Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Allt að 10.000 manns létu lífið í felli-bylnum sem gekk yfir Bangladess í vikunni sem leið. Talið er að 7 millj-ónir manna þurfi á neyðar-aðstoð að halda. Yfir-völd sögðu að þegar hefðu yfir 3.100 lík fundist. „Tala látinna gæti farið yfir 5.000, en hún verður undir 10.000,“ sagði for-maður Rauða hálf-mánans í Bangladess. Flest dauðs-fallanna urðu vegna flóð-bylgju sem skall á ströndinni og braks sem fauk í óveðrinu. Embættis-menn segja að búast megi við að tala látinna hækki þegar björgunar-sveitir komast á af-skekkta staði, eins og í fiski-þorp á litlum eyjum undan strönd landsins. Vaxandi hætta er talin á far-sóttum og hungurs-neyð á hamfara-svæðunum. Erfið-lega gengur að koma nægum matvælum og drykkjar-vatni til fólks, því margir vegir eyði-lögðust og fallin tré loka þröngum siglinga-leiðum. Talið að 10.000 manns hafi farist Reuters Eftir-lifendur ham-faranna þiggja matvæla-hjálp Paul Nikolov, þing-maður Vinstri grænna, hélt sína fyrstu ræðu á miðviku-daginn. Paul er fyrsti inn-flytjandinn sem tekur sæti á þingi. Frum-varp hans kveður á um að atvinnu-leyfi verði gefin út til ein-staklinga en ekki til atvinnu-rekenda eins og nú er. Paul lagði áherslu á að með lagabreytingu yrði atvinnu-rekendum veitt nauðsyn-legt að-hald. Í frum-varpinu er einnig lagt til að svo-nefnd 24 ára regla verði felld úr gildi. Reglan á að koma í veg fyrir mála-mynda-hjóna-bönd. Í frum-varpinu er líka ákvæði sem á að tryggja rétt kvenna af er-lendum upp-runa sem gifst hafa íslenskum karl-mönnum. Réttar-bót fyrir út-lendinga Paul Nikolov Ragnar fer til Feneyja 2009 Menntamála-ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur til-kynnt að myndlistar-maðurinn Ragnar Kjartansson verði full-trúi Íslands árið 2009 á Feneyja-tvíæringnum. „Vissu-lega kom þetta mér á óvart. Ég er spenntur, hræddur og auð-mjúkur og líka hug-rakkur gagn-vart því tæki-færi sem mér býðst með þessu,“ sagði Ragnar. Ágúst Örn er Herra Ísland Ágúst Örn Guðmundsson sigraði í keppninni Herra Ísland á miðvikudags-kvöld. Ágúst er 19 ára og er frá Kópa-skeri. Hann stundar nám við Mennta-skólann á Akureyri og er á síðasta ári á félagsfræði-braut. Í 2. sæti varð Georg Alexander Valgeirsson og í 3. sæti Matthías Örn Friðriksson. Nektar-dans bannaður Borgar-ráð Reykja-víkur hefur sam-þykkt að banna nektar-dans-sýningar. Það á að vera liður í bar-áttunni gegn klám-væðingu og vændi. Lög-maður Bóhem segir að borgar-ráð eigi að ganga út frá skipu-lagi, ekki póli-tískri hugmynda-fræði. Sjálfstæðis-menn eru ekki vissir um að borgar-ráð geti tekið ákvörðun um bann. Stutt Mikil lækkun varð á hlutabréfa-mörkuðum víða um heim á mánu-daginn vegna ótta við áhættu-söm húsnæðis-lán í Banda-ríkjunum. Ís-lenska úrvals-vísitalan lækkaði þó áberandi mikið og mest af nor-rænu vísi-tölunum. Hún lækkaði um 3,65%, sem er næst-mesta dags-lækkun ársins. Lækkunin síðan í júlí er um 23%. Bankar sem hafa lánað aðilum háar fjár-hæðir til að kaupa hluta-bréf, með tryggingu í bréfunum sjálfum, vilja nú að lán-þegarnir leggi fram meiri tryggingu þar sem verð-mæti bréfanna hefur minnkað svo mikið. Verð hluta-bréfa hrynur Á mánu-dag gagn-rýndu stjórn-völd í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bret-landi hval-veiðar Japana eftir að 6 japönsk hvalveiði-skip lögðu úr höfn til að veiða yfir 1000 hvali. Japanar segja þetta mestu hval-veiðar sínar í vísinda-skyni til þessa. Gagn-rýnendur segja að Japanar noti vísinda-veiðarnar sem yfir-skin til að stunda veiðar í atvinnu-skyni. Japanar ætla að veiða allt að 935 hrefnur, 50 hnúfu-baka og 50 lang-reyðar. Hnúfu-bakar hafa næstum ekkert verið veiddir í 40 ár, en þeir voru í mikilli útrýmingar-hættu vegna of-veiði. Á þriðju-daginn hvatti Evrópu-sambandið Japana til að hætta við vísinda-veiðar sínar á hvölum þar sem þær ógnuðu sumum hvala-stofnum í Suður-höfum. Í til-kynningu frá sam-bandinu segir að veiðarnar séu enn meira áhyggjuefni en ella þar sem veiða eigi hnúfu-baka og lang-reyðar sem alþjóða-stofnanir telja að séu í útrýmingar-hættu. Hval-veiðar Jap- ana gagnrýndar Reuters Hnúfu-bakur eftir aðgerða-sinna í Ástralíu. Hlíða-skóli sigraði í Skrekk, hæfileika-keppni ÍTR og grunn-skólanna í Reykjavík. Atriði Hlíða-skóla fjallaði um hina brengluðu kven-ímynd sem er við lýði í dag og hversu óraunsæ hún er. Sýning þeirra var kölluð: Hvað er fullkomnun? Í öðru sæti varð Seljaskóli og Hagaskóli í því þriðja. Hlíðaskóli sigraði í Skrekk Morgunblaðið/Ómar Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnu-kylfingur úr GKG, stóð sig vel á loka-úrtöku-móti fyrir Evrópu-móta-röðina í golfi. Hann vann sér inn keppnis-rétt á þegar hann endaði í 11.-15. sæti af alls 156 kylfingum. Alls reyndu 879 kylfingar fyrir sér á úrtöku-mótum fyrir móta-röðina og aðeins 30 komust alla leið – eða um 3,4% þeirra sem tóku þátt. Þetta er annað árið í röð sem Birgir kemst í hóp 30 efstu á loka-úrtöku-mótinu en hann er eini íslenski karl-kylfingurinn sem hefur náð þeim árangri. Hann fær því tæki-færi til þess að leika á sterkustu móta-röð Evrópu á næsta tíma-bili. Birgir Leifur í Evrópu-móta-röðina Birgir Leifur Hafþórsson Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.