Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 25.11.2007, Síða 64
64 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Allt að 10.000 manns létu lífið í felli-bylnum sem gekk yfir Bangladess í vikunni sem leið. Talið er að 7 millj-ónir manna þurfi á neyðar-aðstoð að halda. Yfir-völd sögðu að þegar hefðu yfir 3.100 lík fundist. „Tala látinna gæti farið yfir 5.000, en hún verður undir 10.000,“ sagði for-maður Rauða hálf-mánans í Bangladess. Flest dauðs-fallanna urðu vegna flóð-bylgju sem skall á ströndinni og braks sem fauk í óveðrinu. Embættis-menn segja að búast megi við að tala látinna hækki þegar björgunar-sveitir komast á af-skekkta staði, eins og í fiski-þorp á litlum eyjum undan strönd landsins. Vaxandi hætta er talin á far-sóttum og hungurs-neyð á hamfara-svæðunum. Erfið-lega gengur að koma nægum matvælum og drykkjar-vatni til fólks, því margir vegir eyði-lögðust og fallin tré loka þröngum siglinga-leiðum. Talið að 10.000 manns hafi farist Reuters Eftir-lifendur ham-faranna þiggja matvæla-hjálp Paul Nikolov, þing-maður Vinstri grænna, hélt sína fyrstu ræðu á miðviku-daginn. Paul er fyrsti inn-flytjandinn sem tekur sæti á þingi. Frum-varp hans kveður á um að atvinnu-leyfi verði gefin út til ein-staklinga en ekki til atvinnu-rekenda eins og nú er. Paul lagði áherslu á að með lagabreytingu yrði atvinnu-rekendum veitt nauðsyn-legt að-hald. Í frum-varpinu er einnig lagt til að svo-nefnd 24 ára regla verði felld úr gildi. Reglan á að koma í veg fyrir mála-mynda-hjóna-bönd. Í frum-varpinu er líka ákvæði sem á að tryggja rétt kvenna af er-lendum upp-runa sem gifst hafa íslenskum karl-mönnum. Réttar-bót fyrir út-lendinga Paul Nikolov Ragnar fer til Feneyja 2009 Menntamála-ráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefur til-kynnt að myndlistar-maðurinn Ragnar Kjartansson verði full-trúi Íslands árið 2009 á Feneyja-tvíæringnum. „Vissu-lega kom þetta mér á óvart. Ég er spenntur, hræddur og auð-mjúkur og líka hug-rakkur gagn-vart því tæki-færi sem mér býðst með þessu,“ sagði Ragnar. Ágúst Örn er Herra Ísland Ágúst Örn Guðmundsson sigraði í keppninni Herra Ísland á miðvikudags-kvöld. Ágúst er 19 ára og er frá Kópa-skeri. Hann stundar nám við Mennta-skólann á Akureyri og er á síðasta ári á félagsfræði-braut. Í 2. sæti varð Georg Alexander Valgeirsson og í 3. sæti Matthías Örn Friðriksson. Nektar-dans bannaður Borgar-ráð Reykja-víkur hefur sam-þykkt að banna nektar-dans-sýningar. Það á að vera liður í bar-áttunni gegn klám-væðingu og vændi. Lög-maður Bóhem segir að borgar-ráð eigi að ganga út frá skipu-lagi, ekki póli-tískri hugmynda-fræði. Sjálfstæðis-menn eru ekki vissir um að borgar-ráð geti tekið ákvörðun um bann. Stutt Mikil lækkun varð á hlutabréfa-mörkuðum víða um heim á mánu-daginn vegna ótta við áhættu-söm húsnæðis-lán í Banda-ríkjunum. Ís-lenska úrvals-vísitalan lækkaði þó áberandi mikið og mest af nor-rænu vísi-tölunum. Hún lækkaði um 3,65%, sem er næst-mesta dags-lækkun ársins. Lækkunin síðan í júlí er um 23%. Bankar sem hafa lánað aðilum háar fjár-hæðir til að kaupa hluta-bréf, með tryggingu í bréfunum sjálfum, vilja nú að lán-þegarnir leggi fram meiri tryggingu þar sem verð-mæti bréfanna hefur minnkað svo mikið. Verð hluta-bréfa hrynur Á mánu-dag gagn-rýndu stjórn-völd í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bret-landi hval-veiðar Japana eftir að 6 japönsk hvalveiði-skip lögðu úr höfn til að veiða yfir 1000 hvali. Japanar segja þetta mestu hval-veiðar sínar í vísinda-skyni til þessa. Gagn-rýnendur segja að Japanar noti vísinda-veiðarnar sem yfir-skin til að stunda veiðar í atvinnu-skyni. Japanar ætla að veiða allt að 935 hrefnur, 50 hnúfu-baka og 50 lang-reyðar. Hnúfu-bakar hafa næstum ekkert verið veiddir í 40 ár, en þeir voru í mikilli útrýmingar-hættu vegna of-veiði. Á þriðju-daginn hvatti Evrópu-sambandið Japana til að hætta við vísinda-veiðar sínar á hvölum þar sem þær ógnuðu sumum hvala-stofnum í Suður-höfum. Í til-kynningu frá sam-bandinu segir að veiðarnar séu enn meira áhyggjuefni en ella þar sem veiða eigi hnúfu-baka og lang-reyðar sem alþjóða-stofnanir telja að séu í útrýmingar-hættu. Hval-veiðar Jap- ana gagnrýndar Reuters Hnúfu-bakur eftir aðgerða-sinna í Ástralíu. Hlíða-skóli sigraði í Skrekk, hæfileika-keppni ÍTR og grunn-skólanna í Reykjavík. Atriði Hlíða-skóla fjallaði um hina brengluðu kven-ímynd sem er við lýði í dag og hversu óraunsæ hún er. Sýning þeirra var kölluð: Hvað er fullkomnun? Í öðru sæti varð Seljaskóli og Hagaskóli í því þriðja. Hlíðaskóli sigraði í Skrekk Morgunblaðið/Ómar Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnu-kylfingur úr GKG, stóð sig vel á loka-úrtöku-móti fyrir Evrópu-móta-röðina í golfi. Hann vann sér inn keppnis-rétt á þegar hann endaði í 11.-15. sæti af alls 156 kylfingum. Alls reyndu 879 kylfingar fyrir sér á úrtöku-mótum fyrir móta-röðina og aðeins 30 komust alla leið – eða um 3,4% þeirra sem tóku þátt. Þetta er annað árið í röð sem Birgir kemst í hóp 30 efstu á loka-úrtöku-mótinu en hann er eini íslenski karl-kylfingurinn sem hefur náð þeim árangri. Hann fær því tæki-færi til þess að leika á sterkustu móta-röð Evrópu á næsta tíma-bili. Birgir Leifur í Evrópu-móta-röðina Birgir Leifur Hafþórsson Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.