Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT» Erlent | Hvenær verða ríkisstjórnir öflugustu efnahagsvelda heimsins tilbúnar að taka á efnahagsvandanum, sem gæti leitt til samdráttar um allan heim? Tónlist | Platan Joshua Tree með hljómsveitinni U2 markaði þáttaskil í ferli hljómsveitarinnar og hefur nú verið endurútgefin með viðhöfn. Knattspyrna | Landslið Króata er til alls líklegt á EM næsta sumar VIKUSPEGILL» Eftir Michel Rocard S íðasti fundur fjármálaráð- herra sjö helstu iðnríkja heims í október rann al- gerlega út í sandinn. Það eina, sem samkomulag náðist um, var að skora á Kínverja að endurmeta gengi gjaldmiðils síns. Gengi júansins kann að vera mikil- vægt, en það er ekki lykilspurningin, sem nú brennur á efnahagslífi heims- ins. Í bráð er vandinn hvernig fer fyr- ir Bandaríkjadollar nú og á næst- unni. Aðalmálið til lengri tíma er hins vegar grunnur fjármálakerfis heims- ins. Hversu lágt mun dollarinn fara? Hvernig getum við leiðrétt ójafnvæg- ið milli hagkerfanna; að Kína og Evr- ópa, sem reyndar er langt á eftir, flytja í gríðarlegum mæli vörur til Bandaríkjanna eða dollarasvæðisins? Mun húsnæðislánamarkaðurinn í Bandaríkjunum, sem búist er við að verði enn erfiðari árið 2008, róast eft- ir það, eða mun hann eitra allt al- þjóðlega fjármálakerfið? Er hætta á að hækkandi olíuverð – sem þegar er orðið hærra en nokkru sinni – muni leiða til frekari vanskila á lánum? Skýrslur um stöðu stærstu bankanna í Bandaríkjunum gefa til kynna að raunveruleg ástæða sé til að hafa af þessu áhyggjur. Skrítin staða efnahagslífsins Staða efnahagslífsins í heiminum um þessar mundir er ákaflega skrít- in. Það eru engin stóráföll, en gengið hnígur og rís. Seðlabankastjórar reyna að róa og hughreysta, en þeir eru ekki mjög sannfærandi. Ríkis- stjórnir þegja og láta meira eða minna eins og ekkert sé á seyði. Og samkvæmt mörgum hagfræðingum, sérfræðingum og blaðamönnum eru áhyggjur dagsins tímabundnar og vandamálin leysanleg. Það er engin almenn kreppa við sjóndeildarhring- inn. Ég er ósammála. Ég tel að nú sé hafinn tími þar sem hinir ýmsu hlutar efnahagskerfisins í heiminum munu veikjast og það gæti leitt til sam- dráttar um allan heim. Hið opinbera þarf að bregðast við þessari veikingu kerfisins með öflugum hætti um allan heim, þar á meðal með því að herða reglur, ef við eigum að komast hjá slíku neyðarástandi. Af hverju virðist efnahagslífið vera svona veikbyggt? Í fyrsta lagi er fyr- irkomulag kapítalismans gerólíkt nú og fyrir 30 árum. Kapítalisminn færði þróuðu ríkjunum hraðan vöxt á ár- unum 1945 til 1975, lengi vel var með- altalið 5% ár ári. Auðvitað var ástandið sveiflukennt, en áföll í fjár- málum á borð við þau, sem nú verða reglulega, áttu sér ekki stað þá. Að auki tryggði kapítalisminn á áratug- unum eftir heimsstyrjöldina síðari fulla atvinnu og atvinnuleysi var oft í kringum 2% í Evrópu, Norður-Am- eríku og Japan. Á þeim tíma var óör- yggi atvinnu nánast óþekkt og fjöldafátækt var horfin. Lykillinn að þessum tíma vaxtar og hamingju var sterkt félagslegt velferðarkerfi og efnahagsstefna í anda Keynes jafnt heima fyrir sem í utanríkismálum í helstu ríkjum heims. Umfram allt fylgdu öll þróuð hagkerfi stefnu, sem ætlað var að tryggja háar tekjur, sem myndu leiða til mikillar neyslu og þar með hraðs vaxtar. Eigendur hlutabréfa urðu að sætta sig við fremur rýra ávöxtun miðað við það, sem nú gerist. Veik undirstaða Þrjátíu árum síðar hafa hluta- bréfaeigendur snúið algerlega baki við þessu kerfi. Eftirlauna-, fjárfest- inga- og vogunarsjóðir hafa tekið for- ustuna í þessari byltingu. Í öllum þróuðum hagkerfum hefur hagnaður aukist stórkostlega á undanförnum 25 árum, um á milli 8% og 10% af vergri þjóðarframleiðslu. En laun og félagslegar tekjur hafa orðið fyrir sambærilegum samdrætti. Fyrir vikið er undirstaða vaxtarins veik. Alls staðar hefur óöryggi vinnu- afls aukist og fjöldafátækt komið fram á ný í þróuðum ríkjum. Eftir því sem regluverkið hefur verið afnumið hafa gosið upp vandamál í fjármála- geiranum. Frá 1990 hefur í þrígang dunið á neyðarástand í rómönsku Ameríku, einu sinni í Rússlandi og einu sinni í Asíu, netbólan sprakk og nú undirmálslána. Í öðru lagi hefur á síðustu 6-7 árum sláandi skuldasöfnun verið mótvægi við öflugan vöxt þjóðarframleiðslu í Bretlandi og Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn taka nú tvo millj- arða dollara að láni á dag, 95% í Asíu og þar af 45% hjá seðlabanka Kína. Heildarskuldir Bandaríkjamanna nema 39 þúsund milljörðum dollara, Hvernig er hægt að leiðrétta ójafnvægið milli hagkerfanna í heiminum? Reuters Niður Á undanförnum 30 árum hafa áherslur í efnahagsmálum breyst og hagsveiflur orðið meiri og tíðari. sem er rúmlega þreföld þjóðarfram- leiðsla þeirra. Það verður aðeins hægt að halda þessu ástandi stöðugu ef olíuverð hættir að hækka, en þó er hið gagn- stæða líklegra og verðbólga heima fyrir – sú hætta ágerist við að seðla- bankinn losar um framboðið á pen- ingum til að hjálpa viðskiptabönkun- um – býður heim hættunni á hærri vöxtum. Loks er það svo að þótt auðveldara sé að koma eignum í verð þessa dag- ana hefur það ekki ýtt undir skilvirk- ar fjárfestingar til lengri tíma. Þess í stað hefur ábatasamur uppskurður heilbrigðra fyrirtækja losað um reiðufé, sem hefur streymt í eignir án innihalds, hús og aðrar fasteignir, sem hefur kynt undir kreppu spá- kaupmennsku. Í stuttu máli sagt hef- ur hagkerfið í heiminum með öllum sínum yfirborguðu stjórnendum og fyrirtækjasvindli glatað siðferðislegu jafnvægi sínu. Það er ekki hægt að láta afskipta- laust að þessi hættulega þróun haldi áfram. Það er augljóst að við erum að sigla upp á sker og öll hin þróuðu ríki heims ættu að hafa áhyggjur af stöð- unni. Þörfin er brýn fyrir heimsfund, Bretton Woods II, til að leggja strangar reglur til að hemja afvega- leidda fjármálamarkaði heimsins. Eins og síðasti G7-fundurinn sýndi eru helstu ríkisstjórnir heims hins vegar ekki enn tilbúnar að láta til skarar skríða. Höfundur er fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og leiðtogi Sósíalistaflokksins og situr nú á Evrópuþinginu. ©Project Syndicate, 2007. Hættumerkin hunsuð » Tilvísun til slíkra gagna erjafn gagnleg til niðurstöðu og sjónarmið grænmetisætu til hollustu kjöts. Brynjar Nielsen , lögmaður Bóhems, um að umsögn Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við HÍ sé lögð til grundvall- ar tillögu borgarráðs um rekstrarleyfi nektarstaða. » Eftir svo mikið hik og sein-læti, svo margar kúvend- ingar, þurfum við að segja skilið við fortíðina til að binda enda á hnignunina. Nicolas Sarkozy , forseti Frakklands, kvaðst ekki hvika frá umbótastefnu sinni í efnahagsmálum, þótt allt logi í verkföllum í landinu. » Hvað heldur þú að við höfumverið að gera öll þessi ár? Spurning Guðrúnar Kvaran , formanns þýðingarnefndar Gamla testamentisins, sem er jafnframt í þýðingarnefnd Nýja testamentisins, til Jóns G. Friðjónssonar málfræðings, sem gagnrýndi nýju bibl- íuþýðinguna á málþingi í Skálholti. » Ég veit hvers konar vesa-lingur ég er, ég þarf ekki DNA til að sýna mér sannleik- ann í þeim efnum. Kári Stefánsson , forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem lét í fyrsta skipti arfgreina sig þegar vefsíðan www.deCO- DEme.com komst í gagnið. » Þessi saga kennir okkurí fyrsta lagi að maður á aldrei að vera íronískur í rituðum texta, og í öðru lagi að blaðamenn eiga aldrei að nota Wikipediu sem heimild. Jón Karl Helgason eftir að skáldskapur hans um uppgröft á beinum Jónasar Hall- grímssonar rataði á Wikipediu og fjallað var um hann sem staðreynd á degi ís- lenskrar tungu. » Gullæðið er búið. Ásgeir Jónsson , forstöðumaður greining- ardeildar Kaupþings, um horfur á fast- eignamarkaði. Ummæli vikunnar                  Elica háfar glæsileg hönnun og fágað yfirbragð ! "#$        $ %  &' $'$% ( )   * "#$ $# $  '' &' $ ( ! "#$  $# %  $ "+ (                          & ' , !  (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.