Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/RAX Smælki Reynir hefur gaman af að gera prótótýpur af húsgögnum sínum í hlutföllunum 1: 5. H önnunarstofan Syrusson er í hjarta Kópavogs. Þótt einhverjir kunni að staldra við orðalagið þegar það bæjarfélag er annars vegar, leikur enginn vafi á í huga eigandans, Reynis Sýrussonar húsgagnahönnuðar, sem í haust opnaði 150 fm sýningarsal og vinnustofu í Hamraborg 5; í hjarta Kópavogs frá hans bæjardyrum séð. Þar sem Reynir hefur næmt auga fyrir formum og línum var hann ekki lengi að reikna út að fyrirtæki hans er miðja vegu milli þeirra fjögurra staða sem hann hefur búið á hérlendis um ævina. Og þá meinar hann í beinni línu, annars vegar milli vesturs og austurs í Kópavogi og hins vegar suðurs í Reykjavík og norðurs í Hafnarfirði. „Einskær tilviljun,“ segir hann og það leynir sér ekki að honum finnst hún býsna merkileg. Jafnvel góður fyr- irboði. Frá því Reynir kom heim frá hönnunarnámi í Árósum í Danmörku alda- mótaárið hefur hann stefnt ótrauður að því að stofna eigið hönn- unarfyrirtæki. Upphaflega ætlaði hann þó að verða rafvirki eða íþróttakennari og lá leið hans því fyrst í Iðnskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk grunnnámi í raf- virkjun. Þá hóf hann nám á íþróttabraut í Menntaskólanum í Kópavogi áður en hann skipti yfir og útskrifaðist af við- skiptabraut. „Ég hafði mikinn áhuga á viðskiptum, sölu- og markaðs- málum og fannst ég vera á réttri hillu þegar ég fékk starf í heildverslun að námi loknu.“ Ítalskur lampi kveikti á perunni Hann var ekkert að hugsa sér til hreyfings að öðru leyti en því að stofna heimili og kaupa í búið. Í ein- um slíkum leiðangri sá hann forkunn- arfagran lampa sem illu heilli – eða kannski góðu heilli miðað við fram- haldið – var bara til á mynd í ítölskum bæklingi. „Ég var svo hrifinn af lamp- anum að ég ákvað að smíða einn slík- an,“ segir Reynir og gerði sér lítið fyrir. Hann hafði enda aðgang að verkstæði föður síns, sem er járn- og rennismiður, og því voru hæg heima- tökin. „Lampinn heppnaðist svo vel að næstu þrjú árin hannaði ég og smíð- aði eina 20 hluti, fyllti heimilið hrein- lega af alls konar húsgögnum, “ segir Reynir. Þau sex ár, 1990 til 1996, sem hann smíðaði eingöngu fyrir sjálfan sig, voru honum lærdómsrík. Þrátt fyrir verksvit, haga hönd og góða aðstöðu í föðurhúsum kom nefnilega stundum í ljós að hann réð ekki einsamall við ýmsar tæknilegar útfærslur til að hugarsmíð hans yrði húsgagn. Þá var ekki annað að gera en að leita ráða hjá sérfræðingum í hinum ýmsu framleiðslufyrirtækjum eins og hann hikaði ekki við. Samböndin, sem hann skapaði sér á þessum árum, komu sér líka vel síðar þegar draumurinn um eigin hönnunarstofu nálgaðist veru- leikann. „Ég smíðaði ljós, stóla, sófa, klukk- Sjálfs sín herra MJ 34 Borðstofustóll, sem verður einnig útfærður sem barstóll og kollur. Hægt er að snúa stólnum heilan hring og fer hann sjálfkrafa í upp- runalega stöðu. Rotus Borðstofu- og/eða sýningarskápur. Reynir Sýrusson hús- gagnahönnuður sagði Val- gerði Þ. Jónsdóttur að traust samstarf við leiðandi íslensk framleiðslufyrirtæki gerði sér kleift að afgreiða stórar pantanir með stutt- um fyrirvara. |sunnudagur|25. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf . . . Matta Nykä̈nen, finnska skíðakappann, sem vann þrenn gullverðlaun á Ólympíu- leikunum í Calgary 1988. » 28 hvað varð um ... Pétur Blöndal, blaðamaður, og Kristinn Ingvarsson, ljósmynd- ari, gerðu Sköpunarsögur í sameiningu. » 32 skáldskapur Um þessar mundir er eitt hundrað ára afmæli land- græðslustarfs á Íslandi fagnað. » 34 landgræðsla Hildigunnur Hjálmarsdóttir hef- ur skrifað bókina Danska frúin á Kleppi, um tengdamóður sína, Ellen Kaaber. » 24 ævisaga Cubus Stakur stóll eða partur af sófasetti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.