Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 38
lífshlaup
38 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
irtækjum þeirra. Það fékk Hulda
Svava að reyna suður með sjó.
Eina atvinnan sem konum í Ytri-
Njarðvík bauðst á sjötta áratugnum
var við fiskvinnslu. Hulda Svava
gekk til þeirra verka af miklum
dugnaði og skörungsskap. En hún
var einnig ófeimin að segja hug sinn
ef gengið var á rétt hennar eða ann-
arra verkakvenna, þótt fyrirtækið
væri í eigu eins helsta leiðtoga sjálf-
stæðismanna á Suðurnesjum. Fyrir
vikið var hún kjörin trúnaðarmaður
Verkakvennafélags Keflavíkur og
Njarðvíkur á vinnustaðnum.
Eitt sinn neyddist hún til að kæra
Karvel Ögmundsson fyrir að greiða
konum lægri laun en kjarasamn-
ingur félagsins kvað á um. Það mál
fór að lokum fyrir Félagsdóm þegar
Alþýðusamband Íslands stefndi Kar-
vel 10. mars 1959 fyrir hönd verka-
kvennafélagsins. Í dómnum, sem var
kveðinn upp tæpu ári síðar, segir:
„Málavextir eru þeir, að í júlí-
mánuði og hinn 1. ágúst 1958 unnu
félagskonur úr Verkakvennafélagi
Keflavíkur og Njarðvíkur í fiskvinnu
hjá Karvel Ögmundssyni útgerð-
armanni í Ytri-Njarðvík og voru þær
meðal annars látnar kasta vöskuðum
fiski á bíl. Var hér um að ræða fisk,
sem hafði verið vaskaður nokkrum
dögum áður, og síðan staðið óhreyfð-
ur í stafla, en var nú tekinn beint úr
staflanum og kastað á bíl, er flutti
hann í þurrkhús. Fyrir þessa vinnu
greiddi Karvel konunum almennt
verkakvennakaup.
Trúnaðarmaður stefnanda á
vinnustað, Hulda Elíasdóttir, sem
var ein þeirra kvenna, sem unnu
þessa vinnu, bar þá strax fram mót-
mæli gegn fjárhæð kaupsins. Taldi
hún að greiða bæri karlmannskaup
fyrir þessa vinnu samkvæmt 1. mgr.
5. gr. áðurnefnds kjarasamnings.“13
Skemmst er frá því að segja að
Félagsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu að móðir mín hefði haft rétt
fyrir sér og dæmdi Karvel Ög-
mundsson til að greiða karlmanns-
kaup fyrir þá vinnu sem konurnar
unnu hjá honum áðurgreinda daga í
júlí og ágúst 1958.
Barist fyrir samkeppni
Á sjötta áratugnum voru Suð-
urnesin rammgert vígi sjálfstæð-
ismanna undir traustri forystu Ólafs
Thors, leiðtoga Sjálfstæðisflokksins.
Þeir réðu líka flestum fyrirtækjum
sem rekin voru í Ytri-Njarðvík, þar á
meðal fyrrnefndu frystihúsi sem var
í eigu Karvels Ögmundssonar, og
einu matvöruversluninni í þorpinu.
Samt fór samvinnumönnum smám
saman fjölgandi í sjávarþorpum á
Suðurnesjum. Sumir þeirra sem
fluttu utan af landi héldu áfram að
fylgja Framsóknarflokknum að mál-
um þótt þeir væru komnir á mölina.
Faðir minn var einn þeirra, þrátt
fyrir mótlætið í kjördæmi flokks-
formannsins. Hann vann að því að
ná samstöðu vinstrimanna um fram-
boð „frjálslyndra kjósenda“ til
hreppsnefndar, þar sem hann átti
sæti í átta ár. Hann var líka fyrsti
formaður Framsóknarfélags Njarð-
víkur.
Jón frá Skarði vildi lækka vöru-
verð til launafólks í Ytri-Njarðvík
með því að fá Kaupfélag Suðurnesja
í Keflavík til að opna þar útibú í sam-
keppni við verslun kaupmannsins á
staðnum. Þegar forráðamenn kaup-
félagsins höfnuðu þeirri beiðni með
þeim rökum að óhagkvæmt væri að
opna verslun í svo fámennu þorpi,
hafði faðir minn forystu um að ná
saman hópi samvinnumanna sem
fylgdu vinstriflokkunum að málum,
Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Al-
þýðubandalagi og Þjóðvarn-
arflokknum. Þeir söfnuðu félögum í
nýtt kaupfélag, fengu sér lóð árið
1958, reistu verslunarhús frá grunni
í sjálfboðavinnu og hófu að selja
matvörur í samkeppni við kaup-
manninn sem fyrir var. Skráðir
stofnfélagar kaupfélagsins voru 140,
en þá voru kjósendur í Ytri- og
Innri-Njarðvík um 500 talsins.
Sjálfstæðismenn fundu þessari
uppreisn alþýðunnar gegn yfirráð-
um sjálfstæðismanna í versl-
unarrekstri kauptúnsins flest til for-
áttu. Mér er minnistætt samtal
föður míns við einn þeirra sem sagði
þetta framtak samvinnumanna ein-
ungis öfund út í kaupmanninn sem
hefði rekið verslun sína af dugnaði
árum saman, og bætti við:
„Þið vinstrimenn þolið ekki að
nokkur maður sé fjárhagslega sjálf-
stæður.“
„Þvert á móti,“ svaraði Jón frá
Skarði um hæl, „við viljum einmitt
gefa ÖLLUM tækifæri til að verða
efnalega sjálfstæðir.“
Samvinnuhugsjóninni verður vart
betur lýst en í þessum fáu, einföldu
orðum alþýðumanns sem hafði unnið
hörðum höndum að því að gera hug-
sjón sína að veruleika.
Það var hátíð hjá samvinnumönn-
um í Ytri-Njarðvík þann 25. mars ár-
ið 1960 þegar Kaupfélagið Bjarmi
tók formlega til starfa í nýja versl-
unarhúsnæðinu. Dagblað samvinnu-
manna sendi ljósmyndara og blaða-
mann á vettvang, enda ekki á
hverjum degi sem nýtt kaupfélag sá
dagsins ljós:
„Fyrir nokkru voru blaðamenn
Tímans viðstaddir sögulegan fund á
Suðurnesjum. Föstudagskvöldið 25.
mars kom saman hópur manna í ný-
byggðu verslunarhúsi í Ytri-
Njarðvíkum. Tilgangurinn var að
stofna til kaupfélags meðal íbúanna.
Fundurinn einkenndist af áhuga og
eindrægni. Langþráður draumur
hafði ræst. Fólkið var að eignast
sína eigin verslun.“14
Í greininni er vitnað til orða Jóns
frá Skarði um að eindrægni og kapp-
semi félagsmanna lofi góðu um
framtíð kaupfélagsins:
Það er við marga örðugleika að
etja,“ sagði Jón, „en eitt er víst: Ef
húsmæðurnar tileinka sér þessa
verslun almennt í hreppnum og
styðja reksturinn með viðskiptum
sínum þá fer allt vel. Forystumenn
þessarar húsbyggingar hafa
kannske verið of stórhuga, en ég trúi
á fólkið og allt sem vel er gert. Hér
stendur saman fólk úr öllum flokk-
um og ég hef trú á því að sigur vinn-
ist.“
Kaupfélagið Bjarmi rak versl-
unina í Ytri-Njarðvík um nokkra
hríð, en sameinaðist síðan Kaup-
félagi Suðurnesja. Á aðalfundi KKS
árið 1962 var frá því skýrt að Bjarmi
væri orðinn deild í KS, sem annaðist
rekstur matvöruverslunarinnar í
Ytri-Njarðvík eins og sam-
vinnumenn í þorpinu höfðu óskað
eftir í upphafi. „Í fundarlok flutti
Jón Bjarnason, Ytri-Njarðvík,
snjalla hvatningaræðu,“ segir í
blaðagrein um aðalfundinn.15
Um svipað leyti urðu enn kafla-
skipti í lífi Jóns frá Skarði og Huldu
Svövu. Hannibal Valdimarsson, einn
litríkasti stjórnmálamaður síns tíma,
fékk Jón Mikael til starfa á skrif-
stofu Alþýðusambands Íslands í
Reykjavík. Þau hjónin brugðu búi í
Ytri-Njarðvík, keyptu fokhelda hæð
í Kópavogi, kepptust við að gera
hana íbúðarhæfa og fluttu inn í hluta
íbúðarinnar sumarið 1963.
En einungis fimm árum síðar, 27.
ágúst umbyltingaárið mikla 1968,
féll Jón frá Skarði í valinn eftir erf-
iða og hetjulega baráttu við krabba-
mein, aðeins sextugur að aldri.
Hulda Svava náði hins vegar hárri
elli; hún andaðist 3. maí árið 2002.
1. Strandir 2, 1985, bls. 358.
2. Morgunblaðið miðvikudaginn 21. desem-
ber 1938, bls. 6.
3. Þorsteinn Matthíasson í Morgunblaðinu
18. september 1968, bls. 21.
4. Morgunblaðið 3. september 1968, bls. 19.
5. Strandapósturinn, 1985, 19. árg., bls.143.
6. Jón M. Bjarnason frá Skarði: Minning,
Strandapósturinn, 2. árg. 1968, bls. 78–81.
7. Morgunblaðið 7. september 1949, bls. 2.
8. Morgunblaðið 8. september 1949, bls. 12.
9. Morgunblaðið 3. september 1949, bls. 6.
10. Matthías Johannessen: Ólafur Thors, II.
bindi, Almenna bókafélagið, 1981, bls.117.
11. Jónas Jónsson: Ófeigur, 1.-5. tbl. 1953, bls.
12-16.
12. Ófeigur árið 1953.
13. Dómur Félagsdóms 25. febrúar 1960, mál
nr. 2/1959.
14. Tíminn 5. apríl 1960, bls. 9.
15. Faxi 7, 1962.
Á símstöðinni Jón frá Skarði gegndi margvíslegum störfum eftir að hann
sagði skilið við búskapinn árið 1954. Þessi mynd var tekin á sjötta áratugn-
um, en þá var hann næturvörður á símstöð Landssímans í Keflavík.
Stofnfundur Bjarma Jón frá Skarði
flytur framsöguj á stofnfundi Kaup-
félagsins Bjarma árið 1960.
Jón Mikael missti sem
sagt sumarvinnuna vegna
baráttu sinnar fyrir end-
urreisn frystihússins á
Kaldrananesi. Slík smásál-
arleg hefndarráðstöfun
var dæmigerð fyrir það
pólitíska ofríki sem alþýða
manna bjó við á þeim tím-
um þegar öll svið þjóðlífs-
ins voru læst í heljargreip-
ar flokksræðisins.
E
f þetta eru réttar upp-
lýsingar sem þú lést
mér í té, Steinunn mín,
þá reiknast mér til að
kalkúnninn þurfi fjór-
tán klukkutíma. Ha? Fjórtán
klukkutíma? Það getur bara ekki
staðist, sagði ég ásakandi. Nei, mér
finnst það líka heldur ólíklegt en þú
veist þetta náttúrlega, svaraði eig-
inmaðurinn blíðlega.
Það greip mig nagandi kvíði og ég
ákvað að fara á netið og leita mér
upplýsinga.
Það reyndist torvelt að finna hald-
góðar upplýsingar því á verald-
arvefnum eru fleiri hundruð ef ekki
þúsund síður með upplýsingum um
hvernig best sé að koma gripnum
elduðum upp á fat.
Fjandinn að vera ekki á Íslandi
núna og geta farið á rúntinn með
Hreyfli, hugsaði ég.
Það hefur nefnilega aldrei brugð-
ist að fá ráðleggingar um matseld
hjá leigubílstjórum hjá Hreyfli.
Reyndar hefur það yfirleitt verið frá
eiginkonum leigubílstjóranna sem
hafa verið svo elskulegir að hringja í
spúsur sínar fyrir mig úr bílnum svo
ég gæti leitað til þeirra með eitt og
annað. Og það stendur ekki á liðleg-
heitunum.
Já, komdu sæl, Steinunn, hvað er
þetta sem þú ert að vandræðast
með?
Og innan skamms vopnuð
lánspenna og visanótu til að hripa
niður mikilvæga punkta er ég komin
með ráðleggingar og aukið
sjálfstraust.
Og er miklu nær með það hvernig
á að ná fullkominni skorpu á
pörusteik, elda óaðfinnanlegar gæsir
eða steikja hreindýrasteikur svo
eitthvað sé nefnt.
Alveg lygilega góð þjónusta hjá
leigubílastöð. Og auðvitað ætti
Hreyfill að auglýsa þessa þjónustu.
Hreyfill – ekki bara leigubílastöð!
Hreyfill – uppskrift að góðu
ferðalagi!
En eftir nokkurt þóf á netinu
komst ég að því að eldunartíminn
sem ég hafði haldið að ætti að notast
við er miðaður við kílógrömm en
ekki amerísk pund. Þannig að mér
reiknaðist til að ég gæti stytt tímann
um fimmtíu prósent. Það var
snöggtum skárri tilhugsun.
Að morgni þakkargjörðardagsins
vaknaði ég fyrir allar aldir eftir að
hafa alla nóttina í draumi saxað
niður grænmeti í fyllingu og
smakkað til sósu. Ég vaknaði
eiginlega alveg örþreytt enda búin
að standa í eldamennsku alla
nóttina. Ókunnug kona var líka að
þvælast fyrir mér í draumnum og
mér sýndist ekki betur en hér væri
komin konan sem varð eyðilögð yfir
því að ég hrifsaði til mín síðasta
knippið af ferskri salvíu sem fannst í
búðinni.
Hún horfði á mig skelfingu lostin
og spurði:
,,Tókstu síðasta búntið?“ Eins og
ég hefði haft af henni arf.
Konan hélt á poka með gríðarlega
gildum gulrótum og ég forðaði mér
með einhverja afsökunarbeiðni á
vörunum, því mér virtist
manneskjan ætla að reka mig á hol
með gulrót.
Ég vakti eiginmanninn rétt um
sexleytið og píndi hann til að koma
niður í eldhús með mér með loforði
um kaffi og spjall áður en tekist yrði
á við gripinn.
Börnin sváfu sem fastast utan
yngismærin sem var auðvitað
vöknuð og hin hressasta. Lá í
rúminu með nýuppgötvaða
hljóðmynd sem hljómaði eitthvað á
þessa leið: ,,Neineineineineineinei
nei!
Þetta fannst okkur mikilvægur
áfangi í þroskaferli litlu stúlkunnar
því ekkert er eins gagnlegt og að
kunna að segja nei.
Í eldhúsinu tókumst við á um
skepnuna og eftir að vera búin að
fylla hana af bragðmiklum jurtum
og grænmeti og reyra leggina
saman og vængina meðfram
hliðunum var henni stungið inn í
ofninn.
En auðvitað ekki fyrr en við
vorum búin að fara saman með
kalkúnabænina.
Og þá var ekki eftir neinu að bíða
nema takast á við fyllinguna. Epli,
sveskjur, sellerí, brauðteningar,
laukur, hvítlaukur, valhnetur, ólífur,
ítölsk skinka, steinselja og auðvitað
salvían góða sem ég þreif úr
búðarhillunni.
Ilmurinn af þessum kræsingum
heldur svona yfirþyrmandi á
fastandi maga enda kvarta margar
eldabuskur yfir því að vera orðnar
saddar þegar sest er að borðum.
Því er reyndar alveg öfugt farið
með mig. Ég hef aldrei meiri
matarlyst en þegar ég elda sjálf,
einkum og sér í lagi ef
undirbúningur og matseld tekur vel
á annan sólarhring.
Maraþon-
matreiðsla
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
hugsað upphátt