfum og öðrum áhugasöm-
um um umgengni um Netið og aðra ný-
miðla,“ segir Hlíf. „Bæði lúta upplýs-
ingarnar sérstaklega að notkun barna á
þessum miðlum, en einnig eru upplýs-
ingar almenns eðlis um netöryggi, s.s.
hvað ber að varast þegar verslað er á
netinu.“
Framandi heimur
Hlíf segir mörgum foreldrum þykja
þeir vera utangátta þegar kemur að
þeim tækni- og tölvuheimi sem börn og
unglingar hrærast í í dag: „Þeir vita
kannski ekki hvað Youtube eða MSN
er, og er Netsvari ætlað bæði að kynna
fólk fyrir þeim æsispennandi mögu-
leikum sem netið býður upp á, um leið
og fjallað er um helstu hætturnar.“
Upplýsingarnar á Netsvari eru
flokkaðar á einfaldan og aðgengilegan
hátt: „Leitast er við að hafa upplýsing-
arnar á síðunni stuttar og hnitmiðaðar,
og skrifaðar á aðgengilegu máli. Við
hvern upplýsingamola geta gestir síð-
unnar síðan sett inn skoðun sína á við-
komandi vandamáli, eða sent okkur fyr-
irspurn ef þeim tekst ekki að finna þær
upplýsingar sem leitað er að,“ segir
Hlíf.
Meðal gagnlegra upplýsinga á síð-
unni nefnir Hlíf fræðslu um aldurs- og
innihaldsmerkingar tölvuleikja: „Við
kynnum m.a. þau tákn sem tölvuleikja-
framleiðendur nota til að merkja leiki
sína. Þannig táknar hnefi að ofbeldi er í
leiknum, og mynd af sprautu varar við
að leikurinn sýni eða vísi í fíkniefna-
notkun. Mikilvægt er að foreldrar skilji
þessar merkingar, svo börn séu ekki að
spila leiki sem þau vantar þroskann til
að skilja,“ útskýrir Hlíf. „Einnig eru á
síðunni upplýsingar um einelti á netinu,
hvaða hlutverki vinahópasíður eins og
Myspace gegna í félagslífi barna og
unglinga í dag og með hvaða hætti ein-
elti birtist þar.“
Slóðin er www.netsvar.is.
Börn | Netsvar.is veitir upplýsingar um hættur og möguleika netsins
Leiðarvísir um netnotkun
Hlíf Böðv-
arsdóttir fæddist í
Reykjavík 1976.
Hún lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1996, BS í
viðskiptafræði frá
Háskóla Íslands
2002 og MEd-
gráðu í lýðheilsu- og kennslufræðum
frá Háskólanum í Reykjavík 2007. Hlíf
starfaði sem fjármálastjóri um fimm
ára skeið, en er nú verkefnastjóri hjá
SAFT og kennari hjá Keili. Hlíf er gift
Kristmanni Rúnari Larssyni við-
skiptafræðingi og eiga þau börnin
Tönju Rún og Jakob Lars.
Tónlist
Austurbær | Védís Hervör heldur tónleika
28. nóvember kl. 21, í tilefni af útgáfu nýrr-
ar plötu, „a beautiful life-recovery proj-
ect“. Miðasala er á www.midi.is og í miða-
sölu Austurbæjar.
Bústaðakirkja | Tríó Nordica ásamt fé-
lögum leikur hjá Kammermúsíklúbbnum kl.
20. Sjá kammer.is
Bækur
Bókasafn Kópavogs | Þrír barnabókahöf-
undar lesa úr nýútkomnum bókum sínum í
Kórnum, kl. 14. Jónína Leósdóttir les úr
Kossar og ólífur. Þórarinn Eldjárn les úr bók
þeirra Sigrúnar Eldjárn, Gælur, fælur og
þvælur. Þórarinn Leifsson les úr Leynd-
armálið hans pabba.
Uppákomur
Perlan | Nýfundnaland og Labrador er heiti
markaðstorgs 20 fyrirtækja sem kynna og
selja almenningi vöru og þjónustu í Perl-
unni í dag kl. 11-18. Aðgangur er ókeypis.
Mannfagnaður
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breið-
firðingabúð, kl. 14. Þriðji dagur í þriggja
daga keppni. Nánar heimasíðu www.bf.is
Fyrirlestrar og fundir
Verkfræðideild HÍ | Á næsta fræðsluerindi
Hins íslenska náttúrufræðifélags, mun dr.
Ólafur Ingólfsson prófessor í jarðfræði við
Háskóla Íslands segja frá rannsóknarleið-
angri sem farinn var til Kalahari-
eyðimerkurinnar í Suður-Afríku og Botsw-
ana síðastliðið vor. Fyrirlesturinn er kl. 17
VRII, stofu 158. Aðgangur ókeypis og öllum
heimill.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-
samtakanna er 895-1050.
GA- fundir (Gamblers Anonymous) | Er
spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstand-
endur? Hægt er að fá hjálp með því að
hringja í síma 698-3888.
Frístundir og námskeið
Yggdrasill | Fæðingarfræðsla kl. 12-16, fyrir
foreldra. Frætt er um hið náttúrulega fæð-
ingarferli; hreyfingu og líkamsbeitingu,
hollráð, fæðingarmyndbönd o.fl. Nánari
uppl. á www.draumafaeding.net
ZEPPELIN NT, stærsta loftfar heims, flýgur yfir Tók-
ýó í Japan í gær. Loftfarið er 75 metra langt og eiga
ferðamenn í borginni möguleika á því að fara í skoð-
unarferð með því gegn gjaldi.
Stolt flýgur fleyið mitt
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Aðventuskemmt-
un 7. des. kl. 17. Söngur og gamanmál,
systurnar Ingibjörg og Sigríður Hann-
esdætur. Jólasaga, Arnar Jónsson
leikari. Hátíðarsöngvar, Kammerkór
Mosfellsbæjar. Jólahlaðborð frá Lárusi
Loftssyni. Miðaverð 3.500 kr. Skrán-
ing í s. 535-2760 f. miðvd. 5. des.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofa FEBK, Gullsmára 9, er opin
mánudaga og miðvikudaga kl. 10-
11.30, s. 554-1226. Í Gjábakka er opið
á miðvikudögum kl. 15-16, 2. 554-
3438. Félagsvist í Gullsmára á mánu-
dögum kl. 20.30, í Gjábakka á mið-
vikudögum kl. 13 og föstudögum kl.
20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur kl. 20, Klassík leikur fyrir
dansi. Aðventuhátíð 30. nóv. kl. 20,
hugvekju flytur Karl Sigurbjörnsson
biskup, kór FEB syngur jólasálma, leik-
þáttur, getraun o.fl., kaffiveitingar.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga er m.a.: þriðjud. kl. 9 glerlist/
glerskurður og fimmtud. frá hádegi
myndlist. Alla föstud. er leikfimi o.fl. í
ÍR-heimilinu v/Skógarsel, á eftir er
kaffi og spjall. Uppl. á staðnum og s.
575-7720.
Hæðargarður 31 | Jólapakkaskreyt-
ingar 27. nóv. og 4. des. kl. 16. Föstu-
dag 30. nóv. Jónas Hallgrímsson:
Sveinn Einarsson og skáldin í Skap-
andi skrifum frá Gjábakka. Sama dag
er opnuð málverkasýning Stefáns
Bjarnasonar. Ósóttir miðar á Vínarhl.
5. jan. til sölu. Uppl. 568-3132.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús-
inu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30-
11.30. Hringdansar í Kópavogsskóla á
þriðjud. kl. 14.20. Ringó í Smáranum á
miðvikud. kl. 12 og í Snælandsskóla á
laugard. kl. 9.30, línudans í Húnabúð á
miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564-
1490.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun kl.
10 mun gönguhópur ganga frá Graf-
arvogskirkju.
Slysavarnadeildin Hraunprýði | Jóla-
hlaðborðið í Skútunni 27. nóv. kl.
19.30. Hörður Torfason syngur og Vig-
dís Grímsdóttir les úr bók sinni „Bíbí“,
jólahappdrætti og hugvekja. Að-
göngumiðar eru seldir í Dalakofanum í
Firði og Kakí, Strandgötu 9-11.
Vesturgata 7 | Jólafagnaður 7. des.
Húsið opnað kl. 17, veislustjóri Raggi
Bjarna, Sigurgeir við flygilinn, jóla-
hlaðborð, kaffi og eftirréttur. Pétur
Einarsson leikari fer með gamla ást-
arsögu. Barnakór Háteigskirkju. Hug-
vekja í umsjón séra Önnu Sigríðar
dómkirkjuprests. Fjöldasöngur. Hljóm-
sveit Hjördísar Geirs.
Kirkjustarf
Bústaðakirkja | Starf eldri borgara kl.
13-16.30. Spilað, föndrað og handa-
vinna. Gestur kemur í heimsókn.
Dómkirkjan | Kolaportsmessa á Kaffi
Porti kl. 14. Þorvaldur Halldórsson
leiðir tónlistina frá kl. 13.30. Fyr-
irbænum er safnað fyrir stundina.
Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar
halda utan um guðsþjónustuna.
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11, kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn
samkoma kl. 14 þar sem Sigrún Ein-
arsdóttir prédikar. Á samkomunni
verður lofgjörð, barnastarf og brauðs-
brotning og að henni lokinni verður
kaffi og samfélag. Basar kirkjunnar
verður 2. des.
Laugarneskirkja | Harðjaxlar halda
fund undir handleiðslu Stellu Rúnar
Steinþórsdóttur og Þorkels Sig-
urbjörnssonar kl. 16 (7. bekkur).
Óháði söfnuðurinn | Guðsþjónusta
verður með léttu sniði kl. 14. Kórstjór-
inn Kári Allansson leiðir kórinn. Barna-
starf á sama tíma og maul eftir
messu.
SÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund að
nú birtist skráningin á netinu um leið og skrásetjari staðfestir
hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leið-
réttingaforritið Púkann til að lesa yfir textann og gera nauð-
synlegar breytingar. Einnig hefur verið gerð sú breyting að
hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkjustarfs tvo
mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu
er lesinn yfir.
Breytingar á skráningu
inn í Stað og stund
Reuters