Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ að fór vel á því, að Sigur- björn Einarsson biskup skyldi fá Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar nú á degi íslenskrar tungu. Hann átti þau svo sannarlega skilið og enginn fremur en hann, þegar minnst var 200 ára afmælis listaskáldsins góða. Öld- ungurinn ungi hefur lifað nær helming þessa tímabils, orðinn 96 ára. Þess gætti þó ekki, þegar hann tók til máls, þakkaði fyrir sig og sagði, hvað honum bjó í brjósti. Máltilfinninguna þáði hann af almúgafólki, sem fyrst annaðist hann og hafði ótrúlega mikinn orðaforða, sem tengdist daglegum skiptum við náttúruna og fjölþættum vinnubrögð- um þess tíma. Og hann nefndi húslestr- ana og Passíusálmana. Síðan sagði Sig- urbjörn: „En lindirnar voru fleiri, sem þetta fólk jós af, og ég leyfi mér að nefna rímurnar með ofurlitlum glettn- isglampa upp á Jónas okkar blessaðan Hallgrímsson. Hann er orðinn sáttur við rímurnar núna og þeir vafalaust orðnir sáttir vel Sigurður Breiðfjörð og hann og við samgleðjumst þeim. Þeir skála með gleði hvor við annan á degi íslenskrar tungu í eilífðinni.“ Hér er ekki rúm til að rekja efni ræðu hans frekar né varnaðarorð nema minna á skylduna, sem á okkur hvílir, að skila tungunni, þessum ómetanlega arfi óspilltum áfram til næstu kyn- slóðar. Og þar sem biskupinn stóð í ræðustólnum, svipaði honum til Gríms gamla á Bessastöðum, þegar Elli kerl- ing sótti hann heim og skáldið bar henni full staup stór af Boðnar bjór: Kraftur handa heilli öld! Það var vel að listamenn og Háskól- inn skyldu minnast Jónasar á fæðing- ardegi hans og efna til blysfarar frá Há- skólanum að styttunni í Hljómskála- garðinum. Hana gerði Einar Jónsson og var hún afhjúpuð á aldarafmæli skáldsins á grasblettinum fyrir framan hús Guðmundar Björnssonar land- læknis við Lækjargötu, þar sem nú er stytta séra Friðriks Friðrikssonar, og var þar mikið fjölmenni. Síðar var stytta Jónasar flutt í Hljómskálagarð- inn, ég veit ekki af hverju, og vitaskuld ekki afhjúpuð þar. Einar Laxness hefur bent mér á, að rangt hafi verið með þetta farið í fjölmiðlum og er mér ljúft að leiðrétta það, um leið og ég tek undir með honum, að styttan sómdi sér betur í miðbænum, þar sem fólkið er, fremur en á afviknum stað, þar sem fáir koma. Í Lesbók Morgunblaðsins var birt fyrir viku skoðanakönnun um Jónas Hallgrímsson, sem gerð hafði verið meðal nemenda í þrem framhalds- skólum. Niðurstöður koma vissulega á óvart. Einungis 30% gátu bent á eitt- hvað sem eftir hann lægi. Ég hygg, að ekki megi taka þessar niðurstöður of bókstaflega. Auðvitað kunna nemend- urnir ljóð eftir Jónas og kannast við önnur, en voru óviðbúnir. Eftir sem áð- ur hlýtur þessi niðurstaða að stugga við kennurum, líka á grunnskólastigi. Ljóð eru barngóð og barnelsk og það á ekki að taka þá ánægju af börnunum að kynnast þeim og læra utanbókar. Undir ræðu Sigurbjarnar biskups kviknaði hugmynd að limru: Yngismær er vor tunga, einatt með nýjan þunga; orð hennar jóð, mín íslenska þjóð, - og brosir við biskupnum unga. PISTILL »Máltilfinninguna þáði hann af almúgafólki, sem fyrst annaðist hann og hafði ótrúlega mikinn orðaforða, sem tengdist daglegum skiptum við náttúruna og fjölþættum vinnubrögðum þess tíma. Halldór Blöndal Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Og brosir við biskupnum unga Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KJARAVIÐRÆÐUR ganga yfirleitt mun betur og hraðar fyrir sig nú en fyrir rúmlega áratug, hvað þá ef farið er lengra aftur í tímann. Ástæðurnar eru margvíslegar en auðvitað skiptir gott efnahagsástand undanfarinn áratug miklu máli. Það hefur sömu- leiðis haft áhrif á að vinnubrögðin hafa breyst og að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, formanns Lands- sambands verslunarmanna og vara- forseta Alþýðusambands Íslands, koma viðsemjendur nú betur und- irbúnir til kjaraviðræðna og vinna af meiri fagmennsku en áður. Til þess að auka fagmennsku í samningaviðræðum enn frekar var í haust boðað til námskeiðs í svokall- aðri hagsmunamiðaðri samn- ingatækni. Hvorki meira né minna en 130 manns sátu námskeiðið, jafnt fólk sem starfar fyrir atvinnurekendur, hið opinbera og verkalýðsfélög, fólk sem í vetur mun sitja sitthvorumegin við samningaborðið og togast á um hvað teljist vera hæfilegar launa- hækkanir. Aldrei áður hefur svo stór hópur samningamanna sótt sama námskeiðið. Semja án þess að gefa eftir Að sögn Ingibjargar er hagsmuna- miðuð samningatækni í sjálfu sér ekki ný af nálinni, grunnurinn að henni hafi komið fram í bók sem var gefin út fyrir ríflega 20 árum og heitir Já – listin að semja án þess að gefa eftir. Þjóðarsáttarsamningarnir verið gerðir í þessum anda og að hluta hafi verið notast við hagsmunamiðaða að- ferð í samningaviðræðum síðustu ára. munir stéttarfélags og atvinnurek- enda. „Þetta byggist á því að nálgast hlutina út frá því hvernig við getum leyst vandamál frekar en að segja: Það þarf að breyta grein 3,6 þannig að hún hljóði svona. Því þá ertu bara að bjóða upp á eina lausn,“ segir Ingi- björg. „Mér finnst þetta mjög áhuga- vert og það verður gaman að sjá hvernig þetta muni virka. Þessi að- ferð gæti til dæmis stytt yfirsetur sem stundum hafa verið langar.“ Þegar út í kjaraviðræðurnar er kom- ið gætir áhrifa hagsmunamiðuðu samningatækninnar einna helst í því að framvinda samningagerðarinnar er skráð á sérstök eyðublöð og þess gætt að báðir aðilar hafi sama skiln- ing á þeim árangri sem hefur náðst. Mikil áhersla er einnig lögð á að semja á venjulegum vinnutíma enda hefur reynslan sýnt að langar yfirset- ur leiða ekki til betri samninga, að sögn Ingibjargar. Þegar samningar hafa loks náðst fylla aðilar sameig- inlega út eyðublað um þá sameig- inlegu sýn sem þeir hafa á viðkom- andi samningsákvæðum og framkvæmd þeirra. „Með þessu er al- veg á hreinu hvað fólk samdi í raun og veru um,“ segir Ingibjörg en raun- in hafi stundum verið sú að þótt menn hafi við undirskrift talið sig hafa sama skilning á samningnum hafi það breyst þegar frá líður og nýtt fólk hugsanlega komið að stjórnvelinum. Harka með mildum tóni Ásmundur Stefánsson rík- issáttasemjari segir að þótt hann hafi kennt á námskeiðinu sé það félag- anna sjálfra að ákveða hvernig þau komi að samningagerð. Námskeiðið sé gagnlegt fyrir hvers kyns samn- ingagerð en þótt þessari aðferð sé beitt sé alls ekki þar með sagt að deil- ur verði úr sögunni. „Og þótt menn ræði saman í mildum tóni getur verið jafnmikil harka í viðræðum og þegar menn semja með miklum hávaða.“ Um 130 samningamenn hópuðust á námskeið Um 130 manns sem taka þátt í kjaravið- ræðum í vetur, bæði af hálfu atvinnurekenda og verkalýðs, sóttu sam- an námskeið í hags- munamiðaðri samn- ingagerð. Þeir sem tileinka sér þessa tækni ættu, að meðaltali, að vera fljótari að semja. Í HNOTSKURN » Hugmyndin að námskeiðinukviknaði eftir að Ingibjörg R. Guðmundsdóttir og fleiri sóttu sambærilegt námskeið hjá Har- vard- og MIT-háskólunum í Bandaríkjunum. »Ásmundur Stefánsson rík-issáttasemjari, sem hafði sótt sama námskeið og aflað sér kennsluréttinda í efninu, tók að sér að kenna ásamt tveimur bandarískum sérfræðingum. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Ásmundur Stefánsson Nýmælið í þeirri aðferð sem kennd var á námskeiðinu felst fyrst og fremst í því að nú er búið að smíða heildstætt kerfi fyrir allan samn- ingaferilinn, frá undirbúningi kjara- viðræðna til framkvæmdar. Lands- samband verslunarmanna mun í komandi kjaraviðræðum í fyrsta skipti notast við þessa aðferð í gegn- um allan samningaferilinn við Sam- tök atvinnulífsins. Það ætlar Samiðn líka að gera og hugsanlega fleiri fé- lög. Þá er auðvitað líklegt að aðrir samningamenn notist við tiltekna þætti aðferðarinnar. Ekki ein leið að markmiðinu „Þetta byggist á því að finna ekki aðeins eina leið að markmiðinu, held- ur margar,“ segir Ingibjörg. Mikil áhersla sé lögð á vandaðan undirbún- ing. Í því sem áður var nefnt kröfu- gerð en heitir nú áherslur hefur Landssamband verslunarmanna útbúið vinnuskjöl fyrir hvert áherslu- atriði fyrir sig. Þar eru dregnar fram ástæður, bakgrunnur, áhrif og hags-  Meira á mbl.is/itarefni Ljósmynd/Ólafur Samið Þátttakandur á námskeiðinu semja í æfingaskyni og ekki ber á æs- ingi. Brátt tekur alvaran við enda margir samningar að losna. SNERTILENDINGUM á Reykja- víkurflugvelli fækkaði verulega á milli áranna 2005 og 2006, að því er fram kemur í Flugtölum fyrir árið 2006. Árið 2005 voru snertilend- ingar rúmlega 46.600 en í fyrra hafði þeim fækkað 35.270. Hver snertilending er talin sem tvær flughreyfingar, þ.e. bæði lend- ing og flugtak. Í heild fækkaði snertilendingum á landsvísu um tæplega 10.000, úr rúmlega 86.300 í 76.800 og gæti það bent til minni umsvifa í flug- kennslu. Snertilendingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru þó töluvert fleiri en þær voru árið 2000, þegar Reykjavíkingar kusu um framtíð flugvallarins, en þá voru þær um 22.000. Flughreyfingar á Reykjavíkur- flugvelli vegna áætlunarflugs innan- lands árið 2006 voru 17.200 um 2.000 fleiri en árið 2005. Flughreyf- ingar vegna annars flugs voru um 25.400, um 5.000 færri en í fyrra. Í heild fækkaði flughreyfingum á Reykjavíkurflugvelli úr tæplega 90.000 árið 2005 í 77.900 árið 2006. Fækkun flughreyfinga nema um 13,5% sem er svipaður samdráttur og varð á Egilsstaðarflugvelli á sama tímabili. Snertilend- ingum fækkar BJÖRGUN ehf. hefur sótt um end- urnýjun leyfis til efnistöku af hafs- botni í Hvalfirði og Kollafirði og hef- ur fyrirtækið lagt fram tillögur að matsáætlun þess efnis við Skipulags- stofnun. Í tillögum þessum kemur fram að upphaflega hafi fyrirtækið haft leyfi til efnistöku til ársins 2020 en vegna lagabreytinga og krafna um mat á umhverfisáhrifum þurfi að endurnýja leyfið að loknu áður- nefndu mati. Samkvæmt því sem kemur fram í tillögunum er ekki sótt um leyfi til þess að hefja efnistöku á nýjum stöð- um en til stendur að útvíkka þær námur sem þegar eru til staðar. Þar kemur jafnframt fram að mestu um- hverfisáhrifin verði af efnistökunni sjálfri, annars vegar í formi þess að lífverur sem á námasvæðunum eru munu verða fjarlægðar eða fjarlægja sig sjálfar og hins vegar í formi breytinga á landslagi sjávarbotns- ins. Slíkt geti valdið ölduhreyfingum og í kjölfarið landbroti. Tillögurnar er að finna á vef Skipulagsstofnunar, skipulag.is, og þar kemur fram að almenningi gefst enn kostur til athugasemda. Sótt um leyfi til efnistöku  Upphafskrafa er aðalviðmið- unin.  Binda viðræður við fyrirfram gefin markmið og kynna þau opinberlega.  Gefa eins lítið eftir og hægt er varðandi hvert atriði.  Koma gagnaðila úr jafnvægi og halda í stöðugri óvissu.  Beita afli til að knýja gagn- aðila til eftirgjafar og tefla að- ilum hvorum gegn öðrum.  Litið er á niðurstöðu sem er meðtekin af gagnaðila með tregðu sem sigur. Nýja aðferðin:  Undirbúningur byggður á hagsmunum og möguleikum – ekki óskalistum.  Sameiginleg þjálfun viðmæl- enda.  Sameiginleg gagnasöfnun áður en samningaviðræður hefjast.  Samkomulag gert fyrirfram um verklagsreglur og vinnu- lag.  Hugarflug nýtt í samningaferl- inu.  Sérfræðingar notaðir í hverj- um málaflokki.  Lausna leitað sem eru báðum í hag.  Sameiginleg fundargerð.  Reyna að sjá fyrir þau vanda- mál sem framkvæmd samn- ingsins kann að hafa í för með sér. Gamla aðferðin: ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.