Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 29
191 metra í keppni í Planica. Það
met bætti Pólverjinn Piotr Fijas
raunar ári síðar um þrjá metra.
Breyskur til ölsins
Undarleg lund er oft og tíðum
fylgifiskur snilligáfu og Nykänen
er þar engin undantekning. Hann
þótti snemma óstýrilátur og
breyskur til ölsins. Hermt er að á
köflum hafi hreinlega þurft að
loka hann inni milli móta. Hann
var í tvígang settur út úr landslið-
inu vegna slæmrar hegðunar og
árið 1986 fékk hann skilorðsbund-
inn dóm fyrir að stela sígarettum
og bjór úr sjoppu.
Gjálífið glepur og eftir um ára-
tug í fremstu röð fór áhugi Nyk-
änens á stökkinu þverrandi. Hann
lagði skíðin á hilluna.
Kappinn hefur víða komið við
síðan og óhætt er að fullyrða að
lífið hafi ekki farið um hann mjúk-
um höndum. Finnar munu alla tíð
bera virðingu fyrir skíðastökkv-
aranum Matti Nykänen en sama
verður tæplega sagt um mann-
eskjuna sjálfa. Sumir ganga svo
langt að halda því fram að hann sé
orðinn að þjóðarskömm.
Skíðastökkvarinn syngjandi
Nykänen hefur tekið sér eitt og
annað fyrir hendur frá því stökk-
ferlinum lauk en þekktastur er
hann líklega fyrir framlag sitt til
popptónlistarinnar. Tvennum sög-
um fer þó af hæfileikum hans á
því sviði.
Á opinberri heimasíðu Nyk-
änens, mattinykanen.info, eru gíf-
uryrðin þó ekki spöruð. „Matti
Nykänen reyndi fyrst fyrir sér
sem söngvari snemma á tíunda
áratugnum og fólk kunni svo vel
að meta hann að fyrsta breiðskífa
hans, Nótt hins óvænta (f. Yllätys-
ten yö), náði gullsölu. Skíða-
stökkvarinn syngjandi vakti meira
að segja athygli í Þýskalandi, þar
sem hann kom fram.“
Það var og.
Tónlist Nykänens hefur verið
lýst sem „popprokki með kómísku
ívafi“ og fjalla textarnir margir
hverjir um líf listamannsins og
störf. Þannig mun lagið Einn,
tveir, þrír – hraðinn eykst (f. Yy
kaa koo nee – vauhti kovenee)
vera óður til viðburðaríks lífsstíls
Nykänens. Það er að finna á ann-
arri breiðskífunni, Samurai, frá
árinu 1992.
Nykänen er enn viðloðandi tón-
listina og í fyrra kom þriðja breið-
skífan út. Hún inniheldur m.a. lag-
ið Kannski fékk ég mér (í glas),
kannski ekki (f. Ehkä otin, ehkä
en), þar sem Nykänen lætur hlust-
endum eftir að meta hvort hann
hafi snúið baki við Bakkusi eður
ei. Þeir sem gerst þekkja til hall-
ast að síðari kostinum.
Enn að trylla lýðinn
Á fyrrnefndri heimasíðu kemur
fram að Matti Nykänen & Sam-
urai-sveitin komi reglulega fram á
klúbbum og veitingastöðum „og
trylli lýðinn með viðburðaríkri og
kraftmikilli dagskrá. Fyrir utan
frábæra tónlist inniheldur sýn-
ingin reyk, ljós og svita og skilur
engan eftir í kuldakasti!“
Já, það er stíll Nykänens að ylja
alþýðunni. Svo langt gekk það
meira að segja á tímabili að hann
vann fyrir sér sem fatafellir. Ef-
laust hafa einhverjr aðdáendur
hans af veikara kyninu haft yndi
af því en gjörningurinn var síst til
þess fallinn að auka hróður hans
meðal finnsku þjóðarinnar.
Fleira hefur farið fyrir brjóstið
á fólki. Nykänen þykir skipta
helst til oft um konur en hann á
þegar fimm hjónabönd að baki,
þar af hefur hann gengið tvívegis
að eiga núverandi spúsu sína,
Mervi Tapola. Mismikla virðingu
hefur hann borið fyrir þessum
konum en athygli vakti að meðan
hann var kvæntur Sari Paanala, á
árunum 1996-98, tók hann upp eft-
irnafn hennar. Það er alltént inn-
legg í jafnréttisbaráttuna.
Annars hefur Nykänen ekki
þótt koma nægilega vel fram við
konur sínar og margoft hefur
komið til kasta lögreglu vegna
barsmíða á heimili hans. En halda
ber því til haga að Nykänen hefur
víst bæði verið gerandi og þolandi
í þeim viðureignum.
Tilraun til manndráps
Botninum náði Nykänen þó þeg-
ar hann var handtekinn 24. ágúst
2004 grunaður um tilraun til
manndráps eftir að fjölskylduvin-
ur fannst með stungusár á heimili
hans. Hann var fundinn sekur um
alvarlega líkamsárás og dæmdur í
26 mánaða fangelsi í október sama
ár en leystur úr haldi ellefu mán-
uðum síðar.
Eitthvað hefur það komið hon-
um úr jafnvægi því fjórum dögum
síðar var hann færður í járn að
nýju fyrir að misþyrma eiginkonu
sinni. Það þýddi fjóra mánuði bak
við lás og slá til viðbótar.
Lítið hefur farið fyrir Nykänen
síðan en auglýsing í norsku sjón-
varpi í fyrra vakti athygli. Þar
knýr hópur föngulegra meyja dyra
hjá kappanum og býður honum í
teiti. Öllum að óvörum afþakkar
Nykänen boðið. Að baki auglýs-
ingunni stóð norska farsímafyr-
irtækið djuice og slagorðið var
„Nú getur þú líka verið við stjórn-
völinn“. Að fenginni reynslu efast
menn aftur á móti um að hér sé
einhver yfirlýsing á ferðinni. Nyk-
änen hafi ekki snúið við blaðinu.
Menn skyldu þó aldrei segja
aldrei. Þannig bárust af því fregn-
ir í haust að Nykänen hefði tekið
fram skíðin á nýjan leik og hygð-
ist freista þess að keppa aftur á
mótum – 44 ára að aldri. Nú er að
sjá hvernig það fer.
Í HNOTSKURN
»Kvikmynd var gerð umlíf Matti Nykänens á síð-
asta ári og fór finnski leik-
arinn Jasper Pääkönen með
titilhlutverkið. Þar er eink-
um lögð áhersla á athafnir
hans utan skíðastökkpall-
anna.
»Endurminningar Nyk-änens hafa líka komið út
á bók, m.a. á ensku, undir
heitinu Kveðja frá helvíti.
»Nykänen hefur löngumverið kunnur fyrir kald-
hæðnisleg spakmæli sín og
lifa mörg þeirra góðu lífi
meðal ungra Finna.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 29