Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ málum. Er ekki óþarfi að taka áhættu? Það er aðeins ein jörð og við höfum fengið hana að láni. Lesandi góður, hvað ert þú að hugsa?  sínum og vinum. „Fyrir utan að gera loftslaginu gott með þessu spörum við stórfé,“ segir pabbi og hugsar sér gott til glóðarinnar. „Við getum kannski skellt okkur í helgarferð til Hvera- gerðis á þrettándanum?“ Með þeim orðum segjum við skilið við Loft Hreinsson, Ísafold Jökulsdóttur og börn þeirra í Grafarvoginum. Að gefnu til- efni skal minnt á að þau eru ekki raunveruleg fjölskylda – en gætu alveg eins verið það. Þroskasaga þeirra á sér stoð í veruleikanum og er þörf áminning til okkar allra. Byrjum að taka til í eigin ranni, margt smátt gerir eitt stórt í loftslags- Ég er til dæmis sannfærð um það Loftur að mamma þín og pabbi myndu verða himinlifandi ef þau fengju boðskort í leikhús frá okkur. Þau eiga allt og eru löngu farin að benda okkur góðlátlega á að hætta að gefa sér eitthvert drasl,“ segir mamma. Tiltekt og garðsláttur „Og við gætum gefið Bergi frænda að taka til í bílskúrnum hans,“ flýtir Snæfríður Sól sér að segja. Hin hlæja. „Já, ekki veitir af,“ segir mamma. „Það yrði algjör himnasending fyrir hann.“ „Svo ætla ég að gefa Jökli afa það í afmælisgjöf í vor að slá blettinn fyrir hann í allt sumar,“ segir Hreinn. Svona finna þau hverja sniðugu gjöfina af annarri handa ættingjum Út í loftið Tími efans | 14.10.2007 Valdið í veskinu | 21.10.2007 Sorpskrímslið | 28.10.2007 Smiðshöggið | 18.11.2007 Fyrri greinar Bæ, bæ bílífi | 11.11.2007Úti að aka | 04.11.2007 Mart hefur hingað til ekki þótt sérstaklega umhverfisvænt fyrirtæki en fyrir fáum árum gerðu þeir mikla áætlun um sjálfbærni í rekstrinum og eru að taka allt sitt í gegn,“ heldur Birna áfram. „Það hefur til dæmis bein áhrif á íslenska sjávarútveginn. Innkaupaaðilar í Evrópu og Bandaríkjunum kalla nú eftir umhverfismerkingum á sjávarafurðir því neytendur vilja kaupa umhverfismerktan fisk. Og þegar slíkar merkingar eru komnar er oft hægt að fá betra verð fyrir hann. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum vöruflokkum sem um ræðir.“ Kaupum upplifun Jú jú, sennilega er hið besta mál að fyrirtæki taki umhverfismálin upp á arma sína. En hvað verður um þau ef þorri almennings tekur hjónin Loft og Ísafold sér til fyrirmyndar og dregur úr neyslu sinni eins og bent hefur verið á að sé lykilatriði í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda? Hvað ef allir eyða minna rafmagni, hætta að nota bensín, sniðganga umbúðir og kaupa almennt minna af dóti en nú? Er það ekki einmitt þessi neysla sem heldur hagkerfinu uppi? „Það hefur verið ofboðsleg neysluþensla,“ svarar Ellý Katrín. „Í vissum geirum flæðir gífurlegur peningur og sá peningur myndi kannski minnka eitthvað. Ég hef hins vegar ekki trú á að hagkerfið myndi skreppa svo saman að okkur yrði meint af. Vonandi verður þróunin sú að farið verði að framleiða vandaðri vörur og að við förum betur með það sem við höfum. Það er ekkert gott við að hagkerfið rúlli á því að framleiða og framleiða vörur til þess eins að henda þeim. Hagvöxtur getur ekki haldið áfram endalaust ef við hegðum okkur svona því þá klárast auðlindirnar. Og ef auðlindir klárast verður enginn hagvöxtur.“ Birna er þessu sammála. „Það er ekki víst að aukin umhverfisvitund feli í sér minni neyslu í peningum talið. Umhverfisvæn neysla snýst um að kaupa vandaða hluti sem stundum eru dýrari í innkaupum en endast lengur, þurfa minna viðhald og eru ódýrari í rekstri. Hún snýst líka um að velja frekar vörur sem hafa minni umhverfisáhrif, s.s. sparneytinn bíl, umhverfisvottaðan pappír eða lífrænt ræktaða tómata. Slíkar vörur eru stundum dýrari og stundum ódýrari en aðrar og það hefur ekki endilega áhrif á heildarneysluna.“ Hún bendir líka á að ekki hafi öll neysla mikil umhverfisáhrif í för með sér. Peningarnir detti ekki bara sisona út úr hagkerfinu heldur fari í annað. „Neyslumynstur eru mikið að breytast með aukinni velmegun. Við kaupum ekki lengur bara hráefni eða áþreifanlegar vörur heldur eyðum peningum í þjónustu og upplifun í auknum mæli, t.d. í stemningu á kaffihúsi, tónleika eða fallega hönnun. Fólk er tilbúið að borga fyrir slíka þjónustu og sú neysla hefur ekki endilega bein tengsl við notkun á hráefnum og orku. Þarna liggja líka mýmörg tækifæri til nýsköpunar.“ Loks sé mikilvægt að einblína ekki á neyslu og hagvöxt. „Mikill hagvöxtur er ekki endilega ávísun á meiri lífsgæði og hann er ekki heldur trygging fyrir því að atvinnulíf og samfélagið allt standi traustum fótum til framtíðar. Það þarf að horfa á miklu fleiri breytur til að geta metið hvernig þjóðfélagi við lifum í, og ein af þeim er kostnaður samfélagsins vegna umhverfisáhrifa.“ Í skýrslu breska hagfræðiprófessorsins Sir Nicholas Stern var einmitt lagt mat á efnahagsleg áhrif loftslagsbreytinga. Þar var meginniðurstaðan sú að yrði ekki gripið til markvissra aðgerða til að draga úr gróðurhúsaáhrifum nú yrði kostnaðurinn við aðgerðir margfaldur síðar. Kasettutæki út í eitt Bandarískir bílaframleiðendur hafa hins vegar áhyggjur af öðrum kostnaði, fjárútlátunum sem hljótast af því að koma til móts við auknar umhverfiskröfur Arnolds Schwarzeneggers, ríkisstjóra Kaliforníu. Þeir segja reikning bílaiðnaðarins hljóða upp á 84 milljarða bandaríkjadala. Mörgum hefur nú svelgst á yfir minni fjárhæðum. Birna er aldeilis laus við samúð. „Auðvitað fylgir kostnaður því að þróast,“ segir hún. „Fyrirtækin verða samt að gera það því annars verða þau undir í samkeppninni. Það kostaði Sony heilmikið að þróa geislaspilara og tónhlöður en það hefði varla borgað sig fyrir þá að framleiða kasettutæki út í eitt. Sennilega hefði verið þægilegast og ódýrast fyrir Apple að láta staðar numið eftir að fyrsta Macintosh-tölvan kom á markað en þá hefði fyrirtækið orðið undir í samkeppninni því viðskiptavinirnir vildu ekki kaupa hana eftir nokkur ár. Atvinnulífinu er ekki gert gott með því að engar kröfur séu gerðar til þess. Ef bandarískum bílaframleiðendum verður leyft að draga lappirnar í þróun missa þeir af lestinni. Og á meðan stinga japanskir bílaframleiðendur af með gróðann.“ Ellý Katrín er á sömu nótum. „Það hefur sýnt sig að nýjar kröfur þrýsta á nýsköpun, einfaldlega af því að þá þurfa menn að koma með nýjar lausnir. Vetnisverkefnið okkar er gott dæmi um slíkt. Raunar hefur orðið bylting á okkar mælikvarða þegar kemur að vistvænum bifreiðum. Um áramótin 2003 var ég að leita mér að vistvænum bíl og þá nenntu sölumenn varla að eyða tíma í að tala við mig. Núna eru umboðin tilbúin að fara yfir strikið í því að kalla bíla græna í auglýsingum því þau átta sig á að neytendur vilja slíka bíla. Það hefur klárlega haft mikil áhrif á framþróun á bílamarkaðinum.“ Þær segja enga spurningu að fólk sé að vakna til vitundar um þessi mál, sem aftur auki kröfurnar til markaðarins. „Þetta sést svart á hvítu í könnun sem samtök atvinnulífsins kynntu fyrr á þessu ári um framtíðarviðhorf Íslendinga,“ segir Birna. „Í henni var spurt hver yrðu helstu viðfangsefni stjórnmálanna árið 2050 að mati þess sem svaraði. Í ljós kom að umhverfismálin lentu efst á blaði en yfir 60% almennings og áhrifavalda töldu að þau yrðu aðalviðfangsefnið. Efnahags- og atvinnumál lentu í öðru sæti. Auðvitað hanga þessi atriði saman en þetta eru býsna skýr skilaboð.“ Einhverra hluta vegna virðist landinn samt enn býsna hikandi við að hoppa á umhverfislestina með fullum krafti. „Ég upplifi ástandið í dag þannig að hið opinbera sé farið að gera auknar kröfur en gefi ekki mjög skýr skilaboð ennþá,“ segir Birna. „Neytendum finnst vanta meira úrval af umhverfisvænum vörum og þora ekki að spyrja af því að þeir vilja ekki vera með vesen og fyrirtæki eru tilbúin með lausnirnar en áræða ekki að koma því til skila. Við þurfum því svolítið að kýla á þetta núna.“  Grænn – heitasti liturinn G róðamöguleikar liggja víða í umhverf- isbylgjunni sem nú ríður yfir. Um allan heim er græni lífsstíllinn að slá í gegn og fyrir framsýn fyrirtæki er þar aldeilis mark- aður sem hægt er að þéna á. Þetta end- urspeglast t.a.m. í tískunni – fatnaður úr líf- rænt ræktaðri bómull sést æ oftar á fataslám hátískuhúsanna, reglulega detta inn á fjöl- miðla fréttir og ljósmyndir frá vistvænum tískusýningum í gegn um erlendar fréttaveitur og umhverfisvottaðar snyrtivörur seljast sem aldrei fyrr. Fremstar í flokki fara Hollywood-stjörnurnar sem svo tugum skiptir gefa sig út fyrir að vinna að umhverfismálum og þeysa á milli tökustaða á visthæfum lúxusbifreiðum. Stjórnmálamenn keppast við að mála ímynd sína grænum litum og þá skiptir engu hvort þeir eru til hægri eða vinstri í pólitíkinni. Vin- sælustu tónlistarmenn heims lögðu mál- staðnum lið á Live Earth-tónleikunum marg- umtöluðu sem sýndir voru í beinni útsendingu um allan heim. Raunar sættu þessar sömu stjörnur margar hverjar gagnrýni fyrir að mæta til leiks á einkaþotunum sínum, sem verður að teljast harla óumhverfisvænn ferða- máti. Hér heima hafa leikarar og tónlistarmenn einnig lagt umhverfismálum lið og er skemmst að minnast baráttu stórstjarna á borð við Björk og Sigur Rós gegn Kára- hnjúkavirkjun. Þá hefur vakið athygli að for- seti Íslands ekur um á visthæfum bíl. „Mér finnst það vera mjög til fyrirmyndar og vildi gjarnan sjá hið sama hjá fleiri fyrirmönnum þjóðarinnar,“ segir Ellý Katrín. „Enda tel ég að fyrirmyndir skipti mjög miklu máli í þessum efnum.“ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.