Morgunblaðið - 25.11.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2007 41
þeir greiða félagsmönnum sínum. Alvara lífsins
byrjar svo fyrir alvöru fyrir allan almenning ef
fasteignir lækka í verði eitthvað að ráði.
Af þessu er ljóst, að það er allra hagur að tak-
ast megi að halda þeirri þróun, sem staðið hefur
yfir um skeið en lét finna fyrir sér fyrir alvöru í
síðustu viku, í skefjum. Þáttur í því getur einfald-
lega verið að fólk og fyrirtæki, stór og smá, um-
gangist þennan markað með meiri varúð en gert
hefur verið. Greiningardeildir bankanna hafa frá
því snemma á árinu spáð mikilli hækkun á hluta-
bréfamarkaðnum. Slíkir spádómar hafa að sjálf-
sögðu ýtt undir kaup á markaðnum. Hvað skyldi
mikið standa eftir af þessum spám?
Kaupþing í lykilstöðu
K
aupþing banki vigtar svo þungt á
íslenzka hlutabréfamarkaðnum,
að öll óvissa í kringum það fyr-
irtæki getur valdið lækkun á
bréfum bæði í bankanum sjálfum
og þeim fyrirtækjum, sem eiga
verulegan hlut í honum. Á undanförnum vikum
hefur gætt óvissu, ekki bara á markaðnum hér
heldur einnig í öðrum löndum, vegna spurninga,
sem hafa vaknað um fjármögnun á kaupum
Kaupþings á hollenzkum banka. Þessi óvissa hef-
ur m.a. leitt til að svonefnt skuldatryggingaálag á
skuldabréfum, sem Kaupþing hefur gefið út og
viðskipti eru með á alþjóðlegum fjármálamörk-
uðum, hefur hækkað mjög og raunar rokið upp.
Í þessu samhengi hefur tvennt gerzt síðustu
daga. Morgunblaðið skýrði frá því sl. miðvikudag,
að erlendir bankar hefðu tekið að sér að sölu-
tryggja 180 milljarða hlutafjárútboð Kaupþings.
Frétt þessi var byggð á nafnlausum heimildum og
ekki staðfest af forráðamönnum Kaupþings. Af
þeim sökum spurðu aðilar á markaðnum hér hver
annan, hvort fréttin væri rétt. Liggur þó í augum
uppi, að Morgunblaðið hefði ekki gert þessari
frétt svo hátt undir höfði, sem raun bar vitni, ef
blaðið teldi sig ekki hafa alveg öruggar heimildir
fyrir henni. Eftir að fréttin birtist hefur verið
beðið eftir opinberri tilkynningu um þessa samn-
inga. Það er mikilvægt að hún komi sem fyrst eft-
ir þessa helgi og um leið og hún liggur fyrir má
gera ráð fyrir að slík staðfesting muni hafa mjög
róandi áhrif á markaðinn bæði hérlendis og er-
lendis. Í raun má segja, að endanleg tilkynning
um að fjármögnun á kaupum Kaupþings á hol-
lenzka bankanum sé tryggð, sé lykilatriði í að
skapa jafnvægi á markaðnum hér á ný.
Hitt, sem gerzt hefur varðandi Kaupþing, er ný
skýrsla Merrill Lynch um Kaupþing, sem Morg-
unblaðið skýrir frá í dag, laugardag, en þar er
þeirri skoðun lýst, að tryggingaálagið á skulda-
bréfum Kaupþings sé of hátt. Í frétt Morgun-
blaðsins segir:
„Segir í skýrslunni, að eignasafn og lausafjár-
staða Kaupþings séu ekki til þess fallin að valda
fjárfestum áhyggjum. Líkur á stórfelldri rýrnun
eigin fjár Kaupþings séu litlar og sömuleiðis að
bankinn sé vel staddur hvað varðar lausafé.
Að vísu telji Merrill Lynch, að kaup Kaupþings
á hollenzka bankanum NIBC hafi ekki verið til
hins bezta og að endurskipulagning á rekstri hol-
lenzka bankans sé nauðsynleg. Þá gerir grein-
ingadeildin ekki ráð fyrir frábæru ári hjá Kaup-
þingi árið 2008. Hins vegar sé tryggingaálag upp
á 3,40 prósentustig eða meira of hátt miðað við
það, sem áður hefur verið nefnt, og mælir bank-
inn ekki með því að fjárfestar skortselji skulda-
bréf Kaupþings, þ.e. mælir gegn því að fjárfestar
veðji á frekari hækkun álagsins.“
Í megindráttum er þessi umsögn Merrill
Lynch jákvæð fyrir Kaupþing. Þessi umsögn,
ásamt væntanlegri tilkynningu um samninga um
sölutryggingu á hlutafjárútboði Kaupþings, ætti
að stuðla að auknu jafnvægi á íslenzka hluta-
bréfamarkaðnum eftir helgi.
Næsta ár
A
llar umræður beggja vegna Atl-
antshafsins benda til þess að al-
mennt gæti mikillar varúðar um
þróun efnahagsmála og markaða á
næsta ári. Yfirleitt er tónninn í
fjármálablöðum í Evrópu og
Bandaríkjunum sá, að fjármálakreppan, sem
skollið hefur á vegna húsnæðislánakreppunnar,
sé ekki búin og að gera megi ráð fyrir afleiðingum
hennar frameftir næsta ári. Í Bandaríkjunum
þrýsta stjórnmálamenn á um aðgerðir til þess að
koma í veg fyrir, að fólk missi hús sín. Henry
Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur
hvatt lánveitendur til þess að milda lánakjör til að
auðvelda fólki að komast í gegnum húsnæðislá-
nakreppuna. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í
Kaliforníu, tilkynnti fyrir nokkrum dögum að
hann hefði gert samkomulag við fjóra stóra lán-
veitendur á sviði húsnæðislána um að þeir mundu
frysta tímabundið núverandi vaxtastig húsnæð-
islána í stað þess að hækka vexti í samræmi við
ákvæði lánanna.
Jafnvel ríkisstjórn Bush hefur hvatt lánveit-
endur til svipaðra aðgerða til þess að koma í veg
fyrir að fólk missi hús sín enda eru húsnæðis-
málin að komast alvarlega á dagskrá í kosninga-
baráttunni vestanhafs.
Í gær, föstudag, tilkynnti Seðlabanki Evrópu
að hann hefði gert ráðstafanir til þess að bæta
lausafjárstöðu banka og annarra fjármálafyrir-
tækja vegna þess að á meginlandi Evrópu hafa
menn auknar áhyggjur af þróun mála.
Það er því ljóst að alls staðar í kringum okkur
eru menn að bregðast við til þess að koma í veg
fyrir að sá vandi, sem nú blasir við, fari úr bönd-
um. Þess vegna þarf engum að koma á óvart, þótt
áþekkar umræður vegna stöðu húsnæðismála séu
hafnar hér.
Ef rétt og skynsamlega er á haldið eigum við
Íslendingar að geta komist klakklaust frá þeim
vandamálum, sem við stöndum frammi fyrir. Þá
er ekki átt við stöðu einstakra fyrirtækja, sem
getur verið með mismunandi hætti, heldur þá al-
mennu stöðu að afturkippur á hlutabréfamark-
aðnum hafi ekki víðtækari áhrif en nauðsyn kref-
ur.
Þess vegna er nokkuð ljóst, að þeir, sem mest
áhrif geta haft á þróunina hér, þurfa að tala sam-
an en sitja ekki hver í sínu horni og geri það, sem
að þeim snýr, án þess að nokkur aðili hafi yfirsýn
yfir málið allt.
» Sú verðmætaaukning, sem orðið hefur á hlutabréfamark-aðnum hér á þessu ári, hefur nánast gufað upp. Papp-
írshagnaðurinn hefur í sumum tilvikum orðið að engu. Afleið-
ingarnar verða margvíslegar, ekki bara fyrir umsvifamestu
leikendur á þessu sviði, heldur líka einstaklinga, sem hafa haft
minni umsvif en hafa engu að síður verið þátttakendur á mark-
aðnum.
rbréf
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bæjarferð Þessir kátu krakkar brugðu fyrir sig betri fætinum í vikunni og fóru í ferðalag í miðbæ Reykjavíkur. Jólin nálgast óðfluga og má ætla að börnin hafi orðið vör við undirbúning þeirra.